Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Side 26
34
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995
Heimsókn til breska rithöfundarins Ellis Peters - Edith Pargeter:
Cadfael og klaustrið
létu mig ekki í friði
Ellis Peters, höfundur bókanna um bróður Cadfael, heitir réttu nafni Edith
Pargeter. Hér situr hún við skrifborðið á heimili sínu i Telford í Shrop-
shire, rétt ofan við Ironbridge. DV-mynd S.H.H.
Edith Pargeter er höfundur bókarað-
arinnar um bróður Cadfael sem farið
hefur sem eldur í sinu um heiminn
hin síðari ár og hvarvetna hlotið frá-
bærar vinsældir. Stofnaöir hafa ver-
ið aðdáendakiúbbar í sumum lönd-
um og eru til dæmis í Bandaríkjun-
um fjölmennari en aðdáendaklúbbar
Sherlock Holmes og er þá mikið sagt.
Það eru 18 ár síðan bróðir Cadfael
stökk alskapaður út úr höfði Edith
Pargeter, líkt og Pallas Aþena úr
höfði Seifs forðum. Viðtökurnar, sem
hann fékk, voru vægast sagt frábær-
ar og tryggir aðdáendur bróður
Cadfaels bíða með eftirvæntingu eft-
ir hverri nýrri bók. Höfundurinn
hefur ekki látið það stíga sér til höf-
uðs, berst ekki á og lætur ekki mikið
fyrir sér fara. Hún er hæglát og prúð
en geislar af gáfum og persónuleika.
Hún býr í nýju og fallegu húsahveríi
rétt ofan við Ironbridge í Shropshire.
Þegar hún vissi að íslendinga var von
á söguslóðir Cadfaels féllst hún ljúf-
lega á að taka á móti okkur þó að
jaunar væri hún önnum kafln og
tímabundin einmitt á þeim tíma sem
við höíðum yfir að ráða. Því miður
létum við hana bíða nokkuð. Þaö er
forvitnilegt að ferðast um þetta fal-
lega skíri í Miðlöndunum og tíminn
vill gjarnan gleymast við það sem
fyrir augu og eyru ber og þar að auki
er auövelt að villast smávegis.
Hún fyrirgefur það ljúflega og býð-
ur til stofu. Sjálf hefur hún aðeins
annan fótinn og notar hjólastól en
er ekki bundnari honum en svo að
hún vindur sér úr honum í hæginda-
stól þegar við komum okkur fyrir við
borðið þar sem teið bíður okkar að
enskum sið.
Ég vissi ekki um þessa fötlun og
kom hún á óvart. „Já,“ segir hún, „ég
hafði nokkuð lengi verið með gervilið
í mjöðm og hné og fremur dettin. Svo
meiddi ég mig í fyrrahaust þegar ég
var í heimsókn í London, meiddi mig
á hæl og það vildi ekki gróa. Það
endaði með því að fóturinn var tek-
inn af rétt ofan við hnéð. Ég á gervi-
fót sem ég get notað en þá hef ég
báðar hendur bundnar, annaðhvort
við hækju og staf eða göngugrind,
þannig að ég er frjálsari í stólnum."
Rithöfundur í 60 ár
Hún skenkir okkur teið og býður
kökur með. Ég sný talinu að bókun-
um hennar og spyr hvort hún hafi
snemma byijað að skrifa. „Ég var 22
ára þegar fyrsta bókin mín kom út,“
svarar hún. „Síðan hef ég verið að
þessu, í 60 ár.“
„Ertu þá orðin áttræð?"
„Ég er að reyna að vera bara það,“
svarar hún og kímir góðlátlega. „Mér
gengur ekki nógu vel að ná mér á
strik aftur eftir veikindin. Ég er með
bók í huganum en ég hef ekki fundið
rétta þráðinn í hana ennþá. Ég er
ekkert byrjuð að skrifa neitt. Ég vil
hafa lagt söguna niður fyrir mér áður
en ég fer að skrifa, söguþráðinn, ráð-
gátuna, lausnina. Þegar það er fund-
ið er úrvinnslan auðveld.“
„Hefurðu ekki 'einhvem, eða ein-
hverja, sem þú ræðir við um gang
sögunnar og auðveldar þannig að
spinna þráðinn?"
