Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Síða 19
18
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995
31
Iþróttir
Borðtennis:
A-lið Víkings
bikarmeistari
: A-Iið Víkings varð bikanncist-
ari Borðtennissambands íslands
um helgina en liöiö vann sigur á
B-liði Víkings, 4-1. Bikarmeist-
araliðið skipa Bva Jósteinsdóttir,
Guðmundur Stephensen og Ing-
ólfur Ingólfsson. Þá lauk keppni
í 2. deildinni i borötennis. Til úr-
slita léku D- og E-lið Víkings og
sigraði D-liöið, 6-1. í sigurliöinu
voru Sigurbjörn Sjgfússon, Emil
Pálsson og Pétur Ó. Stephensen.
Pílukast:
ÆgirogFriðrik
Þaö verða Ægir Ágústsson og
Friðrik Jakobsson sem keppa til
úrslita um íslandsmeistaratitil-
inn í einmenningi karla í pílu-
kasti. íslandsmótið í pílukasti fór
fram um siðustu helgi. Ægir og
Friðrik höfnuðu í tveimur efstu
sætunum en Óli Sigurösson og
Ævar Finnsson urðu í 3.-4. sæti.
í tvímenningi urðu Guðjón
Hauksson og Friðrik Jakobsson
íslandsmeistarar. í öldungaflokki
varö Heimir Guðjónsson Islands-
meistari. í einmenningi kvenna
yarð Anna Kristín Bjarnadóttir
Íslandsmeístari. Móeiður Skúla-
dóttir varð í öðru sæti og Kristína
Sigurðardóttir í þriðja.
Landsliðiðsem
keppiráNM
Landsliðið í pilukasti, sem
keppir á Norðurlandamótinu sem
haldið verður hér á landi í fyrsta
sinn 29. og 30. apríl, er þannig
skipað: Guöjón Hauksson, Frið-
rik Jakobsson, Jóhannes Haröar-
son, Friðrik Diego, Ægir Ágústs-
son, Öskar Þórmundsson, Pótur
Hauksson, Ævar Finnsson, Anna
K. Bjarnadóttir, Móeiður Skúla-
dóttir, Kristina Sigurðardóttir og
Jakobína Jónsdóttir.
Bibercic á
leiðinni
Mihajlo Bibercic, markakóngur
1. deildarinnar í knattspyrnu,
kemur til liös við sitt nýja liö, KR,
nú fyrir helgina. Bibercic hefur
dvalið í Serbíu aö undanfórnu og
æft með þarlendu 1. deildar liði
en tilraunir hans til aö komast
að hjá félögum i Þýskalandi og
Sviss í vetur báru ekki árangur.
Leikmannahópur KR stækkaði
enn frekar á dögunum þegar
Guðni Rúnar Helgason frá Húsa-
vík gekk til iiðs við félagiö. Guðni
er 19 ára unglingalandsliðsmaður
og hefur spilað meö unglingaliöi
og varaliðí enska félagsins Sund-
erland síðustu tvö árin.
CoHymorefalur
Miklar likur eru nú taidar á því
að knattspymumaðurinn Stan
Collymore fari frá Nottingham
Forest til Everton. Everton hefur
þegar boðið Forest 5 milljónir
punda fyrir Collymore sem þykir
einn cfnilegasti leikmaöurinn í
Bretlandi en Forest hefur þver-
neltað. Talið er líklegt að Everton
hækki sig í 7,5 milljónir punda,
greiði 5 milijónir í peningum og
iáti Anders Limpar, Daniel Am-
okachi, Vmny Samways eðaBrett
Angell fylgja með í kaupunum.
Collymore er óvinsæll í sínu liði
og eftir rnark, sem hann skoraði
gegn Leicesler á döguntim, var
honum ekki fagnað. Ahangendur
Forest eru heldur ekki hliðhollir
Collymore. Forest hefur boðíð
lonúm 920 þúsund í rikulaun en
>aö virðist ekki ætla að duga.
