Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995 Fréttir Olga hefur ríkt á olíumarkaðnum frá því 1 haust: / i / / Olíufélögin búa sig undir komu Irving Oil - draumar neytenda um raunverulega samkeppni að rætast? Tilkynning kanadíska olíurisans Ir- ving Oil sl. haust um áform um starf- semi á íslandi setti af staö þróun á olíumarkaðnum sem aö margra mati er ekki séð fyrir endann á. Olíufélög- in þrjú; Skeljungur, Olíufélagiö og Olís, sem starfað hafa óáreitt hér á landi í áratugi, hafa brugðist viö væntanlegri samkeppni með ýmsum hætti. Nú síðast tilkynntu Olíufélag- ið og Olís stofnun sameiginlegs dreif- ingarfyrirtækis eftir að Olíufélagið keypti 35% hlut í Olís. Nokkru áður hafði Skeljungur ákveðið þátttöku í bensínsölu með Hagkaupi og Bónus. Eftir að Irving Oil lagði inn um- sóknir í Reykjavík um lóðir undir birgðastöð og bensínstöðvar liðu ekki margar vikur þar til olíufélögin þrjú lögöu einnig inn lóðaumsóknir í borginni. Forstjórar olíufélaganna áttu erfitt með að viðurkenna að umsóknirnar væru tilkomnar vegna Irving Oil og vitnuðu til póhtískra lóðaúthlutana Sjálfstæðisflokksins. Helst voru það forráðamenn Olíufé- lagsins sem bentu á „óeðlilega" fyrir- greiðslu við Skeljung og Olís í borg- arkerfmu. Viðbrögð Skeljungs komu í ljós í upphafi árs þegar félagið tilkynnti þátttöku í bensínsölufyrirtæki með Hagkaupi og Bónus. Fyrirtækið, sem nefnist Orkan, mun kaupa bensín af Skeljungi og selja það við þrjá stór- markaöi. Hagkaups-Bónuss veldið hafði um tíma haft áform uppi um bensínsölu, eða frá því að aðstoðar- forstjóri Olís, Hörður Helgason, var ráðinn til Hofs hf., eiganda Hagkaups og Bónuss, á miðju síðasta ári. Áður en samdist við Skeljung höfðu Orku- menn rætt við Irving Oil og fleiri erlend olíufélög. Samruna Olís og Oiíu- félagsins spáð Þá eru það viðbrögð hinna olíufé- laganna ef „lóðapaníkin" er undan- skihn. Eftir að spurðist út að hlutur erfmgja Óla Kr. Sigurðssonar, eða Fréttaljós Sunda hf„ í Olís væri falur upphófst mikið kapphlaup. Skeljungur sóttist eftir bréfunum og sömuleiðs Irving Oil. Irving Oil hafði reyndar alveg frá áramótum 1993/1994 sýnt áhuga á að kaupa hlut í Olís. Það var síðan Olíu- félagið sem hafði sigur í kapphlaup- inu. Ásamt Hydro Texaco í Dan- mörku keypti Olíufélagið hlut Sunda hf. í Olís og eiga þessi félög um 35% hlut hvort í Olís. í kjölfarið stofnuðu Olís og Olíufélagiö fyrirtæki sem mun sjá um innflutning og dreifingu eldsneytis fyrir félögin. Forráðamenn Olís og Olíufélagsins segja að félögin muni áfram verða í samkeppni á smásölumarkaðnum en margir telja að þess verði ekki langt að bíða að þau sameinist alfarið. Aukin samkeppni eða fákeppni? Nú deila menn um það hvort sam- Hluthafar Olís Aðrir Hydro Texaco Olíufélagið OV IWIHlaiÍílWK - eftir útspil Irving Oii - Október 1994 Kanadíska olíufélagiö Irving Oil