Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Síða 32
44 FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 Skiöasleðar gætu komiö að góð- um notum fyrir frambjóðendur. Skíðasleðar í stað bíla á kosningadag „Við verðum að keyra kjósend- ur á vélsleðum á kjörstað. Þeir sem eiga flesta vélsleða fá flest atkvæði." Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar á Siglufiröi, í Alþýðublaðinu. Svindlað á kerfinu „Það hefur í gegnum tíðina verið svindlað mikið í kerfinu." Bjarni Jónsson trillukarl I DV. Löggan getur ekki neitt „Hún kikir í gömlu bófaskrána og leitar að nöfnum en ef hún finnur engan í henni getur hún ekki neitt.“ Gæsluvarðhaldsfangi i DV um Rannsóknarlögregluna. Ummæli Gamlir og íhaldssamir „Við höfum verið að gamna okk- ur viö þetta dálítið lengi, eða frá því að við urðum gamlir og íhaldssamir." Árni Björnsson i Timanum um stofnun KRAFT. Fór að elta stelpur Á.Svo hætti ég, fór að elta stelpur og svoleiðis, en það er stefnan að taka upp þráðinn í golfinu." Jón Baldvin Árnason í DV. ítransallan tímann „Þetta veröur rosalega spennandi og ég gæti best trúað að maður yrði í trans allan tímann, að sjá alla þá bestu.“ Kim Magnús Nielsen skvassmaður i Morgunblaðínu. Gufuskip þótfi mikil tækninýjung á sínum tima. Gufuskip siglir yflr Atlantshafiö Moses Rogers, skipherra frá Georgíu, kynnti árið 1818 hug- myndir um að smíða gufuskip sem væri í fóstum ferðum á milli Ameríku og Evrópu. Stofnað var fyrirtæki og hið vænsta seglskip keypt. Var sett í það gufuvél og Blessuð veröldin spaðahjól tengd við hana. Unnt var að taka spaðahjólin af og geyma þau á þilfari. Var skipið skýrt Savannah og | lét það úr heimahöfn 26. maí 1819 | og kom til Liverpool tuttugu og fimm sólarhringum síðar. Vélin hafði að vísu aðeins verið í gangi í átján daga. Hagstæður byr var og skipstjóri vildi spara eldsneyti. Eftir þess heillafór sigldi Sa- vannah til Eystrasalts. Kom skip- ið við í Kronstadt og Pétursborg, þar sem Alexander Rússakeisari steig á skipsfjöl. Eftir heimkom- una til Bandaríkjanna var skipið notað í áætlunarferðum. Lauk sögu þess við Long Island þar sem þaö sökk í síðustu ferð sinni. Snjókoma og éljagangur Framan af verður austan- og norð- austanátt, hvassviðri eða stormur og víða skafrenningur suðvestanlands Veörlð í dag en éljagangur eða snjókoma annars staöar. Síðan verður norðaustlæg átt, stormur víðast hvar og snjókoma norðaustantil, snjókoma eða élja- gangur norðvestantil en skafrenn- ingur um landiö sunnanvert. Frost verður 0 til 6 stig. Á höfuðborgar- svæðinu verður norðaustan hvass- viðri. Skafrenningur, einkum í efri byggðum. Frost verður á bilinu 0 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.30 Sólarupprás á morgun: 7.41 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.21 Árdegisflóð á morgun: 6.36 Heimild: Almanak Háskólans Akureyri snjókoma -3 Akumes snjókoma -1 Bergsstaðir snjókoma -3 Bolungarvík snjóél -3 Kefla víkurfiugvöllur skýjað -1 Kirkjubæjarklaustur skýjað -1 Raufarhöfn alskýjað -1 Reykjavík alskýjað 0 Stórhöfði snjóél -1 Helsinki alskýjað 0 Kaupmannahöfn skýjaö -1 Stokkhólmur skýjaö 0 Þórshöfn skýjað 1 Amsterdam léttskýjað 4 Berlín þokumóða 0 Feneyjar rigning 4 Frankfurt hálfskýjað 3 Glasgow snjóél 2 Hamborg þokumóða 0 London léttskýjað 1 LosAngeies heiðskírt 16 Lúxemborg heiðskírt 0 Mallorca mistur 11 Montreai léttskýjað 5 Nice léttskýjað 6 Paris léttskýjað 2 Róm skýjað 13 Vín kornsnjór -1 Washington heiðskírt 11 Winnipeg skýjað -5 Gísli Einarsson, leikstjóri með meiru: Þetta er náttúrlega bilun Olgeir Helgi Ragnaisson, DV, Borgamesd: Á dögunum var frumsýndur í Brautartungu í Lundarreykjadal gamanleikurinn Húrra krakki eftir Amold og Bach og er skemmst frá því aö segja aö leikararnir í Lund- arreykjadal slógu rækilega í gegn á frumsýningunni og ætlaði þakið að rifna af húsinu í fagnaðarlátum Maöur dagsins áhorfendanna. Leikstjóri sýningar- innar er lítt þekktur og óbreyttur sveitamaður, Gisli Einarsson, fæddur árið 1967 og uppalínn á Lundi í LundarreykjadaL Þar býr hann nú ásamt sambýliskonu sinni, Guðrúnu Pálmadóttur, og Rakel Bryndísi, dóttur þeirra. „Fyrsta alvöruuppfærslan með alvöruleikstjóra var Leynimelur 13 á Hofsósi. Þar lék ég afgamlan lækni. Næsta stykki var Húrra krakki, á Hofsósi líka, Jón Ormur leikstýrði. Þar lék ég Guðmund Goðdal. Síðan