Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 25 íþróttir fi Bandarikjamaðurinn Marc Mitchell smeygir sér fram hjá Friðriki Ragnarssyni i leiknum ar eiga nú erfiðan leik fyrir höndum í Njarðvík á fimmtudagskvöldið kemur. gærkvöldi. Grindvíking- DV-mynd Brynjar Gauti Úrslitakeppnin í körfuknattleik: Njarðvíkingar í góðum málum - eftir þriöja sigurinn á Grindavík, 75-79, í gærkvöldi Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta var mjög sætur sigur og spennandi leikur. Við töpuðum hér hræöilega og ætluðum ekki að láta það gerast aftur. Ég var nokkuð viss um ef við myndum geta haft leikinn jafnan fram til síðustu mínútu þá ættum við möguleika á sigri. Við náðum að stöðva þá í þriggja stiga skotunum ef það hefði ekki tekist hefðum við átt í vandræðum með þá. Við stefnum að því aö klára þetta heima en það getur allt gerst. Þetta er ekki búið en þeir þurfa að vinna þrjá leiki til að verða Islandsmeistar- ar og það er svolítið erfltt," sagði ísak Tómasson, Njarðvíkingur, eftir sig- urinn á Grindvík í gærkvöldi, 75-79, í æsispennandi leik. Það er óhætt að segja að Njarðvík- ingar séu komnir með aðra höndina á titilinn en þeir hafa 3-1 yfir og geta klára einvigið í Njarðvík á fimmtu- dagskvöldið en þar hafa þeir ekki tapað leik í vetur. Úrsht réðust ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins en margir fengu á tilfmmnguna að Grindvíkingar myndu sigra þegar Guðmundur Bragason skoraði fjögur stig í röð þegar rúm mínúta var til leiksloka. Þá náðu Grindvíkingar þriggja stiga körfu en þá tóku Rond- ey Robinson og Teitur Örlygsson sig til og komu sigrinum í höfn. Grindvíkingar voru mjög óánægðir með dómgæsluna en þeir töldu að leikmenn Njarðvíkinga hefðu komist upp með hörku og þá sérstaklega Rond- ey. Guðmundur Bragason lék manna best í hði Grindavíkur en þeir Marc Mitcheh og Marel Guðlaugsson áttu ágæta spretti. Menn eins og Guðjón Skúlason og Helgi Guðfmnsson voru ekki sjálfum sér líkir og þurfa aö taka sig saman í andlitinu. Rondey Robin- son var gríðarlega sterkur og gaf ekki þumlung eftir. Þá voru þeir öflugir Jóhannes Kristbjömsson, Teitur Örl- ygsson og Valur Ingimundarson sem hirti tíu vamarfráksöt. „Verðum að gera miklu betur næst“ „Það var hrikalegt að missa boltann þegar aö við vorum þremur stigum yfir á síðustu roínútunni. Þá vorum við að taka mjög lélegt skot og það var virkilega klaufalegt af okkur. Það er alveg á hreinu að við verðum að gera betur næst. Ég var mjög svekktur með mína frammistöðu og þaö er öraggt að ég ætla að leggja mig helmingi meira fram í næsta leik,“ sagði Unndór Sigurðsson hjá Grindavík eftir leikinn. „Þetta var spennandi leikur og mikil barátta. Ég var svakalega hissa að það var ekki kominn bónus þegar Guðmundur braut á Rondey undir blálokin. Ég hélt að það hefði verið. miklu meira flautað. í svona leik er' oftast heppni sem þarf og Njarðvík- ingar hafa einnig leikreynsluna. Það verður miklu erfiðara fyrir Grinda- vík að fara til Njarðvíkur," sagði Torfi Magnússon landshðsþjálfari. Grindavík - Njarðvík (37-43) 75-79 0-2, 6-10, 13 17, 19-17, 26-26, 30-33, 37-38, (37-43). 41-43; 50-52, 50-56, 57-61, 60-67,63-69, 68-69, 74-71,74-78, 75-78,75-79 • Stig Grindavík: Guðmundur Bragason 19, Marc Mitchell 19, Marel Guð- laugsson 13, Guöjón Skúlason 10, Pétur Guðmundsson 6, Helgi J. Guðfinns- son 3, Unndór Sigurösson 34, Bergur Hinríksson 2. • Stig Njarðvík: Rondey Robinson 32, Jóhannes Kristbjörnsson 16, Teitur Örlygsson 11, Valur Ingí- mundarson 10, Friörik Ragnarsson 6, Ástþór Ingason 3, Kristinn Einarsson 1. 3ja stiga körfun Grindavtk 29/6, Njarðvík 22/7. Fráköst: Grmdavík 38, Njarðvík 41. Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragason, hafa oft dæmt áöur betur. Áhorfendun Um 1000. Maður leiksins: Rondey Robinson, Njarðvík. DV DV Skattamál íþróttafélaga: llm 290 félög hafa gert hreint fyrir sínum dyrum - um tíu félög enn þá með allt niður um sig Rannsókn af hálfu skattyfirvalda in hefur tekið mjög vel við sér. Hreyf- kann að vera að viðkomandi hafi verið stendur enn yfir á skattamálum um tiu ingin hefur hreinsað til hjá sér og stað- lengi í vandræðum með reksturinn hjá iþróttafélaga eða deilda innan þeirra. ið í skilum eins og til var ætlast og sér, kannski að skipta um stjórnar- Ahs eru starfandi um 300 íþróttafélög farið var fram á,‘‘ sagði Ellert B. menn og eitthvað þess háttar. Þaö er eða deildir í landinu og langstærstur Schram, forseti íþróttasambands ís- út af fyrir sig engin afsökun fyrir því hluti þeirra, um 290 félög, hafa gert lands, í samtali við DV í gær og bætti aö menn hafi ekki náð tökum á þessu. hreint fyrir sínum dyrum og tekið sig viö: „Þetta er staðfesting á því að Við hjá ÍSÍ höfum margsinnis sent verulega á hvað samskipti víö skattyf- íþróttahreyfingin vih ekki vera aövaranir, upplýsingar, leiðbeiningar irvöld varðar. skálkaskjól fyrir skattsvik. Hvaö þau og hvatningar til þess að koma þessu félög varðar sem enn eiga eftir aö taka í lag og eins og sést á þessum tölum íþróttahreyfingin vill ekki sig á geri ég mér vonir um að finna þá hefur stærstur hluti íþróttahreyf- vera skálkaskjól fyrir skattsvik megi einhverjar sértækar eða sérhæfð- ingarinnar orðið við þvi.“ „Þessar tölur sýna að íþróttahreyfmg- ar skýringar á því. í sumum tilfellum HM 34 dagar Læknar fvá IHF Tveir læknar frá læknanefhd Alþjóða handknattleikssam- bandsins komu til íslands fyrir helgina og ræddu við starfsmenn lyfjanefndar ÍSÍ sem munu ann- ast lyfjaprófin á HM undir stjórn læknanefndar IHF. Mælingar á dómurum Ákveðið hefur verið að gera ýmsar mæhngar á dómurunum sem dæma munu á HM. Þar á að reyna að leita svörum við hvemig dómarai- bregðast við undir álagi. Dómararnir munu meðal annars gangast undir mjólkursýrupróf og gerðar verða púlsmæhngar á þeim. Ekki veriðgert áður Ekki er vitað um að svona mælingar hafi verið geröar á dómurum í keppni áður. Stefnt er að því að niðurstöðurnar verði kynntar á dómara- og þjálfara- ráðstefnu sem haldin verður í Egyptalandi í sumar. 50milljónir Svissneska sjónvarpsfyrirtæk- ið CWL sem sér um sjónvarps- málin á HM hefur áætlaö að 50 milljónir manna muni fylgjast með heimsmeistarakeppninni í handknattleik í sjónvarpi úti um ahanheim. Búningarfrá Adidas íslenska landshðið mun leika í búningum frá Adidas eins og það hefur rendar gert í mörg ár. Hannaðir hafa veriö nýir búning- ar á hðið í Þýskalandi og er settið á liöið þegar komiö th landsins. Treyjurnar eru nokkuö breyttar og þykja mjög snyrtilegar. Handknatt- leiksdeild Breiðabliks Framhaldsaðalfundur handknattleiksdeildar Breiðabliks verður haldinn í Smáranum mánudaginn 10. apríl kl. 20.30. Stjórnin Ellef u sigrar í röð hjá San Antonio San Antonio Spurs vann sinn 11. sigur í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt þegar liðið lagði Phoenix Suns að vehi, 109-106. Sean Elhot var með 30 stig hjá Spurs en liðið lék án varnar- mannsins öfluga, Dennis Rodmans. Char- les Barkley var allt í öhu hjá Phoenix og skoraði 45 stig sem er það mesta sem hann skorar í einum leik á tímabihnu. Úrslitin í fyrrinótt: Boston Dallas.................. 