Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1995, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 Grigory Sokolov er einleikari meö Sinfóníunni i kvöld. Einn eftirsótt- asti píanóleik- ari í heimi í kvöld leikur einleik meö Sin- fóníuhljómsveit fslands rúss- neski píanóleikarinn Grigory So- kolov sem öðlaðist heimsfrægð aðeins 16 ára gamaU þegar hann sigraöi í Tsjakovskíj keppninni í Moskvu 1966. í dag er hann einn eftirsóttasti píanóleikari heims- ins. Mun hann leika einleik í píanókonsert nr. 2 eftir Chopin sem Chopin samdi nítján ára, þá ástfanginn í fyrsta sinn. Sokolov mun á laugardaginn halda tón- leika á vegum Tónlistarfélagsins í íslensku óperunni. Tvö önnur verk eru á tónleik- Tónleikar unum í kvöld, sem eru í Háskóla- bíói; sinfónía nr. 4 eftir Witold Lutoslawsky og Adagio eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Magnús Blöndal samdi þetta verk 1981 eftir að hafa gert nokkurt hlé á tónsmíðum og kvað við ann- an tón hjá honum þegar miöað er við fyrri verk. Stjómandi Sin- fóníuhljómsveitar íslands í kvöld er Osmo Vánska. Foreldrar -Hvaónú? Baráttufundur foreldra á veg- um Samfoks og Heimilis og skóla verður haldinn að Hótel Sögu í kvöld kl. 20.30. UFN - Fræðslufundur Fræðslufundur á veguro UFN verður í Hinu húsinu í dag kl. 13.30. Fundurinn fer fram á norsku, sænsku og dönsku. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík heldur framhaldsað- alfund í Höllubúð, Sigtúni 9, í kvöld kl. 20.30. Samkomur Kvikmyndirog list Á dagskránni Kvikmyndir og list í Norræna húsinu verða sýndar tvær danskar kvikmyndir, Cobra et aprés og Et ár med Henry, kl. 17.00 í dag. Músiktilraunir Fyrsta Músíktilraunakvöldiö er í Tónabæ í kvöld kl. 20.00. Átta hfjómsveitir koma fram. Eyfirðingafélagið Eyfiröingafélagið er með félags- vist á Hallveigarstöðum í kvöld kl. 20.30. JC Selfoss JC Selfoss heldur félagsfund aö Austurvegi 38 í kvöld kl. 20.30. Bridge Bridgekeppni, tvímenningur, verður á vegum Félags eldri borgara í Risinu kl. 13.00 í dag. Jafnrétti i launamálum kynjar.na í dag heldur Þjóðvaki opmn fund í kosningamiöstöð Þjóðvaka aö Hafnarstræú 7 kl. 20.30. írskir dagar á Kaffi Reykjavík: Haldid upp Irskir dagar hefjast á Kafli Reykjavík við Aðalstræti (St. Pat- reksstræti) í dag og standa til 22. mars nk. Tilefnið er dagur heiiags Patreks á morgun, föstudaginn 17. mars, sem haldinn er hátíðlegur víös vegar um heim en heilagur Patrekur er verndardýrlingur ír- Skemmtanir lands. Þetta er í fyrsta sinn sem haldið verður upp á daginn á ís- landi. Dagskrá verður fjölbreytt á Kaffi Reykjavík. Meðal annars munu Papanúr og Háift í hvoru troða upp en siðast en ekki síst bjóðast lukku- kökur, „Fortune Cookies". f kök- unum leynast glæsilegir vinningar frá Ferðabæ, páskaferð fyrir tvo til írlands, flug og gisting í 4 nætur með morgunverði. Einnig verður ii Papar eru meðal þeirra sem taka þátt í gleðlnni á Kaffi Reykjavík. kvöldverður fyrir tvo á Kafli Reykjavík í vinning ásamt léttu öh að hætti íra. Á írsku dögunum verður boðið upp á írskan matseðil, Ijúffengan n\jöð og tilheyrandi írska tónlist. Kafli Reykjavík verður skreytt með írskum fánum og htum. Hvassviðri og skafrenn- ingur á Hellisheiði Á Suðurlandi er víða vonskuveður og til dæmis í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvahasýslu eru flestir vegir færir en reynt