Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Blaðsíða 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFANSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999
GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Hulduplögg í Reykjavík
Skemmtileg deila er risin í borgarstjóm Reykjavíkur
um íslenzka hugtakafræði. Rifizt er um, hvort ákveðið
plagg sé skýrsla eða greinargerð. Samkvæmt íslenzkri
samheitaorðabók er skýrsla og greinargerð sami hlutur-
inn, svo að deilan hæfir vel íslenzkum stjómmálum.
Þetta plagg og önnur af sama toga vom samin fyrir
4,3 milljónir handa Markúsi Emi Antonssyni borgar-
stjóra. Ekkert þeirra hefur skilað sér eftir eðlilegum leið-
um til núverandi borgarstjóra, en eitt þeirra komst í
hendur hans fyrir tilstilli huldumanns úr kerfinu.
í vor lofaði Ami Sigfússon, sem þá var borgarstjóri
um skeið, að afhenda borgarfulltrúum greinargerð, sem
lægi til grundvallar áðumefndum plöggum. Lítið varð
úr efndum, en þó lagði Ámi fram minnisblað til sín frá
fyrrverandi borgarstjóra. Þótti það rýrt í roðinu.
í núverandi deilu um þetta mál segir Ami, að plaggið,
sem fannst, hafi verið unnið snemma á ferli vinnunnar
að baki 4,3 milljónanna. Það sé byggt á lauslegri athug-
un. Samkvæmt þessu em enn ófundin þau minnisatriði,
greinargerðir eða skýrslur, sem meira máh skipta.
í núverandi meirihluta borgarstjómar verður vart
þeirrar áleitnu skoðunar, að ekki sé hægt að sýna þessi
plögg, af því að í raun hafi þau verið hluti af kosningaund-
irbúningi Sjálfstæðisflokksins og hefðu sem slík átt að
greiðast af honum, en ekki af borgarsjóði.
í þessari stöðu virðist eðlilegt, að þeir aðilar, sem hafa
samið eða fengið umrædd plögg, veiti aðgang að þeim,
svo að hægt sé að sjá, hvað kom út úr hinum margum-
töluðu milljónum og hvort það vom upplýsingar fýrir
borgaryfirvöld eða fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þetta minnir á, að opna þarf valdakerfi á íslandi á
svipaðan hátt og gert var fyrir löngu í mörgum ríkjum
Bandaríkjanna. Það felur í sér, að almenningi er veittur
aðgangur í tæka tíð að plöggum og fundum opinberra
aðila, þar með talið vinnuplöggum og vinnufundum.
Lög um þetta hafa verið kölluð Sólskinslög, af því að
þau lýsa almenningi inn í skúmaskot stjómmála og
stjómsýslu. Þau stefiia að endurheimt lýðræðis, sem
hefur drukknað í kerfinu. Þau eiga að gera fólki kleift
að komast að raun um, hvemig atburðarás verður til.
Hér í blaðinu hefur í sautján ár verið lagt til, að íslenzk-
ir stjómmálamenn og embættismenn tækju upp hin
bandarísku sjónarmið. Þeir hafa daufheyrzt við því, enda
ríkir hér leyndarhefð. Valdamenn vilja halda upplýsing-
um fyrir sig til að verja og efla stöðu sína.
Samkvæmt reglum leyndarsinna á aldrei að láta neinn
vita neitt annað en það, sem hann nauðsynlega þarf til
að vera starfhæfur. Þannig er hann síður talinn geta
verið hættulegur óhæfum yfirmanni. Með skömmtun
upplýsinga er reynt að viðhalda ríkjandi valdakerfi.
Samkvæmt vinnulagi leyndarsinna þurfa að vera til
plögg, sem einn stjómmálaflokkur hefur, en hinir ekki;
þurfa að vera til plögg, sem borgarstjóri hefur, en ekki
borgarfulltrúar eða embættismenn; þurfa að vera til
plögg sem einn borgarstjóri hefur, en sá næsti ekki.
Þessi hefð er andstæð lýðræðishefðinni. Samkvæmt
henni eiga allir að hafa aðgang að sömu upplýsingum. í
lýðræði er ekki skammtaður aðgangur að þekkingu. Þar
sem íslenzkir stjómmálamenn og embættismenn vilja
ekki skilja þetta, þarf að setja um það skýr lög.
Meðan svo er ekki, hefðu fýrrverandi borgarstjórar
meiri sóma af að láta fólki í té hin frægu plögg heldur
en að þykjast furða sig á, að þau skuli ekki finnast.
Jónas Kristjánsson
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995
Skoðanir annarra
Hvar stóö Framsóknarflokkurinn gagnvart Smuguveiðunum? spyr össur og segir flokkinn veðurtepptan í for-
tiðinni.
Framtíðarfælni
Framsóknar
Kosningalöggjöf
og hrossakaup
„Kosningalöggjöfin á íslandi hvetur beinlínis til
sundrungar og upplausnar í íslenskum stjórnmálum.
Ólíkt einmenningskjördæmum, þar sem aðeins einn
frambjóðandi vinnur, hvetur núverandi kjördæma-
skipan til myndunar smáflokka... Sundrung sem
er afleiðing kosningalöggjafar leiðir til hrossakaupa
sem yfirleitt eru greidd af skattgreiðendum. Kosn-
ingalöggjöfin leiðir einnig til aukinna áhrifa sérhags-
munahópa og eru bændasamtökin skýrasta dæmið,
en langt frá því að vera það eina eða það versta."
Óli Bjöm Kárason í Viðskiptablaðinu 15. mars.
