Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1995, Page 28
ÍZ
oo
28
E—ptr
bc
Helga Sigurjónsdóttir
Valdarán í
Kvennalistanum
..Ég er ekki farin úr flokkn-
um, en þaö eru margar konur
íjúkandi reiöar vegna þessa. Okk-
ur finnst ekki rétt aö láta fremja
svona valdarán í Kvennalistan-
um án þess að segja neitt viö
því,“ segir Helga Sigurjónsdóttir
bæjarfulltrúi í DV.
Góð auglýsing
„Guðný Halldórsdóttir hefur
fengið góöa auglýsingu uppá
síðkastið,“ segir alþýöubanda-
lagsmaður í Aiþýðublaöinu.
Ummæli
Skíthæll og apaköttur
. Hin „góða auglýsing" fleytir
nú Guðnýju í framboð fyrir Al-
þýðubandalagið í Reykjaneskjör-
dæmi. Hin „góða auglýsing"
Guðnýjar Halfdórsdóttur er án
efa helsta ástæða þess að óvin-
sældir Ólafs G. Einarssonar
fimmfolduðust í einu vetfangi.
Iíver er nú „skíthæll“ og „apa-
köttur“?“ segir í leiðara Alþýðu-
blaðsins.
Hef engan áhuga á að
verða bæjarverkfræðingur
„Mér var á sínum tima boðið
bæjarverkfræðingsembættið. Ég
hef aldrei haft sérstakan áhuga á
embættinu, en vildi að það yrði
staðið við gerðan samning... Ég
hef engan áhuga á að verða bæj-
arverkfræðingur," segir Jóhann
G. Bergþórsson í DV.
Banna hunda í Reykjavík
„Ég er fylgjandi því að banni við
hundahaldi sé framfylgt vegna
þess að borgarbúar voru spurð-
ir... Þeir svöruðu afgerandi að
þeir vildu viðhalda banni við
hundahaldi. Af þeim sökum
finnst mér að þaö eigi að vera í
gifdi,“ segir Árni Þór Sigurðsson
borgarfulltrúi í DV.
Góðbóker
gulli betri
Opinn fundur ITC Melkorku
verður haldinn í kvöld í Gerðu-
bergi í Breiðholti kl. 20.00. Stef
fundanns er: Góð bók er gulli
betri. Á dagskrá er meðal annars
bókakynning, fræðsla um pall- og
hringborðsumræður.
Fundir
Kynningardagar
f Gjábakka
Félagsstarfsemi eldri borgara i
Kópavogí veröur kynnt í dag og
á morgun í Gjábakka. í dag verö-
ur starfsemin kynnt og utan-
landsferöir á vegum landssam-
bands aldraðra. A morgun kynn-
ir frístundahópurinn Hana nú
starfsemi sína. Báöar kynning-
amar heíjast kl. 14.00.
Fyrir foreldra
bama með dyslexíu
í Norræna húsinu í kvöld mun
Lindsay Peer, fræðslufulltrúi
Breska dyslexíufélagsins, halda
fyrirlestur kl. 20.30 fyrir foreldra
barna með dyslexíu. Mun fyrir-
lesturinn fjalla um dyslexíu
heima og í skóla og tekur bæði
til umræðu um hæfileika og
vandamál.
Dregur úr frostinu
í dag verður norðankaldi eða stinn-
ingskaldi austanlands í fyrstu en
annars hæg suðlæg eða breytileg átt
Veðrið í dag
og léttir til um allt land. Gengur síð-
an í hægt vaxandi sunnanátt vestan-
lands, kaldi og dálítil él á annesjum
upp úr hádegi en stinningskaldi eða
allhvasst og snjókoma í kvöld og
nótt. Um landið austanvert verður
fremur hæg sunnanátt og bjartviöri
fram á kvöld en sunnan stinnings-
kaldi og lítils háttar snjókoma í nótt.
Síðdegis fer að draga úr frosti vestan-
lands. Á höfuðborgarsvæðinu snýst
í sunnangolu eða kalda með dálitlum
éljum upp úr hádegi. Sunnan stinn-
ingskaldi og snjókoma í kvöld og
nótt. Frost 5-8 stig í fyrstu en 1-5
stig síðar í dag.
