Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Síða 20
20
LAUGARDAGUR 15. JULI1995
Á toppnum
Lagið Hold Me, Thrill Me, Kiss
Me, Kill Me, úr kvikmyndinni
Batman Forever, situr í toppsæti
íslenska listans fjórðu vikuna i
röð og geri aðr ir betur. Lagið, sem
er ílutt af írsku hljómsveitinni
U2, hefur notið mikilla vinsælda
en myndin var frumsýnd vestra
fyrir nokkru. Það er Val Kilmer
sem fer með hlutverk leðurblöku-
mannsins í myndinni.
Nýtt
Lag Bjarkar Guðmundsdóttur,
It’s Oh so Quiet, af plötunni Post,
kemur nýtt inn á listann þessa
vikuna og lendir í 5. sæti. Annað
lag Bjarkar, Army of Me, sem hef-
ur verið í 11 vikur á listanum, er
komið heldur aftarlega á listann,
það er í 33. sæti þessa vikuna en
var í 18. sæti vikuna þar áður.
Hástökk
Hástökk vikunnar er lagiö I’ll
Be there for You með hljómsveit-
inni The Rembrants. Lagið, sem
hefur verið í þrjár vikur á listan-
um, var í 28. sæti listans í síðustu
viku en er nú komið í 19. sæti.
Það verður spennandi að sjá
hvort lagið, sem hefur verið tölu-
vert mikið spilað á útvarpsstöðv-
um undanfarið, komist ofar á Ust-
ann.
Courtney
Love
enn
í ham
Courtney Love heldur áfram
að skandalísera eins og henni er
einni lagið og þessa vikuna
hleypti hún öllu í háaloft með
ásökunum á Intemetinu á hend-
ur fyrrum félaga Kurts Cobains
um að hafa reynt að drepa hann
með dópi. Vinurinn .heitir Buzz
Osboume og leikur á gítar með
hljómsveitinni The Melvins en
Cobain var rótari sveitarinnar
áður en hann gerðist stórrokkari.
Osbomne lét þau orð falla í við-
tali að Hole, hljómsveit Courtney
Love, yrði ekki neitt neitt þegar
Cobain væri fallinn frá þar sem
hann hefði samið lungann af lög-
um sveitarinnar. Love ærðist við
þessi ummæli og dreifði umsvifa-
laust þeirri sögu út á Intemetið
að Osboume væri ekkert annað
en öfundsjúkur aumingi sem á
sínum tíma hefði komið Cobain
á klafa eiturlyfjanna. Og eitt sinn
heföi hann látið Cobain hafa
sprautu af svo sterku heróíni að
það hefði nægt til að sálga hon-
um þrisvar sinnum. Love segist
hafa komið í veg fyrir það á síð-
ustu stundu að Cobain sprautaði
sig með efninu.
er I SI Ll m »r v ^ Mm. 1 LISTIB íi \T i\R. 12«
10 .7. '95 - 9 9 7 'C|K • I « «1 f)
ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á USTANUM 1 ,111 1 J | * 4-
Q) 1 1 4 HOLD ME, THRILL ME, KISS ME, KILL ME 4MI t r- U2
Q 5 17 3 COME OUT AND PLAY OFFSPRING
3 3 3 6 THIS AIN'T A LOVE SONG BON JOVI
4 2 2 5 END OF THE CENTURY BLUR
- NÝTTÁUSTA -
C 5) 1 IT'S OH SO OULET BJÖRK
6 4 9 6 SÖKNUÐUR SIXTIES
7 6 13 4 RANGUR MAÐUR SÓLSTRANDARGÆJARNIR
Q 13 29 3 1 DON'T BELIEVE YOU CIGARETTE
(1) ?SS51 1 SÖNGUR HERÓDESAR PÁLL ÓSKAR
10 9 10 4 THINK OFYOU WHIGFIELD
Cn) 12 19 3 DECEIVED IN BLOOM
12 16 28 3 . EVERYBODY'S GOTTO LEARN SOMETIMES BABY D.
