Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995
Sérstæð sakamál
„Svarti hlébarðinn"
Lesley White var sautján ára og
hennar beið milljónaarfur í sterl-
ingspundum. En síðustu daga
ævinnar varð henni æ ljósara að
líkurnar á því að hún fengi nokkru
sinni að njóta nokkurs af því fé eða
eignum sem foreldrar hennar
myndu skilja eftir sig færu stöðugt
minnkandi. Og margt bendir til að
undir lokin hafi hún verið búin að
gefa upp næstum alla von.
Lesley lauk ævinni nakin, tjóðr-
uð með vír um hálsinn í klóaks-
brunni, innan um rottur. Lengi
hafði hún setið þar við brún á röri,
en einn daginn fór hún fram af og
þá var hún öll. Sjö vikum eftir rán-
ið fannst líkið hangandi í vírnum.
Þá náði reiðin út í ódæðismanninn
illræmda, „Svarta hlébarðann",
hámarki í Bretlandi.
Glæpurinn hafði verið framinn
af manni sem var orðinn breskur
þjóðfélagsóvinur númer eitt, en þá
nafngift hafði hann fengið eftir röð
grimmilegra vopnaðra rána um
miðjan áttunda áratuginn.
Svarti skugginn
Það síðasta sem fórnardýr hans
sáu var svartklædd vera sem hvarf
út í nóttina og rann saman við
myrkrið. Það var því ekki að undra
þótt maðurinn gengi undir nafninu
„Svarti hlébarðinn".
í upphafi var það ekki tilgangur
hans að myrða fólk. Hann vildi
komast yfir peninga, og það tókst
honum með því að fremja rán. En
það leið ekki á löngu þar til hann
varð morðingi. Neituðu fórnardýr-
in að afhenda honum peningana
sem hann sóttist eftir skaut hann
þau án þess að hika. Sérgrein þessa
óvenjulega afbrotamanns var rán í
pósthúsum.
Pósthúsin valdi hann af kost-
gæfni, því hann vildi sem minnsta
áhættu taka. Þess vegna hélt hann
til rána í sveitaþorpum, einkum
þar sem póstmeistarinn var full-
orðinn maður eða kona, stundum
ekklar eða ekkjur.
Um miðjan febrúar árið 1974 sat
Don Skepper í Harrogate á bak við
afgreiðsluborðið í pósthúsinu þar
að kvöldlagi eftir myrkur þegar að
dyrum har mann í svörtum al-
klæðnaði og með grímu fyrir and-
litinu. Hann hélt á hlaupstuttri
haglabyssu og krafðist peninga.
Skepper var ekki á því að láta hann
fá þá. Augnabiiki síðar reið af skot
og Skepper féll andvana á gólfiö.
Grayland póstmeistari og kona hans.
Röð rána
Er vika var af september var
Derek Astin við störf í pósthúsinu
í Accrington. Að bar svartklædda
manninn með grímuna og krafðist
hann fjár. Astin vildi ekki verða
við ósk hans og augnabliki síðar
reið af skot út haglabyssunni
hlaupstuttu.
Mánuði síðar var Sydney Gray-
land, póstmeistari í öðru þorpi, að
ganga frá. Að bar svartklædda
manninn. Hann fékk ekki það sem
hann vildi og skaut Grayland um-
svifalaust. En „Svarti hlébarðinn"
gerði mistök. Innan við hálflokaðar
dyr hafði eiginko’na Graylands
staðið og gat hún gefið lýsingu á
glæpamanninum og lá nú fyrir hve
hár og þungur hann var. Var lýs-
ingin vel þegin af lögreglunni sem
stóð enn ráðþrota.
Mannránið
Nú liðu nokkrir mánuðir án þess
að „Svarti hlébarðinn" hefði sig í
frammi. Var sú kenning komin
fram að hann kynni að hafa hætt
ránum og morðum, en hún varð
skyndilega að engu eftir óhugnan-
legt og djarft athæfi um nótt í
Shropshire.
Whites-hjónin voru þekkt fyrir
ríkidæmi sitt. Þau áttu eina dóttur,
Lesley, en skyndilega hvarf hún
úr rúmi sínu um miðja nótt meðan
hjónin og starfsfólkið svaf. „Svarti
hlébarðinn" braust hljóðlaust inn
í húsið, fór að svefnherbergi Les-
ley, brá hnífi að hálsi hennar og
sagöi henni að kæmi hún ekki þegj-
andi með sér myndi hann umsvifa-
laust skera hana á háls. Hin sautj-
án ára gamla stúlka sá hver alvara
var á ferðum og ákvað að hlýöa.
Morguninn eftir fannst bréf á eld-
húsborðinu. Það var frá póstræn-
ingjanum og morðingjanum sem
hafði nú gerst mannræningi. í því
krafðist hann lausnargjalds, fimm-
tíu þúsund punda.
Whites-hjónin höfðu þegar í stað
samband við lögregluna.
í klóaksröri
„Svarti hlébarðinn" setti það ekki
fyrir sig þótt Lesley væri fáklædd.
Otrauður hélt hann með hana út í
myrkrið, og nokkru síðar kom
hann með hana á klóakslúgu. Hann
opnaði hana, skipaði fómardýrinu
að afklæðast því htla sem hún var
í, brá vir um háls hennar og skip-
aði henni niður í rörið. Þar kom
hann henni þannig fyrir að hún gat
sig lítiö hreyft og sýndi henni að
hún yrði að gæta sín til að falla
ekki fram úr rörinu og niður í kló-
aksbrunninn, því þá hengdi hún sig
umsvifalaust í vímum.
