Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Síða 13
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 K&MARLEV 13 Þannig lita stafir í Bell Centennial út þegar þeir eru stækkaðir upp i 175 punkta. Því er líkast að skorið sé innan úr þeim. Þetta er gert til þess að þeir þoli betur bjögun og ójafna blekgjöf. Nýja símaskráin: Besta letrið ekki valið Fyrir rúmum mánuði kom út ný símaskrá. Ekki er ætlunin hér að fjalla um það sem þó er rætt af hvað mestum tiifinningahita í landinu, það er að segja hvort því fylgi fleiri kostir eða ókostir að hafa skrána í tveim- ur hlutum, heldur verður einungis vikið nokkrum orð- um að breyttri letumotkun á bókinni. Sú breyting var tímabær en þvi miður hefur ekki verið valið það letur sem nú er talið best á símaskrár. Hætt hefur verið við Helvetica-letrið sem íslendingum er svo ótrúlega kært að halda mætti að það væri eina steinskrift sem þeir þekktu. Helvetica hefur verið notuð hér á landi á stríðsfyrirsagnir og smáauglýsingar, nafn- spjöld og götumerkingar, listaverkabækur og síma- skrár, og næstum allt þar á milli nema skáldsögur. Hún hefur verið einsog fastur punktur í því óvissa veðurfari sem þjóðin verður við að búa. Eins og skyndibitafæði Helvetica-letrið er reyndar ofnotað víðar en hér. Þýski hönnuðurinn og leturgerðarmaðurinn Erik Spieker- mann hefur líkt þvi við skyndibitafæði - auðfengið, ódýrt, með lítið næringargildi - og sagt um það eitthvað á þá leið að þó það sé sjaldan beiniínis rangt sé það senni- lega aidrei besta steinskrift til nokkurs verks. Sá dómur er varla fjarri lagi. Enginn hörgull er þó á góðri steinskrift í heiminum, öðru nær. Mikil ógrynni hafa verið búin til af letri þess- arar ættar eftir að farið var að nota það í prentun snemma á síðustu öld. Sumar frægustu steinskriftir hafa í öndverðu verið smíðaðar vegna tiltekinna verk- efna sem brýnt var að leysa, svosem til að gera læsileg umferðarskilti. Nefna má letrið sem Edward Johnston hannaöi 1916 fyrir neðanjarðarbrautimar í London; það letur er notað í London nánast óbreytt enn þann dag í dag, en er einn- ig til í dálítið breyttri mynd tfi almennra nota (Gill Sans eftir Eric Gill). Önnur steinskrift, sem upphaflega var gerð uppúr 1970 fyrir Charles de Gaulle-flugvöllinn við París, er Frutiger eftir Adrian Frutiger. Hún er nú höfð til svipaðra nota víða um heim, meðal annars í Leifs- stöð, en einnig mikið til almennra nota, til að mynda sem fyrirsagnaletur í tímaritinu The Economist. Sérstakar kröfur Símaskrár eru bækur sem gera sérstakar kröfur til letm-s: Það þarf að vera spameytið á pláss, og það þarf að vera skýrt þó það sé prentað smátt og mjög hratt á lélegan pappír. Bandarísku símafélögin Bell og AT&T hafa tvívegis látið hanna letur fyrir símaskrár. Árið 1938 kom út letrið Bell Gothic sem C.H. Grifflth gerði aegs 35689 Bell Centennial: nöfn og númer. aegs 35689 Helvetica. Þegar valið er letur fyrir símaskrá skiptir meginmáli aö þaö sé læsilegt f þeim skilningi aö stafirnir renni ekki saman þó þeir séu smáir, prentgæöi lítil og birta eöa sjón ekki eins og best verður á kosið. Þetta gildir ekki síst um tölustafi sem verða aö vera opnir og ólík- ir hver öðrum. Það skilyrðl uppfyllir Bell Centennial einkar vel og reyndar Bell Gothic einnig en Helvetica mun síður: tölurnar 3, 6 og 9 líkjast um of 8 og talan 5 er of Ifk 6. og Póstur og sími hefur nú tekið í notkun seint og um síðir. Það mátti heita einrátt í Bandaríkjunum næstu fjóra áratugi, en þar kom að þörf þótti á betra letri, í senn spameytnara, læsilegra og þolnara á prenthraöa, og 1978 var tekið í notkun letrið Beli Centennial eftir Matthew Carter, einn fjölhæfasta letursmið á seinni hluta aldarinnar, sem hann hafði sérhannað með tilliti til þeirra aðstæðna sem lýst var hér að ofan; meðal annars skyldi það vera afar vel læsilegt í 6 punkta stærð og þola hnjask í prentim. Það