(13 14 36 3 FANNFERGI HUGANS SÁLIN HANS JÓNS MÍNS
14 11 15 5 WHEREVER WOULD 1 BE D. SPRINGFIELD/D. HALL
15 7 4 7 BIG YELLOW TAXI AMY GRANT
16 8 7 5 MÉR VAR SVO KALT S.S.SÓL
(17 23 32 4 IF YOU ONLY LET ME IN MN8
18 10 5 5 CUANTO LA GUSTA PÁLL ÓSKAR OG MILUÓNAMÆRINGARNIR
- HÁSTÖKK VIKUNNAR - 1
Gs) 28 39 3 l'LL BE THERE FOR YOU THE REMBRANTS
20 15 27 3 KYRRLÁTT KVÖLD REGGAE ON ICE
(2t) NÝTT 1 SOMEWHERE SOMEHOW WET WET WET
22 21 22 3 MORGUNN TWEETY
(23) NÝTT 1 KORRIRÓ AGGI SLÆ & TAMLASVEITIN
24 17 6 6 NO MATTER WHAT YOU DO OLIVIA NEWTON-JOHN
(25 29 — 2 1 WANNA BE WITH YOU FUN FACTORY
(26) 37 38 3 ALL IT TAKES HANNEBOEL
(27 30 40 3 LET YOUR YEAH BE YEAH ALI CAMPBELL
28 22 25 5 (YOU GOT ME) ALL SHOOK UP NELSON
29 35 - 2 STOP GRAHAM GOPLE
30 19 16 8 l'LL BE AROUND RAPPIN '4- TAY
31 20 18 7 WATER RUNS DRY BOYS II MEN
32 31 31 3 1 CAN LOVE YOU LIKE THAT ALL4 0NE
33 18 8 11 ARMY OF ME BJÖRK
34 25 20 6 COME AND GET YOUR LOVE REAL MCCOY
35 36 - 2 1 BET YOU BUBBLEFLIES
36 38 _ 2 JEALOUSY CHARLES & EDDIE
37 34 34 4 AUKAKLÚBBURINN BUBBI OG RÚNAR
38 40 _ 2 SURRENDER MY LOVE NIGHTCRAWLERS
39 33 35 4 SCRCAM MICHAEL JACKSON
EllNÝTT 1 ROLLTO ME DEL AMITRI
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Cola á Islandi. Listinn erniöurstaöa skoöanakönnunarsem er framkvæmd af markaösdeild DV íhverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekiö miö af spilun þeirra á islenskum útvarpsstöövum. Islenski listinn birtist
á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum I sumar. Listinn er birtur, aö hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöövarinnar. Islenski
listinn tekur þátt í vali “World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaöinu Music
& Media sem er rekiö af bandaríska tónlistarblaöinu Billboard.
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Vörnin góð
Bobby Brown, eiginmaður
Whitney Houston, var sem kunn-
ugt er tekinn á dögunum fyrir
dólgshátt í Miami í Flórída þar
sem hann barði mann og annan
auk þess sem hann sýndi vörðum
laganna þá lítilsvirðingu að míga
inn í lögreglubílnum sem kom að
sækja hann. Brown hefur nú birt
vörn sína í málinu en hún geng-
ur út á það að hann eigi við vanda-
mál að glíma sökum þvagleka!
Dýr nautn
Jimmy kallinn Page, fyrrum
gítarleikari Led Zeppelin, er stór-
reykingamaður og kann því illa
að hafa ekki rettuna við höndina
þegar honum svo sýnist. Þess
vegna tekur hann ekkert mark á
reykingabanni í flugvélum og fer
sínu fram. Það geta þó orðið dýr-
ir smókar því á dögunum var
hann gripinn „glóð“volgur inni á
klósetti einnar vélarinnar og
fékk fyrir vikið þúsund dollara
sekt eða sem svarar 65 þúsund ís-
lenskum krónum.
2Pac
óþekkur
Rapparinn 2Pac, sem situr í
einu af efstu sætum bandaríska
vinsældalistans með plötu sína
Me Against The World og situr
jafnframt í fangelsi fyrir nauðg-
un og líkamsárás, var á dögun-
um gómaður við hassreykingar í
fangaklefanum. Fyrir vikið var
hann settur í 60 daga einangrun
og ennfremur má búast við að
refsing hans verði lengd en hann
fékk dóm í eitt og hálft til fjögur
ár og á lengd refsingarinnar að
fara eftir hegöun.
Rappstripp
Annar alræmdur rappari og
hugsanlega verðandi tukthúslim-
ur, Snoop Doggy Dogg, hefur hellt
sér út í bissness vestur í Los Ang-
eles á meðan hann bíður dóms.
Ekki er hægt að segja að starfs-
vettvangurinn, sem hann valdi
sér, sé hámenningarlegur því
hann hyggst opna keðju af stripp-
búllum þar sem „listafólkið”
mun að sjálfsögðu strippa við
rapptónlist.
Plötufréttir
Hljómsveitin Echobelly hefur
nýlokið við að leggja síðustu
hönd á nýja plötu sem kemur út
í september og er önnur plata
sveitarinnar. Ekki gekk starfið
andskotalaust fyrir sig því bassa-
leikarinn Alex Keyser var rekinn
í kjölfarið .. . Nýjustu fréttir af
langþráðri plötu frá Red Hot Chili
Peppers eru þær að hún komi út
8. ágúst næstkomandi... Erasure
hefur lokið upptökum á nýrri
plötu og þessa dagana stendur
hljóðblöndun yfir . . . Og sömu
sögu er að segja af hljómsveitinni
808 State .. . -SþS-