Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 1995 Spumingin Ertu búin/n að skipuleggja páskana? Ólöf Arnardóttir starfsstúlka: Nei, ég verö aö vinna um páskana. Fríða Hrund Einarsdóttir nemi: Nei, en ég stefni að því aö skemmta mér og njóta lífsins. Guðlaugur Ágústsson þingvörður: Nei, en ég var að hugsa um að fara í sumarbústaðinn. Stefanía Guðlaug Baldursdóttir, nemi í verkfalli: Já, það á að skreppa til Ólafsfjarðar. fris Björk Baldursdóttir og Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir: Eg ætla að fara til Ólafsfjarðar ef veður og færð leyfir. Lesendur Opið bréf til Gunnars Kvarans: Grafiskt þrykk og eftirprentun Ríkharður Valtingojer skrifar: Heill og sæll, Gunnar! Föstudaginn 10. mars sl. hélt ég því fram í DV að þær myndir sem til sýnis eru að Kjarvalssöðum séu ekki grafíkmyndir í þeim skilningi sem viðtekin er um víða veröld meöal listamanna, listaverkasala og stjóm- enda listasafna, heldur eftirprentan- ir af teikningum. - í sama blaöi lýsir þú yfir aö grafíkmynd sé í eðli sínu þrykk, sem er laukrétt - en snertir hvergi kjama málsins: muninn á grafísku þrykki og eftirprentun. Grafík er fullgild grein á meiði myndlistarinnar líkt og vatnslita- myndir, höggmyndir, olíumálverk og lýtur sömu lögmálum og aðrar grein- ar myndlistar, þ.e. að verknaðurinn sjálfur, að búa til grafíkmynd er upp- runalegt sköpunarferli, myndin sprettur á og af tilfinningasviði lista- mannsins, hún er niðurstaða af sál- rænu, líkamlegu og verkrænu ferli. Við skulum bara leyfa okkur að nota hugtakið sköpunargleði. Hæpið er aftur á móti að tengja það hugtak vinnu offsetprentarans, sem fær mynd upp í hendumar til þess aö gera af henni eftirprentanir. Gra- fískt myndlistarverk er niðurstaða af ferli sem hefst með hugmynda- vinnu listamannsins, en stór hluti þess er af handverkslegum toga, sjálf baráttan við að koma hugmynd í áþreifanlegt form á plötu og með þrykki. Eg get verið sammála þér um „að Bréfritari við eina af myndum Lennons á Kjarvalsstöðum. það em margir góðir bakarar í Reykjavík“, og reyndar víðar um landið, en fáir koma fram með nýj- ungar í kökugerðarlist en þeir baka þó brauö til þess að metta ótal munna. Engum blöðum er um að fletta, að brauð telst til nauösynja, og án brauösins væru kökumar reyndar ekki til. Um sýninguna á eftirprentunum af teikningum Johns heitins Lennons hef ég ekki mikið fleira að segja. Teikningarnar sem slíkar uppfylla margar af þeim kröfum sem gerðar em til listar í samræmi við það sem hér var talið upp að framan, en þar skortir þó upp á ákveðna verkþætti frá listamannsins hendi til þess að gerlegt sé að flokka þær sem upp- runalega grafík. Vandaðar eftirprentanir em ætlað- ar til þess aö kynna hst á breiðum grundvelli, auka útbreiðslu hennar og gera stómm hópum fjárhagslega mögulegt að eignst góðar myndir. - Hiö neikvæða aftur á móti, að stund- um er siglt undir fólsku flaggi og reynt að telja almenningi trú um að eftirprentun sé upprunalegt grafískt listaverk. Það er bisness. Hugarfarsbylting þjóðarinnar Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar: „Það dugir ekkert minna," sagði Kristín Halldórsdóttir í þætti Stefáns Jóns Hafstein, Sjónarhomi, á Stöð 2 nýlega, þar sem ofangreint efni var m.a. til umræðu. Ég er henni þar hjartanlega sammála eftir allar þær skoðanir og skýrslur sem fram hafa komið um launamisréttið milli kynj- anna. Og ég frábiö mér enn eina skoðunina á málinu eins og „sjálf- stæða konan“ lagði til. - Aðgerða er nefnilega þörf, hér og nú. Og sannarlega brást Kvennalista- konan ekki, því hún hreinlega ýtti hugarfarsbyltingunni úr vör með því að benda á ójafnvægi orðanna „vinnuveitandi" og laun„þegi“. Hún sagöist helst ekki taka sér það orð í munn. - Hópar fólks væru vinnu- kaupendur og síðan aðrir vinnuselj- endur. Og nú, ágæta en fámenna íslenska þjóð, sem ekki hefur þokast úr spor- unum í tuttugu ár; taktu þér tak í þessu máli og sýndu aö þú sért þess megnug að útrýma misrétti orðanna. Það kostar ekki krónu, en gæti kom- ið mörgun niður á jörðina. - Þökk sé kvennalistakonunni. Reiðhöllin í Víðidal Fáksfélagi skrifar: Oft sér fólk slæmu hlutina og talar mikið og illa um þá en lætur góðu málin liggja á milli hluta. Reiðhöllin í Víðidal er nú 1 fullum gangi þar sem