lék ég bjánann í Manni og konu á Hvammstanga. Árið eftir leikstýrði ég við annan Gísli Einarsson. DV-mynd Olgeir Helgl mann revíu sem við kölluðum „Mikið ægilegt". Hún var sýnd við metaðsókn á Hofsósi en veröur hvergi sýnd aftur. Þetta var kjaft- æði sem mér datt í hug, aðaUega níð um náungann og sýnt rétt áður en ég flutti suður, þannig að ég slapp mátulega. Síöan lék ég í Sög- unni um Svein sáluga Sveinsson í spjörum samsveitunga hans, í Brún í Bæjarsveit. Þar með er það upptalið,“ sagði Gísli leikstjóri að- spurður um leiklistarferilinn. En hvað kom til að ykkur Lund- dælingum datt í hug að fara að setja upp leikrit? „Ég segi nú eins og Magnús og Eyjólfur: „Þetta er náttúrlega bil- un!“ Nei. Það er nú búið að vera að spekúlera í þessu héma i tvö ár. Svo var það eina nóttina þegar við sátum að spjalli, ég og Ólafur hreppstjóri á Hóh, að okkur datt í hug að setja upp leikrit og ég sæi um að leikstýra því. Það hafði nefnilega verið fellt á ungmennafé- lagsfundi að setja upp leikrit af því að mönnum þótti of dýrt að kaupa leikstjóra. Ég stakk upp á því að við tækjum þotta leikrit, Húrra krakki, af því aö ég hafði leikiö í því áður og treysti mér þess vegna til að leikstýra því. Þá um nóttina raðaði ég sveitung- unum í hlutverk eins og mér datt í hug og hringdi í alla daginn eftir. Þá var þetta eiginlega komiö af stað. Fáum dögum seinna var farið aö æfa. Víð Ólafur ákváðum að það væri skynsamlegast að fara út í þetta gerræðislega því annars yrði trúlega ekkert úr þessu.“ DV Undanúrslitin hefjast í körfunni Fjögur lið eru eftir í keppninni um íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, Njarövík, Skalla- grímur, Grindavík og Keflavík. Undanúrslitakeppnin hefst 1 kvöld í Njarðvíkum með því að heimamenn taka á móti Skalla- grimi. Það lið sem virrnur þijá leiki er komið í úrslit. íþróttir Njarðvikingar eru handhafar íslandsmeistaratitilsins og hafa verið mjög sterkir í vetur og eru fyrir fram taldir sigurstrangleg- astir í þeirri hörðu keppni sem fram undan er, en Skallagríms- menn hafa leikið vel að undan- fornu og gefa örugglega ekkert eftir og eru til alls liklegir. Grind- vikingar og Keflvíkingar leika sinn fyrsta leik í Grindavík annað kvöld. Skák Karpov og Ivantsjúk berjast um sigur- inn á stórmótinu í Linares. Aö loknum 11 umferðum hafa þeir hlotið 8 v. og Sírov kemur næstur með 7 v. Árangur Karpovs fram aö þessu er sagður samsvara 2826 Elo-stigum og Ivantsjúk hefur gert enn betur, með 2830 stiga árangur. Þessi staða er frá mótinu. Illescas með hvítt og á leik gegn Short: 34. Da2! Bindur riddarann við að gæta e6 - gegn áætlun hvíts er fátt um varnir. 34. - a3 35. RfB Rf7 Annars er mát á h7. 36. Dxe6! a2 37. Dxf7 al = D+ 38. Kh2 Dxf7 39. Hxf7 b6 gálgahúmor. 40. Hh7 mát. Jón L. Árnason Bridge Um síðustu helgi var spiluð sveitakeppni á vegum Bridgesambandsins með þátt- töku 22 sveita og voru margar sterkustu sveitir landsins meðal þátttakenda. Mótið var haldið til styrktar yngri spilurum. Helmingur keppnisgjaldsins rann tO styrktar þeim en hinn helnúngurimi fór í verðlaunafé fyrir þrjár efstu sveitirnar. Sveit Tryggingamiöstöðvarinnar gerði sér lítiö fyrir og náði fyrsta sætinu en sveit landsliðsins (sem fer á EM í sumar í opnum flokki) lenti í ööru sætinu eftir góðan sigur í síðustu umferð. Spiluð voru forgefin spil og hér er eitt fjörugt úr síð- ustu umferð mótsins. Sagnir gengu þann- ig í leik Roche gegn sveit Tralla, suður gjafari og allir á hættu: ♦ KG8653 ¥ 973 ♦ 10 + 652 * D ¥ KG10854 ♦ DG75 + Á3 * Á10942 ¥ 2 ♦ 82 + KG1097 Suður Vestur Norður Austur 24 2* 24 4? 4A 5» Pass 6¥ Pass Pass 64 Pass Pass Dobl p/h Tveggja tígla opnun suðurs lofaöi minnst 5-5 skiptingu í einhverjum tveimur litum og 3-10 punktum. Norður sagði 2 spaða ef vera kynni að annar litanna væri spaði og 4 spaðar suðurs staðfestu það. Vera kann að AV hefðu stoppað í Qögurra hjarta samningi ef suður hefði ekki sagt íjóra spaða. En það var hins vegar NS í hag að þeir skyldu fara alla leið í slemm- una (sem stendur létt) því fómin í 6 spaða kostaði einungis 500 stig en 4 hjörtu gefa 680 í AV. í þessu tilfelli hefði því verið betra fyrir AV að fmna ekki slemmu á hendur AV sem stendur alltaf! því þeir fá að vera í friði með fimm hjörtu ef þeir láta staðar numið þar. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.