Kvótinn og sægreifarnir
„Tilgangurinn með kvótakerfinu var ekki sá, að
veiöiheimildimar yrðu séreign örfárra manna. Þess
vegna féllst Alþingi á sínum tíma á þá kröfu Alþýðu-
flokksins aö í fyrstu grein laganna um fiskveiði-
stjómun yrði sett ákvæði, sem tæki af öll tvímæli
um, að fiskimiðin umhverfis landið væm sameign
íslensku þjóöarinnar. Reynslan sýnir hins vegar, að
þetta dugar ekki. í dag fara sægreifamir með kvót-
ann eins og þeir eigi hann líkt og hús eða bíl.“
Úr forystugrein Alþbl. 15. mars.
Á Reykjavík enga þingmenn?
„Undanfarið hefur mikið verið rætt um að gera
stórfelldar og tímabærar úrbætur í gatnamálum
Reykjavíkur. Sáu flestir að löngu var orðiö nauðsyn-
legt aö skila Reykvíkingum til baka einhverju af
þeim fjármunum sem teknir hafa verið af þeim í
gegnum bensíngjaldið... Eða svo héldu Reykvíking-
ar. Þar til kom að afgreiðslu landsbyggðarplaggs
númer eitt - vegaáætlunar. Þá eins og vanalega kom
í ljós aö Reykvíkingar eiga enga þingmenn."
Úr forystugrein Mánudagspóstsins 18. mars.
Páll Pétursson birti framtíðarsýn
Framsóknarflokksins í hnotskum
þegar hann fyrr á árum lagðist
gegn litasjónvarpinu. Hann kaus
fremur að sjá veröldina í svart-
hvítu.
Ótti Páls á Höllustöðum við að
sjá veröldina í lit gengur aftur í
Framsóknarflokknum í gervi stöð-
ugrar framtíðarfælni. Engan flokk
skortir jafn átakanlega framtíðar-
sýn og hann. Stefna hans felst í
status quo, eða varðgæslu um
óbreytt ástand. Hann fælist breyt-
ingar, jafnvel þó þær leiði til mik-
illa bóta fyrir Islendinga. Um þetta
eru mörg dæmi.
Smuguveiðarnar
Á sínum tima urðu deilur um
fullkomlega löglegar veiðar ís-
lenskra skipa í Smugunni. Attani-
ossar LÍÚ lögðust með furðulegum
hætti gegn veiðunum, sem frægt
varð um allan flotann. Það var fyrst
og fremst fyrir atorku Jón Baldvins
að veiðamar voru ekki bannaðar.
Síöan hafa íslenskir togarar veitt
næstum 50 þúsund tonn í Smug-
unni, og valdamilir aðilar í Noregi
tala nú um að veita íslendingum
30 þúsund tonna kvóta í Barents-
hafi. Það hefði ekki gerst án Jóns
Baldvins, enda segja norskir fjöl-
miðlar að Smuguveiðunum verði
hætt ef hann fer úr ríkisstjóm. Verð-
mætasköpunin vegna veiðanna nem-
ur milljörðum. Atvinnan samsvarar
500-600 nýjum ársverkum.
En hvar stóð Framsóknarflokk-
urinn gagnvart Smuguveiðunum?
Afstöðu hans hefur tæpast verið
hægt að skilja öðmvisi en svo að
Framsókn væri þeim andsnúin. Er
sú afstaða líkleg til að þjóna fram-
tíð íslendinga?
Þrír Vopnafirðir
í upphafi kjörtímabilsins breytti
KjaUarinn
Össur Skarphéðinsson
umhverfisráðherra
En framtíðarfælni Framsóknar
birtist í því að árum saman lagðist
formaður flokksins, sem fór með
sjávarútvegsmál í fyrri ríkisstjóm-
um, gegn því að Rússaþorskinum
væri landað á íslandi. Þjónaði það
framtíð íslands? r
Framsókn gegn EES
Samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið hefur þegar aukið
verðmætasköpun á Islandi um
2,5-3 milljarða og sú upphæð mun
aukast í 6 milljarða innan tíöar.
En Framsókn lagöist gegn, eða sat
hjá, við afgreiðslu samningsins.
Þjónaði það hagsmunum íslands?
í dag leggst Framsókn alfarið
gegn því að skoða umsókn um að-
ild að Evrópusambandinu, jafnvel
þó hún yrði bundin því skilyrði að
fullt forræði yfir fiskimiðunum
„En framtíöarfælni Framsóknar birtist
í því að árum saman lagðist formaður
flokksins, sem fór með sjávarútvegs-
mál 1 fyrri ríkisstjórnum, gegn því að
Rússaþorskinum væri landað á ís-
landi. Þjónaði það framtíð íslands?“
ríkisstjórnin, ekki síst fyrir tilstilli
Alþýðuflokksins, úreltum lögum
frá 1922 og heimilaði landanir er-
lendra skipa á íslandi. Síðan er
búið að landa hér á landi 30 þúsund
tonnum af Rússaþorski og fast að
8 þúsund tonnum af rækju.
Að mati Þjóðhagsstofnunar sam-
svarar vinnan við Rússaþorskinn
því að allt fiskverkafólk í þremur
byggðarlögum á stærð við Vopna-
íjörð hefði atvinnu allt árið um
kring.
væri hjá íslendingum. Er slík af-
staða, sem byggist á engu nema
hræðslu við framtíðina, líkleg til
að efla hag íslendinga?
Páll Pétursson kaus að sjá veröld-
ina í svart-hvítu. En svart-hvítar
myndir eru í dag geymdar á söfn-
um. Þær tilheyra fortíðinni. Sama
gildir um Framsóknarflokkinn.
Hann er veðurtepptur í fortiðinni.
Framtíðarfælni Framsóknar-
flokksins þjónar ekki hagsmunum
íslendinga.
Össur Skarphéðinsson