„Nei, ég hleypi engum inn í söguna
fyrr en ég er búin að skrifa hana. Þá
fyrst fær ritstjórinn minn að sjá hana
og gangrýna og leggja til það sem
honum finnst mega betur fara.“
Þó að Edith Pargeter gæfi út fyrstu
bækur sínar undir eigin nafni tók
hún sér ung skáldanafniö Ellis Pet-
ers. Kunnugir hafa frætt mig um
hvernig það er til komið. Ellis er
nafn bróður hennar sem hún hafði í
miklum metum. Peters líkir eftir
nafni Petm, tékkneskrar vinkonu
hennar. Fyrstu bækur Edith Parget-
er voru sagnfræðilegs efnis en á
miöjum aldri ákvað hún að spreyta
sig á nútímasögum og skrifaöi vin-
sælan bókaflokk um Felse lögreglu-
foringja. Hún var á sjötugs aldri þeg-
ar henni datt í hug að skrifa miðalda-
reyfara um það spaugilega atvik
hvernig klaustrið í Shrewsbury náði
sér í bein dýrlings yfir til Wales - sem
reyndar er ekki ýkja langt undan
miðað við nútima ferðamáta. Þar
þjónaði það tilgangi sögunnar að búa
til spæjaramunkinn Cadfael sem
jafnframt varð miöpunktur hennar.
„Þá hugsaði ég mér ekki að þetta
yrði röð bóka,“ segir Edith kímileit
þegar þetta ber á góma. „En einhvern
veginn létu Cadfael og klaustrið mig
ekki í friði." Sagan segir frá því er
Stephen konungur barðist um völdin
við Maud frænku sína og lét hengja
94 vopnfæra menn sem varist höfðu
í Shrewsburykastala út yfir kastala-
vegginn til varnaðar fyrir aðra and-
stæðinga sína - einstæður atburður
í sögu Stephens konungs sem yfir-
leitt var vægur í dómum og refsing-
um og raunar tahð að þarna hafi
hann farið eftir slæmri ráðgjöf. En
Edith sá í hendi sér að í þessari kös
hefði verið kjörið fyrir þann eða þá
sem þannig voru þenkjandi að fela
einn skrokkinn enn þótt honum hefði
kannski verið fyrirkomið með öðrum
hætti. Þar gat Cadfael með skarp-
skyggni sína og kunnáttu komið til
skjalanna á ný - og þannig varð til
bókin Líki ofaukið, önnur bókin í
bókaflokknum.
Þar með var ekki aftur snúið.
Cadfael var sestur að hjá Edith Par-
geter. „Það var svo freistandi að
halda áfram að spinna utan um sögu-
lega atburði, staði og persónur sem
raunverulega hafa verið til, og búa
til sínar eigin sögur. Og ég var svo
heppin að lesendur hafa virkilega
kunnað að meta þetta.“
„Eitt af einkennum bókanna um
Cadfael er að þó að þær segi frá
óhugnanlegum atburðum öðrum
þræði er htið um blóðugar lýsingar
á þeim. Mér býður í grun að þú sért
htið fyrir nákvæmar lýsingar af því
tagi.“
„Það er rétt. Það bætir engu við
söguna að velta sér upp úr því ljóta.
Atburðurinn á að geta skýrt sig að
mestu leyti sjálfur.“
„Og þér þykir orðið vænt um
Cadfael.”
Edith kímir á sinn hógværa og
glettnislega hátt. „Ég neita því ekki,
hann er ansi nærri mér.“
„Hvað eru bækurnar um hann
orðnar margar?“
„Þær eru orðnar 20. Og ég er ekki
hætt - það er bara einhver tregða í
mér eins og er. En það lagast."
Bróðir Cadfael - spæjaramunkurinn
mildi sem Edith Pargeter skapaði,
bregður ekki lengur sverði né öðr-
um ofbeldisvopnum.
Leikararnir eru
stórkostlegir
„Hvað er búið að þýða bækurnar
um bróður Cadfael á mörg tungu-
mál?“
Nú hikar hún við. „Ansi mörg. Öll
helstu tungumálin í Evrópu. Að
minnsta kosti 20 tungumál. Og svo
er búið að gera sjónvarpskvikmyndir
eftir nokkrum þeirra."
í ljós kemur í samtalinu að fjórar
fyrstu myndirnar hafi verið sýndar
á íslandi eftir þeim bókum sem þegar
hafa verið þýddar á íslensku. Edith
er áhugasöm að fá að vita hvernig
okkur hafl fahið þær. Ég læt í ljós
þá skoðun mína að myndirnar séu
vel gerðar með prýðilegum leikurum
en í þeim flestum sé reynt að koma
of miklu efni á of skömmum tíma
þannig að sá sem ekki hafi lesið bæk-
urnar viti stundum ekki nógu vel
hvað um sé að vera.
Edith kinkar ákaft kolli. „Ná-
kvæmlega það sem mér fínnst," segir
hún. „Mér finnst að þetta hefðu átt
að vera tveggja tíma myndir. Og satt
að segja finnst mér ekki nóg af sam-
tölum úr bókunum í þeim. En leikar-
arnir eru stórkostlegir, ekki síst De-
rek Jacobi. Ég var viðstödd hluta af
fyrstu upptökunum. Þær voru gerð-
ar í Ungverjalandi, rétt utan við
Búdapest. Það var mjog áhugavert.
