Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 3 dv Fréttir Skorið úr skrúfu Más: Við gáfumst ekkert upp - segir norskur ofursti Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Ég vil ekki kannast við að strand- gæslan hafi verið beygð til að láta undan. Við gáfumst ekkert upp. Við fórum bara eftir þeim fyrirmælum sem við fáum frá yfirvöldum,“ sagði John Espen Lien, ofursti í norsku strandgæslunni, um lausn deilunnar um togarann Má SH í samtab við DV. Kafarar frá strandgæslunni skáru dræsuna úr skrúfu Más skömmu eftir hádegið að norskum tíma í gær. Lien sagði að beiðni hefði komið frá skipstjóranum á Má um aðstoð og hefði hún nú verið veitt. Fyrr í vik- unni var togaranum meinað að leggj- ast að bryggju í Honningsvogi í Norð- ur-Noregi á þeirri forsendu að ekki væri um neyðarástand að ræða. All- ar tilraunir til að ráða norska kafara til verksins reyndust árangurs- lausar, m.a. vegna hótana frá norsk- um sjómönnum. „Það er grundvallar munur á að biðja um aðstoð og leyta neyðarhafn- ar. Það er ekki bara formsatriði. Við höfum okkar reglur að fara eftir og höfum gert það. Hvort pólitískum þrýstingi var beitt nú veit ég ekkert um. Við forum að reglum og fyrir- mælum yfirboðara okkar,“ sagði Li- en. Káre Eltervág, staðgengill utanrík- isráðherra Noregs, haíði það eitt að segja um mál Más SH síðdegis í gær að það væri nú úr sögunni. Björn Tore Godal utanríkisráðhera er í fríi. Laxinn kom með hálfaveiðistöng Ægir Már, DV, Suðumesjum: „Þetta er mjög svekkjandi. Þeir eru að stela frá okkur fiski og verðfella hann með stórskemmdum á honum. Þaö eru mjög áberandi sár á fiskin- um sem við erum að taka inn. Laxinn hefur verið að koma með þríkrækj- urnar og önglana í sér. Það er mjög sárt að sjá laxinn koma stórslasaðan til okkar,“ sagði Viktor Guðmunds- son sem sér um endurheimtur á haf- beitarlaxinum sem er að ganga inn hjá Vogavík í Vogum. Mikið öngþveiti hefur verið á bryggjum í Keflavík, Helguvík og smábátahöfninni í Grófinni í Kefla- vík þar sem tugir manna hafa notað tækifærið til að veiða lax sem er að skila sér í laxeldisstöðvar. Tahð er að rúmlega 50 fiskar hafi veiðst á svæðinu. „Það er löggjafarvaldið al- mennt sem á að framfylgja banninu um veiðar á laxi í sjó. Eg hef heyrt það að menn hafi verið að leggja net í sjóinn eftir miðnætti á ákveðnum stööum hér á svæðinu," sagði Viktor. Vogavík er að hætta starfsemi en mun taka við hafbeitarlaxinum sem á eftir að skila sér og slátra honum. Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00. Myndsendir 560 88 10. .0* O ...þið eruð skráðir eigendur hans, ...fáið hann á staðgreiðsluverði -og tryggið hann þar sem ykkur hentar best! Sölumenn bifreiðauniboðanna annast útvegun lánsins á 15 mínútum. Allt að 5 ára lánstími* Allt að 100% lán *hámarkslán til 5 ára er 65% afbílverði -og lánskostnaður í lágmarki. $ Opið alla virka daga, laugardaga og sunnudaga kl. 8-21 Grunnfúavörn Metró verð frá kr. 3621. Pallaolía, ljósgræn Metró verð frá kr. 4731. Terpentína Metró verð frá kr. 1431. Metró innimálning 10% glans, verð frá kr. 5951. MEflÓ - Málarinn, Skeifunni 8, sími 581 3500 JlftMETRÓ miðstöð heimilanna Metró útimálning Verð frá 585 1. Filtteppi Metró verð frá kr. 385 ferm. - Hallarmúla 4, sími 553 3331

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.