97-84 Douglas 27 - Mashburn 30. New Jersey-New York............ 94-85 - Starks 26, Davis 17. Miami-Charlotte...............94 -105 Rice 30 - Mourning 22, Hawkins 22. Cleveland-Denver..............101-104 Price 21 - Rauf 32, Williams 27. Indiana-Portland..............104-93 Smits 20, Miller 19 - Strickland 20. SA Spurs-Phoenix..............109-106 EUiot 30, Robinson 23/14 - Barkley 45. LA Lakers-Orlando..............119-112 Ceballos 33, Threatt 19 - Shaq 27/12, Thomp- son 20. Seattle-Atlanta................105-83 Kemp 21, Payton 21. Detroit-W ashington............110-105 Hill 33, Houston 30 - Webber 30. Patrick Ewing hjá New York og Rick Mahorn hjá New Jersey voru reknir í bað fyrir handalögmál undir lok fyrri hálfleiks þegar New York sigraði New Jersey. Orlando lék án Anfemee Hardaway og það var ekki að sökum að spyrja, liðið tap- aöi fyrir Los Angeles Lakers í hörkuleik. Cedric Cebahos átti stórleik í liði Lakers og skoraði hann 33 stig en Shaquihe O’Neal var með 27 stig hjá Orlando og 12 fráköst. Anfemee Hardaway var lagður inn á sjúkrahús fyrir leikinn en hann hefur átt við slappleika að stríða og hefur á skömm- um tíma misst 5 kg. Booker fer fram á bónusgreiðslur Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Franc Booker er að fara fram á það að hann fái greiddan bónus fyrir það að Grindvíkurliðið komst í 4-liða úrsht. Lög- fræðingur hans hefur sent okkur bréf og ef við borgum ekki fer máhð fyrir dóm- stóla. Við hlæjum aö þessu vegna þess að við hefðum sennilega aldrei komist í 4-liöa úrslitin ef við hefðum haldið áfram með hann. Hann var hættur að hlýða þjálfar- anum og gaf stjórninni langt nef. Við bor- guðum honum bónusgreiðslur fyrir að komast í bikarúrslitin en þar var hann ekki með, var í leikbanni, svo við gerum bara kröfur á móti,“ sagði Ólafur Þór Jó- hannsson, stjórnarmaður í körfuknatt- leiksdeild Grindavíkur, viö DV. Handknattleikur: Willum tekur við þjálfun KR-inga? Yfirgnæfandi líkur eru á að Willum Þór Þórsson veröi næsti þjálfari 1. deildar liðs KR í handknattleik og taki við starfi Ólafs Lárussonar sem verið hefur við stjórnvöl- inn hjá vesturbæjarliöinu undanfarin fiögur ár. Willum ætti að vera öllum hnútum kunnugur hjá KR því hann hefur um ára- bil leikið með hðinu, nú síðast í vetur. KR hafnaði í 10. sæti í 1. deildinni í vetur en hðið er að mestu skipað ungum og efnileg- um leikmönnum. Samkvæmt heimhdum DV hættir Páh Beck en hann er á leið til Danmerkur í nám. Páll var einn besti leik- maður KR í vetur en KR-ingar hyggjast safna hði og koma sterkari til leiks næsta vetur. Það verður í nógu að snúast hjá Willum fari svo að hann taki við KR-liðinu en hann er aðstoðarþjálfari og leikmaður með 1. deildar hði Breiðabliks í knatt- spymunni. Reykjavlkurmótið: Þróttur sigraði Víking Þróttur sigraði Víking á Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu í gærkvöldi, 3-1. Tómas Ehert Tómasson skoraði tvö af mörkum Þróttar og Guðmundur Gíslason eitt. Gústaf Teitsson skoraði mark Vík- ings. Þróttur átti möguleika á að bæta við fiórða markinu en markvörður Víkings kom í veg fyrir það með þvi að verja víta- spyrnu. Þá vora tveir leikir háðir í B-dehd móts- ins. Valur vann Fjölni, 4-0, og Leiknir lagði Ármann, 9-2. Einn leikur verður í A-dehdinni í kvöld þegar Fylkir og KR leiða saman hesta sína. Iþróttir Athyglisverð hugmynd 5 aðila á borði borgarstjóra Reykjavíkur: Vilja byggja stóra íþróttamiðstöð í Grafarvoginum - þar yrði m.a. skautahöll og tennishöll og byggingar alls 19 þús. fermetrar DV hefur undir höndum drög að sonar hf., eiga það sameiginlegt að þeirrar skoðunar að það muni auka myndu skapa 70-100 ný störf í hugmyndum sem 5 aðilar hafa sent aðstaða þeira er afar bágborin og í mjög möguleikana á því að af fram- Reykjavík og 