Meistaradeild Evrópu:
Frækinn sig-
ur hjá Bayern
- Barcelona féll fyrir Paris SG
Ajax mætir Bayern Múnchen og Góð auglýsing fyrir
AC Milan leikur við Paris St. Ger- knattspyrnuna
main í undanúrslitum meistara- Paris St. Germain vann Barcelona,
deildar Evrópu. Þetta lá fyrir í gær- 2-1, í frábærum leik í París, og það
kvöldi en þá fóru fram síðari leikirn- þó Bakero kæmi Spánveijunum yflr
ir í 8-liða úrslitunum. í síðari hálfleik. Þetta er þriðja árið
Ajax fór tiltölulega létt með Hajduk í röð sem Parísarliðið slær út
Split frá Króatíu, 3-0. „Við sóuðum spænskt stórlið í 8-liða úrslitum.
alltof mörgum marktækifærum en „Þessi leikur var góð auglýsing fyrir
við lékum yndislega knattspyrnu," knattspyrnuna, bæði lið léku mjög
sagði Louis Van Gaal, þjálfari Ajax, vel, mörkin voru þrjú og heföu getað
en liði hans er af mörgum spáð Evr- orðið mun fleiri," sagði Luis Fern-
ópumeistaratitlinum. andez, þjálfari Frakkanna. „Ég held
Bayem Múnchen náði fræknu að allir hafi skemmt sér vel og Paris
jafntefli í Gautaborg, 2-2, þrátt fyrir SG spilaði frábærlega," sagði Johan
að markvörður liðsins, Sven Scheu- Cruyíf, þjálfari Barcelona.
er, væri rekinn af velli eftir aðeins Úrslitin í meistaradeildinni í gær-
20 mínútur. Bayern komst í 0-2 í kvöldi:
seinni hálfleiknum og Svíarnir jöfn- Ajax - Hajduk Split.3-o
uðu aðeins með síðustu spyrnu leiks- i-0 Kanu (39.), 2-0 F. de Boer (43.), 3-0
ins. Ævintýri Gautaborgarliðsins F. deBoer(68.)Ajaxáfram, 3-0saman-
lauk þar með en frammistaða liðsins !?gt' ,
í keppninni í vetur hefur verið stór- Neriinger'(71.),
kostleg. 1-2 Lilienberg (75.), 2-2 Martinsson
Benfica sótti stíft lengi vel gegn AC (90.).
MilanenslappsamtvelmeðO-Ojafn- Liðin jöfn, 2-2, en Bayern áfram á
tefli. Marco Simone og Zvonimir Bo- mörkum á útivelli.
ban áttu báðir stangarskot fyrir AC Paris SG - Barcelona..2-1
Milan í síðari hálfleik en Isiais Soar- °^!i?akj:ro ÍJ1 Rai Ö2.), 2-1 Guer-
es skaut í stöngina á marki ítalanna 10 Par!sSC|afratn’3-2 samanlagtn
undir lokin. Portugolsku ahorfend- AC Mjlan áfram ^ samanlagt.
urmr bauluöu mikið a leikmenn
Benfica þegar þeir gengu af velli.
Keppnin í 1. deildinni
Nú er Ijóst að keppni í 1. deild-
inni í knattspyrnu hefst þriðjudag-
inn 23. mai. Vegna heimsmeistara-
keppnínnar í handknattleik hafði
fyrsti leikdagurinn verið nokkuð á
reiki, og á tímabili stóð tii aö byrja
flmmtudaginn 18. maí, sem er frí-
dagur á HM. En niöurstaðan er sú
að byrjað veröur tveimur dögum
eftir að HM lýkur.
Fimm leikir eru á dagskrá þenn-
an fyrsta leikdag. Fram og Leiftur
leika klukkan 18, væntanlega á
Valbjarnarvelli, og klukkan 20
leika KR og FH, Grindavík og
Keflavík, Akranes og Breiðablik og
ÍBV og Valur.
Telja má fulivíst að ailir leikir
fyrstu umferðar veröi leiknir á
grasi en til að ná því fram var leik-
ur Leifturs og Fram fluttur frá Ói-
afsfirðí fll Reykjavíkur og leikur
Vals og ÍBV settur á í Eyjum.
Tomba vann heims-
bikarinn heima í stofu
Alberto Tomba, ítalinn „ósigr-
andi,“ varð í gær heimsbikarmeistari
í alpagreinum í fyrsta skipti, án þess
að keppa. Marc Girardelli, sem einn
gat náð Tomba að stigum, varð að-
eins í 17. sæti í brunkeppni sem fram
fór í Bormio á Ítalíu.