Lítill vafi þykir á því leika að
„Svarti hlébarðinn" hafi tahð víst
aö hann fengi lausnargjaldið greitt.
En lögreglan lagðist gegn greiðslu
þess. Hún ráðlagði Whites-hjónun-
um að borga ekki. Þess í stað var
hópur lögreglumanna látinn hefja
leit að mannræningjanum. Skyldi
ýmsum ráðum beitt og vom ýmsar
ghdmr lagöar fyrir hann, en
„Svarti hlébarðinn" gekk ekki í
neina þeirra.
Líkið finnst
Er rúm vika var af febrúar fann
lögreglan yfirgefinn bíl. í honum
vom þær flíkur sem Lesley hafði
verið í þegar henni var rænt. Jafn-
framt fundust í bhnum fingrafór
sem komu heim og saman við
fingraför sem fundist höfðu í
nokkrum þeirra pósthúsa sem
„Svarti hlébarðinn“ hafði rænt
Hafi einhveijum þótt á því leika
vafi aö pósthúsræninginn alræmdi
stæði að baki ráninu á Lesley
White var hann nú að engu gerður.
En fingraförin urðu lögreglunni lít-
il vísbending að öðru leyti, því sá
sem þau voru af hafði ekki komist
í bækur lögreglunnar.
Tæpum mánuði eftir að bíllinn
fannst var lítill drengur við leik
nærri þeim stað þar sem Lesley
hafði verið falin. Hann fann vasa-
ljós í grasinu og var svo árvökuh
að gera lögreglunni aðvart.
Skömmu síðar var lokinu lyft af
klóaksbrunninum og þá sást lík
Lesley hanga í vír. Ekki var ljóst
hvort hún hafði mnniö út úr rör-
inu, bundið enda á sitt eigið líf eða
verið hrint.
Maðurinn
í myrkrinu
Leitin að „Svarta hlébarðanum"
stóð fram eftir árinu en bar ekki
árangur. Hálfum mánuði fyrir jól
gerðist það hins vegar að tveir ung-
ir lögregluþjónar komu auga á
grunsamlegan mann um miðnæt-
urleytið. Hélt hann á lítilli tösku.
Þegar hann sá lögregluþjónana
reyndi hann að fela sig í runnum.
En þeir stöðvuðu bíl sinn, stukku
út og hlupu hann uppi. Þegar þeir
nálguðust manninn tók hann fram
hlaupstutta haglabyssu og reyndi
að skjóta þá. Þeir komust hjá því
að verða fyrir skoti og augnabliki
síðar réðust þeir á hann. Til harðra
átaka kom, en loks yfirbuguðu þeir
manninn og tóku hann fastan.
Lögregluþjónunum varð brátt
ljóst hverjum þeir höfðu náð. Þegar
þeir opnuðu litlu töskuna kom í ljós
búningur „Svarta hlébarðans" og
gríma hans. Nánast fyrir tilviljun
höfðu þeir handtekið mesta þjóðfé-
lagsóvin á Bretlandi. Hann reynd-
ist heita Donald Neilson og vera
þrjátíu og níu ára.
A lögreglustöðinni vom tekin
fmgraför af Neilson og samanburð-
ur leiddi síðan í ljós að þau komu
heim og saman við þau fingraför
sem fundist höfðu eftir ýmis póstr-
ánanna sem hann bar ábyrgð á og
einnig fingrafórin sem fundist
höfðu í yfirgefna bílnum sem not-
aður hafði verið við ránið á Lesley
White. Þá reyndust fingraforin á
vasaljósinu við klóaksbrunninn
vera af Neilson.
Skýring Neilsons
á láti Lesley
Réttarhöldin yfir Donald Neilson
fóru fram í Oxford. Þar var hann
sekur fundinn um morðin á póst-
meisturunum. Hann neitaði því
hins vegar að hafa hrint Lesley
White fram úr klóaksrörinu og
sagði að dag einn hefði hann komið
að henni hangandi í vírnum sem
hann hafði fest um háls hennar.
Sagðist hann þá hafa veriö að færa
henni mat eins og hann hefði gert
meðan hún var í prísundinni.
„Hún hlýtur að hafa runnið fram
úr rörinu," sagði Neilson, „og
hengt sig sjálf.“
Kviðdómendur neituðu að trúa
þessari skýringu Neilsons. Og
rannsóknarlögreglumenn lýstu
þeirri skoðun sinni að þeir væru
vissir um að hann hefði hrint Les-
ley þegar hann hefði talið alla von
úti um að hann fengi greitt lausnar-
gjald fyrir hana. Látin gæti hún
enga lýsingu gefið á manninum
sem hafði rænt henni.
Fimmfaldur
lífstíðardómur
Neilson var sekur fundinn um
rán, morðin á póstmeisturunum,
ránið á Lesley White og fyrir að
hafa stytt henni aldur. Fyrir þessa
glæpi fékk hann lífstíöardóm.
Dómarinn, Mars Jones, sagði með-
al annars þegar hann kvað upp
dóminn:
„Glæpur þinn (hann átti hér við
morðið á Lesley) var viðbjóðslegur.
Ég hef aldrei komið að slíku máli
fyrr. Þegar ég dæmi þig til lífstíðar-
fangelsis þá hef ég það fimmfalt svo
tryggt sé að þú fáir aldrei frelsi.
Þú munt sitja inni til æviloka. Þú
yfirgefur ekki fangelsið í lifanda
lífi.“