er nú notað um öll Banda- ríkin og í ögn breyttri mynd í Bretlandi. Þó Helvetica hafi verið notuð á íslensku símaskrána undanfarin ár var farið að nota tölustafi úr öðm letri í sjálfum símanúmerunum, úr Bell Gothic í fyrra en úr Souvenir Gothic þar áður, því Helvetica-tölumar þóttu ekki nógu læsilegar þar þó þær væm notaðar í heimilis- fóngum. Og nú er sumsé Befl Gothic komið á skrána alla. Spor í rétta átt Hvað má þá segja um hinn nýja búning símaskrárinn- ar? Að sögn Pósts og síma hefur orðið 7 % spamaður af notkun Bell Gothic-letvu-sins. Það er vissulega spor í rétta átt, en betur má ef duga skal. Sparnaöurinn hefði orðið meiri ef Bell Centennial hefði verið tekið upp. Einsog sjá má í símaskránni er þar bara um tvo kosti að ræða: grannt letur og feitt. Bell Centennial er fjölhæf- ara. Gengið er út frá því að nöih og símanúmer séu aðalatriði en starf og heimilisfangskipti minna máli og sé fyrst og fremst til þess aö greina á milli Jóns Jónsson- ar sjómanns og Jóns Jónssonar sjúkranuddara eða á milli Jóns Jónssonar á Smiðjuvegi og Jóns Jónssonar á Smiöjustíg. Samkvæmt því er þrengri og grennri fontur á heimilisfóngunum. Það verður til þess að færri línur brotna. Þriöji fonturinn er síðan á viðbótarapplýsingum sem koma í nýrri línu neöan við nafn og sjá fjórði, feit- ur hástafafontur, er svo ætlaður þeim sem vilja láta meira á sér bera. Eitt helsta sérkenni Bell Centennial-letursins, það sem greinir þaö frá öllu ööm letri, er snið stafanna sem til þess er ætlað að þeir þoli bjögun og mikla blekgjöf án þess að missa læsileika sinn. Þetta sést ekki með berum augum í lítílli stærð en verður mjög áberandi ef letrið er stækkað upp, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þessi grein er skrifuð í þeirri trú að mjög æskilegt væri að taka upp letrið Bell Centennial eftir Matthew Carter á íslensku símaskrána. Eflaust em fleiri atriði en letrið sem færa mætti til betri vegar fýrir næstu prentun. Símaskrár em afar mikið notaðar og því er áríðandi að vanda hönnun þeirra vel. Ekkert nema það besta er nógu gOtt. Texti: Þorsteinn Þorsteinsson (Höfundur vinnur við að búa bækur til prentunar) Jón Jónsson lögg sjúkranuddari Smidjustlg 4S___S62 4343 Jðn Jónsson rafvirld Smiðjustíg 12_____________552 3456 Sigurður Sveinsson skdsmiður Stólavörðustíg 12_.551 2345 Porgeir Sæmundsson hdl Stóragerði 26___________557 8735 - Lögfraaóiþjónustan hf Grettisgötu 9__________568 9940 ÞORSEIR VlGFÚSSON HRL St6rMERÐI 24-------------5578735 6,2/6,3 pt. J6n Jónsson lögg sjúkranuddari Smiðjustlg 48______562 4343 J6n Jónsson rafvirld Smiðjustlg 12________________552 3456 Sigurður Sveinsson skósmiður Skölavörðustlg 12.....551 2345 Porgeir Sæmundsson hdl Stóragerði 26______________J57 8735 - Lögfraeðiþjónustan hf Grettisgötu 9.............568 9940 ÞORGEIR VlGFÚSSON HRL STÓRAGERBI 24...............SS7 8735 6,8/6,9 pt. Til samanburöar við símaskrána eru þessi dæmi rituð með Bell Centennial-letri, á þvi seinna er sama letur- stærð og nú er á símaskránni en nokkru minni á því fyrra. ÞAKRENNUR ♦ Sterkar og endingargóðar, framleiddar úr PVC. plasti. ♦ Auðveld uppsetning -má mála með útimálningu. ♦ íslenskar leiðbeiningar. 25 ára reynsla við íslenskar aðstæður B Y GGIN G AVÖRUR Ármúla 18, s. 553 5697 Cirkus Arena á ferð um landið 15. júlí Selfoss kl. 16 og 20 (A Sýslumannstúni) 16. júlí Keflavík kl. 16 og 20 (Á íþróttavelli) 17. júlí Akranes kl. 20 (Við Skagaver) 18. júlí Borgarnes kl. 20 (Á íþróttavelli) 19. júlí Sauðárkrókur kl. 20 (Á íþróttavelli) 20. júlí Siglufjörður kl. 20, (Á íþróttavelli) 21. júlí Ólafsfjörður kl. 20 (Við hótel) 22. júlí Akureyri kl. 15 og 20 (Við samkomuhús) 23. júlí Akureyri kl. 15 og 20 (Við samkomuhús) 24. júlí Akureyri kl. 20 (Við samkomuhús) 25. júlí Húsavík kl. 20 (Á íþróttavelli) ‘Danma/tfcs stmte Ciitfcus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.