Tomba keppir ekki í bruni, og held-
ur ekki í risasvigi, og er fyrsti skíða-
maðurinn í sögu heimsbikarsins sem
vinnur hann án þess að taka þátt í
tveimur keppnisgreinum af fjórum.
Það segir meira en mörg orð um ár-
angur hans í sviginu og stórsviginu
en Tomba hefur sigrað í 10 mótum
af 14 sem hann hefur tekið þátt í á
tímabflinu. Hann sat heima í stofu
hjá sér í Bologna í gær og fylgdist
meö því í sjónvarpi þegar titilhnn
varð endanlega hans.
Luc Alphand frá Frakklandi vann
bruniö í gær og tryggði sér með því
sigur í stigakeppninni í þeirri grein.
Picabo Street frá Bandaríkjunum
sigraði í bruni kvenna en hún hafði
þegar tryggt sér bruntitilinn.
Margar spurningar
Gunnar Kjartansson og Guðjón
L. Sigurðsson handknattleiks-
dómarar eru staddir í Kúveit þar
sem þeir dæma leiki í úrslita-
keppni þar í landi. Til íslands eiga
þeir að koma með svör við ýms-
um spumingum varðandi HM.
Sjeikinn í öryggisgæslu?
Helstu spumingarnar sem þeir
Gunnar og Guðjón eiga að fá svör
viö eru þessar: Hve lengi ætla
Kúveitmenn að dvelja hér á
landi? Hvernig húsnæði vilja
þeir? Hvernig mat? Vill sjeikinn
öryggisgæslu og þá hve marga
menn? Koma þeir með áætlunar-
eða einkaflugi? Vilja þeir leigja
sér bíla og ef svo er hve marga?
Húsnæði til leigu
Gera má ráð fyrir að skortur
verði á gistirými fyrir erlenda
gestí á meðan HM fer fram. Hótel
og annað gistirými er senn á þrot-
um og mikið hefur borið á því að
almenningur hafi áhuga á að
leigja út húsnæði sitt á meðan á
keppninni stendur.
Bærinn réð Kristján
Undirbúningur er í fullum
gangi á Akureyri fyrir HM eins
og annars staðar og nú hefur
Akureyrarbær ráðið Kristján
Einarsson sem sérstakan starfs-
mann vegna HM ’95.
Fjölmiðlar undirlagðir
Nú þegar aðeins 52 dagar eru
fram að HM vex áhugi almenn-
ings með degi hveijum. Fjölmiðl-
ar undirbúa sig fyrir komandi
átök og greint var frá því í DV í
gær að sýnt yrði beint frá 34 leikj-
um keppninnar í Ríkissjónvarp-
inu. Utvarpsstöðvarnar verða
líka undirlagðar. Ekki má gleyma
dagblöðunum sem munu verja
miklu plássi undir fréttir af
keppninni.
Framstúlkurnar fögnuðu að vonum innilega eftir sigurinn á Víkingi í gærkvöldi. Eftir lægð síðustu árin er gamla stórveldiö
í kvennahandboltanum komið í tæri við titiana á ný. DV-mynd JAK
Einokunin rof in
- Fram mætir Stjömunni í úrslitaleikjunum í kvennaflokki
Helga Sigmundsdóttír skrifar:
Það verða Fram og Stjarnan sem leika
til úrslita um íslandsmeistaratítil
kvenna í handknattíeik. Fram sigraði
íslandsmeistara Víkings í oddaleik í
Framhúsinu í gærkvöldi, 20-18, og rauf
þar meö þá einokun sem Víkingur og
Stjarnan hafa haft á úrslitaleikjunum
síðustu árin. Fyrsti leikur Stjörnunnar
og Fram verður í Garðabæ á sunnudag.
„Þetta var allt annað en seinasti leikur
hjá okkur, andinn í liðinu var góður.
Við ætluðum okkur að vinna og það
tókst meö góðri vörn og síðan fylgdi
markvarslan á eftír,“ sagði Kolbrún Jó-
hannsdóttir, markvörður Fram.
Mikil barátta var í báðum liðum og
einkenndist leikurinn af góðum vörnum.
