Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ1995 33 Hjónin sem misstu öll börnin sín í Súðavík byrja nýtt líf í Mosfellsbæ morgun kemur í ljós hvort skuggarnir ná yfirhöndinni - segja Berglind Kristjánsdóttir og Hafsteinn Númason „Þó ég hlaupi þúsund kílómetra eða hrópi eins hátt og ég get þá veit ég að ég fæ ekki börnin mín aftur. Það hefur komið fyrir þegar ég opna myndaalbúm og sé þau að ég hef brotnað niður. Ég hef legið og beðið þess og vonað að hjartað hætti að slá og ég fengi að fara til bamanna minna,“ segir Berglind Kristjánsdótt- ir sem missti öll börn sín í snjóflóð- inu í Súðavík 16. janúar í vetur. Hún og Hafsteinn Númason, mað- ur hennar, fluttu búferlum eftir slys- ið og settust að í Mosfellsbæ. Reynd- ar er vart hægt að tala um að þau hafi flutt í þeirri merkingu sem fólk skilgreinir það hugtak því það var ekkert að flytja nema þau sjálf, tíkin Tinna og örfáir persónulegir munir. Allt annað hvarf í snjóflóðinu skelfi- lega, þar með talin börnin þrjú, vina- fólk og nágrannar. Eins og á annarrri plánetu „Þetta var eins og að vera hent nakinni upp í eldflaug og ranka við sér á annarri plánetu. Fyrst þegar þeg kom suður eftir slysið var allt einhvern veginn svo óraunverulegt. Ég var dofin og lengi að ná áttum. Ég minnist þess að eitt sinn meðan ég bjó á Hringbrautinni fór ég út að ganga með tíkina. í Súðavík hugsaði maður ekkert um hvar hundur gerði þarfir sínar og meðan ég var i göngu- ferðinni þurfti tíkin að létta á sér. Það var kona þarna inni i garði sem sá að ég hreinsaði ekki upp eftir hundinn. Hún æpti á mig svo heyrð- ist um nágrennið, hvort ég ætlaði ekki að þrífa þetta upp og hreytti í mig ónotum. Mér brá og eitt andar- tak tók ég þetta nærri mér. Síðan skaut þeirri hugsun niður hjá mér að það væri út í hött að vera ergja sig á þessu. Ég væri búin að missa börnin mín og allar veraldlegar eigur. Ég leit því á konuna, brosti að henni og hugsaði með mér: „Velkomin til Reykjavíkur“. Ég vissi ekki hvert hún ætlaði en hún þagnaði alla- vega,“ segir Berglind. Ekur sendiferðabíl Hafsteinn og Berglind búa í einbýl- ishúsi sem þau festu kaup á í Mos- fellsbæ. Dóttir Hafsteins af fyrra hjónabandi, Valgerður Björg, býr þar með þeim og ætlar að vera í vetur. Hafsteinn, sem áður starfaði sem sjó- maður á togaranum Bessa um árabil, er farinn að aka sendiferðabíl en Berglind, sem enn á í meiðslum sín- um síðan í vetur, sinnir garðinum og finnur sér eitt og annað til dundurs til að dreifa huganum. Líf þeirra er óðum að komast í fastar skorður. „Ég var í mjög góðum tekjum fyr- ir vestan sem togarasjómaður en ég held að það sé útséð um að ég fari á sjóinn aftur. Maður verður að læra að komast af í landi og ég er bjart- sýnn á að það takist. Ég fer ekki á sjóinn aftur nema ég hreinlega neyð- ist til þess af peningaástæðum," seg- ir Hafsteinn. Plöntur frá Súðavík „Ég hef alltaf haft yndi af þvi að stússast í garðinum. Við vorum með stóran gróðursælan garð í Súðavík og reyndar erum við með nokkrar plöntur sem var bjargað þaðan og við gróðursettum hér. Ég get enn ekkert unnið úti svo að garðvinnan er at- hvarf fyrir mig,“ segir Berglind. Þau hjónin fengu fjöldann allan af bréfum eftir slysið frá fólki alls stað- ar að. Þau segjast geyma öll bréfin og á erfiðum stundum sé gott að líta í þau og hugsa til þess að það sé fjöldi fólks sem hugsar til þeirra og sýnir raunverulegan samhug. Börnin gáfu vikupeningana „Við fengum gjöf frá barnungum systkinum sem við geymum eins og dýrgrip. Þetta var kerti sem er mót- að eins og dropi eða tár. Þessi gjöf barnanna er þess eðlis að við gleym- um henni aldrei og hún er okkur hvatning um að