Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995
Neytendur
Irmflutningur bíla stórminnkar ár frá ári og skrjóðunum flölgar:
Tæki 20 ár að endur-
nýja bílaflotann
- innílutningur helmingi minni í fyrra en árið 1991
„Við skoðun á bílainnflutningi
kemur í ijós að þriðja árið í röð hefur
hann dregist verulega saman og var
innan við 6 þúsund bifreiðar. Eru það
aðeins um 54% af því sem innflutn-
ingurinn var árið 1991 en það ár voru
fluttar til landsins um 11 þúsund
nýjar bifreiðir sem taldist meðaltal
innflutnings næstu 10 ára á undan.
Sá fjöldi telst eðlileg endurnýjun til
viðhalds bílaflota landsmanna sem
er nú um 130 þúsund bílar. Miðað
við innflutninginn á síðasta ári tekur
yfir 20 ár að endurnýja flotann," seg-
ir í grein eftir Jónas Þór Steinarsson,
framkvæmdastjóra Bílgreinasam-
bandsins, í nýjasta hefti Verslunar-
tíðinda. Hann telur brýna nauðsyn á
endumýjun í mörgum stórum ár-
göngum bíla á landinu
Jónas Þór telur að lítill innflutn-
ingur bfla síðustu ár kalli á umtals-
verða aukningu innflutnings í fram-
tíðinni. Fyrir hggi á næstu árum
brýn endurnýjunarþörf. Hann telur
nauðsynlegt að móta stefnu sem
dregur úr sveiflum í innflutningi til
frambúðar og gera hinum almenna
bíleiganda kleift að endurnýja bíl
sinn á sem hagkvæmastan hátt.
Jónas Þór segir að þegar litið sé á
sveiflur í bflainnflutningi síðustu 20 jafn mörg mögur ár og nú og eins og lega aukningu á bílainnflutningi á
ára komi í ljós að aldrei hafi komið horfur séu nú sé ekki útlit fyrir veru- þessu ári.
Spumingar og svör um
fjöleignarhús og húsaleigu
Sérfræðingar Húseigendafélags-
ins svara hér spurningum sem DV
hefur borist um nýju fjöleignar-
húsalögin og lögin um húsaleigu.
1. Ef meirihluti samþykkir að leggja
hitalögn í bilsskúrslengju, ásamt
heitu og köldu kranavatni, eru allir
eigendur skyldugir til að taka þátt
í því?
Ef hér er átt við eigendur bíl-
skúrslengjunnar þá teljum við að
hér sé um að ræða atriði sem meiri-
hluti geti tekið ákvörðun um. Ef
hér er hins vegar átt við alla eig-
endur í húsinu getur greiðslu-
skylda ekki hvílt á þeim sem ekki
eiga bflskúr.
2. Samhljóða samþykkt húsfélags
liggur fyrir um að endursteypa 4
svalir af 16, ásamt öðrum minni-
háttar steypuskemmdum. Hvar eru
mörkin á hlutdeild húsfélagsins og
séreignareigenda? Á miðjum vegg?
Ber séreignareigandi kostnað af
Ný lög eru komin um fjöleignarhús.
frágangi þeim sem inn snýr, svo
sem pússningu og frágangi gólfs?
Samkvæmt fjöleignarhúsalögun-
um er allt ytra byrði svala og stoð-
og burðarvirki þeirra, svo og svala-
handrið, í sameign en hins vegar
er innra byrði, svalaveggir og gólf-
flötur svala í séreign. Það er erfitt
að draga almennar línur um hvar
mörkin milli séreignar og sameign-
ar liggja í þessu sambandi og verð-
ur að skoða hvert tilvik fyrir sig.
Viö teljum þó að séreignin nái ekki
inn í miðjan vegg. í meginatriðum
veröur að svara síðasta lið spurn-
ingarinnar játandi, þ.e.a.s að eig-
andi eigi að kosta frágang á svölun-
um sem inn snýr, svo sem pússn-
ingu og frágangi gólfs.
3. Allar svalirnar eru af sömu stærð
en stærðir séreignanna, sem eiga
svalirnar, eru misstórar. Er kostn-
aður greiddur eftir hlutfallstölum
eignarhluta eða jafnt skipt?
Sá hluti kostnaðar vegna svala
sem er sameiginlegur á að skiptast
eftir hlutfallstölum íbúða.
4. Lögð hefúr verið fram tillaga um
að loka svölunum með gleri, að
hluta til eða öllu leyti. Dugar ein-
faldur meirihluti til samþykktar?