Oft á tíðum var mikið stress og læti og
voru leikmenn liðanna að rétta hver
öðrum boltann. Fyrri hálfleikur var
mjög jafn. Fram komst í 6-4 en Víkingur
náði að jafna og upp frá því var jafnt á
öllum tölum allt tii leikhlés, 12-12. í
seinni hálfleik lokaði Kolbrún markinu
hjá Fram og gerði það gæfumuninn.
Þegar átta mínútur voru til leiksloka
var staðan 19-17 fyrir Fram. Víkingur
náði að minnka muninn niður í 19-18
þegar fimm mínútur voru eftir. Ekkert
mark var skorað fyrr en 20 sekúndur
voru eftir af leiktímanum, Díana Guð-
jónsdóttír úr vítakasti, 20-18.
Maður leiksins var Kolbrún Jóhanns-
dóttir en hún varöi samtals 17 skot og
eitt vítí. Framliðiö spilaði sterka vörn
með Guðríði Guðjónsdóttir í farar-
broddi. Díana skoraði mjög þýðingar-
mikil mörk af vítalínunni í seinni hálf-
leik.
Hjördís Guðmundsdóttir, markvörður
Víkings, varði 9 skot og eitt víti. Halla
María Helgadóttir var tekin fóstum tök-
um í vörninni og náði sér ekki vel á
strik. Halla María var örugg í vítunum.
Gangur leiksins: 3-2, 5-4, 6-6, 8-6, 8-8,
12-12, 14-12, 16-16, 19-16, 19-18, 20,18.
Mörk Fram: Díana 5/5, Selka 4/1, Þór-
unn 3, Kristín 2, Hanna Katrín 2, Berg-
lind 2, Arna 1, Guðríður 1.
Mörk Víkings: Halla María 10/6, Heiða,
2, Svava S. 2, Matthildur 2, Guömunda
1, Hanna 1.
Kipkoech látinn
Paul Kipkoech frá Kenía,
heimsmeistari í 10 km hlaupi árið
1987, lést á mánudaginn, aðeins
33 ára að aldri. Hann hætti keppni
árið 1988, eftir að íþróttayfirvöld
í Kenia hirtu af honum bifreið
sem hann fékk í sigurlaun, og
sneri sér að búskap.
Pólskursigur
Pólveijar unnu nágranna sína
frá Litháen, 4-1, í vináttulands-
leik í knattspyrnu í gær.
Japanirunnu
Japanir sigruðu í sveitakeppni
í 4x5 km skíðagöngu á heims-
meistaramótinu í norrænum
greinum í Kanada í gær.
Úlfurinn úrleik
Hollenski knattspyrnumaður-
inn John De Wolf, sem virtíst á
góðum batavegi, á við alvarlegri
meiðsli að stríða en talið var og
leikur varla meira með Wolves í
ensku 1. deildinni í vetur.
46 ára í NBA?
Útlit er fyrir að Dave Cowens,
46 ára aðstoðarþjálfari San An-
tonio Spurs, verði varamiðherji
liðsins í úrslitakeppni NB A vegna
þrálátra meiðsla hjá Moses Mal-
one. Cowens hætti fyrir 12 árum
en varð tvívegis meistari með
Boston á áttunda áratugnum.
Jafntefli hjá í A
ÍA gerði jafntefli við Start frá
Noregi, 1-1, á æfmgamóti í knatt-
spyrnu á Kýpur í gær. Júgóslav-
inn Dejan Stojic, sem er til
reynslu hjá ÍA, gerði mark liðs-
ins. Kristófer Sigurgeirsson og
félagar í Frölunda frá Svíþjóö
unnu Kongsvinger frá Noregi,
1-0, í sama móti.
GOGíúrslit?
GOG frá Danmörku vann
Borba Luzern frá Sviss, 29-21, í
fyrri leik liðanna í undanúrslit-
um Evrópukeppni bikarhafa í
handknattleik í gærkvöldi.
ÁfallhjáVíði
Arnmundur Sigurðsson, knatt-
spyrnumaður úr 2. deildar liði
Víðis, fótbrotnaði í æfmgaleik á
gervigrasvelli Hauka í vikunni
og er úr leik í sumar.