brotna ekki undan sorginni. Okkur hafa borist margar smágjafir og í einu tilvikinu var um að ræða börn sem eyddu vikupening- unum sínum í gjöf handa okkur. Það hefur bjargað mér og okkur báðum að fólk hefur sýnt okkur slíkan hlý- hug að við höfum fengið þrek til að horfast í augu við lífíð. Við fengum ótal bréf og fólk hefur hringt í okkur til að votta okkur samúð og hvatn- ingu. Það gefur okkur mikinn styrk að vita hvað viö eigum mikið af frá- bærum vinum og ættingjum," segir Berglind. Eins og í biðsal „í dag hugsa ég þetta þannig að ég sé í biðsal og börnin mín séu aðeins farin um stundarsakir; ég muni hitta þau fyrir hinum megin. Hvað á mað- ur að gera í biðinni, leggjast niður og deyja? Það er ekki rökrétt og þessi hugsun hefur gefið mér kraft til að takast á við nútíðina. Sorgin hefur gert það að verkum að ég er trúaðri en áður og ég er ekki í neinum vafa að það er líf eftir dauðann," segir hún. Hafsteinn og Berglind hafa verið gift í átta ár. Þau eiga sér ólíkan upp- runa. Hann er Vestfirðingur, uppal- inn á Patreksfirði, en hún er Reyk- víkingur; uppalin í vesturbænum. Hún segist hafa verið sátt við að búa í Súðavík og ekki hafa haft nein áform um að flytja þaðan. Kostirnir hafi verið margir, svo sem gagnvart uppeldi barnanna. Lítið fallegt þorp „Við bjuggum í litlu fallegu þorpi þar sem okkur leið vel. Ég var móðir með þrjú börn og okkur líkaði þarna í alla staði vel. Við vildum búa þarna fyrir vestan og lífið var allt í föstum skorðum. Ég taldi það vera mikinn kost að ala upp börn þarna fjarri skarkala borgarinnar. Þarna fann maður öryggi og ég vissi alltaf hvar börnin mín voru. Hvert sem ég fór voru börnin alltaf innan seilingar og það var ekkert nema bryggjan sem ég óttaðist að gæti stofnað öryggi þeirra í hættu. Ef ég fór út í búð þá fylgdi venjulega öll strollan á eftir. Ég passaði börnin mín líka mjög vel. Gætti vel að því að þau væru vel klædd ef kalt var í veðri og nánast allt mitt líf snerist um þau. Ég var alltaf með krakkana sem voru mið- punktur tilveru minnar. Skyndilega er allt gjörbreytt og við komin suður í Mosfellsbæ, barnlaus, allt annað heimili og aðrir nágrannar. Við eig- um ekki einu sinni sömu fótin,“ seg- ir Berglind og Hafsteinn bætir við: „Tilhlökkunin við að koma í land og hitta börnin var alltaf mikil. Ég varð alltaf að taka þau öll í fangið í einu. Nú er ekkert eftir nema minning- ar.“ Búin að koma okkur fyrir Það er ekki hægt að hugsa sér þyngri raun fyrir foreldra en að missa öll börn sín eins og Hafsteinn og Berglind hafa upplifað. Það er auðvelt að ímynda sér að fólk kikni undan slíku áfalli og brotni jafnvel. Hjónin hafa notið áfallahjálpar og að- stoðar sálfræðinga en það sem er þó aðdáunarverðast er að þau virðast hafa náð að rísa undir áfallinu að mestu leyti sjálf. Utan frá séð virðast þau vera að ná sér á strik eftir áfall- ið. „Við erum komin á þann punkt að við erum búin að koma okkur fyrir þar sem við viljum vera. Okkur líður eins vel og okkur getur liðið að því leyti að við höfum allt til alls af ver- aldlegum eignum. Það er þó mjög skrítið að húsið virðist vera svo tómt og það eru bara örfáir hlutir sem minna á gamla heimilið í Súöavík," segir Hafsteinn. Ekkert kemur í stað barnanna Þau eru sammála um að þau hafi haft mikinn styrk hvort af öðru og margir eigi erfiðara að því leyti að standa einir. „Þetta er í sjálfu sér mjög þægilegt líf. Það er þó ljóst að það er ekkert sem kemur í stað barnanna. Það koma auðvitað þær stundir að við dettum niður í þunglyndi en það ger- ist ekki hjá báðum samtímis og við höfum þá náð að uppörva hvort ann- að,“ segir hún. Berglind segir að eftir slysið