Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFANSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SiMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Askrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðarn.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Yfirgangur Norðmanna Furðulegt er að fylgjast með þvl hvernig Norðmenn leggja sig í framkróka við að sýna íslendingum yfirgang. Hvað eftir annað sanna þeir í verki hið fomkveðna, að frændur eru frændum verstir. Fyrir skömmu hröktu þeir í burtu íslenskt skip sem stundaði fullkomlega löglegar veiðar á rækju á Sval- barðasvæðinu. Ástæðan fyrir aðgerðum norskra stjórn- valda varðandi þessar veiðar á fisktegund utan kvóta virtist sú ein að um íslenskt skip var að ræða. Norðmenn bitu síðan höfuðið af skömminni nú í vik- unni með því að banna togaranum Má frá Ólafsvík að leita aðstoðar innan norskrar landhelgi. Skipið hafði fengið net í skrúfuna þegar það var á veiðum í Smug- unni. Skipstjórinn taldi hættulegt að sigla skipinu í því ástandi yfir opið Atlantshafið til íslands. Þess vegna var haldið á hægri ferð til Noregs og leitað aðstoðar þar. Norsk stjómvöld bmgðust við með ótrúlegum hætti; bönnuðu togaranum að fá hjálp í norskri höfn og ráku skipið því næst út úr norskri landhelgi. Það var einungis vegna kröftugra mótmæla íslenskra stjómvalda að Norðmenn breyttu þessari ákvörðun sinni og heimiluðu togaranum Má að leita til norskrar hafnar og fá þar nauðsynlega viðgerð. Þá tóku hagsmunaaðilar þar úti upp siði mafíósa og neyddu björgunarmenn til að rifta gerðum samningi við útgerðina um að losa netið úr skrúfu togarans. Þessi fjandsamlegu viðbrögð Norðmanna nú komu sumum á óvart vegna þess að svikalogn hefur ríkt á milli ríkisstjóma landanna að undanfómu. íslensk stjómvöld hafa lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi við Norðmenn um úthafsveiðarnar og því farið sér hægt opinberlega. Það hefur augsýnilega ekki haft tilætiuð áhrif á norska ráðamenn sem virðast gjörsneyddir vilja til samkomulags við nánustu frændþjóð sína. Munurinn á hegðun íslendinga og Norðmanna sést greinilega þegar litið er til loðnuveiða norskra nótaskipa í íslenskri fiskveiðilögsögu að undanfórnu. Samkvæmt fréttum DV notuðu norsk skip hér við land veiðarfæri sem vom ólögleg samkvæmt íslenskum lögum og reglum. í stað þess að stugga við norsku skipunum breytti sjávar- útvegsráðuneytið reglugerð um lágmarksstærðir loðnu- nóta til þess eins að gera veiðarfæri Norðmanna lögleg. Þetta gerist á sama tíma og Norðmenn grípa til ólög- mætra aðgerða til að hindra löglegar veiðar íslendinga og koma í veg fyrir aðstoð við íslenskt skip í vanda. Vonandi er síðbúin ákvörðun norskra stjómvalda um að leyfa landhelgisgæslu sinni að skera netið úr skrúfu Más merki um að Norðmenn hafi skammast sín til að læra nokkuð af tilhhðmnarsemi íslendinga. Auðvitað er alltaf best að leysa deilumál við samninga- borð. Því er fyllilega réttlætanleg sú afstaða íslenskra stjómvalda að reyna til þrautar að leysa með samningum ágreining þjóðanna um aflahlut og veiðistjómun á hinum umdeildu hafsvæðum. En það þarf tvo til að semja. Norð- menn virðast ekki hafa raunverulegan vilja til slíks. Þess vegna getur það ekki dregist öllu lengur að