Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1995, Qupperneq 42
50 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 Afmæli Alfreð Hólm Bjömsson, bóndi að Útkoti á Kjalamesi, er áttræður í dag. Starfsferill Alfreð fæddist að Skálum á Langa- nesi og ólst upp til sex ára aldurs hjá móöur sinni og stjúpa, Tryggva Sigfússyni, á Þórshöfn á Langanesi. Þá fór hann til ömmu sinnar í fóður- ætt og föðursystkina að Strýtu við Hamarsfjörð. Hann flutti síðan með þeim suður. Alfreð vann almenn landbúnaðar- störf á uppvaxtarárunum en 1933 hóf hann járnsmíðanám í Héðni og stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík. Alfreð starfaði á Nesi á Seltjarnar- nesi 1938-AO, var á síldveiðum og stundaði síðan keyrslu frá 1940, m.a. hjá bæjarsímanum og við flugvall- argerð. Þá vann hann með eigin jarðýtu í Kópavoginum og viðar en Alfreð er einn af frumbyggjum Kópavogs. Auk þess stundaði hann vörubílaakstur hjá Þrótti um árabil. Alfreð flutti að Útkoti á Kjalarnesi árið 1950 og hóf þar búskap en stundaði jafnframt malarkeyrslu og annan akstur við vegagerð. Þá var Alfreð landpóstur í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi um skeið. Alfreð er maður hsthneigður en hann hannar höggmyndir og vinnur í járn. Þá hefur hann verið frí- stundamálari um skeið. Fjölskylda Alfreð kvæntist 12.10.1940 Huldu Hraunfjörð Pétursdóttur, f. 24.4. 1921, húsfreyju og rithöfundi. Hún er dóttir Péturs Hraunfjörð, skip- stjóra og verkamanns í Reykjavík, og k.h., Ástu Kristjánsdóttur hús- móður. Sonur Alfreðs og Guðlaugar Hannesdóttur er Björn Reynir, f. 2.5.1937, verktaki, kvæntur Erlu Jósefsdóttur og á hann sjö böm. Synir Alfreðs og Huldu em Haf- steinn Pétur, f. 29.1.1941, b. í Fífl- holtum, kvæntur Guðrúnu Jóhann- esdóttur en hann á fimm börn; Ósk- ar Már, f. 7.2.1944, kaupmaður, kvæntur Helgu Valdimarsdóttur og eiga þau þrjú böm; Sæmundur Unn- ar, f. 26.2.1945, vörubifreiðastjóri, kvæntur Dagbjörtu Flórentsdóttur og eiga þauþrjú böm. Hálfsystkini Alfreðs sammæðra, Tryggvaböm: Guðrún, f. 22.4.1920, húsfreyja á Þurrstöðum; Sigfús, f. 28.5.1923, d. 14.1.1991, verkamaöur í Kópavogi; Helga, f. 1.6.1924, hús- móðir; Jakob, f. 11.10.1926, d. 24.9. 1992, leigubifreiðastjóri í Kópavogi; Ólafur, f. 19.3.1929, pípulagninga- maöur í Kópavogi; Sverrir, f. 25.3. 1930, vélvirki í Kópavogi; Ingólfur, f. 7.5.1934, forstjóri; Signý Sigur- laug, f. 8.10.1936, verkakona í Grindavík. Foreldrar Alfreðs vom Björn Jónsson, f. 11.9.1891, d. 15.2.1921, verslunarmaður og b. í Stakkhamri, og Stefanía Kristjánsdóttir, f. 16.11. 1893, d. 1.11.1981, húsmóðirog verkakona. Ætt Meðal foðursystkina Alfreðs eru Ríkarður myndhöggskeri og Finnur listmálari Jónssynir. Bjöm var sonur Jóns, b. og smiðs á Strýtu við Hamarsfjörð, Þórarins- sonar, b. í Þórisdal í Lóni, bróður Maríu, móður Hans, hreppstjóra á Sómastöðum, afa Jakobs, sóknar- prests og rithöfundar og Eysteins, fyrrv. ráðherra, Jónssona. Móðir Jóns á Strýtu var Lísibet Jónsdóttir frá Núpsþjáleigu á Berufjarðar- strönd. Móðir Björns var Ólöf Finnsdóttir, b. og söðlasmiðs í Tunguhóli í Fá- skrúðsfirði, Guðmundssonar, bróð- ur Ingibjargar, ömmu Einars, afa Eyþórs Einarssonar, formanns Náttúruvemdarráðs. Móðir Ólafar var Anna Margrét Guðmundsdóttir frá Brimnesi við Fáskrúðsfjörö. Stefanía