Reykjavíkurborg og Hestamannafélagið Fákur hafa gert rekstrarsamning. Reykjavíkurborg sér um skipulögð námskeið eftir hádegi alla virka daga. Þar eru tvær úrvalsstúlkur sem kenna 20 krökkum í um klukku- stund eða samtals um 80 krökkum á dag. Einnig er knattspyma stunduð þama af þróttafélögunum. Fákur er með námskeið fyrir ungl- inga og komast færri að en vilja. Al- mennir tímar sem við Fáksmenn getum mætt í eru rúmlega hundrað á mánuði og kostar mánaðarkortið aðeins 155 krónur. Ég vil hvetja alla félaga mína til að fara í Reiðhöllina, því þarna er frábær aöstaða, sem ekki allir vita hvað býður upp á, þeg- ar laga þarf eða þjálfa hest. Og loks er búið að ráða starfsmann sem er vel að sér í hestamennsku. Hann er hjálplegur og kann vel að umgangast okkur hestamennina og hesta okkar. Nauösynlegt er að hafa slíkan mann þar sem um lifandi dýr er aö ræða. Þau geta flækt sig, þau geta fælst, fólk getur dottið af hest- baki, o.s.frv. Þaö er ekki meðfætt eða öllum gefið að umgangast skepnur. Það var löngu tímabært aö ráöa mann eins og Karl Óskar Hjaltason sem skilur þarfir okkar hestamanna og hestanna okkar. Hann vill greini- lega hag Reiðhallarinnar sem mest- an. Þeir eiga þakkir skildar sem réðu þennan ágætismann. Stefanía Óttarsdóttir nammigrís: Ég ætla að borða stærsta páskaeggið. allan sólarhrin lli kl. 14 og 16 Reiöhöllinni í Víðidal er frábær aöstaöa fyrir hestamenn og þá sem vilja læra. Alttafvarnar- Egill hringdi: Eftirtektarvert er að þegar mik ið liggur við er ávallt kallað á þyrlur frá varnarliðinu. Nú síð ast til aö leita að mönnum sem saknaö var á hálendinu. Einu sinn var þaö viökvæðið að ís lenskar þyrlur væru í skoöun eða annað sem hamlaöi tiltækum að- gerðum þeirra. Ég held viö ættum bara að halla okkur alfarið að þyrlum varnarliösins og sameina þá rekstur Gæslunnar og varnar- liðsíns. Tryggvi Bjarnason skrifar: Nýtt stjómmálaall, Þjóðvaki, setur fram nýja hugmynd til stjórnlaga og er hún þess virði að huga að því sem þar kemur fram og má nefna nokkur dæmi þar um. - Skarpari skil milli framkvæmdavalds og löggjafar- valds (m.a. að ráðherrar afsali sér þingmennsku). - Afnema heimild til setningar bráðabirgðalaga. - Afnema þingrofsrétt. - Auka rétt kjósandans í þjóðaratkvæða- greiðslu í stærri málum þjóðar- innar. - Valfrelsi kjósanda verði aukið með persónukjöri. Iburtufrálands- byggðinni Gunnar Guðmundsson skrifar: Ég er einn þeirra mörgu lands- byggðarmanna sem hef ásamt fjölskyldu minni þolað þetta veðravíti vetrarlangt - og sér ekki enn fyrir endann á því. Það er staðfóst ætlan okkar, og margra annarra, að hætta ekki á annað eins líf næsta vetur. Við ætlum í burtu frá landsbyggðinní suður eða jafnvel setjast að erlendis. Sumir vilja doka viö og reyna aðra vetursetu en flytja svo burt bjóði ekki næsti vetur upp á betri tíð. - Ég segi fyrir mig. Það er hægt að byrja nýtt lif annars stað- ar og allt til vinnandi að geta lifað við aðrar aðstæður en þær að moka sig út nánast um þak- gluggana dag hvem. Mérernógboðið! Jóna Pólsdóttir skrifar: Ég er ekki vön að skrifa í blöð en mér finnst timi til kominn að gert veröi eitthvað í bæjarmálun- um í Hafnarfirði. - Núverandi meirihluti sýnist mér hafa það eitt að markmiði að leggja niður alla atvinnustarfsemi í bænum og gera íbúunum eins erfitt fyrir og nokkur kostur er. Og skattar og álögur hafa aldrei hækkað eins og á þessu ári. Svo er einnig um leikskólagjöld, lóöaleigu, útsvar, vatnsskatt o.fl. Ég held að bókari sjálfstæðismanna hafi eitthvað misreiknaö sig þegar gauragang- urinn var hvað mestur um fjár- hag bæjarins. Mér er nóg boðiö. Ég vil fá alvörustjórnendur er bera hag bæjarins fyrir brjósti. Barátta fyrlr betriskóla Jónasína Karlsdóttir hringdi: Ég las nýlega ffétt um fund for- eldra á Hótel Sögu varöandi af- leiðingar kemiaraverkfallsins. Einnig las ég grein í Mbl. þar sem rædd voru vandræði -nemenda hvað varðar félagslega aðstöðu. - Að þessum lestri loknum undrast ég aö við, foreldrar, skulum ekki leggjast á eitt um að: 1. Berjast fyrir auknu fjármagni fyrir betri skóla. 2. Heimilin geri kröfu til aö geta alið börn sín upp þannig aö félagsleg vandamál barna hverfi. - Baráttan hlýtur þó fyrst og fremst að standa um betri skóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.