Iþróttir
Olafsfiröingurinn Kristinn
Björnsson heidur áfram að gera
góða hluti í skíðabrekkum Evrópu.
Kristinn náöi glæsilegum árangri á
móti í Gaspoggio á Ítalíu í gær þeg-
ar hann lenti í tíunda sæti í svigi.
Eins og kom fram í DV á mánudag
sló Kristinn í gegn með frábærum
árangri á móti í Sviss um síðustu
helgi.
Mótíð á Ítalíu var aö styrkleika
2,90 FIS punktar sem þýðir að mót-
ið hafi verið mjög sterkt. Kristinn
fékk 15,35 keppnispunkta fyrir ár-
angurinn sem gera þá 18,35 FIS
punkta.
Þessi árangur gætí fieytt honum
um alit að 50 sæti á heimslistanum
í svigi eða úr 175. sæti niður í kring-
um 125. sætið. Það kemur hins veg-
ar ekki í Ijós fyrr en um miðjan
apríl þegar nýr heimslisti verður
gefinn út.
Kolbrún Jóhannsdóttir lék mjög vel í marki
Fram i gærkvöldi.
Sterkasta sundfólkið í Eyjum
Innanhússmeistaramót íslands í
sundi hefst í Vestmannaeyjum á
morgun. Allir sterkustu sundmenn
landsins hafa boðaö komu sína til
Eyja að undanskildum Magnúsi Ól-
afssyni sem dvelur í Barcelona við
æfingar og keppni. Þetta verður í sjö-
unda sinn sem mót af þessu tagi er
haldið í Eyjum og eru allir sammála
um að þar séu bestu aðstæður sem
sundmenn hér á landi komast í. Oft
hefur ffábær árangur náðst í sund-
lauginni í Eyjum og eru menn að
gera sér vonir um að svo verði einn-
ig að þessu sinni.
Amar Freyr Ólafsson og Logi Jes
Kristjánsson hafa í vetur verið við
æfmgar í Bandaríkjunum og af
frammistöðu þeirra þar aö dæma
mæta þeir félagar fimasterkir til
leiks. Þeir hafa verið að synda á góð-
um tímum í vetur á mótum meö skól-
um sínum og eins á Fylkismótum,
nú síðast fyrir tveimur vikum. Logi
mun á mótínu sýna sínar aðalgreinar
sem eru 50 m skriðsund, 200 m íjór-
sund og 100 og 200 m baksund. Amar
Freyr syndir 200 og 400 m fjórsund,
200 og 400 m skriðsund og 200 m flug-
sund.
Fróðlegt verður að fylgjast með
þeim stöllum Bryndísi Ólafsdóttur
og Birnu Bjömsdóttur en sú síðar-
nefnda er að hefja keppni aö nýju
eftir matareitmnina sem hún fékk á
smáþjóðaleikunum á Möltu fyrir
tveimur árum. Þær mæta að öllum
líkindum báðar mjög sterkar til leiks
auk fjölda annarra sundmamja.
Elín Sigurðardóttir, SH, Eydis
Konráðsdóttir, Keflavík, Margrét
Bjarnadóttir, Ægi, og Þorgerður
Benediktsdóttir, Óðni, munu eflaust
allar láta mikið að sér kveða. í
bringusundi kvenna er búist við að
Lára Hmnd Bjargardóttir úr Ægi
veröi sigurstranglegust.
Fleiri spennandi sundgreinar
mætti nefna en í öflu falli má búast
við skemmtilegu og jöfnu mótí og
aldrei að vita nema ný íslandsmet
líti dagsins ljós. Undanrásir heflast á
föstudag eins og áður sagði og byrja
þær afla mótsdagana klukkan 9.30
og úrslit verða síðan klukkan 17.
Undanúrslitin á íslandsmóti karla í körfu-
knattleik heflast í kvöld þegar Njarðvík og
Skallagrímur mætasl í Njarðvík klukkan
20. Annað kvöld leíka svo Grindavik og
Keflavík i Grindavik. Þau liö sem fyrr vinna
3 leiki spila til úrslita um meistaratitilinn.
