Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Side 5
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 5 >v_________________________________________________Fréttir Prófessor David Childs, sagnfræðingur og sérfræðingur í málum Stasi: Umfjöllun um fortíðina óumflýjanleg „Það er erfltt að svara því af hverju skjöl frá sjöunda áratugnum hurfu úr skjalasafni Stasi í júní 1989. Það er mögulegt að starfsmenn Stasi hafl haldið að sá einstaklingur sem skjöl- in vörðuðu yrði einhvern tímann mikilvægur eða væri það þegar. Þeim hefur þótt að nauðsynlegt væri að hylja manninn slæðu leyndarinn- ar enn betur en þegar haföi verið gert með því að fjarlægja skjölin er hann vörðuðu. Þetta er einn mögu- leiki þar sem menn óttuðust alltaf að einhver sem hefði aðgang að skjöl- unum myndi flýja vestur. Flótta- menn komu upp um fleiri njósnara Nýtt einbýlis- húsahverfi á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: „Það eru engar einbýhshúsalóðir á lausu í bænum og hafa ekki verið að undanfórnu. Það gengur auðvitað ekki að ekki sé hægt að bjóða upp á shkar lóðir,“ segir Gísli Bragi Hjart- arson, bæjarfuhtrúi Alþýðuflokksins á Akureyri, en nú er á teikniborði bæjaryfirvalda skipulag nýs einbýl- ishúsahverfis í bænum. Lóðimar eru 25-30 talsins og hverf- ið á að rísa sunnan Lundahverfis, ofan við Verkmenntaskólans, og er reiknað með að hugmyndir að skipu- lagi hverfisins verði lagðar fyrir skipulagsnefnd nk. fóstudag. „Það hefur verið gríðarleg eftir- spurn eftir einbýlishúsalóðum að undanfórnu og einbýlishús hafa ekki verið byggð á Suður-Brekkunni lengi. Þessar lóðir, sem væntanlega verða auglýstar áður en langt um líð- ur, munu því bæta úr brýnni þörf,“ segir Gísli Bragi. Noröurland: Flokkarnir með sameigin- lega f undi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Stjórnmálaflokkamir á Norður- landi hafa sameinast um fundaraðir fyrir kosningarnar til Alþingis í næsta mánuði og verða 6 fundir í hvoru kjördæmi. Fundirnir verða allir í síðustu viku marsmánaðar og í byrjun apríl. Á Norðurlandi eystra verður fyrsti fundurinn á Akureyri sunnudaginn 26. mars, daginn eftir á Dalvík, þarnæsta dag á Ólafsfirði, miðviku- daginn 29. mars á Þórshöfn, daginn eftir á Raufarhöfn og síðasti fundur- inn verður á Húsavík 31. mars. Á Norðurlandi vestra hefst funda- röðin mánudaginn 27. mars á Siglu- firði. Á þriðjudeginum er fundur á Sauðárkróki, miðvikudaginn 29. mars á Blönduósi, fimmtudaginn 30. mars á Hvammstanga, mánudaginn 3. apríl á Skagaströpd og síðasti fund- urinn verður á Sauðárkróki 4. apríl. Myndbandsupp- tökuvélum stolið Rúða var brotin í hljómtækjaversl- un við Laugaveg í gærmorgun og stohð þaðan þremur myndbandsupp- tökuvélum. Vegfarandi varð var við brotna rúðu og lét lögregluna vita. Enginn var handtekinn en verðmæti vélanna nemur hundruðum þús- unda. -pp en gagnnjósnir," segir prófessor David H. Childs, sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum Stasi, sem nú vinnur að bók öryggislögregluna og staddur er hér á landi til að halda fyrirlestur um sama efni. Eins og sagt var frá í DV í seinasta mánuði voru gögn er vörðuðu íslenskan stjórnmálamann, sem var við nám í Austur-Berlín á sjöunda áratugnum, tekin úr skjalageymslum Stasi í júní 1989 án þess að nokkrar skýringar sé að finna á því. Childs segir að á þeim tíma sem skjölin voru fjarlægð hafi menn ekki enn óttast um framtíð A-Þýskalands Prófessor David H. Childs. DV-mynd Brynjar Gauti og því hafi skipulögð eyðing gagna ekki enn verið hafin eins og gerðist síðar í valdatíð Modrows. Þá hafi til- gangur eyðinga gagna verið til að hlífa hugsanlegum skýrsluhöfund- um og þeim sem voru enn starfandi fyrir Stasi. Hann bætir því þó við að til séu afrit af flestum skjölunum í Moskvu. Aðspurður um þá umræðu sem átt. hefur sér stað hér á landi í kjölfar sjónvarpsþáttar, sem sýndur var hér í seinasta mánuði og fyrrnefndar upplýsingar komu fram í, segir Childs hana ekki frábrugðna því sem gerist í öðrum löndum Evrópu. Um- fjöllunin sé að vísu sér á parti í Þýskalandi. „Þetta er sársaukafull umfjöllun. Sérstaklega þegar í ljós hefur komið að menn sem hingað til hafa verið taldir til vina og hetja reynast Stasi- njósnarar. Mér finnst hún samt óumflýjanleg. Fólk er forvitið og vill vita hvar það stendur gagnvart þeim sem það treystir." Childs telur að Stasi-vofan eigi eftir að ganga aftur í fleiri áratugi. „Ég nefni sem dæmi nasistana. Þótt þeir hafi einungis ríkt í 12 ár þá erum við enn þann dag í dag að horfa upp á réttarhöldyfirþeim.“ -pp Hagstæðustu bílakaup ársins! ? Verðið á Renault 19 RN árgerð 1995 er aðeins kr. 1195,000,- INNIFALIÐ : Hörkuskemmtileg og sparneytin 1400 vél, vökvastýri, rafdrifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp/segulband, styrktarbitar í hurðum, bílbeltastrekkjarar, samlitir stuðarar, málmlitur, ryðvörn, skráning .. Fallegurfjölskyldubíll áfínu verði. Reynsluahtu Renault! Bijreiðar & Landbúnaðarxélar hf. ÁRMÚLA 13 • SÍMI 553 1 236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.