í Súðavík hafi augu hennar opnast fyr- ir því að íslendingar væru ekki eins lokaðir og hún hafði áður talið. „Eftir slysið komst ég að því hvað mikið er til af góðu fólki. Við höfum hitt margt gott fólk sem við höfðum ekki getað ímynd- að okkur að væri til. Við höfum kynnst fólki sem setti sig í samhand við okkur og hefur síðan haft sam- band reglulega. Það hefur virkað á mig eins og vítamínsprauta,“ segir hún. Hreinsunar- starfið Hreinsunar- starfið í Súðavík og framgangan við það á fyrstu dög- unum eftir slysið hefur verið harð- lega gagnrýnt af mörgum þeirra sem harðast urðu úti. Hafsteinn Númason hefur ekki legið á sínum skoðunum í þeim efnum og aðrir sem urðu fyrir ástvinamissi hafa tek- ið í sama streng. Hann segir engan vafa á því að þarna hafi menn farið offari og skaði hafi verið unninn á eignum sem ekki hefði þurft að verða. „Þeir sem stóðu að þessu segja að bjargað hafi verið því sem bjargað varð af eigum okkar. Ég vísa þessu á bug og get bent á að núna í vor fannst postulínsbrúða sem Hrefna dóttir okkar átti í haugnum. Það sem meira er, það sá ekki á brúðunni að undanskilinni einnu rispu. Þá fann vinkona okkar skírnargalla barn- anna okkar auk annars ung- barnafatnaðar frá okkur. Þessi fatn- aður lá á haugnum og sást frá vegin- um. Þetta var allt heilt. Það þýðir auðvitað ekkert að velta sér enda- laust upp úr þessu en þetta er bara staðreynd og eitthvað sem aldrei má endurtaka sig,“ segir Hafsteinn. Afsökunar- beiðni vantar Berglind segir að þau vilji bæði að þessari umræðu fari að ljúka en þetta hafi orðið til þess að sársauk- inn vegna slyssins hafi orðið enn meiri og langvinnari en annars hefði orðið. „I næsta firði, Skutulsfirði, var staðið að hreinsun með allt öðrum hætti. Þegar snjóflóðið féll á sumar- húsabyggðina í Tungudal þá var eig- endenum gefinn kostur á að bjarga eigum sínum. Það fór fram eitthvert hreinsunarstarf í vor en það var bara hálfkák. I rauninni væri þetta mál nú útrætt ef þeir sem stjórnuðu þessum aðgerðum hefðu beðið okkur opinberlega afsökunar. Það hafa þeir ekki verið menn til að gera að einum þeirra undanskildum sem bað okkur persónulega afsökunar og ég virði þann mann fyrir vikið,“ segir Berg- lind. Sækjumst ekki eftir peningum Daginn eftir hið hörmulega slys í Súðavík kom Hafsteinn fram í fjöl- miðlum og sagði frá lífsreynslu sinni og sorg. Flestir eru sammála um að saga Hafsteins varð til þess að við- brögð þjóðarinnar urðu svo sterk sem raun ber vitni. Viðbrögðin lýstu sér í því að hátt í 300 milljónir söfn- uðust í landssöfnuninni Samhugur í verki. Síðan hefur verið deilt um skiptingu þessa fjár og margir hafa orðið til að gagnrýna að sumir þeirra sem ekki vildu búa í Súðavík eftir áfallið hafi orðið útundan. Hafsteinn segist ekki hafa skipt um skoðun í því efni. „Okkur skortir ekki peninga og við erum afskaplega þakklát öllum þeim sem gáfu i söfnunina. Við för- um ekki fram á meira í okkar hlut. Það breytir ekki þeirri staðreynd að fólk sem missti ekki nákomna ætt- ingja hefur verið að fá háar fjárhæð- ir í sinn hlut á sama tíma og fólk sem átti mjög um sárt að binda fékk lítið sem ekkert. Fólkið sem gaf í söfnun- ina var að gefa fyrst og fremst þeim sem áttu um sárt að binda vegna ást- vinamissis. Ég vil ítreka að ég er ekki að krefjast þess að fá meira en ég hef þegar fengið en dreifing þeirra fjármuna sem þarna eru komnir til fyrir góðan hug verður að vera með eðlilegum hætti. Öll leiðindin í kringum þetta eru efni í heila bók,“ segir Hafsteinn. þess að meðan þau bjuggu í Súðavík hafi þau rætt sín í milli að gaman væri að breyta til og búa erlendis um tíma. Vil ekki Margir sem missa