var dóttir Gunnars Kristjáns Jakobssonar, á Djúpalæk, Sveinssonar. Móðir Kristjáns var Hólmfríður Guðmundsdóttir. Móöir Stefaníu var Signý Sigurlaug, dóttir Alfreð Hólm Björnsson. Davíðs Sigmundssonar á Höfn á Strönd og Guðrúnar Jónsdóttur. Alfreð veröur með málverkasýn- ingu á laugardag og sunnudag í Út- koti á Kjalarnesi og tekur þá á móti gestum. Allir velkomnir. Sesselja Guðmundsdóttir Sesselja Guðmundsdóttir húsmóðir, Asparfelh 4, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Sesselja fæddist í Sandvík í Norð- fjarðarhreppi. Hún var ahn upp á Akri hjá Jóni Þórðarsyni og k.h., Jóhönnu Sveinbjömsdóttur hús- móður. Sesselja lauk skyldunámi í Nes- kaupstað og hússtjómamámskeiði í Húsmæðraskólanum á Hahorms- stað 1949. Hún vann lengi við versl- unina á Bakka en flutti árið 1949 th Reykjavíkur þar sem hún starfaði viö ljósmyndagerð th árins 1958, fyrst meö systur sinni við Bama- ljósmyndastofuna og síðar hjá Stj örnulj ósmyndum. Sesselja bjó í eitt ár í Bandaríkjun- um hjá Helgu systur sinni. Þá bjó hún á Fáskrúösfirði frá 1962 th 1984 og vann á þeim tima við fiskverkun, auk húsmóðurstarfanna, þar af í tvö ársemverkstjóri. Sesselja hefur búið í Reykjavík síöan 1984. Fjölskylda Sesselja giftist 25.1.1958 Ólafi Bergþórssyni, f. 14.10.1936, kennara. Hann er sonur Bergþórs Ólafssonar Theodórs, húsasmíðameistara í Reykjavík, og Torfhildar Jónsdóttur húsmóður. Börn Sesselju og Ólafs era Berg- þórTheodórs, f. 10.6.1958, sjávarút- vegsfræöingur í Noregi, kona hans er Greta Wikstrand meinatæknir og eiga þau þrjú börn; Ólafur Theo- dórs, f. 9.1.1961, myndlistarmaður, giftur Birnu Eggertsdóttur húsmóö- ur og eiga þau þrjú börn; Torfhhdur Theodórs húsmóðir, f. 9.1.1961, sam- býlismaður hennar er Ólafur Hólm Þorgeirsson tannsmiður og eiga þau þijúböm; SesseljaTheodórs, f. 10.1. 1969, nemi, sambýlismaður hennar er Lárus Valgarðsson nemi. Systkini Sesselju era Helga Þuríð- ur, f. 1.4.1914, húsmóðir í Bandaríkj- unum; María, f. 19.2.1917, húsmóðir í Reykjavík; Óskar, f. 16.2.1918, d. 4.8.1991, bóndi á Beitistöðum og síð- ar verkamaður á Akranesi; Einar Guðmann, f. 22.11.1919, skipstjóri og útgerðarmaður í Neskaupstað; Sveinn, f. 11.4.1921, d. 9.3.1983, bílstj., verkstj. og verslunarmaður í Neskaupstað; Guðrún, f. 5.7.1922, húsmóðir og ljósmyndari í Garðabæ; Magnús, f. 26.7.1923, kennari í Neskaupstað; Hallgerður, Sesselja Guðmundsdóttir. f. 2.8.1924, húsmóðir í Hafnarfirði; Sveinbjörn, f. 1.10.1926, rafmagn- seftirlitsmaður á Eghsstööum. Foreldrar Sesselju eru Guðmund- ur Grímsson, f. 14.7.1886, d. 19.2. 1941, frá Ásakoti í Biskupstungum, bóndi á Barðsnesi og síöar Sandvík í Norðfjarðarhreppi, og Sesselja Sveinsdóttir, f. 23.8.1891, d. 1.10. 1926, húsmóðir, frá Barðsnesi, Norö- fjarðarhreppi. Sesselja og hennar fjölskylda er á ferðalagi í Kaupmannahöfn. Haraldur Þórðarson Haraldur Þórðarson, fv. fram- leiðslustjóri, Hólmagrund 9, Sauð- árkróki, verður sjötugur á morgun, sunnudag. Starfsferill Haraldur er fæddur í Reykjavík en ólst upp hjá móðurafa sínum og ömmu í Vestmannaeyjum. Hann lærði th vélvirkja í Vél- smiðjunni Héðni hf. í Reykjavík, flutti th Siglufjarðar 1948, þar sem hann vann í iðn sinni hjá SR, th Ólafsfjarðar 1951, þar sem hann vann einnig í sinni iðn, var verk- smiðjustjóri í beinamjölsverk- smiðju, verkstjóri