Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Page 18
18
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995
Dagur í lífi Helga Bjömssonar leikara:
Afmælissöngur og æfingar
skjótast í búð til að kaupa leyndar-
mál handa Vilborgu sem var búið að
standa til lengi. Síðan upp í Blóma-
val þar sem Hafsteinn tók vel á móti
mér. Hann tók saman fyrir mig stór-
an og fallegan rósavönd. Ég fékk líka
hjá honum nokkra útjaskaða hausa
til að tína af rósablöð sem mér finnst
ákaflega rómantískt. Þaðan fór ég
upp í Gym 80 þar sem ég þurfti að
fara yfir tímatöfluna með Jóni þjálf-
aranum mínum sem þarf aldeilis að
koma manni í „shape“ fyrir korse-
lettið. Maður er búinn að vera allt
of góður við sjálfan sig undanfarna
mánuði.
Að því loknu náði ég sambandi við
tengdaforeldrana. Ég rauk af stað í
Kópavoginn þegar klukkan var að
detta í sjö. Þar var tekið á móti mér
með tesopa og pönnukökum. Hjá
tengdaforeldrunum frétti ég að þeim
Vilborgu og Birni Halldóri seinkaði.
Við Hanna Alexandra vorum komin
heim um hálfníuleytið. Þegar ég var
að renna í hlað keyrði ég fram hjá
félaga mínum, Kjartani Bergmunds-
syni. Ég stoppaði til að spjalla við
hann en í því hringdi síminn. Það
var Edi vinur minn sem var kominn
til Kaupmannahafnar og hringdi til
að þakka fyrir gærkvöldið. Kjartan
hélt náttúrlega að ég væri að setja
upp leikrit fyrir sig með töffarastæl-
um.
Kampavín og rósabað
Dóttirin var sofnuð um tíuleytið og
þá ætlaði ég að fara að taka til. Sím-
inn hringdi nokkrum sinnum og
ákveðin var æfing með SSól. Mér
tókst að dusta af mesta rykið og klára
gamalt uppvask. Ég gerði klára
kampavínsflösku sem ég átti. Mæðg-
inin duttu inn rétt fyrir miðnætti
þannig að þau náðu síðasta kortérinu
af afmælisdeginum. Þá var ég búinn
að kveikja á kertum og láta renna í
bað fyrir þau og setja rósablöð í baðk,-
arið. Kvöldið sveif inn í rómantíska
nótt.
Ég vaknaði við það á mánudags-
morguninn að Hanna Alexandra,
tveggja ára dóttir mín, var að reyna
að vekja mig. Við feðginin vorum ein
heima, Vilborg konan mín og sonur
okkar, Bjöm Halldór, vora á Homa-
firði. Ég hafði farið seint að sofa
kvöldið áður. Edi vinur minn frá
Sviss, kvikmyndagerðarmaður sem
ég kynntist í Cannes fyrir tveimur
árum, var í bænum og ég var að sýna
honum og vinum hans Astró. Það var
því aðeins erfiðara að vakna þennan
dag en suma aðra.
„Pabbi, morgunmat," er ráðið sem
Hanna AJexandra notar til að fá mig
af stað á morgnana. Hún vill drífa
sig niður í morgunmatinn og fá líf
og flör í þetta. Við náðum hins vegar
samkomulagi um það að við mynd-
um lesa eina eða tvær bækur áður
en við færam að tygja okkur af stað.
Ég er stundum svolítið lengi að lenda
á morgnana úr draumalandinu.
Fundur og
afmælissöngur
Helgi Björnsson er á fullu þessa dagana i veitingahússrekstri, hljómsveitaræfingum og æfingum fyrir Rocky Horr-
orShow. DV-myndJAK
Klukkan tíu átti ég að vera mættur
á stjómarfund á Astró svo það var
eins gott að fara að haska sér. Eftir
morgunmat trítluðum við út á róló
sem er þægilega nálægt okkur, að-
eins í tveggja til þriggja mínútna fjar-
lægð. Dóttirin unir sér þar einstak-
lega vel alla morgna.
Ég sat á fundinum frá tíu til tólf
ásamt Gunnari, Þórami og Halli,
meðeigendum mínum að Astró. Það
er í mörg horn að líta við rekstur
svona veitingastaðar. Þá bresta vin-
irnir allt í einu í afmælissöng og það
rifjaðist upp fyrir mér að ég átti af-
mæh þennan dag.
Æfing fyrir
RockyHorror
Klukkan tólf átti ég að vera mættur
á æflngu á Rocky Horror sem við
ætlum að frumsýna 10. ágúst. Ég var
orðinn með seinni skipunum. Baltas-
ar leikstjóri tók á móti mér í dyrun-
um og var búinn að ákveða matar-
hlé. Við stukkum upp á Kaffibarinn
og fengum okkur að borða. Ég notaði
tímann til að líta yfir handrit. Æfing-
in var mjög skemmtileg og góð
stemning.
Út í fríska loftið. Klukkuna vantaði
kortér í fjögur. Þá hófst kapphlaupið
við bankann. Ég hafði ekki verið
nógu forsjáll áður en ég fór af stað
um morguninn að hafa með mér þau
gögn sem þurfti í þau viðskipti. Ég
varð að rjúka heim og klukkuna
vantaði eina mínútu í fjögur þegar
ég skreið inn í bankann. Síminn
hringdi, ég er einn af þeim íslending-
um sem hafa komið sér GSM-farsíma
en hann er eiginlega nauðsynlegur
fyrir mig þessa dagana.
í háhælaða skó
Næst var að koma sér út í bíl sem
er eiginlega besta skrifstofan þessa
dagana. Ég skaut mér aðeins niður á
Astró og fékk mér snarl í leiðinni.
Klukkan hálffimm átti ég að vera
mættur í skómátun með Filippíu
búningahönnuði hjá skósmiðnum
Gunnsteini vestur í bæ. Það þarf að
sérhanna á mig því það er erfitt að
fá háhælaða kvenmannsskó í karl-
mannsstærð. Þar .var allt mælt upp
og niður, il og upp á læri. Ég kom við
í fiskbúðinni við hhðina á skósmiðn-
um því ég ætlaði að gleðja mæðginin
með mexíkóskum fiskrétti þar sem
ég bjóst við aö þau kæmu heim um
kvöldmatarleytið.
Trimmað fyrir
korselettið
Ég hringdi til að athuga með dótt-
urina sem var í pössun í góðu yfir-
læti hjá afa sínum og ömmu í Kópa-
voginum. Ég náði engu sambandi
þannig að ég notaði tímann til að
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð
kemur í ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
ai’anna.
SÍ33
Maöurinn minn vill fá þessu skipt. Það vantar frammiðið.
Nafn:......................................................
Heimili:........................................................
Vinningshafar fyrir þijú hundraðustu og
sextándu getraun reyndust vera:
1. Hrönn Ingólfsdóttir 2. Matthildur Óskarsdóttir
Klapparstíg 5 Faxabraut 38d
260 Njarðvlk 230 Keflavík
1. verðlaun:
TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að
verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmiðstöö-
inni, Síðumúla 2, Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækurnar sem era í verð-
laun heita Líkþrái maöurinn og Athvarf
öreigans, úr bókaflokknum Bróðir Cad-
fael, aö verðmæti kr. 1.790. Bækurnar eru
gefnar út af Frjálsri jjölmiðlun.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkiö umslagið með lausninni:
Finnur þú ftmm breytingar? 318
c/oDV, pósthólf 5380 .
125 Reykjavík