Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 Fréttir Austurríkismenn lögðu fram munnlegt tilboð sem borgarstjóri tók við: Kostar einn milljarð að taka við af Sorpu „Þaö er búiö að leggja fram munn- legt tilboð úti sem borgarstjóri tók vel í og óskaði eftir að fá skriflegt. Það verður lagt fram í byijun þessar- ar viku,“ segir Jónas Hagan Guð- mundsson, umboðsaðili fjögurra austurrískra fyrirtækja, eins belg- ísks og íslenska fyrirtækisins Gáms hf. sem hafa áhuga á að taka við endurvinnslu sorps hér á landi af Sorpu. Jónas segir að tillagan gangi út á að stofna tvö fyrirtæki, annars vegar rekstrarfélag fyrirtækjanna fjögurra og hins vegar eignarhaldsfélag sveit- arfélaganna. Samkvæmt hugmynd- unum er gert ráð fyrir að sveitarfé- lögin leggi í eignarhaldsfélagið sinn hlut í Sorpu og rekstrarfélagið sjái um allan rekstur og leigi eignirnar af eignarhaldsfélaginu. „Öll rekstrarleg áhætta lægi hjá okkur þannig að sveitarfélögin væru ekki að fara út í neina áhættufjárfest- ingar. Það þarf að setja upp flokkun- arstöð, stöð fyrir lífrænan úrgang og nokkrar arðbærar endurvinnslu- stöðvar. Þetta verður kostnaður upp á einn milljarð,“ segir Jónas. Unnið er að stofnun hlutafélags, Hringhendu, sem verður í eigu er- lendufyrirtækjannaogGáms. -GHS „Það þarf að setja upp flokkunarstöð, stöð fyrir lífrænan úrgang og nokkrar arðbærar endurvinnslustöðvar. Þetta verður kostnaður upp á einn milljarð króna,“ segir Jónas Hagan Guðmundsson, umboðsmaöur austurrískra fyrir- tækja sem vilja taka við endurvinnslu sorps af Sorpu. Myndin er tekin í nýbyggingu Sorpu í Gufunesi. DV-mynd BG Sjálfsafgreiösla: Ekki skylda okkarað lækka verð annars staðar - segja Olíufélagsmenn „Þetta nýja fyrírkomuiag fær góðar undirtektir og við ætlum að sjá hvort það veröur varan- legt. í framhaldi af því ákveðum við hvort við íjölgum þeim stöðv- um sem haía þetta fyrirkomu- lag,“ segir Bjarni Bjarnason, full- trúi forstjóra Olíufélagsins hf. sem tók upp þá nýbreytni að lækka verð á hverjum seldum bensínlítra um eina krónu á lítra gegn því að viöskiptavinir af- greiddu sig sjálfir. Þetta fyrirkomulag gildir að- eins á bensínstöð Esso við Geirs- götu. Skeljungur lækkaði einnig verð á bensíni á tveimur stöðvum um eina krónu og tuttugu aura á lítra við sjálfsafgreiðsju. Margir hafa spurt aö því hvort þessi lækkun eigi að ganga yfir úti á landi þar sem menn afgreiða sig sjálfir og ekki er boðið upp á þjónustu við að dæla á bíla, „Það er ekki skylda að vera meö sama verð á bensíni hvar sem er á landinu. Þessi stöð okkar við Geirsgötuna er alveg við inn- flutningshöfnina og þess vegna lítill kostnáður viö flutmng. Við höfum þess vegna ekki talið þáð skyldu okkar að lækka verðið amiars staðar þar sem er sjálfsaf- greíðsla," segir Bjarni, -rt Meltum hugsanlegt samstarf en allt er óbundið, segir borgarstjóri: Pólitísk spurning hver endurvinnslan verður „Við erum að reyna að átta okkur á því hvaö Austurríkismennimir hafa að bjóða og hvað þátttaka þeirra í sorphirðu og endurvinnslu myndi þýða fyrir Sorpu og þau sveitarfélög sem standa að rekstrinum. Það er greinilegt að þeir hafa heilmikla þekkingu og reynslu á þessu sviði og hafa ýmsu að miðla en það er pólitísk spuming hvað menn fara út í mikla endurvinnslu þvi að hún kostar sitt. Við meltum þetta með okkur og verðum í sambandi við þá áfram en það er allt óbundið enn- þá,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri. Borgarstjóri var nýlega í Austur- ríki til að kynna sér starfsemi sorp- hirðu- og endurvinnslufyrirtækj- anna Rupert Hofer og Hubert Háusl- er í Voralberg í Austurríki ásamt borgarverkfræðingi og nokkrum starfsmönnum Sorpu. Forstjórar fyr- irtækjanna sýndu íslendingunum starfsemina en hugsanlegt samstarf bar lítið á góma. Borgarstjóri segir að Austurríkismennimir hafi áhuga á að reka einkafyrirtæki hér á landi í samstarfl við sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu, til dæmis með því að kaupa eða leigja Sorpu. „Okkur leist mjög vel á þessi fyrir- tæki. Þau voru snyrtileg og mjög mikil ánægja með starfsemi þeirra hjá borgarstjóranum í Bregenz, stærstu borginni á svæöinu," sagði Ingibjörg Sólrún eftir heimsóknina. Austurrísku fyrirtækin starfrækja mótttökustöðvar fyrir sorp, sorp- flokkun, jarðgerð og