Sólarlag í Reykjavík: 16.08
Sólarupprás á morgun: 11.02
Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.48
Árdegisflóð á morgun: 03.25
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 6 i morgun:
Akureyri léttskýjað -8
Akurnes léttskýjað -6
Bergstaðir léttskýjað -12
Bolungarvík skýjað -6
Kefla víkurílug\'öliur skýjað -8
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -8
Raufarhöfn alskýjað -4
Reykjavík léttskýjað -10
Stórhöfði léttskýjað -5
Bergen snjóél á síð. klst. 0
Helsinki snjókoma -3
Kaupmannahöfn srýókoma 0
Stokkhólmur snjókoma 0
Þórshöfn snjóél 0
Amsterdam snjóélásíð. klst. 2
Berlín skýjað 1
Feneyjar þokumóða -1
Frankfurt léttskýjað 3
Glasgow heiðskirt -1
Hamborg skúrásíð. klst. 1
London skýjað 5
LosAngeies súld 14
Luxemborg skýjað 2
Mallorca léttskýjað 11
Montreal heiðskírt -22
Eydís Konráðsdóttir, íþróttamaður Suðumesja:
Langtímamarkmið er að
komast á ó
„Það verður nóg aö gera á þessu
ári og enginn skortur á verkefnum.
Ég stefrii á að ná lágmarki á Evr-
ópumeistaramótið sem verður
haldið í Austurriki síðar á árinu.
Ég er bjartsýn á að þaö takist. Svo
er að sjálfsögöu æðsti draumurinn
aö komast á ólympíuleikana og er
þaö langtímamarkmið,“ segir Ey-
dís Konráðsdóttir, hin stórefhilega
sundkona frá Keflavík, en hún var
Maður dagsins
nýlega kosin íþróttamaður Suður-
nesja.
Eydís segir að kjöriö hafi verið
mikili heiður þar sem mikið sé af
góðu íþróttafólki á Suðumesjum.
Þá segir hún að þessí tilnefning sé
raikill stuðningur og uppörvun fyr-
ir næsta tímabil. Eydís er aðeins
sextán ára og hefur þegar náð frá-
bærum árangri og sett nokkur ís-
landsmet. Hennar sterkustu grein-
ar eru baksundið og flugsund. í
janúar fer hún á tvö mót á Norður-
löndum, eitt í Daiunörku og heims-
Eydís Konráðsdóttir.
bikarmótið í Finnlandi. Eydís æfir
allt að fimm klukkustundir á dag.
Byijar eldsnemma á morgnana og
síðan á kvöldin: „Það venst ótrú-
lega vel að mæta klukkan sex að
morgrú. Ég fer snemma að sofa og
er ekkert á neinu næturbrölti á
kvöldin, enda líður mér best eftir
erfiðar æfingar."
Eydís byrjaði sjö ára að æfa sund
en þaö getur hún þakkað bróður
sinum, MagnúsL „Égapaði allt eft-
ir honum á þessum árum.“ Eydís
stundaði einnig fimleika en tók
sundiö fram yfir: „Sundið er að
inínu mati skemmtilegri íþrótt og
hefur gefið mér ótrúlega mikið.
Félagsskapurinn er góöur og
ómissandi þáttur í þessu öllu. Þá á
ég þjálfara mínum, Martin Rade-
macher, árangur minn að þakka
og ekki má gleyma því að fjölskylda
mín hefur alla tíð staðið við bakið
á mér.“
Sá mikli tími sem fer í æfingar
hefur ekki haft áhrif á árangur
Eydísar í skóla, en hún er góður
námsmaður og er hún að byrja á
náttúrufræðibraut í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Áhugamál henn-
ar fyrir utan sundið er tónlist. Hún
byrjaöi fimm ára að læra á selló
og er við nám í Tónlistarskóla
Keflavíkur.
Eydís er fædd í Svíþjóð , en faðir
hennar, Konráð Lúðvíksson kven-
sjúkdómalæknir, var viö nám þar.
Móðir hennar heitir Ragnheiður
Ásta Magnúsdóttir og á Eydís tvö
systkin.