(Vitað er um kröfu um samþykktar
teikningar hjá borgarverkfræð-
ingi.)
Það er okkar álit að einfaldur
meirihluti nægi ekki í þessu tflviki
heldur þurfi að minnsta kosti 2/3
hluti eiganda, bæði miðað við fjölda
og eignarhluta, að samþykkja
þessa breytingu.
Umsagnir
um vín
ÁTVR hefur
sent frá sér
nýja verðskrá
með töluvert
breyttu sniði
sem kemur
neytendum
væntanlega til
góða. Brotinu
hefur verið
breytt, prentað er í lit og hverri
tegund vína og líkjöra fylgir nú
stutt umsögn um vínið.
Um rauðvínið Riunite segir t.d.:
Ungt, með blóma. Ilmur af sveskj-
um og banana. Frekar létt og
sætt, með nokkuö góðurn ávexti
og geijunarbragði." Þessi nýjung
á sjálfsagt eftir aö mælast vel fyr-
ir og auðvelda hinum almenna
neytanda valið.
oft
lyklum?
Öryggisþjónustan VARI býður
fólki nú að kaupa af henni svo-
kallaða öryggislyklakippu sem
líklegt er að skfli sér til eigandans
ef hún týnist.
Þeir sem festa kaup á slíkri
kippu skrá nafn sitt, heimilisfang
og síma hjá fyrirtækinu undir
ákveðnu númeri sem einnig er á
kippunni. Öryggið felst í þvi að
ef kippan týnist getur finnandinn
skilað henni til VARA en á henni •
er heimilisfang fyrirtækisins I
skráð skýrum stöfum. Lyklar
gagnast engum nema þeim sem .
þá eiga, svo framarlega sem I
finnandinn viti ekki að hverju
þeir ganga, svo liklegt verður aö
teljast að þeim verði komi til |
skila.
Nikkel
bannað
„Það kemur mjög bráðlega út
reglugerð hjá okkur líkt og í Dan-
mörku sem bannar nikkei í skart-
gripum og annarri vöru sem
kemst í snertingu við húðina,“
sagði Elín Guðmundsdóttir, efna-
fræðingur hjá Hollustuvemd rík-
isins. Að sögn Elínar er reglu-
gerðin unnin upp úr tilskipun I
ESB, sem er hluti af EES-samn-
ingnum, og tók hún gildi á Evr-
ópska efnahagssvæðinu þann 1. |
febrúar sl, E
Nýlega var birt viðtal hér á
neytendasíðunni viö Steíngrím »
Daviðsson húðsjúkdómafræðing *
þar sem hann varaöi foreldra viö
því að setja göt í eyru barna
sinna. Hann sagði fjölmargar
rannsóknir hafa sýnt fram á
auknar líkur á nikkelofnæmi við
þaö að setja göt í eyrun.
d
li."
_J _l _l
Lambakjöt f karrísósu. Handa fjórum
1 kg lambakjöt með beini, t.d.
framhryggur eða bógur
Vatn
1- 2 tsk salt
hvítur eða svartur pipar úr kvörn
2- 3 negulnaglar (má sleppa)
1 laukur, saxaður gróft
Sósa: 1 1/2 msk smjörlfki
1-2 tsk karrí
2 1/2-3 msk hveiti
5 dl af soði
Kjötið er snyrt og sett í pott ásamt kryddinu og lauknum. Vatm er hellt á svo
að fljóti yfir. Suðan er látin koma upp og froðan veidd vandiega ofan af. Kjötið
er soðið í 30-45 mínútur eða þar til það er meyrt og rétt aðeins laust frá
beinunum. Kjötið er fært upp og skorið í bita en beinin tekin burt. Smjörlíkið
er brætt I potti og karríið látiö krauma í því í 1-2 mínútur. Hveitið er síðan
hrært saman við. Þá er heitu soðinu hellt út í smám saman og hrært vel á
milli. Sósan er látin sjóða í nokkrar mfnútur og kjötið sett út í. Rétturinn er
borinn fram með hrísgrjónum og einnig er gott að hafa með honum guirætur
sem eru þá soðnar með kjötinu. Annar réttur fæst með því að sleppa karríinu
og krydda sósuna í staðinn með 3 msk af söxuðu nýju dilli (eða 2 tsk af
þurrkuðu), 1-2 msk af sítrónusafa og, ef þurfa þykir, 1/4 tsk af sykri.
mwnmWb
i
i
i
5