veröur að moka hring- Færðávegum veginn vestan Víkur í Mýrdal. Á Helhsheiöi er hvassviðri og skaf- renningur en telst þó fært. Mosfells- heiði er ófær. Þá er fært fyrir Hval- 5örð og um Borgarfjörð. Annars eru flestir vegir á Vesturlandi, á Norður- landi og Austfjörðum ófærir og ekki unnt að moka fyrr en veður batnar. Ástand vega {3 Hálka og snjór ® Vegavinna-aögát H Öxulþungatakmarkanir C^) fokaörStÖÖC> ® Þungfært 0 Fært fjallabilum Lith drengurinn á myndinni er hann Daníel Þór. Hann fæddist á fæðingardeild Landspítalans 9. mars kl. 23.20. Hann reyndist vera 4070 grömm aö þyngd og 53 sentí- metra langur. Foreldrar Daníels Þórs eru Vilborg Aldís Ragnars- dóttir og Ingvar Björgvin Hilmars- son og er hann fyrsta barn þeirra. Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 67. 16. mars 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 63,840 64,040 65,940 Pund 102,040 102,350 104,260 Kan. dollar 45,120 45,300 47,440 Dönsk kr. 11.3740 11,4190 11,3320 Norsk kr. 10,2290 10,2700 10.1730Í' Sænsk kr. 8,8400 8,8760 8,9490 Fi. mark 14.7080 14,7670 14,5400 Fra. franki 12,8810 12,9330 12,7910 Belg.franki 2,2192 2,2280 2,1871 Sviss. franki 55,3000 55,5200 53,1300 Holl. gyllini 40,8400 41,0000 40,1600 Þýskt mark 45,8400 45,9800 45,0200 It. lira 0,03765 0,03783 0,03929 Aust. sch. 6,5070 6,5400 6,4020 Port. escudo 0,4340 0,4362 0,4339 Spá. peseti 0.4980 0,5004 0,6129 Jap. yen 0,71180 0,71390 0,68110 Irskt pund 101,570 102,080 103,950 SDR 98,42000 98,91000 98,52000 ECU 83,6300 83,9600 83,7300 Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Nell fer í sína fyrstu bæjarferð ásamt Dr. Lovell. Nell Háskólabíó sýnir þessa dagana Nell sem er ein þeirra kvikmynda sem koma við sögu við næstu óskarsverölaunaafhendingu, en Jodie Foster hefur verið tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Jodie Foster leikur unga stúlku sem hefur al- ist upp ein í fjallahéruðum í Norður-Karóhnu. Þar sem hún hefur ekki haft samband við einn Kvikmyndir eða neinn frá bamsaldri hefur hún búið til sitt eigið tungumál. Læknir einn sem býr í grennd- inni viö hana uppgötvar bústað hennar. Hann finnur einnig Bibl- íu sem skrifað er í: „Guð hefur leitt þig hingað. Líttu eftir Neh minni.“ Ósjálfrátt finnur læknir- inn, Jerome Lovell, fyrir ábyrgð gagnvart þessari stúlku sem aldr- ei hefur búið í siðuðu samfélagi. Leikstjóri er Michael Apted sem á að baki nokkrar úrvals- myndir. Þekktustu kvikmyndir hans eru Agatha, Coal Miner’s Daughter, Gorky Park, Gorillas in the Mist og Thunderheart. Nýjar myndir Háskólabíó: Enginn er fullkominn. Laugarásbió: Inn um ógnardyr. Saga-bíó: Afhjúpun. Bíóhöllin: Gettu betur. Stjörnubíó: Á köldum klaka. Bíóborgin: Uns sekt er sönnuö. Regnboginn: í beinni. Krossgátan 1 2 3 f Íp 7 “ $ io il 75"" lí /</• J] jfl * lí io J Lárétt: 1 andlit, 8 áræði, 9 beijaka, 10 ólmist, 12 stoðir, 14 kaldur, 16 fersk, 17 hreyfist, 19 hræðist, 20 lækningagyöja, 21 spil. Lóðrétt: 1 ákafi, 2 himdi, 3 einnig, 4 töflu, 5 stafur, 6 sleifina, 7 umboðssvæði, 11 flip- ar, 13 magra, 15 upphaf, 18 stöng. Lausn á siöustu krossgátu. Lárétt: 1 algeng, 7 leik, 8 hög, 9 dys, 10 kurl, 11 antigna, 12 dignir, 15 sinnan, 16 algáður. Lóðrétt. 1 aldan, 2 leyndi, 3 gisting, 4 ekki, 5 görnin, 6 Egla, 8 hugnað, 13 Gná, 14 rör, 15 sa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.