50-70 störf th fram- th borgarstjórans í Reykjavík varð- sumum tilfellum engin. Hér yrði kvæmdum verði. búðarermiðstöðinkæmistígagnið. andi byggingu risavaxinnar því um hreina byltingu að ræða íþróttamiðstöðvar við Gylfaflöt í fyrir þessi félög. Risi með ógnarhraða „Líst mjög vel á þetta“ Grafarvogi. Hér er um að ræða Byggingaraðih yrði TSH og er Ef af byggingu íþróttamiðstöðvar- „Mér líst mjög vel á þessar hug- hugmynd að samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, fiögurra íþróttafélaga í Reykjavik og Tré- smiðju Snorra Hjaltasonar hf. íþróttafélögin í Reykjavík sem hér um ræðir era Ungmennafélag- ið Fjölnir í Grafarvogi, ísknatt- leiksfélagið Björninn, Skotfélag Reykjavíkur og íþróttafélag fatl- aðra í Reykjavík. Ef af fram- kvæmdum verður yrði flatarmál bygginga um 19 þúsund fermetrar. Þar á meðal yrði yfirbyggð skauta- höll og tennishöll með fióram vöh- um. Yfirbyggð skautahöll er ekki til staðar á Islandi í dag. Starfsemi í íþróttamiðstöðinni yrði mjög fiöl- breytt. Innan dyra yrði boöið upp á aöstöðu fyrir Skotfélag Reykja- víkur, dansskóla, líkamsræktar- stöð eða stöðvar, íþróttaaöstöðu fyrir aldraða, félagsmiðstöð fyrir unghnga og ótalmargt fleira. Þá yrðu skipulagðar skokkbrautir á svæðinu og þær tengdar göngustíg- um hverfanna í Grafarvogi. í íþrótt- amiðstöðinni yrði í boði fiölbreytt tómstundaaðstaða fyrir aha fiöl- skylduna, boðið yrði upp á bama- gæslu, myndhstarsýningar í gall- eríi, léttar veitingar og verslanir með vörur tengdar starfsemi mið- stöðvarinnar svo eitthvað sé nefnt. Félög sem eiga hvergi höfði sínu að að halla Félögin fiögur, sem hafa áhuga á að reisa umrædda miðstöð í sam- starfi við Trésmiðju Snorra Hjalta- áætlaður heildarkostnaður um 480 mhljónir. Reiknað er með að bygg- ingarstyrkur Reykjavíkurborgar yrði greiddur á 2-3 árum. Öruggar heimildir DV herma að ef Reykja- víkurborg er ekki reiðubúin að leggja fram fé strax th verksins komi vel til greina að TSH fiár- magni verkið að fullu og Reykja- víkurborg byrji ekki að greiða sinn hlut fyrr en eftir 4-5 ár. Hér er um að ræða stórt atriði og margir eru innar yrði risi hún með ógnarhraða strax eftir að jákvæðar undirtektir hefðu borist frá Reykjavíkurborg. Tennishölhn og skautahölhn yrðu thbúnar th notkunar strax næsta vetur. Aðstaða fyrir fatlaða th að stunda bogfimi utanhúss yrði tilbú- in í sumar. Tengibyggingin á milli hallanna yrði einnig að stærstum hluta thbúin í sumar. Byggingar- ffamkvæmdum lyki alfarið árið 1997. Framkvæmdir við miðstöðina myndir eins og alltaf þegar rætt er um að byggja íþróttamannvirki. Mér finnst þetta mjög athyghsverð lausn ef hægt er að fiármagna framkvæmdir með þeim'hætti sem rætt er um,“ sagði Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands íslands, við DV í gær. Ekki náðist í gær í Snorra Hjalta- son vegna málsins. Gylfaflöt í Grafarvogi • Hér mun iþróttamiðstöðin risa ef af framkvæmdum verður. Teikning af byggingum að ofan. DV-mynd SK Knattspyma: Dusan stóð sig vel með I A-liðinu Júgóslavinn Dusan Alatic, sem íslandsmeistarar ÍA í knattspyrnu eru að skoða, stóð sig vel meö liðinu þegar það vann 5-2 sigur á Keílvik- ingum í æfingaleik um helgina. Alatic, sem er 25 ára gamall sókn- armaöur, skoraði eitt af mörkum Skagamanna og lék vel, aö sögn Gunnars Sigurðssonar, formanns knattspyrnufélags ÍA. Ákvörðun tekin eftir annan leik Gunnar sagðí Alatic myndi leika arman leik með ÍA í vikunni og eftir þann leik yrði tekin ákvörðun um það hvort hann kæmi til félagsins. Þriðjudaginn 4. apríl KR - Fylkir kl. 20.00 Gervigrasið Laugardal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.