Njarðvíkingar eru sigurstranglegir í
kvöld. Þeir hafa unnið 33 leiki af 35 í vetur,
og alla 18 heimaleikina. Njarövík vann
Skallagrím í öllum fjórutn leikjum Uðanna
í vetur, 97-71 og 106-64 í Njarðvík og 85-83
og 84-59 í Borgarnesí. Borgnesingar komu
Inns vegar verulega á óvart gegn IR í 8 liöa
úrsUtunum og eru sýnd veiði en ekki gefin.
Manchester United og Totten-
ham gerðu í gærkvöldi markalaust
jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu á Old Traflörd. Mark
Hughes og Andy Coie áttu stangar-
skot í fyrri hálfleik og Walker
markvörður Tottenham bjargaði
Tottenham með góðri markvörslu
hvað eftir annað. United tapaði þar
tveimur dýrmætum stígum í topp-
baráttunni við Blackburn Rovers.
Úrslit urðu annars þessi:
Everton-Man City............1-1
0-1 Gaudino (26.) 1-1 Unsworth (80.).
Leicester-Leeds.............1—
1-0 Roberts (22.) 1-1 Yeboah (32.) 1-2
Yeboah (59.) 1-3 Palmer (79.).
QPR-Norwich................2-0
1-0 Ferdinand (66.) 2-0 GaUen (86.).
Southampton-West Ham........1-1
0-1 Hutchison (38.) 1-1 Shipperley
(48.).
• Blackburn hefur 73 stig í 1.
sæti og Man. Utd 70 í 2. sæti.
S 1. deild urðu úrsflt þessi:
Derby-Burnley 4-0, Portsmouth-
Millwall 3-2, Swindon-Sunderiand
1-0, WBA-Wolves 2-0.
Þremenningunum var
sleppt í gær án ákæru
Knattspyrnumennirnir Bruce
Grobbelaar, John Fashanu og Hans
Segers voru leystir úr varðhaldi í
gær, gegn tryggingu, án þess að kær-
ur væru lagðar fram á hendur þeim.
Þeir eiga hins vegar að mæta í frek-
ari yfirheyrslur hjá bresku lögregl-
unni síðar, vegna mútumálsins sem
Grobbelaar hefur verið bendlaður
við frá þvi í nóvember.
Malasíski kaupsýslumaðurinn
Heng Suan Lim var Uka látinn laus
en unnustu Fashanus, MeUssu Kass-
amapsi, var ekki sleppt að svo
stöddu.
John Fashanu lýstí yfir algjöru
sakleysi í gær og segist ekki bafö
hugmynd um hvers vegna hann sé
bendlaður við málið. Fashanu er
veUauðugur en auk þess að leUca
knattspyrnu með Aston VUla stjórn-
ar hann geysivinsælum sjónvarps-
þætti og er afkastamikiU í hjálpar-
starfi í Afríku.
Guðni með
á sunnudag?
- þegar Bolton mætir Millwall í 1. deild
Líkur eru á að Guðni Bérgsson,
landshðsfyrirliði í knattspyrnu, spiU
sinn fyrsta leik með Bolton í ensku
1. deildinni á sunnudaginn, en þá á
Uðið erflðan útileik gegn MiUwall í
London.
Guðni og Bruce Rioch, fram-
kvæmdastjóri Bolton, ræddu í gær
mál hans við Gordon Taylor, for-
mann samtaka atvinnuknattspyrnu-
manna. Hjá honum kom fram að
Guðni ætti að geta samið við Bolton
og byrjað aö spila með félaginu, og
síðan yrði úrskurðað sérstaklega í
máU hans við Tottenham, sem telur
sig eiga þriggja ára sölurétt á honum.
„Viö höfum ekki rætt sérstaklega
um samning minn við Bolton en ég ’
býst ekki við því að það verði neitt
vandamál," sagði Guðni við DV í
gærkvöldi. Bolton þarf að vera búið
að skrá hann fyrir klukkan 12 á há-
degi á morgun, föstudag, til að hann
geti spilað á sunnudaginn.
„Kidd fær starf ið
ef hann vill það“
Orðrómur hefur verið á kreiki í
Bretlandi þess efnis að Alex Fergu-
son, framkvæmdastjóri Manchester
United í enska boltanum, hyggist
hætta ef liðið verður enskur meistari
og bikarmeistari í vor.
