Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 13 Sjálfsmorð stiórnmálanna Kjállariiin Árni Bergmann rithöfundur „En um leið og stjórnmálamenn verða að sýnast hafa ráð undir rifi hverju grafa þeir jafnt og þétt undan mögu- leikum sínum til að ráða nokkru sem máli skiptir.“ „Það þjóta ótrúlegar upphæðir í tölvuleik fram og aftur um hnött- inn ... “ segir í grein Árna. Símamynd Reuter Það eru aUir að væla yflr því að fólk sé orðið svo leitt á stjórnmála- mönnum að það nenni varla að vita af þeim. Nú síðast kynnumst við íslendingar herferð sem farin er með það fyrir augum að reyna að sannfæra ungt fólk um að það taki því að fara á kjörstað. Þetta er náttúrlega dapurlegt og að sjálfsögðu skaðlegt fyrir allt sem lýðræði vill heita. Yfirskin og veruleiki Stjórnmálamenn hafa vissulega komið sér í tilvistarkreppu. Þeir lúta auglýsingalögmálum og til að selja sig kjósendum þurfa þeir að láta eins og þeir ráði við hvern vanda og hafi í vasanum einhverja kjarabót handa öllum hópum. En um leið og stjórnmálamenn verða að sýnast hafa ráð undir rifi hverju grafa þeir jafnt og þétt und- an möguleikum sínum til að ráða nokkru sem máli skiptir. Það gera þeir með því að gefa markaðslög- málunum dýrðina. Með öðrum orð- um: æ fleiri stjórnmálamenn taka undir þá síbylju úr markaðsfræð- um að pólitíkusar megi helst ekki skipta sér af neinu nema lögregl- unni og kannski bamaskólunum. Þeir eigi að ráða sem minnstu en markaðsfrelsið sem mestu. Þetta hljómar víst vel og allt að því vísindalega („virðum lögmál markaðarins!“) Flestir hafa líka sínar ástæður til að hafa horn í síðu stjórnmálamanna og segja því: Far- ið hefur fé betra. En því miður: þetta flas er ekki til fagnaðar. Séu stjómmálamenn reknir út í hom verður sæti þeima ekki autt stund- inni lengur. Og í stað þeirra koma þá ekki þeir sem atkvæðum ráða heldur peningum. Við getum fellt stjórnmálamenn í næstu kosningum. En hvernig eigum við að losna við þá sem í stað þeirra koma, þegar þeir fremja sínar yfirsjónir, heimskupör og glæpi? Glæfrar og ráðleysi Um þetta hugsa margir nú í kjöl- far fréttanna um Leeson, Bretann unga í Singapúr, sem tapaði 860 milljónum punda á braski, setti stóran banka á hausinn og lét hrikta hér og þar í hinu alfrjálsa peningakerfi. Það þýðir ekki, segja ýmsir fréttaskýrendur, að láta sem þessi náungi hafi verið glæfraleg og einstök undantekning. Hann er, segja þeir, rökrétt niðurstaða af þróun á alþjóðlegum peningamörk- uðum sem engar ríkisstjórnir né heldur alþjóðlegar stofnanir, ráða við, hafa yfirsýn yfir, þaðan af síð- ur eftirlit með. Það þjóta ótrúlegar upphæðir í tölvuleik fram og aftur um hnött- inn í grimmri leit að möguleikum á því að láta peninga geta af sér peninga - og allt það óðagot er í afar veikum tengslum við veru- leika framleiðslu og viöskipta í venjulegum skilningi orðanna. í þessum hasar getur allt gerst. Stjórnmálamenn hafa gefið frá sér rétt og möguleika til virkra af- skipta af þessu mikla markaðs- frelsi. En þeir eru ekki lausir allra mála. Þegar illa fer er kallað á þá og þess krafist að þeir leysi úr skelfilegum afleiðingum mistaka og afbrota þeirra sem hafa spilað djarft með verðbréf og fjárfesting- ar. Markaöurinn þykist frjáls - en hann er í raun baktryggður af póli- tískum ríkisstjórnum sem hafa af- salað sér miklu af valdi sínu en sitja uppi með hverja skömm og hneisu sem auðmjúkur þjónn markaðsafl- anna. Enn og aftur endurtekur sag- an sig af „sósíalisma andskotans": gróðinn er einkavæddur en töpin þjóðnýtt. Þess vegna eru stjórnmálamenn í kreppu - bæði hér og annars stað- ar. Er nokkur leið til þess að við, þessi atkvæðagrey, geti hjálpað þeim til að halda höfði? Árni Bergmann Ahrif foreldra Þar sem foreldrar, lögregla, grunn- skólar og félagsmálayfirvöld hafa tekið höndum saman og fylgt betur eftir ákvæðum um útivistartíma bama og unglinga hefur náðst veru- legur árangur í málefnum bama og unglinga innan 16 ára aldurs. Mun minna er um afskipti lög- reglu af því unga fólki utan dyra að kvöld- og næturlagi um helgar á svæðum þar sem hlutaðeigandi aðilar hafa verið samtaka í að taka á því er aflaga hafði farið, dregið hefur úr ölvun og meiðingum á meðal þess, afbrotum og slysum hefur fækkað á meðal ungs fólks, minna er um skemmdarverk og að sama skapi hefur dregið úr líkum á að ungt fólk verði fórnarlömb misindismanna. Breyting til batnaðar Greinilegt er að þegar vitund for- eldra hefur vaknaö fyrir ábyrgð þeirra og skyldum og í framhaldi af því tekið ákvörðun um að sinna hlutverki sínu eftir því sem kostur er hefur lögreglan verið að skynja breytingu til batnaðar á einstökum ’svæðum hvað varðar málefni bama og