En ég hef víða heyrt þetta, að þeir
sem hafa lesið bækurnar sakni
ýmissa atriða úr þeim sem ekki koma
fram í kvikmyndunum."
Sennilega er það algengt viðkvæði
þegar gerðar eru kvikmyndir eftir
góðumbókmenntum. S.H.H.
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embætlisins að Strandgötu 31,
Hafnarfirði, 3.h., sem hér segir,
á eftirfarandi eignum:
Bæjargil 11, Garðabæ, þingl. eig.
Helgi Eiríksson og Ragnhildur Freyja
Sverrisdóttir, gerðarbeiðandi Hús-
næðisstofnun ríkisins, 18. júlí 1995 kl.
14.00.
Eyrarholt 6, 1002, Hafharfirði, þingl.
eig. Þorsteinn A. Pétursson og Ragn-
heiður Pálsdóttir, gerðarbeiðandi
Húsnæðisstofiiun ríkisins, 18. júh' 1995
kl. 14.00.
Fagrakinn 17,0201, Hafnarfírði, þingl.
eig. Egill Þór Sigurgeirsson og Sigur-
laug Olafsdóttir, gerðarbeiðendur Fé-
fang hf. og Jöfiír hf„ 18. júlí 1995 kl.
14.00.
Goðatún 11, Garðabæ, þingl. eig. Guð-
bjartur Vilhelmsson, gerðarbeiðendur
Lsj. Austurlands, Lífeyrissjóður versl-
unarmanna og Spsj. Rvk. og nágr., 18.
júlí 1995 kl. 14.00.
Helhsgata 22,0101, Hafharfirði, þingl.
eig. Jóhanna I. Dagbjartsdóttir, gerð-
arbeiðendur Húsnæðisstofnun ríkis-
ins og Lsj. bókagerðarmanna, 18. júlí
1995 kl. 14.00.
Hrísmóar 7, 0302, Hafnarfirði, þingl.
eig. Hallberg Svavarsson og Steinunn
Guðbrandsdóttir, gerðarbeiðendur
Gjaldheimtan í Garðabæ og Hús-
næðisstofhun ríkisins, 18. júlí 1995 kl.
14.00.
Háaberg 27, 0101, Hafiiarfirði, þingl.
eig. Asta María Kristinsdóttir og
Guðbergur Þór Garðarsson, gerðar-
beiðandi Bæjarsjóður Hafnarfjarðar,
18. júh' 1995 kl. 14.00.
Háholt 5,0102, Hafnarfirði, þingl. eig.
Esther Gísladóttir, gerðarbeiðandi
Díxill hf„ 18. júlí 1995 kl. 14.00.
Háholt 7,0301, Hafnarfirði, þingl. eig.
Ófeigur Sigurðsson, gerðarbeiðandi
Valgerður Jóhannesdóttir, 18. júh
1995 kl. 14.00.
Hátún 3, Bessastaðahreppi, þingl. eig.
Birgir Símonarson og María Kristín
Lárusdóttir, gerðai'beiðandi Hús-
næðisstofnun ríkisins, 18. júlí 1995 kl.
14.00.
Kaldakinn 17,0201, Hafharfirði, þingl.
eig. Þórir Úlfarsson og Sigríður Ein-
arsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður
Hafnarfjarðar, 18. júh 1995 kl. 14.00.
Kjarrmóar 8, 0101, Garðabæ, þingl.
eig. Páh Þór Ómarsson Hilíers og
Jenný Björgvinsdóttir, gerðarbeið-
endur Gjaldheimtan í Garðabæ og
Húsnæðisstofiiun ríkisins, 18. júlí 1995
kl. 14.00.
Kvíholt 10, 0201, Hafharíirði, þingl.
eig. HaUdóra Júhusdóttir, gerðarbeið-
endur Bæjarsjóður Hafnarfjarðar og
Húsnæðisstofnun ríkisins, 18. júh 1995
kl. 14.00._________________________
Lambhagi 18, 0101, Bessastaðahreppi,
þingl. eig. Brynjólfur Steingrímsson,
gerðarbeiðandi Húsnæðisstofhun rík-
isins, 18. júlí 1995 kl. 14.00.
Langamýri 25, 0101, Garðabæ, þingl.
eig. Sparisjóður Hafharfiarðar, gerð-
arbeiðandi Húsnæðisstofiiun ríkisins,
18. júh 1995 kl. 14.00,____________
Langamýri 26, 0102, Garðabæ, þingl.
eig. Amar J. Magnússon, gerðarbeið-
andi Húsnæðisstofnun nkisins, 18.
júh 1995 kl. 14.00.________________
Laufvangur 2,0302, Hafnarfirði, þingl.
eig. Soffia Kristjánsdóttir og Jóhann-
es O. Sigurðsson, gerðarbeiðandi Spsj.