í saltfiskvinnslu, auk þess að vera framkvæmdastjóri hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðarog Útgerðarfélagi Ólafsfjarðar. Á Ól- afsfirði var Haraldur formaður sóknamefndar og meðhjálpari við Ólafsfjarðarkirkju mörg ár og eitt kjörtímabh var hann í bæjarstjóm þar. Haraldur og kona hans ráku þar einnig verslunina Lín hf. í 26 ár. Loks fluttist Haraldur tíl Sauðár- króks áriö 1987 þar sem hann sá um fóðurstöð fyrir loðdýrabændur í Skagafirði og Húnavatnssýslu, hann hefur auk þess verið með- hjálpari við Sauðárkrókskirkju frá 1.1.1993. Fjölskylda Haraldur kvæntist 14.8.1948 Rögnu Hólmfríði Pálsdóttur, f. 16.5.1925, fv. kaupmanni og verslunarmanni. Hún er dóttir Páls Guðmundssonar, f. 12.11.1883, d. 28.8.1956, veitinga- manns á Siglufirði, og Elínar Steins- dóttur, f. 25.11.1887, d. 12.5.1958, húsfreyju. Böm Haralds og Rögnu era Ehn Hólmfríður, f. 26.3.1950, nuddfræð- ingur og Þórður Gunnar, f. 28.9. 1963, viöskiptafræðingur, starfar hjá Bank One í Ohio, Bandaríkjun- um. Systkini Haralds era Magnea Katrín, f. 27.6.1923, húsfreyja í Kópavogi; Lína Guðlaug Þórðar- dóttir, f. 27.7.1927, kaupmaður og húsfreyja í Reykjavík; Guðbrandur Kjartan, f. 19.3.1929, afgreiðslumað- ur í Reykjavík; Guðmundur Jón, f. 15.6.1930, rafvirkjameistarií Garðabæ, og Katrín Wallace, f. 9.9. Haraldur Þórðarson. 1931, húsfreyja í Bandaríkjunum. Foreldrar: Þórður Ehert Guð- brandsson, f. 26.12.1899, bifvéla- virkjameistari, og Guðrún Marin Guðjónsdóttir, f. 19.8.1905, d. 3.3. 1983, húsmóðir. Haraldur verður að heiman á af- mælisdaginn. 95 ára Dagbjört Sigvaldadóttir, Hombrekku, Ólafsfiröi. 90 ára Guðrún Sigurðardóttir, Stigahlíö 2, Reykjavik. 80 ára Gissur Gíslason, Skólavörðustíg 6b, Reykjavík Garðastræti 6, Reykjavík. Garðar Kristjánsson varðstjóri, Miðvangi 106, Hafnarfirði. Eiginkona hanserÁsta Jónsdóttir. Þautakaámóti vinumog vandamönnum - áheimihsínufrákl. 15.00 áafmæl- isdaginn. Jónina Sisí Bender, Skúlagötu 78, Reykjavík. Pálmi Viðar Óskarsson, Hraunsvegi 13, Njarðvík. Ásta Laufey Haraldsdóttir, Kleppsvegi 58, Reykjavík. Pétur J. Pétursson, Hraunbæ 170, Reykjavik. Sverrir Tryggvason, Víðihlíö, Skútustaðahreppi. Arngrímur Stefónsson, Karlsbraut9, Dalvík. 70 ára Barði G. Jónsson, Bræöratungu 34, Kópavogi. Rey nald Þorvaldssoh, Skólavegi 42, Keflavík. PállJónsson, Löngufit 8, Garðabæ. 60 ára Guðrún Guðmundsdóttir, Huldubraut 13, Kópavogi. Bergþór Jónsson, Erluhrauni 7, Hafharfirði. Inga Ingólfsdóttir, Miöstræti 17, Bolungarvík. Þorbjörg Ingólfsdóttir, Kjalarlandi 4, Reykjavík. Ragnar Þór Ágústsson, Birna Ástvaldsdóttir, Mávahrauni 2, Hafnarfirði. Taechol Óskar Kim, Þrastanesi 20, Garöabæ. Edda Þ. Sigurjónsdóttir, Dalseli 34, Reykjavík. 40ára Brynhhdur Inga Einarsdóttir, Reykjavegi 84, Mosfehsbæ. Eyþór Arnórsson, Hlíðarbæ 14, Hvalfjaröarstrand- arhr. Byigja Dröfn Gisladóttir, Sigtúni 6, Vesturbyggö. Guðrún Vilborg Sverrisdóttir, Súlunesi 5, Garðabæ. Guðrún Ágústa Árnadóttir, Grettisgötu 73, Reykjavík. Soffía Guðmundsdóttir, Eyrarvegi 7, Akureyri. Gunnar Ólafur Gunnarsson, Vaharbarði 7, Hafnarfirði. Svava Viktoría Clausen, Klyfjaseh 4, Reykjavík. Sjá einnig afmælisgrein á bls. 47 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! yujLoAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.