Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 Fréttir Akureyri: Tjón í árekstr- umáárinuhátt Í40milljónir Gyifi KxistjSnsson, DV, Akureyri: Óvenju mlkið hefur verið um árekstra i umferðinni á Akureyri það sem af er árinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hafa verið tilkynntir tæplega 200 árekstrar til lögreglunnar frá áramótum en í fjölmörgum tilfellum sjá öku- menn sjálfir um aö útfylla tjón- skýrslur án afskipta lögreglu. Það æm veldur þessum fjölda árekstra er fyrst og fremst að veturinn hefur verið geysilega snjóþungur og miklir ruðningar eru við allar götur bæjarins. Rjöl- margir árekstranna eiga orsakir að rekja til þess að ökumenn verða að keyra langt fram á gatnamót til að sjá fram hjá snjó- ruðningunum og skapar það árekstrahættu. Ekki er fjarri lagi að ætla að heildarfjöldi árekstranna sé um 250 og samkvæmt upplýsingum starfsmanns tryggingafélags á Akureyri má reikna með að með- altjón á hverri bifreið sem lendir í þessum árekstrum sé um 150 þúsund krónur. Samkvæmt þvi nemur heildartjón bifreiða í árekstrum á Akureyri frá ára- mótum tæplega 40 milljónum króna. Þorskveiöamar: Fjórðungs- samdráttur Þorskveiöar hafa dregist saman um fjórðung fyrstu sex mánuðina miðaö við sama tímabil í fyrra. Þorskaflinn nú er samkvæmt tölum Fiskifólags íslands tæplega 81 þúsund tonnístað 107þúsunda tonna i fyrra. Veiðar á ýsu hafa aftur á móti aukist frá því aö vera 19.500 tonn í 22.500 tonn. Þetta er eðlileg niðurstaða í ljósi niðurskurðar á þorskkvóta. Aft- ur á móti kemur á óvart aö ufsa- aflinn dregst saman um tæp 4 þúsund tonn þrátt fyrir að nægur kvóti sé til. Ufsaaffinn var 26.400 tonn en fer á þessu fiskveiöiári niðurí 22.400 tonn. -rt DV Samningar sjómanna og útgerðarmanna í hnút: Ekkert annað en átök framundan segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Islands „Það er alveg ljóst að samningum verður ekki lokið án átaka. Þetta er bara spuming um hvaða vigstöðu menn velja og hvaða tíma menn velja sér til að fara í verkfall," segir Guð- jón A. Kristjánsson, forseti Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands. Eins og fram kom hjá Benedikt Valssyni, framkvæmdastjóra Far- mannasambandsins, í gær eru samn- ingar sjómanna á fiskiskipum og út- gerðarmanna komnir í strand. Sjó- mannasamtökin þrjú eru því nú að búa sig undir átök í því ljósi. Sævar Gunnarsson, forseti Sjó- mannasambands Islands, tekur und- ir með Guðjóni og segir samninga komna í strand. Hann segir ákvarð- anir um næstu skref verða teknar á formannaráðstefnu í næstu viku. „Það er algjört viljaleysi hjá LÍÚ til að semja. Við erum með for- mannafund þar sem ákveðið verður hvort málum verður enn frestað eða farið í átök. Það virðast ekki nást samningar nema með átökum og þá er þetta ekki spuming hvort heldur hvenær farið verður 1 verkfall,“ segir Sævar. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórá- félags íslands, tekur í sama streng og segir að það stefni í átök. „Ég sé ekkert fram undan nema átök. Við erum aö kanna okkar bak- land og tala við menn. Ég sé ekki annað en það sé fullur vilji hjá min- um mönnum að fara í aðgerðir og beijast fyrir kjarasamningi. Það er ljóst að við gerum ekki samning án átaka,“ segir Helgi. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, neitaði í samtali við DV að tjá sig um málið og vísaði á Vinnu- veitendasamband Islands. Þórarinn Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands, segir aö Vinnuveit- endasambandið hafi ekki komiö að samningum við sjómenn með bein- um hætti. „Við höfum ekki verið þátttakend- ur í deilunni með beinum hætti. LÍÚ hefur verið í þessum samningum. Það var kominn á samningur við Sjó- mannasambandið sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum heföi verið samþykktur. Hann var ýmist ekki borinn upp eða felldur af ör- fáum körlum þannig að nauðsynlegt var að slá hann af,“ segir Þórarinn. -rt Kristján Hagalínsson er Akurnesingur en stundar æðarbúskap í Langeyjar- nesi í Dalasýslu. Hann er hér ásamt syni sínum að hreinsa dún og búa til útflutnings. DV-mynd Garðar Héraösdómur Reykjaness: Bruggari greiði 700 þúsund Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt bruggara til að greiða 700 þús- und króna sekt ellegar að sæta 70 daga varðhaldi verði sektin ekki greidd innan íjögurra vikna frá birt- ingu dómsins. Maðurinn, sem er tvítugur Hafn- firðingur, var gefið að sök að hafa framleitt í söluskyni 30,5 lítra af landa og bruggaö þúsund lítra af gambra í bílskúr