fam- ar verði aðrar leiðir. Þar er ekki átt við að íslendingar eigi að haga sér eins og Norðmenn hafa gert að undanf- ömu. Síður en svo. Það á að vera fjarri Islendingum að sýna frændþjóð sinni fjandskap af því tagi, þótt kröfur sjómanna þar um séu skiljanlegar í ljósi síðustu at- burða. Hins vegar er óhjákvæmilegt að íslendingar leiti réttar síns fyrir dómstólum ef samningaleiðin skilar ekki mjög fljótlega viðunandi niðurstöðu. Elías Snæland Jónsson Bosníu-Serbar storka SÞ og NATO Her Bosníu-Serba hefur lagt undir sig meö stórskotahríð og skrið- drekaáhlaupi þann fyrsta af sex stöðum í Bosníu sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði lýst griðasvæði undir vernd alþjóða- samtakanna. Konur, börn og gam- almenni, sum særð og öll veik- burða af svelti í löngu umsátri Serba, eru hrakin brott í tugþús- undatali frá heimkynnum sínum í stórfelldri þjóðernishreinsun. Körlum yfir 16 ára aldri er haldið eftir í fangavist Serba sem löngu eru kunnir að því að misþyrma fóngum sínum, svelta þá og drepa unnvörpum. Hermenn Serba halda uppteknum hætti; aö hrifsa ungar stúlkur úr ílóttamannahópunum til að nauðga þeim. Hjálparstofnanir búa sig undir að taka á móti flóttamanna- straumnum í Tuzla, næstu borg á valdi bosníska stjómarhersins, en Serbar hindra og tefja för hjúkrun- arliðs og birgðaflutningalesta á vettvang. Yfirstjóm Bosníu-Serba gefur í skyn að þess geti orðið skammt að bíða að griðasvæðunum Goradze og Zepa verði gerð sömu skil og Srebrenica hefur orðið að þola. í vetrarlok 1993 sótti Serbaher hart að þessum stöðum, einkum Srebrenica. Þar hafði þá íbúatala þrefaldast í yfir 40.000 manns við þjóðernishreinsanir Serba á mú- slímum og Króötum í hérðunum í kring, austast í Bosníu. Yfirlýsing Öryggisráðsins um stofnun griða- svæða fól í sér að Serbaher skyldi halda sig utan ákveðinna marka en að sveitir Bosníuhers, sem var- ist höfðu sókn Serba, skyldu af- henda gæsluliði SÞ vopn sín. Afvopnun Bosníuhers var fram- fylgt á þessum stöðum en gæslu- sveitimar, sem sendar voru á vett- vang af hálfu yfirstjómar aðgeröa SÞ í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu, voru gersamíega ófullnægjandi til að tryggja öryggi fólksins, sem í raun var skilið eftir berskjaldað fyrir Serbum, hvenær sem þeir hugsuðu sér til hreyfings á ný. Sre- brenica gættu til dæmis 450 létt- vopnaðir hollenskir hermenn. Að minnsta kosti fjórir tugir Hol- lendinganna em nú þegar gíslar Serba sem hóta að drepa þá verði reynt að trufla frekar aðfarir þeirra í Austur-Bosníu. Sú ákvörðun Jas- ushi Akashi, aðalfulltrúa fram- kvæmdastjóra SÞ í fyrrum Júgó- slavíu, að biðja flugher NATÓ að ráðast á tvo af skriðdrekum Serba um leið og þeir réðust inn í Sre- brenica, var fálm eitt, máttleysis- legt og alltof seint til gripið. Öryggisráðið lætur sem fyrr sitja viö innantóm orð, mótmælir yfir- gangi Serba og heimilar Boutros Boutros GhaU aðalritara að grípa tU þeirra ráða sem þörf gerist að vernda griðasvæðin en fær honum engin úrræði í hendur til að sinna þeirri kvöð. Tilboð Jacques Chiracs Frakk- Flóttafólk frá Srebrenica hópast saman i stöð gæsluliðs SÞ i flugstöðinni íTuzla. Símamynd Reuter einuðu þjóðirnar, NATO, Vestur- lönd í heild, eru orðin aö gjalti. Blindnin, kæruleysið