Rvk. og nágr., 18. júh 1995 kl. 14.00.
Lyngbarð 3, Hafharfirði, þingl. eig.
Ásta Lunddal Friðriksdóttir, gerðar-
beiðandi Húsnæðisstofiiun ríkisins,
18. júh 1995 kl. 14.00.____________
Marargrund 4, Garðabæ, þingl. eig.
Rúnar Daðason, gerðarbeiðandi Hús-
næðisstofhun ríkisins, 18. júh 1995 kl.
14.00, ________________________
Marargrund 8, Garðabæ, þingl. eig.
HaUdór Gunnar Hilmarsson og Sig-
ríður Finnbjömsdóttir, gerðarbeið-
andi Húsnæðisstofnun nkisins, 18.
júlí 1995 kl. 14.00.
Miðskógar 4, 0101, Bessastaðahreppi,
þingl. eig. Brynhildur Denise Forrest
og Láms Þ. Harðarson, gerðarbeið-
andi Húsnæðisstofnun ríkisins, 18.
júlí 1995-kl. 14.00._______________
Sigurhæð 12, Garðabæ, þingl. eig.
SumarUði Aðalsteinsson og Elín Hjör-
leifsdóttir, gerðarbeiðandi Húsnæðis-
stofhun ríkisins, 18. júh 1995 kl. 14.00.
Sigurhæð 6, Garðabæ, þingl. eig.
Magnús Jón Smith og Ólöf Inga Heið-
arsdóttir, gerðarbeiðandi Húsnæðis-
stofhun ríkisins, 18. júlí 1995 kl. 14.00.
Smáraflöt 15, Garðabæ, þingl. eig.
Sonja Ida Kristinsdóttir, gerðarbeið-
andi Gjaldheimtan í Garðabæ, 18. júh
1995 kl. 14.00.____________________
Stapahraun 3,0101, Hafnarfirði, þingl.
eig. Vatnsskarð hf„ gerðarbeiðendur
Iðnlánasjóður og Sýslumaðurinn í
Hafnarfirði, 18. júlí 1995 kl. 14.00.
Stapahraun 3,0102, Hafnarfirði, þingl.
eig. Vatnsskarð hf„ gerðarbeiðendur
Iðnlánasjóður og Sýslumaðurinn í
Hafiiarfirði, 18. júlí 1995 kl. 14.00.
Staðarhvammur 21,0101, Hafharfirði,
þingl. eig. Guðmundur óuðbjartsson,
gerðarbeiðendur Húsnæðisstofnun
ríkisins og Sýslumaðurinn í Hafhar-
firði, 18. júlí 1995 kl, 14.00.____
Stekkjarhvammur 19, 0101, Hafhar-
firði, þingl. eig. Ottó H. Karlsson,
gerðarbeiðendur Húsnæðisstofhun
ríkisins og Sýslumaðurinn í Hafhar-
firði, 18. júlí 1995 kl. 14.00.
Trönuhraun 1, 0001, Hafharfirði,
þingl. eig. Dráttarbílar (Pálmi Sig-
urðss.), gerðarbeiðandi Landsbanki
íslands, 18. júlí 1995 kl. 14.00.
Vesturholt 19,0101, Hafharfirði, þingl.
eig. Hannes E. Halldórsson, gerðar-
beiðandi Bæjarsjóður Hafnarfjarðar,,
18. júh 1995 kl. 14.00,_____________
Vesturvangur 22, Hafharfirði, þingl.
eig. Leifur Jónsson, gerðarbeiðendur
Húsnæðisstofiiun nkisins, Lands- -
banki íslands, Sparisjóður Hafhar-
fjarðar og Sýslumaðurinn í Hafiiarj
firði, 18. júh 1995 kl. 14.00.
Víðihvammur 1, 0202, Hafharfirði,
þingl. eig. Adolf Adolfsson, gerðar-
beiðandi Bæjarsjóður Hafnaifjarðar,,
18. júh 1995 kl. 14,00._____________
Álfaskeið 94, 0001, Hafnarfirði, þingl.
eig. Gísli Auðunsson, gerðarbeiðandi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, 18. júlí
1995 kl. 14,00,____________________
Óttuhæð 8, Garðabæ, þingl. eig. Bima
Óskarsdóttfi, gerðarbeiðandi Mark-
sjóðurinn hf„ 18. júh 1995 kl. 14.00.
SÝSLUMAÐUEINN í HAFNARFIRÐI