endurvinnslu í Voralberg og endurvinna 50-60 pró- sent af öllu sorpi sem fellur til á þessu svæði, eða um 90 þúsund tonn á ári, meðan Sorpa endurvinnur aðeins 30 prósenthérálandi. -GHS í dag mælir Dagfari Félagaskipti í pólitíkinni í íþróttaheiminum er það þekkt fyrirbæri eftir hvert keppnistíma- bil að leikmenn og keppendur skipta um félög. Menn ganga úr einu félagi og í annað. Þetta em kölluð félagaskipti og em þau skráð hjá viðkomandi sérsambandi innan íþróttanna þannig að allir geta séð og staðfest hvaða leikmað- ur er í hvaða félagi. Félagaskipti taka síðan gildi að ákveðnum tíma liðnum frá því að þau vom til- kynnt. Nú sýnist manni að slíkt hið sama kerfi þurfi að taka upp í pólitík- inni. Það hafa orðið svo mikil mannaskipti í framboðsmálum. flokkanna fyrir þessar kosningar að kjósendur eru hættir að átta sig á því hver er í hvaða flokki. Ásta Ragnheiður sem var í prófkjörs- framboði fyrir Framsókn er nú í öðru sæti á lista Þjóðvaka. Sömu- leiðis er þar Svanfríöur Jónasdóttir sem áður var varaformaður Al- þýðubandalagsins og raunar er á listum Þjóðvaka um allt land fjöld- inn allur af fólki sem tilheyrði Al- þýðubandalaginu og öðrum flokk- um. Þar má meöal annars fmna Ágúst Einarsson, fyrsta mann í framboöi Þjóðvaka á Reykjanesi, sem áður var kenndur við Alþýðu- flokkinn. Formaöur Alþýðuflokksins segir að Ágúst hafl þrisvar gengið úr Alþýðuflokknum en það er hvergi skráð sem sýnir ringulreiðina og erfiðleikana fyrir kjósendur að vita í hvaða flokki Ágúst er. Kannske er allt það fólk sem að framan er talið og aliir hinir sem áður voru í hinum ýmsu flokkum enn í gamla flokknum, þótt þeir séu komnir í framboð fyrir nýjan flokk? Þegar svo er komið veit kjósandinn ekki hvort hann er að kjósa frambjóð- anda sem er í framboði fyrir einn flokk en er á flokksskrá hjá öðrum flokki. Kannske er þetta tangar- sókn gömlu flokkanna til að fjölga þingmönnum sínum með því að senda þá í framboð í nýjum flokk- um? Og svo eru það sjálfstæðismenn- imir á Vestfjörðum. Þeir segjast ekki styðja stjóm Sjálfstæðis- flokksins eftir kosningar ef flokk- urinn breytir ekki kvótakerfinu. Þeir segja: „Við getum ekki, mun- um ekki og viljum ekki styðja þá ríkisstjóm." Þeir taka það sérstaklega fram að þeir hafni stefnu Þorsteins Páls- sonar í fiskveiðimálum en Þor- steinn er fyrrum formaður Sjálf- stæðisflokksins og núverandi sjáv- arútvegsráðherra og samflokks- maður vestfirsku sjálfstæðismann- anna. Kjósendur hljóta því að spyrja: Em mennimir að ganga úr Sjálf- stæðisflokknum? Er verið að kjósa einn og sama Sjálfstæðisflokkinn þegar krossað er við D-ið í kjörklef- anum eða er verið að kjósa marga flokka? Og í hvaða flokk eru menn- imir að ganga ef þeir ganga úr Sjálfstæðisflokknum? Svo er einnig hægt að spyrja hvort Þorsteinn verði rekinn úr flokknum til að hinir verði í flokkn- um, svo flokkurinn haldi þeim þingnmönnum sem em kjömir á hans vegum til að flokkurinn verði gjaldgengur gagnvart þeim sem ætla að kjósa hann? Hvað verður þá með Þorstein? í hvaöa flokk gengur hann ef hann er látinn ganga úr Sjálfstæðisflokknum? Allur þessi ágreiningur stafar auðvitað af því að flokkurinn hefur ekki gert það upp við sig hvaða stefnu hann vill hafa í sjávarút- vegsmálum. En það er ekkert nýtt að flokkar hafi óljósa stefnu. Það er einmitt trikkið til að halda öllum dyrum opnum eftir kosningar, því stefnan má ekki verða til trafala þegar flokkurinn og flokkamir taka til við samninga um ríkis- stjórn. Þá er það dauðasök að hafa stefnu sem bindur hendur þeirra. Þess vegna gerir enginn kröfu til að vita nákvæmlega hvaða stefnu flokkurirm hefur sem kjósendur eiga að kjósa, heldur er hitt þýðing- armeira að vita hvaða menn er verið að kjósa fyrir hönd flokksins. Og þá verður vandinn mestur og áþreifanlegur þegar ekki er lengur hægt að reiða sig á fyrir kosningar að frambjóðendur eins flokks styðji flokkinn eða verði í honum eftir kosningar. Þetta er hægt að laga með því að taka upp sama kerfi og þeir í íþrótt- unum, að skrá menn í flokka og leyfa þeim svo „félagaskipti". En þá verður að tilkynna þau fyrir kosningar ef þau eiga að taka gildi eftir kosningar. Þó ekki sé til ann- ars en til hagræðis fyrir frambjóö- endurna sjálfa. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.