Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Page 27
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995
35
Yngra fólk á erfitt með að ímynda sér foreldra sína eða vini þeirra sem kynverur.
Kynlíf
aldraðra
Ýmsar bábiljur eru við lýði varð-
andi kynlíf eldra fólks. Margir líta
svo á að með vaxandi aldri hverfi
öll löngun eða þörf á kynlífi. Yngra
fólk á erfitt með að ímynda sér for-
eldra sína eða vini þeirra sem kyn-
verur. í mörgum bókum og flestum
kvikmyndum er dregin upp kyn-
laus mynd af eldra fólki þar sem
léttur koss á kinn, klapp á vanga
eða faðmlag er hámark líkamlegrar
snertingar. Samkvæmtviðtekinni
skoðun situr afi í ruggustól, tekur
í nefið, les Moggann og segir sögur
meðan amma þeytist um í eldhús-
inu, bakar kökur, eldar og strýkur
bamabarni létt um tárvota kinn.
Það er óhugsandi að þetta sómafólk
hafi sömu kynlífsþarfir og yngra
fólk. Kynlíf eða kynlifsáhugi full-
orðinna er stundum gerður hlægi-
legur, aumkunarverður eða í
versta falli glæpsamlegur. En þetta-
er rangt; eldra fólk er kynverur
eins og aðrir, hefur svipaðar þarfir
oglanganirogfyrr.
Kynhegðun aldraðra
Þær fáu rannsóknir sem til eru á
þessu sviði sýna svo ekki verður
um villst að fólk sem komið er yfir
sextugt heldur áfram að hafa kyn-
ferðislegar þarfir og þrár og hagar
sér í samræmi við þær í ríkari
mæh en margir héldu. Það helsta
sem í ljós kemur í þessum rann-
sóknum er:
Kynlíf aldraðra mótast að miklu
leyti af kynhegðun yngri ára. Kyn-
lífsáhugi þeirra sem áður höfðu
engan áhuga á þessum hluta mann-
legrar tilvistar vex ekki með aldr-
inum. Niðurstöður rannsókna
sýna að hafi kynlíf verið lélegt áður
fyrr í samskiptum fólks versnar
þaö, hafi það veriö gott breytist það
ekki mikið. Þau pör sem höfðu
mikla ánægju af kynlífi halda
áfram að njóta þess. í mörgum til-
vikum verður þaö betra þó að sam-
fórum fækki yfirleitt eitthvað með
árunum. Fólk stundar þess í stað
annað kynlíf, gælur, fitl, gagn-
kvæma fróun og sleikjur. Rann-
sóknir sýna að flest heilsuhraust
Á læknavaktínni
Óttar
Guðmundsson
læknir
eldra fólk heldur áfram að hafa
mikinn áhuga á kynlífi. Fólk telur
að kynlíf sé mikilvæg hfsnautn sem
auki innheika og unað í samskipt-
um.
Þetta á bæði við um gift fólk og
ógift. Flestir hafa mikinn áhuga á
að halda áfram innilegum tengsl-
um við aðra manneskju og telja það
sjálfsagða og nauðsynlega unaðs-
semd tilverunnar. Líkamleg veik-
indi geta þó sett stórt og breitt strik
í þennan reikning; fólk missir
trúna á sjálft sig og áhuga fyrir
ýmsum lífsnautnum, s.s. kynlífi.
Það kemur hka í ljós í þessum
rannsóknum að sjálfsfróun er mun
algengari meðal eldra fólks, gifts
sem ógifts, en áður var tahð. Helm-
ingur karla og kvenna á aldrinum
60-70 ára fróar sér reglulega, meðal
80-91 árs karla er tíðnin 46% og
htlu lægri hjá jafnöldum þeirra eða
35%. Sjáhsfróun er mjög góð kyn-
ferðisleg útrás fyrir þá sem ekki
hafa neinn bólfélaga og kemur sér
líka vel þegar lífsforunauturinn er
veikur eða fatlaður að einhveiju
leyti. Margir lenda þó í einhverjum
árekstrum við eigin siðgæðisvit-
und vegna þess að þeir telja sjáhs-
fróun niðurlægjandi, skammarlega
eða jafnvel syndsamlega.
Þeir sem kannað hafa þessi mál
eru sammála um að kynlíf hjóna
stjórnist í flestum tilvikum af
hehsufari karlmannsins. Nýleg
rannsókn á karlmönnum komnum
yfir sextugt sýndi að 35% þeirra
áttu í erfiðleikum með holdris.
Tæplega helmingur karla mhh sjö-
tugs og áttræðs kvörtuðu yfir sama
vandamáh. í mörgum thvikum
mátti rekja orsakir vandans th lík-
amlegra sjúkdóma, s.s. blóðþrýst-
ingshækkunar, hjartasjúkdóma,
æðakölkunar, sykursýki, offitu,
þunglyndis o.fl. Þessir sjúkdómar
ásamt mörgum fleirum valda
minnkandi kyngetu en hafa auk
þess sáiræn áhrif á karlmenn með
því að draga úr sjáhstrausti þéirra
og trú á sig sem kynveru. Líkamleg
hehsa karlsins stjórnar kynlífi
mun fremur en hehsufar konunn-
ar.