„Getur einhver ímyndað sér að ég
sé aö hætta? Það er ekki inni í mynd-
inni hjá mér. Ég hef ekki enn náð
öllum þeim markmiðum sem ég hef
sett mér hjá United. Það hefur ýmis-
legt verið sagt um hugsanlegt brott-
hvarf mitt frá Old Trafford og Brian
Kidd hlýtur að velta því fyrir sér
hvað sé eiginlega á seyði. Hann hefur
unnið stórkostlegt starf hjá Man Utd
og ég lít þannig á framtíðina að ef
hann vilji fá mitt starf þegar ég hætti
þá fái hann það,“ segir Ferguson.
Brian Kidd er hans hægri hönd og
hefur samstarf þeirra verið án
hnökra hingað tíl.
liÍ:
Chicago Bulis leikur vel þessa
dagana og í nótt var Atlanta lagt
að velli örugglega. Chicago var meö
12 stiga forystu í háUleik og hélst
sá munur þegar upp var staðiö.
Scottíe Pippen skoraði 20 stig og
Toni Kukoc 18 stig. Ken Norman
var stígahæstur hjá Atlanta með
21 stig.
Enginn iék betur en Reggie MUler
þegar hann skoraði 40 stig fyrir
Indiana gegn Milwaukee. Indiana
var sjö stigum undir í upphafi
fjórða leikhluta en framtak Millers
vó þungt á lokakaflanum.
Orlando tapaði sínum öðrum leik
í röö. Derrick Coleman skoraði 36
m
I
stig fyrir New Jersey og tók ll frá-
köst. ShaquiUe O’Neal gerði 34 stig
fyrír Orlando og hirti 17 fráköst.
Chris Mullin skoraði 33 stig í sigri
Golden State á Lakers og er óðum
að ná fyrri styrk eftir langvarandi
meiðsli.
CUppers lék vel gegn Detroit og
var MaUk Sealy stigahæstur með
25 stig.
Úrslit leikja í nótt:
New Jersey - Orlando......108-99
Indiana - MUwaukce.......117-108
Chicago - Atlanta..........99-89
LA Clippers - Detroit.....117-89
Golden State - LA Lakers ....119-108
Stúdentar í úrslitin
ÍS vann Þór í Þorlákshöfn, 86-95, í
þriðja leik liðanna í undanúrshtum
1. deildar karla í körfuknattleik í
gærkvöldi. ÍS leikur því til úrslita
við Breiðablik um sætí í úrvalsdeUd-
inni, en Uðið sem bíður lægri hlut fær
annað tækifæri og mætír þá Skaga-
mönnum. EgUl Viðarsson skoraði 28
stig fyrir ÍS, Guðni Guðnason 14 og
Lárus Ámason 14. Champ Wrencher
skoraði 34 fyrir Þór, Bjöm Hjörleifs-
son 17 og Vignir Bjarnason 17.
Mikilvægur sigur Fram
Fram ér aftur komiö í slaginn um
sæti í 1. deild í handbolta eftir sigur á
Gróttu í gærkvöldi, 22-20. Ármann
Sigurvinsson skoraöi 5 mörk fyrir
Fram en Einar Jónsson 7 fyrir Gróttu.
Breiðablik á enn möguleika eftir
stórsigur á Þór frá Akureyri, 34-22,
en staðan í hálfleik var 20-5. Davíð
Ketilsson skoraði 9 mörk fyrir Blika
en Geir Aðalsteinsson 7 fyrir Þór.
Leik Fylkis og ÍBV var frestað. Stað-
an í úrsUtakeppninni:
ÍBV........... 6 6 0 0 159-138 12
Grótta........ 7 4 1 2 153-147 11
Fram.......... 7 2 1 4 133-140 9
Breiðablik.... 7 3 1 3 170-156 8
Fylkir........ 6 2 2 2 134-137 6
ÞórAk......... 7 0 1 6 150-181 1
-L
Þú getur svarað þessari
spuuningu með því að
hringja í síma 99-16-00.
39,90 kr. mínútan.
Valur _lj
KA _2|
,r ö d d
FOLKSINS
99-16-00
, Hvort verður Valur eða KA
íslandsmeistari í handbolta?
Alllr i stafræna kerlinu met tónvalssima geta nýtt sét þessa þjónustu.