og gungu- skapurinn sem ríktu í upphafi stríðsins koma mönnum nú í koll. NATO var að leggja síðustu hönd á áætlun um að gera út 60.000 manna bardagasveitir til Bosníu komi til þess að bjarga þurfi þaðan friðargæslusveitunum. Hefði stað- ið til að senda á vettvang 60.000 menn þegar Bosníu-Serbar gripu til vopna væri stríðið í fyrrum Júgóslavíu fyrir löngu á enda. Nú blasir þar á ofan við að Banda- ríkin og helstu bandamenn þeirra í Evrópu verði viðskila í lokaþætti harmleiksins í Bosníu með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Forusta meirihluta repúblíkana í Öldunga- deild Bandaríkjaþings býst til að bera fram tillögu um að Bandaríkin aflétti einhliða vopnasölubanni á Bosníu. Áhrif þess yrðu að Serbar hertu hernaðinn um allan helming til að beita yfirburðum sínum í vopna- kosti áður en Bosníuher efldist. Væri þá um 30.000 manna gæslu- liði, aðallega frá Frakklandi og Bretlandi en einnig fleiri Vestur- Evrópulöndum, stefnt í aukinn voða en Bandaríkin hættu ekki frekar en áður einum einasta manni á jörðu niðri. landsforseta um að frönsku skyndiaðgerðasveitinni, sem er að verða bardagafær í Bosníu, veröi beitt ásamt öðru tiltæku liði og í umboði SÞ til að hrifsa Srebrenica úr höndum Serbahers fær alls eng- ar undirtektir. Malcolm Rifkind, nýr utanríkisráðherra Bretlands, veit það helst til ráða að biðja Slobodan Milosevic Serbíuforseta að hafa hemil á Bosníu-Serbum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti læt- ur eins og ekkert hafi gerst. Það sem hefur gerst er að Sam- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Skoðanir annarra Brjálæði verður að linna „Kjarnorkusprengjur hafa aðeins einn tilgang: ger- eyðingu. Þar eru manneskjur ekki undanskildar. Franskur almenningur veit þetta, frönsk stjórnvöld vita þetta og Chirac forseti veit þetta. Og við vitum öll af hverju Frakkar sprengja kjarnorkusprengjur sfnar í Frönsku-Polynesíu en ekki í Frakklandi. Eng- inn vill stefna sínu heimalandi í hættu. Jörðin hefur verið skemmd með yfir 2 þúsund kjamorkuspreng- ingum og Bandaríkjamenn íhuga að hefja kjamorku- tilraunir sínar á ný. Þessu brjálæði verður að linna.“ Úr grein í Los Angeles Times 11. júlí Stefna byggð á lygi „Afnám viðskiptahindrana gagnvart Serbíu var framlengt þó að vestrænir diplómatar vissu að Mi- losevic forseti bryti samkomulag um að skaffa Bos- níuserbum ekki vopn. Fyrst þessi angi af Bosníu- stefnu Vesturlanda byggir á lygi því ætti yfirhöfuð að taka hana alvarlega. Kaldar staðreyndir blasa brátt við: Sannleikurinn um vilja og hæfni Evrópu- ríkja til að berjast fyrir mannúðarstefnu og mann- réttindum í eigin garði. Úr forustugrein Politiken 10. júlí Óléttar konur í alnæmispróf „Stjórnvöld hafa mælt meö að ófrískar konur í áhættuhópum (t.d. sprautufíklar og vændiskonur) fari í alnæmispróf. En nú er mælt með að allar ófrísk- ar konur fari í alnæmispróf þar sem rannsóknir sýna að ákveðin lyfjagjöf á meðgöngu minnkar lik- urnar á smiti barns úr 25 í 8 prósent. Þingið ætlar að leggja fram lagafrumvarp um að nýfædd börn verði alnæmisprófuð á sama hátt og aðrir sjúkdómar eru athugaðir. Sú viðleitni á allan stuðning skildan." Ur forustugrein The Washington Post 12. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.