Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 Enn einn niðurskurðurinn. Sama tuskan undin aftur og aftur „Það er búið að vinda sömu tuskuna svo oft undanfarin ár að ekki verður undið meira úr henni. - Jóhannes Pálmarsson, Borgarspít- alanum í Timanum. Hættir við að gefa dómurum frið „Ég var búinn að ákveða að gefa dómurunum vinnufrið, en ef þetta er það sem koma skal er það ekki hægt.“ - Þorbjörn Jensson i Morgunblaðinu. Trúum engu iilu „Við sem erum aldir upp í sveita- mannasamfélagi eigum svo bágt með aö trúa einhveiju illu upp á aðra.“ - Jóhannes Jónsson í Bónus. Uminæli Sættum okkur ekki við ofbeldi „Við sættum okkur ekki við það ofbeldi sem haft er í frammi að undirlagi Láru V. Júlíusdóttur." - Þorkell Ellertsson i Alþýóublaöinu. Slær ryki í augu fjölmiðla „Bjöm Leifsson veit upp á sig sökina og er að slá ryki í augu fólks í fjölmiðlum." - Magnús Scheving I Morgunblaóinu Veik verkalýðshreyfing „Verkalýðshreyfingin er bara ekki jafn styrk og hún var áður. Við verðum að viðurkenna þá staðréynd.“ - Siguróur Tr. Sigurðsson i DV. Símtóliö er eitt al mörgum upp- götvunum Ericssons. Tengdi hljóð- nema og heyrn- artól saman Svíinn Lars Magnus Ericsson (1846-1926) stofnaði fyrirtækið L.M. Ericsson & Co. í Stokkhólmi 1876. Ericsson fann sjálfur upp margar bráðsnjallar nýjungar. meðal þeirra var símtólið, sem hann fann upp 1885 og setti það á markað eftir nokkurra ára end- urbætur. Á fyrri símtólum var hljóðneminn á símtækinu sjálfu og heymartólið tengt við hann með snúra. Ericsson tengdi hljóð- nema og heymartól saman í eina Blessuð veröldin heild, símtólið. Það varð strax vinsælt í Evrópu, en varð ekki þekkt í Bandaríkjunum fyrr en á þriðja tug aldarinnar. Símasjálfsalar Bandaríkjamaðurinn William Gray fékk einkaleyfi á fyrsta myntstýrða símsjálfsalanum í ágúst 1889. Fyrsti sjálfsalinn var settur upp í bankanum í Hartfort í Connecticut. Árið 1891 stofnaði Grey ásamt tveimur öðram fyrir- tæki sem setti upp símasjálfsala upp í stórverslunum. OO Víða él og skafrenningur í dag verður norðan- og norðaustan- átt, stinningskaldi eða aUhvass vest- an- og norðanlands í fyrstu, en held- ur hægari um sunnan- og austanvert Veðrið í dag landið. Á landinu sunnanverðu verð- ur úrkomulaust eða úrkomulítið, en él í öðram landshlutum. Frost 2 til 9 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan kaldi eða stinningskaldi og dálítill skafrenningur í fyrstu en hægari norðaustan og úrkomulaust í kvöld og nótt. Frost 3 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.48 Sólarupprás á morgun: 8.30 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.20 Árdegisflóð á morgun: 7.39 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri sryókoma -A Akumes skýjað -2 Bergsstaðir alskýjað -4 Boiungarvik snjóél -4 Keíla vikurilugvöllur skýjað -3 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -4 Raufarhöfn alskýjað -1 Reykjavík léttskýjað -3 Stórhöfði léttskýjað 0 Bergen skýjað 0 Helsinki þoka 1 Kaupmannahöfn hálfskýjað 2 Stokkhólmur skýjað -1 Þórshöfn snjókoma 0 Amsterdam úrkoma í grennd 4 Beriin hálfskýjað 4 Feneyjar þokumóða 6 Frankfurt skýjað 6 Glasgow snjóél 0 Hamborg skýjað 4 London skýjað 1 LosAngeles alskýjað 15 Mallorca skýjað 8 Montreal léttskýjað -10 New York léttskýjað 2 Nice skýjað 11 Orlando hálfskýjað 17 París skýjað 4 Róm skýjað 14 Vin alskýjað 4 Washington léttskýjað 3 Winnipeg heiðskírt -21 „Það verður með blendnum huga sem ég og fjölskylda mín fiyfjum frá Sauðárkróki eftir 16 ára búsetu þar. Bömin era orðin rótgrónir Sauðkrækingar, þar á ég marga góða vini og kunningja og fjöl- skyldan hefur haft það mjög gott á Maðnr dagsms Króknum," segir Jónas Snæbjöms- son sem í vor flytst úr embætti umdæmisverkfræöings Vegagerð- ar ríkisins á Norðurlandi vestra og tekur viö sama embætti á Reykja- nesi Jónas er Reykvíkingur og lauk stúdentsprófi frá Háskóla Islands árið 1971. Fimm áriun síðar útskrif- aðist hann sem byggingaverkfræð- ingur