í Reykjavík. Hann sótti hvorki réttarhöldin né boöaði forfoll þótt honum væri birt fyrirkall á löglegan máta. Var maðurinn dæmdur til fyrrgreindrar refsingar, auk þess sem áfengið var gert upp- tækt ásamt bruggefni, áhöldum og flátum. -nn Dúnnselstáný Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Æðardúnn selst nú að nýju og fást um 26 þúsund krónur fyrir kílóið. Að sögn Kristjáns Hagalínssonar, æðarbónda í Langeyjarnesi í Dala- sýslu, eru birgöir í landinu nær upp- umar en verðið er enn mun lægra en fyrir nokkrum árum þegar kílóið fór í 45 þúsund krónur . í dag mælir Dagfari_______________ Háborg menningarinnar Þá hefur menntamálaráðherra ákveöið að Reykjavík verði menn- ingarborg Evrópu árið 2000 og hef- ur ríkisstjómin samþykkt þessa ákvörðun. Að vísu þarf að sækja um þessa útnefningu til einhvers menningarmálaráðs Evrópu en slíkt er vitaskuld bara formsatriði. Þó hafa borist fréttir um aö Bergen og Helsinki hafi líka sótt um að verða útnefndar menningarborgir Evrópu en við höfum nú ekki áhyggjur af því. Það er auðvitað útilokað að slíkir útnárar eigi nokkra möguleika á útnefningu. Hins vegar ríður stórmennsku- brjálæði Norðmanna ekki við ein- teyming því samkvæmt fréttum í norskum blöðum hefur norska stjómin þegar samþykkt að ausa út hundmðum milljóna króna til menningarframkvæmda í Bergen. Um Helsinki þarf auövitað ekki að ræða því þar er ekkert að finna annað en fulla og svartsýna Finna og Jón bankastjóra. Reykjavík hefur alla burði til að fá staðfestingu á því að hún sé höf- uðborg menningar í Evrópu. Hvert sem litið er blasir hámenningin við. Á sumum sviðum hefur menn- ingin meira að segja gengið of langt. Má til dæmis minna á að fyrir síðustu borgarstjómarkosn- ingar skrifaði ónefndur frambjóð- andi grein í Moggann þar sem hann varaði við vaxandi „ofbeldismenn- ingu“ í miðborginni að næturþeli. Svona getur nú menningin vaxið mönnum yfir höfuö ef þeir gá ekki að sér. Sem betur fer er þetta und- antekning því á flestum öðmm sviðum er menningin í jafnvægi. Umferðarmenningin í borginni er rómuð af gestum og akandi. Pöbba- menningin á engan sinn líka í Evr- ópu og þótt víöar væri leitað. Blómstrandi menning einkennir Reykjavík fyrst og fremst. Þar búa heimsfrægir rithöfundur á borð við Thor og Einarana og einn kunnasti skáldsagnahöfundur Vesturlanda gefur bækur sínar fyrst út í Reykja- vík áður en þær era þýddar á önn- ur mál þó svo að hann sé búsettur í Ameríku. Stórmálarinn Erró hef- ur gefið borginni slíkt safn af skilir- íum að engin önnur borg getur stát- að af viðlíka fermetraijölda af Erró. Svo eigum viö Kjarvalsstaði þar sem sjá má til skiptis listaverk meistarans og John og Jókó. Og við eigum Ráðhúsið og Perluna, Ár- bæjarsafn og Listasafn Seðlabank- ans. Við eigum Hrafn og Friðrik Þór sem hvað eftir annað hafa ver- iö við það að fá óskarinn. Þótt Kristján sé ættaður að norðan og búi á Ítalíu segja kunnugir að hann syngi sjaldan betur en í Laugar- dalshöll. Svo eigum við Þjóðminja- safn þar sem menningararíleifðin flýtur um sali þegar rignir og við eigum Þjóðarbókhlöðu og Arna- stofnun þar sem merkustu handrit heims eru læst inni. Þrátt fyrir yfir- fljótandi framboð af menningarvið- burðum í Reykjavík verður ekki komist hjá þvi að ráðast í nokkrar framkvæmdir til að hægt verði að sinna öllum þeim erlendu listunn- endum sem flykkjast hingað árið 2000. Brýn þörf er á að byggja tón- listarhöll sem tekur 1500 manns í sæti hiö minnsta. Þetta hús má einnig nota fyrir menningarráð- stefnur. Þá þarf að byggja Errósafn upp á nokkra hektara lands uppi á Korpúlfsstöðum og þannig mætti áfram telja. Þær menningarfram- kvæmdir sem þarf að ráðast í kosta vart undir tveimur milljörðum eða svo. Til þess að tryggja það aö ekk- ert fari úr böndum í fjármálum og listviðburðum veröur aö ráða Jak- ob Frímann sem menningarstjóra og þyrfd hann að taka til starfa sem fyrst. Ekki er hætta á að það standi á fjárveitingum ríkis og borgar því á þeim bæjum hefur menningin algjöran forgang eins og öllum er kunnugt. Hvort sem Ólafur Garðar eða Ingibjörg Sólrún verða við völd árið 2000 eða ekki mun Reykjavík verða háborg menningarinnar í Evrópu það ár. Það kom glöggt fram í sjónvarpsþætti pólitíkusa um mennt og menningu á dögun- um að menningin hefur algjöran forgang síðan baráttunni við verð- bólguna lauk. Við munum því sýna og sanna árið 2000 að í menningu sem á öðrum sviðum stöndum viö íslendingar framar öðrum þjóðum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.