Niðurstaða
Hver einstakhngur er ábyrgur
fyrir því sem hann fær út úr eigin
kynlífi. Ef kynhfsins er ekki notið
glatast það að eilífu. Kynlhheldur
kynfærum í góðu ástandi og kemur
í veg fyrir andlega og líkamlega
hrörnun á sama hátt og margvísleg
áreynsla, hlaup, sund, göngur og
leikfimi styrkjavöðva, auka þol og
vehíðan. Rannsóknir á konum eftir
tíðahvörf sýna að reglulegt kynhf
kemur aö einhveriu leyti í veg fyr-
ir rýrnun legganga og shmhimna.
Líflegt kynhf örvar framleiðslu og
starfsemi kynkirtla. Boðskapurinn
er: Hægt er að hægja á líkamlegri
og andlegri öldrun með kynlífi.
Fréttix
Tryggingar á nýrri þyrlu Landhelgisgæslunnar:
Útboðið kært
til EFTA-
dómstólsins
- og Q ármálaráðuney tisins af tryggingamiðluninni NHK
NHK á íslandi, alþjóðleg vátrygg-
ingamiðlun, hefur kært fram-
kvæmd útboðs Ríkiskaupa á trygg-
ingum á nýrri þyrlu Landhelgis-
gæslunnar, TF-LÍF, til fjármála-
ráðuneytisins og EFTA-dómstóls-
ins. Útboðið fór fram nýlega og var
tilboði Sjóvár-Almennra tekið en
félagið bauð lægst, eða 58 milljónir
fyrir næstu tvö ár. Auk Sjóvár og
NHK tók danskt tryggingafélag
þátt í útboðinu.
„Við höfum jafnframt beðið f]ár-
málaráðuneytið um rannsókn á
ákveðnum atriðum útboðsins sem
að okkar mati benda til þess að
Landhelgisgæslan hafi haft áhrh á
það hver fékk þessi viðskipti. Við
höfum vissu fyrir því að forstjóri
Landhelgisgæslunnar var búinn að
gefa fyrirmæh um það 45 dögum
fyrir útboðið að Sjóvá-Almennar
ættu að sjá um allar tryggingar
Landhelgisgæslunnar í nútíð og
framtíð. Þetta er brot á reglum rík-
isins um innkaup og á reglum sam-
kvæmt EES-samningnum sem
segja til um að viðskipti yfir ákveð-
inni upphæð á vegum hins opin-
bera eigi að bjóða út á Evrópska
efnahagssvæðinu. Þetta útboö var
málamyndagjömingur því 45 dög-
um áður var búið að gefa þessi fyr-
irmæli sem blokkeruðu markað-
inn. Þetta var bara skrípaleikur,"
sagði Gísli Maack hjá NHK á ís-
landi í samtali við DV.
Fyrirmælin sem Gísh talar um
frá Landhelgisgæslunni eru þegar
Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri
skipti um tryggingar á þyrlunni
TF-SIF frá Leslie Nicholson Aviati-
on í London yfir til Willis Coroon
Aerospace án þess að útboð hefði
farið fram en Willis Coroon er
miðlari Sjóvár-Almennra á flug-
tryggingum félagsins. Leshe Nic-
holson hafði á síðasta ári fengið
tryggingar á TF-SIF með útboði.
í kæru NHK til fjármálaráðu-
neytisins er tekið fram að með
henni sé það ekki markmiðið að
kasta rýrð á forsvarsmenn Land-
helgisgæslunnar, nauðsynlegt sé
að skoða framkvæmd útboðsins í
ljósi þeirra staðreynda að Haf-
steinn sé fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
tryggingafélaga og hafi stundað
nám í tryggingatengdum fræðum í
London.
„Af þessu má draga þá ályktun
að forstjóri Landhelgisgæslunnar
hefur mjög góða þekkingu á því
hvernig alþjóðlegur vátrygginga-
markaður vinnur og hefur því
mátt vera ljóst að þegar hann færöi
vátryggingar á TF-SIF til Willis
Coroon Aerospace þá veitti hann
þeim um leið forgang að væntan-
legum vátryggingum TF-LÍF, en á
þeirri stundu var vitað að þær
kæmu til útboðs eigi síðar en í júní
1995. Auk þess hafa borist spurnir
af fundahöldum forstjórans í Lon-
don í apríl sl. með þeim aðhum sem
stóðu að lægsta tilboði í TF-LÍF,“
segir m.a. í kærubréfinu til fjár-
málaráðuneytisins.
-bjb
Góðir notaðir bílar
BMW 735i árg. '89, ek. 139 þ. km, ss.
svartur. Einn með öllu. Glæsil. bfll.
V. 3.200.000.
Audi 100 2.3E árg. '91, ek. 60 þ. km,
ss„ gylltur. V. 2.200.000.
Subaru Legacy 2.0 Arctic árg. ’92, ek. Suzuki GSXR 1100 árg. '88, ek. 20 þ.
58 þ. km, ss„ hvítur. V. 1.600.000. km, svartur, toppstand. V. 670.000.
Mercedes Benz 240D árg. ’80, ek. 270
þ. km, ss„ gulur. V. 350.000, einnig
árg. '83, grár, beinsk. Allur uppg.
V. 695.000.
Paradiso fellihýsi ’93. Notað I 5 daga.
Fæst á góðum kjörum. V. 450.000.
Opið laugardaga
13-17
Símar:
421-4690
421-4242