tillkynnir áform um starfsemi á íslandi og sækir um lóðir í Reykjavík undir birgöastöö og bensínstöövar. Nóvember 1994 Skeljungur, Olís og Olíufélagiö sækja um lóöir ur Reykjavík í kjölfar áhuga Irving Oil. snsínstöövar í Desember 1994 Irving Oil fær vilyröi Reykjavíkurborgar fyrir lóö Sundahöfn og 3 bensínstöövar viö Eiðisgranda,: Bæjarhðls. birgöastöð viö jarbakka og flRVINGl Janúar 1995 SBfÍgKiWMii Irving Oil sækir um lóðir undir bensínstöövar á 20. janúar 1995 3si og í Keflavík. tt «ttd Hagkaup, Bónus og Skeljungur stofna fyrirtækiö HACxKAUr bensín viö 3 stórmarkaöi Hagkaups og Bónuss. fyrírfjoiíkyiduna Qlís, Höröur Helgason, ráöinn framkvæmdastjór Hagkaup og Bónus leitaö til þriggja erlendra aðil Irving Oil. tna hf. sem mun selja aöstoöarforstjóri tnnar. Áöur höföu sarhstarf, þ.á.m. til Mars 1995 Kapphlaup hefst um hlutabréf erfingja Öla Kr. r\«dppiiidup neiisi uin iiiuiduici ci iiiigjd wid r\i. o tilkynnist aö ekkja Óla, Gunnþórunn Jóhsdóttir, auk Irving Oil, sækjast eftir hlutabréfuhum. ssonar í Olís eftir aö ílja. Hin olíufélögin, 18. mars 199i......... Niöurstaöa kapp®£up~ in. Olíufélagiö kaupir 35% og Texaco 10% af hlut erfingja Óla Kr. í Olís. Saman eiga Olíufélagiö og Texaco 70% hlut í Olís. Olíufélagiö og Olís stofna í kjölfariö sameiginlegt dreifingafyrirtæki. Samstarfi Olís og Skeljungs í dreifingu því lokiö. 1 i i i í starf Olís og Olíufélagsins leiði til aukinnar fákeppni frekar en að sam- keppni aukist. Samkeppnisstofnun hefur tvo mánuði til að úrskurða um það. Á meðan aukast líkur á komu Irving Oil til íslands og neytendur eygja von um að áratugahefð fyrir samráði olíufélaganna um bensín- verð sé endanlega úr sögunni. Kakan sem slegist er um er þó jafn- stór eftir sem áður. Bíla- og skipafloti íslendinga mun ekki stækka svo mik- ið á næstu árum að stórir nýir molar verði til skiptanna. Olíufélögin þrjú veltu um 25 milljörðum króna á síð- asta ári og viðbúið er að tilkoma Ir- ving raski þeirri tölu nokkuð. Þetta er staðreynd sem olíufélögin eru að uppgötva, sér til hreliingar, og virðast til í allt til að halda sínum kökubita. Á meðfylgjandi gröfum má annars vegar sjá þróun mála á olíumarkaðn- um frá því í haust og hins vegar hvernig myndin lítur út af stærstu hluthöfum Ohs eftir að ekkja Óla Kr. Sigurðssonar, Gunnþórunn Jóns- dóttir, seldi hlut Sunda hf. í félaginu. Talið er að Gunnþórunn hafi fengið í kringum 1 milljarö fyrir bréfin. í i YNNINGARVERÐ IVIC E750 MC E852 Kraftmikill 10OO Watta mótor Clean air loftsía breytilegur haus fyrir hörð gólf og teppi INNDRAGANLEG SNÚRA LÉTT OG MEÐFÆRILEG (4,9KG). RYKMÆLIR FÓTROFI Kraftmikill 1 200 WATTA MÓTOR Styllanlegur sogkraftur Breytilegur haus fyrir hórð gólf og teppi Geymsla fyrir fylgihluti 360 gráðu snúningsbarki IN NDRAGANLEG SNÚRA Rykmælir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.