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995
Heil urnferð í hand-
bolta kvenna
Eftir nokkurt hlé hefst keppni
aftur í 1. deild kvenna í handbolt-
anum og verður í kvöld leikin
heil umferð í 1. deild kvenna.
Þrjú lið þykja sterkust í deild-
fþróttir
inni, Stjaman, Fram og Vikingur.
Ekki er um að ræða innbyrðis
viöureign þessara liða í kvöld.
Tveir leikir fara fram í Laugar-
dalshöllinni. Kl. 18.30 leika KR-
FH og kl. 20 Ármann-Stjarnan. í
Framhúsi fer fram kl. 19 viður-
eign Fram og Fylkis, í Hafnarfirðí
leika Haukar og Víkingur kl. 20
og á sama tíma leika í Valsheimil-
inu Valur-lBV.
Einn leikur fer fram í 2. deild
karla í handboltanum, í Vest-
mannaeyjum leika ÍBV og BÍ. í
kvöld fer einnig fram einn leikur
í úrvalsdeíldinni í körfubolta, er
um aö ræða frestaðan leik á milli
Þórs á Akureyri og ÍA.
Skák
Helgi Áss Grétarsson varð að sættast á
jafnteíli við Heikki Westerinen í lokaum-
ferð alþjóðamótsins í Gausdal og hafnaði
í þriðja sæti, hálfum vinningi á eftir sig-
urvegurunum Rune Djurhuus og Einari
Gausel, sem báðir eru norskir. Þeir fengu
7 v. úr 9 skákum en Helgi Áss 6,5 v. Dan-
inn Peter Heine Nielsen varð tjórði með
5,5 v.
í þessari stöðu frá mótinu hafði Djur-
huus hvítt og átti leik gegn Svend Jo-
hannessen:
23. Bf5! gxf5 Ef 23. - Rxdl gefur 24. Be6
vinningsstöðu. 24. Kxf2 He7 26. Dg3 +
Kh8 27. Bf4 og svartur gafst upp.
Jón L. Árnason
Bridge
Tvö landslið frá Kína fóru nýlega í keppn-
isferð til Englands og kepptu gegn þar-
lendum landsliðum. Kínversku landslið-
in voru þar að endurgjalda heimsókn
Englendinga á síðasta ári. í leik kvenna-
landsliða Kínverja og Englendinga kom
merkilegt spil fyrir. Norður hélt á þess-
um spilum og heyrði félaga sinn í suöur
opna á íjórum spöðum á hættunni gegn
utan: 4 A3
V Á76
♦ Á10762
+ KD10
Norður valdi, ekki óeðlilega, að segja
pass, enda getur opnun suðurs verið mjög
hindrunarkennd á veik spil. Hitt kom á
óvart að sagnhafi fór einn niður á samn-
ingnum!?. Oll spilin voru þannig:
♦ Á3
V Á76
♦ Á10762
+ KD10
♦ 5
¥ K83
♦ KG9543
+ 762
Suður
♦ 84
V DG952
♦ --
+ ÁG9854
♦ KDG109762
V 104
♦ D8
+ 3
Vestur Norður Austur
4* Pass Pass Pass
Vestur spilaöi út tígulfjarkanum í upp-
hafi og sagnhafi þurfti að meta hvort
möguleiki var á því að vestur væri að
spila frá einspili, eða hugsanlega 6 spilum
í litnum. Ef vestur átti einspil var rétt
að fara upp með ás en ef vestur átti sex-
lit, var rétt að láta lítið spil úr blindum.
Sagnhafi ákvað að stinga upp ás og aust-
ur trompaöi og spilaði næst hjartadrottn-
ingu. Sagnhafi drap á ás, tók trompslag
og spilaði síðan laufi að kóngnum en
austur drap á ás og spilaði þjarta og vest-
ur gat tekið slag á tígulkónginn. Sagn-
hafi gerði mistök því hann átti að sjálf-
sögðu að setja lítið spil í upphafi. Ef vest-
ur átti einspil gat hann fengið sína stungu
í litnum en gat ómögulega fengiö aðra
stungu. isak Örn Sigurðsson