Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Side 3
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 3 Lækkun á aðflutningsgjöldum farartækja: Fyrst og fremst fyrir ferðamannaþjónustu - meö þessu er tekið upp tvöfalt verðlag á farartækjum, segir Gísli Guðmundsson hjá B&L „Þetta er bara gert fyrir ferðaiðn- aðinn og með þessu á hann að fá hlut- ina á öðru og lægra verði en aðrir í landinu. Það er verið að hverfa ára- tugi aftur í tímann með því að taka hér upp tvöfalt verðlag sem kallar á tvöfalt siðgæði. Þetta gagnrýni ég harðlega,“ sagði Gísh Guðmundsson, forstjóri Bifreiða og landbúnaðar- véla, um þá lækkun á aðílutnings- gjöldum á ákveðnum tegundum far- artækja sem samþykkt var á Alþingi rétt fyrir þinglok. Þar er fyrst til að taka að vörugjald af hópferðabifreiðum lækkar úr 15 í 5 prósent og er rökstutt með því að verið sé að styrkja íslenskan ferða- mannaiðnað í samkeppni við erlend- an. Gamlir vörubílar Á sama tíma lækkaði vörugjald á vörubifreiðum ekki neitt og er áfram 30 prósent. Vegna þess að vörubif- reiðir eru atvinnutæki er hvergi í nálægum löndum lögð svona gjöld á vörubifreiðar, að því er Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bíl- greinasambandsins, tjáði DV. Þess má geta að 23,9 prósent vöru- Lækkun á aðflutningsgjöldum farartækja 0 Nú H Verður Allt eftir vélastærðum úr 75, 60 eða 45%. Einungis fyrir vélsleðaleigur bifreiða á íslandi eru eldri en 20 ára, sem þýðir að þær eru skilgreindar sem fornbílar. Þá lækkar vörugjald af bílaleigu- bílum niður í 30 prósent, sem er lægsti gjaldflokkur á fólksbílum. Þeir eru annars íjórir 30, 45, 60 og 75 pró- sent og fara eftir vélarstærð bifreiða. Þessi lækkun á bílaleigubílunum er hugsuð til að þær geti lækkað leigu- gjaldið sem ferðamenn hafa kvartað mjög yflr að væri of hátt. Loks er á það að benda að vöru- gjald af vélsleðum fyrir vélsleðaleig- ur var lækkað úr 70 prósentum, sem almenningur verður að greiða, niður í 30 prósent fyrir leigurnar. Minnstu bílar lækka ekki Vörugjaldið var lækkað á einum flokki almennra fólksbíla. Það var flokkur bíla með sprengirými véla af stærðinni 1401 til 2000. Þessar bif- reiðir lækka úr 45 i 40 pósent. Vörugjald af minnstu og ódýrustu bílunum var ekki lækkað. Þar er um að ræða bíla með sprengirými 1400 eða minna. Gísli Guðmundsson bendir á að lækkun á þessum bílum hefði komið almenningi til góða sem umtalsverð kjarabót fyrir hina lægst launuðu en alltaf væri verið að tala um að bæta kjör þeirra. Fréttir Menningarborg Evrópu: Reykjaviksækist eftir árinu 2000 Ríkissfjórnin samþykkti á fundi sínum í fyrradag að send verði inn umsókn um að Reykjavík verði útnefnd menningarborg Flvrópu árið 2000. Umsóknar- fresturinn er til 30. júní á þessu ári en þegar er vitað um að tvær norrænar borgir hafa sóst eftir útnefningunni. Það eru Björgvin og Helsinki. Kaupmannahöfn verður menn- ingarborg Evrópu árið 1996 og Stokkhólmur árið 1998. kvöldverðartilboð 17.3.-23.3. Kr. 1.950 Nýr, spennandi sérréttama tseðill „One for Two“ klúbbfélagar velkomnir sunnud.-föstud. Opið: i hádeginu miðvikud.-föstud. á kvöldin miðvikud.-sunnud. MASH Panasonic iii nnnnj £*í ,lmUm Hljómtækjasamstæða sem hefur 2xóOW magnara, útvarp með FM, MW og LW, klukku, tvöfallt segulbandstæki með AUTO REVERSE, vandaðan eins bita MASH geislaspilara, forstilltan DSP TÓNJAFNARA, góða 60W 2way hótalara og fjarstýringu sem stýrir öllum aðgerðum. AKRANES: MÁLNI NGARÞJ. M ETRO BORGARN ES: KAUPF. BORGFI RÐINGA HELLISANDUR: BLÓMSTURVELLIR BOLUNGARVÍK: LAUFIÐ ÍSAFJÖRÐUR: PÓLLINN SAUÐÁRKRÓKUR: KAUPF. SKAGFIRÐINGA, RAFSJÁ AKUREYRI: radíóvinnustofan, Radíónaust, metro, Kaupf. Eyfirðinga, Rafland HÚSAVÍK: ÓMUR SEYÐISFJÖRÐUR: KAUPF. HÉRAÐSBÚA EGILSSTAÐI R: Rafeind, Kaupf. HÉRAÐSBÚA NESKAUPSTAÐUR: TÓNSPIL HÖFN: Rafeindaþj. BB , KAUPF. A-SKAFTFELLINGA VESTMANNEYJAR: brimnes KEFLAVÍK: rafhús Brautarholti & Kringlunni Sími 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.