unglinga. Þar eiga samtök foreldrafélaga, þátttakendur í for- eldraröltinu og aðrir þeir foreldrar, sem tekið hafa á þessum málum á undanfómum misserum, mikið KjaUarinn Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregiuþjónn hrós skilið. Ekki má gleyma ungl- ingunum, því án skilnings og sam- starfs þeirra hefði lítils árangurs verið að vænta. Þrátt fyrir almenna jákvæða þró- un geta eftir sem áður komið upp einstök mál, sem fá ómælda at- hygh og taka þarf á. Reynslan hefur sýnt að þar sem foreldrar og full- trúar stofnana eru meðvitaðir um hlutverk sitt, bera hag sinna svæöa fyrir brjósti og em virkir þátttak- endur í að byggja upp umhverfið í víðtækum skilningi þess orðs, er ástand mála hvað best. Ef eitthvað miður æskilegt gerist á slíkum svæðum bregðast foreldrar undan- tekningarlaust vel við og eru sam- taka um að laga það sem aflaga hefur farið og þar lætur árangur- inn ekki á sér standa. Reglur takmarka ekki möguleika í ljósi þess sem að framan er get- ið skiptir miklu máli að foreldrar haldi vöku sinni, viðhaldi og efli með sér samstöðu og sjái til þess að reglum um útivistartíma verði fylgt. Reglurnar takmarka ekki möguleika unghnganna til að vera annars staðar innan dyra en heima hjá sér að kvöld- og næturlagi, svo framarlega sem þeir eru í því ástandi og við þær aðstæður, sem reglur segja til um og foreldrar geta sætt sig við. - Þegar upp er staðið njóta allir góðs af, eins og reynslan ber greinilega með sér. Vonandi munu sem flestir for- eldrar hafa vilja til að taka þátt í jákvæðum framgangi mála er varð- ar svo mjög heill barnanna. Velferð þeirra í framtíðinni kemur ekki einungis til með að byggjast á ein- stökum ákvörðunum og aðgerðum stjórnvalda og stofnana samfélags- ins, heldur og ekki síður á afstöðu og ákvörðun hvers foreldris fyrir sig. Því fleiri sem taka skynsam- lega afstöðu í dag, því gæfúlegri mun morgundagurinn verða. Ómar Smári Ármannsson „Ef eitthvað miður æskilegt gerist á slíkum svæðum bregðast foreldrar undantekningarlaust vel við og eru samtaka um að laga það sem aflaga hefur farið og þar lætur árangurinn ekki á sér standa.“ ' Erlendfyrirtæki takiviðafSorpu reynsla „Þessi er- lendu fýrir- tæki hafii geysilega reynslu og kerfi sem virkar í dag þannig að við þurfum ekki aðfaraútítil- J6nasHaaanGu4- raunastart- madur erlendu fyrirtæk]- semieða,eins anna. og Ingibjörg Sólrún sagði í sjón- varpsviðtah: Það er óþarfi að finna upp hjólið þegar búiö er að finna það upp annars staðar. Ef sveitai'félögin taka tilboði þess- ara tveggja austurrisku fyrir- tækja, eins belgísks og íslenska fyrirtækisins Gáms, yrði um samvinnu að ræða milh einka- geirans og sveitarfélaganna og áhættan liggur hjá einkageirair- um. Voralberg í Austurríki er tahð fyrirmynd annarra svæða í Evr- ópu hvaö varðar endurvinnslu og við ætlum að nota sama kerfi hér og við notum þar. Ef við ætl- mn að standa undir orðum um hreinasta land í Evrópu er það hagur iðnaðarins og landbúnað- aríns að endundnnslan verði í lagi hér á landi þannig að það er aUt sem mælir með því að af þessu samstarfi verði. Nái hugmyndir okkar fram aö ganga ætlum viö að fara út i mun meiri flokkun endurvinnslu þannig að fólk getur tekiö meiri þátt í þessu en þaö gerir í dag. Það myndi ekki þýða aukinn stofnkostnað fyrir sveitarfélögin. Sorpa hefur fjárfest upp á einn nnlljarð og sveitarfélögin geta nýtt þá fjárfestingu sem sitt fram- lag í nýju eignarhaldsfélagi. Það er rángt áð þetta þýði geysilegar skattbyrðar á almenning. Þaö þarf alls ekki að vera þó að þetta kosti sitt.“ Andvígur einokun á þessu sviði ;; „Við erum á | móti einokun á þessu sviði, húneríhönd- um innlendra eða erlendra aöila, opin- berra eða einkaaöila ó)afurK)artansson VÍð VÍtum 5tar1smadur Samtaka ekki alveg Wnadaríns hvað það er sem þessir erlendu aðilar ætla að bjóða okkur og hvernig þcir æUa að koma inn i máhn hérna en það er Ijóst að þeir hafa töluverða þekkingu á þessu sviði. Ef þeir koma inn á þeim ttótum að samkeppni við Sorpu eykst gæti það leitt til góðra hluta en ef þeir ætla sér að koma hingað inn, setjast í sæti Sorpu og ia sömu aðstöðu og Sorpa veit ég ekki hvort við yrð- um hrifnir af því. Ef þessir menn ætla að koma með nýja fjárfest- ingu sem er svipuð og Sorpa hef- ur í dag og ekki ljóst hvaða tekjur koma á móti aðrar en hækkun á gjaldskrá er þaö ekki til mikils góðs. Ef við ætlum að umbyltá öhu kerfmu með nýjmn kostnaði upp á hálfan til ehm milljarð án þess að nýju aðferðirnar skili svo miklura tekjum á móti er bara ein leið að borga það, Það lendir á einstaklingunum í sveitarfélög- unum og atvinnulífinu.“ -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.