frá Háskóla Islands og tveim- ur árum síöar lauk hann ffam- haldsnámi frá tækniháskólanum í Kaupmannahöfn. Að loknu námi DV-mynd gk réðst Jónas til Vegagerðarinnar, fyrst í Reykjavík og síðan á Norð- urlandi vestra. „Ég hugsa að menn á Reykjanesi séu ekki sammála því að verkefnin þar séu smærri og fábreyttari en úti á landi en þaö er auðvitað geysi- legur munur á umdæmunum hér á Norðurlandi og þar og verkefnin ólík. Vegakerfiö er mun lengra hér en fyrir sunnan er umferðin marg- falt meiri og þá koma upp ýmis tæknileg vandamál, s.s. viö vega- mót sem era mjög fjárfrekar fram- kvæmdir. Verkefnin verða þvi næg en af öðrum toga í dreifbýlinu á Norðurlandi vestra.“. Jónas hefur á yfírstandandi kjör- tímabili verið oddviti sjálfstæðis- raanna i bæjarstjóm Sauðárkróks og forseti bæjarstjómar. Hann seg- ist ekki reikna með að láta til sín taka í pólitísku starfi á Reykjanesi, segir að það virðist nægilegt fram- boð á fólki til þeirra starfa þar. „Ég á stuttan tíma að baki í pólitíkinni en sá tími hefur veitt mér góða reynslu.“ Jónas er kvæntur Þórdisi Magn- úsdóttur framhaldsskólakennara og eíga þau flögur böm, tvö stunda nám viö Háskóla íslands og tvö við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Myndgátan Lausngátunr. 1159: Síðasta um- ferðin í körfu- boltanum Deildarleikjum í úrvalsdeild- inni í körfubolta lýkur í kvöld. Það er löngu ljóst að Njarðvíking- ar hafa fengið flest stigin í deild- hmi og'géta slakað á, en í kvöld leika þeir á heimavelli gegn Skallagrími. Aðrir leikir eru: Grindavik-Valur, Þór-ÍA, Tinda- stóll-ÍR, KR-Keflavík og Snæ- fell-Haukar. Þá verður leikið í úrslitakeppn- inni í handbolta. Tveir oddaleikir veröa, Valur leikur við Hauka á Hliðarenda og Afturelding leikur gegn FH í Mosfellsbæ. Það er augljóst að liðin leggja allt í söl- umar í þessum leikjum og veröa þeir örugglega spennandi. Þá eru tveir ieikir í úrslitakeppninni hjá konunum, Fram leikur við Hauka og Víkingur við FH. Skák Bræður voru í efstu sætum á ung- verska meistaramótinu sem fram fór fyr- ir skömmu. Csaba Horvath sigraði með 7,5 v. af 11 mögulegum, Groszpeter hreppti 2. sætið með 6,5 v. og Jozsef Hor- vath varð þriðji, ásamt fjórum öðrum skákmönnum. Ein af úrshtaskákum mótsins var milli sigurvegarans, sem hafði hvítt í þessari stöðu, og stórmeistarans Adorjans: 8 7 6 5 4 3 2 '1 26. Rf5! Því að ef 26. - Dxb6 27. Hc8+ og svartur verður að láta drottninguna af hendi. En nú eru góð ráð dýr. Eftir 26. - g6 27. Hc7! Dxb6 28. Hc8+ Dd8 29. Dc3! gafst svartur upp. Ef 29. - gxf5 30. Dc7 og tjaldið fellur. Jón L. Árnason \U/r S 11 A A Á, 1% AiA A Wth & & ■ ABCDEFGH Bridge Eins og sést á spilinu hefðu a-v átt að berjast upp í funm hjörtu sem standa, en misskilningur á dobh vesturs varð þess valdandi að lokasamningurinn varð 4 spaðar. Vestur taldi dobl sitt vera tví- rætt, bauð upp á vöm ef austur gæti sætt sig við samninginn, en austur taldi að doblið væri eingöngu til refsingar. Við fyrstu sýn virðist sem sagnhafl gefi alltaf 4 slagi, einn á hvern Ut, en sagnhafi sá strax vinningsmöguleika í spilinu. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og allir á hættu: * 8742 9 1064 ♦ 632 + DG3 * D103 V -- ♦ ÁKG1098 + K765 * ÁKG965 V Á2 ♦ 4 + Á1098 9 KDG98753 ♦ D75 Vestur Norður Austur Suður 14 pass 4V 4A dobl p/h Vestur hóf vömina á því að spila tígul- ásnum og síðan kóngnum. Suður tromp- aði, lagði niður spaðaás og sá sér til ar- mæðu að spaðinn lá 3-0. En hann kom Qjótlega auga á möguleika á því að enda- spila vestur. Líklegt mátti telja að lauf- kóngurinn væri í vestur og því spilaði sagnhafi næst laufáttunni. Vestur setti kónginn og spilaði aftur laufi sem sagn- hafi átti í blindum. Hann trompaði nú tígul og tók tvo laufslagi til viðbótar áður en hann spilaði sig út á spaða. Vestur fékk á drottninguna en varð að spUa tígli í tvöfalda eyðu og hjartatapslagurinn hvarf þannig eins og dögg fyrir sólu. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.