ástvini búa erlendis „Það er alls staðar fólk sem líður Hafsteinn og Berglind eru með einskonar minningarvegg á nýja heimilinu í Mosfellsbæ. Þar er Ijóð sem Hjálmar Jónsson samdi til minningar um fórnarlömb snjóflóðanna í Súðavik. Þau kveikja oft á kertum til að minnast alira sem fórust. „Eg get ekki hugsað mér að búa er- lendis. Ég hef mjög gaman af að ferð- ast erlendis en ég get ekki hugsað mér að hafa þar fasta búsetu. Við fórum til Portúgal i vor og það var svo skrítið að ég fékk heimþrá þrátt fyrir að ég ætti ekkert heimili á ís- landi. Meðan við bjuggum i Súðavík komumst við að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki flutt út með öll börnin. Nú þegar við erum barnlaus er þetta ekki leng- ur inni í mynd- inni. Það leggst vel í mig að búa hér í Mosfellsbæ. Við sjáum fjöllin en þurfum ekki að búa undir hlíðum þeirra,“ segir Berglind: Hafsteinn sam- þykkir að liklega sé best að búa á ís- landi en hann seg- ir að flökkueðlið hafi alltaf blundað í sér. DV-myndir GVA þjáningar vegna ástvinamissis þó það fólk fái ekki sömu athygli og við. Ég hef álltaf verið viðkvæm fyrir því þegar slys verða á börnum og ég hef alltaf tekið slíka atburði inn á mig. Oft þegar svartnættið og sjálfsmeð- aumkunin er að ná yfirhöndinni hugsa ég til þess að það eru margir sem orðið hafa fyrir ástvinamissi eins og við. Ég get nefnt dæmi eins og Sophiu Hansen sem var svipt dætrum sínum og ég hef alltaf fund- ið mikið til með,“ segir Berglind. Þau Berglind og Hafsteinn eru búin að koma sér vel fyrir á nýja heimilinu. Verið er að innrétta hluta hússins fyrir móður Berglindar sem mun flytja til þeirra á næstunni. Þar með eru fjölskyldumeðlimirnir orðn- ir fjórir en sú spurning vaknar hvort frekari fjölgunar sé að vænta. Ekki reiðubúin til að eignast barn „Það eru ekki áform uppi hjá okk- ur að eignast barn enn sem komið er. Ég óttast að ég yrði svo hrædd um að eitthvað kæmi fyrir að ég myndi of- vernda það. Hvort við tökum um það ákvörðun seinna að eignast barn verð- ur bara að koma í ljós en á þessari stundu er ég ekki reiðubúin til þess segir hún. Berglind segir und- arlegt að hugsa til „Eg er haldinn flökkueðli. Ég stundaði sjó- mennsku á fragtskipum um átta ára skeið og fór þá víða um heiminn. Þannig gat ég sval- að ævin- týraþrá minni og það blundar enn í mér að kanna ókunna stigu. Ætli ég verði þó ekki að fallast Berglind hefur enn ekki náð sér af áverkunum sem hún hlaut. Hún heíur yfir gróðursælum garði að ráða og þar sinn- ir hún garðrækt. á það með Berglindi að heima sé best,“ segir Hafsteinn. Það er ýmislegt sem bendir til þess að sólin verði sterkari en skugginn í lífi hjón- anna sem misstu allt nema hvort annað í Súðavík. Nú 6 mánuðum eftir slysið segjast þau ekki munu snúa aftur til Súðavík- ur. „Við get- um ekki hugsað okk- ur að snúa til baka; það verða allir að skilja. í margt fólk sem okkur þyk- ir mjög vænt um óg við höldum tengslum við. Lítill hluti fólks þarna lætur stjórnast af eiginhagsmun- um og við eigum einfaldlega ekki samleið mpð því fólki,‘ segja þau. Baráttan milli ljóss og skugga Bæði eru sammála um að barátt Hafsteinn er farinn að vinna sem sendiferðabílstjóri og lífið á nýjum stað er óðum að færast í fastar skorður. Súðavík eða skuggamir hafa yfirhöndina á morgun kem- ur bara í ljós. Það eru daga- skipti á því hvernig okkur líður og við látum hverjum degi nægja sína þjáningu," segir Hafsteinn. -rt Hjónin Hafsteinn Númason og Berglind Kristjánsdóttir eru búin að koma sér upp nýju heimili í Mosfells- bæ. Dóttir Haf- steins, Valgerður Björg, býr þar með þeim og tfkin Tinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.