Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Síða 6
20 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 Ferðir Eyjafjarðarsveit: Ættarmót Helga magra að Hrafnagíli Ættarmót Helga magra verður haldið á Hrafnagili í Eyjafirði um versiunarmannahelgina. Að Hrafnagili er tjaldstæði með fullkominni hreinlætisaðstöðu. Á staðnum er sundlaug og þar er rek- ið hótel og örskammt frá er Blóma- skáhnn Vín og 10 mínútna akstur er til Akureyrar. Á svæðinu verður komið upp torgi sem er myndað af 220 fermetra tjaldi, smáhýsum og veitingaskála. Meginhluti dag- skrárinnar fer fram á þessu svæði. Aðgangseyri að Ættarmóti Helga magra, sem fram fer um verslunar- mannahelgina, verður stillt í hóf. Fyrir alla dagana kostar 1250 kr. fyrir fullorðna og frítt er fyrir börn innan 16 ára. Einnig er hægt að kaupa sig inn sérstaklega á ein- staka daga og kostar það 750 krón- ur fyrir fullorðna en frítt er fyrir yngri en 16 ára. 700 krónur kostar á tjaldstæðin fyrir hvert tjald. Heimatilbúnar sultur og saft Dagskráin hefst á fóstudagskvöld með grilh og lifandi tónlist. Á laug- ardagsmorguninn verða skipu- lagðir leikir fyrir börn á öllum aldri. Þá veröur Skógrækt ríkisins meö leiðsögn um Grundarreit sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð. Á útimarkaði verður hægt að fá heimatilbúnar sultur og saft, brodd o.fl. Við Eyjaflarðará verður skipu- lögð dagskrá, torfæruakstur, kaj- akróður á ánni, krafta- og hæfni- keppni á dráttarvélum, flugdreka- keppni o.fl. Grillað verður á torg- inu og líf og fjör veröur við sund- laugina. Dúndrandi músík verður allt laugardagskvöldið, þar kemur Pálmi Gunnarsson og tekur gömlu, góðu lögin. Á sunnudaginn verða aftur leikir fyrir börn og helgistund í umsjá Hannesar Arnar Blandon. Gengið verður um söguslóðir Helga magra að Kristnesi undir leiðsögn Harald- ar Bessasonar, fyrrverandi rektors HA. Hátíðardagskrá verður á torg- inu helguð minningu Helga magra og Þórunnar hyrnu. Haraldur Bessason flytur minni þeirra hjóna. Aldraðir sýna gamla heyskaparhætti Sýnd verður glíma og fornir leik- ir og glímudeildir KR og HSÞ sjá um það. Félag aldraðra í Eyjafjarð- arsveit sýnir gamla heyskapar- hætti. Séra Pétur Þórarinsson í Laufási og Einar Georg Einarsson í Hrísey fara með gamanmál. Á boðstólum verður kaffi að sveitasið með nýbökuðum pönnukökum og kleinum. Á harmóníkusíðdegi sér Þuríður formaður og hásetarnir um fjörið og taka á móti gestaspilurum. Með- al þeirra sem grípa í nikkuna eru Guðjón Pálsson, Einar Guömund- son, Jón á Á o.fl. Hestakerra verður í förum á svæðinu og merktur fótboltavöllur til reiðu. 600 fermetra íþróttahús er á staðnum sem hægt verður að nota ef veður gerast válynd. Ættarmót Helga magra um versl- unarmannahelgina er hluti af Síð- sumri í Eyjafjarðarsveit sem stend- ur yfir þrjár helgar í ágúst. Helgina eftir verslunarmannahelgi verður árleg handverkssýning og 16.-20. ágúst verður sýningin Iðnaður ’95 sem er fjölskyldusamkoma þar sem íslensk iðnframleiðsla verður sér- staklega kynnt. ísafjörður: Unglingaferð á Homstrandir Á Isafírði er friður og ró um verslun- armannahelgina. Friður og ró er ekki útihátíð og ekki skemmtun sem skemmtikraftar eru fengnir til að annast. Nóg er hins vegar við að vera fyrir þá sem vilja njóta helgarinnar í rólegu og þægilegu umhverfi. Allar skipulagðar ferðir Vestur- ferða, sem í boði eru yfir sumarið, eru einnig í boði um verslunar- mannahelgina. Þar má nefna sigl- ingu með Eyjalín í Vigur kl. 14 alla daga, eins dags gönguferð frá Aðal- vík til Hesteyrar á sunnudag kl. 9, kvöldsiglingu í Jökulfirði á fóstu- dags- og sunnudagskvöld, siglingu með Blika í Æðey á laugardag kl. 13 og útsýnisflug með Flugfélaginu Erni í Reykjafjörð á Homströndum. Af lengri feröum, sem í boði verða, má meðal annars nefna gönguferð; Drangajökull - Kaldalón með leið- sögn. Fimmtudagskvöldið 3. ágúst verð- ur eins og aðra fimmtudaga frá 29. júní haldið Sumarkvöld í Tjöruhúsi, gömlu vörugeymsluhúsi í Neðsta- kaupstað á ísafirði. Þetta eru skemmtileg kvöld með þjóðlegu ívafi þar sem blandað er saman erindi sem flutt er á ensku og íslensku og tónl- ist. Viðfangsefnið þetta fimmtudags- kvöld er saga ísafjarðar sem bæjar verslunar og menningar. Lærdómsríkar ferðir fyrir unglingana Vesturferðir ásamt Jóni Bjöms- syni leiðsögumanni bjóöa unghnga- - einnig fjöldi annarra ferða frá ísafirði í boði um verslunarmannahelgina Slakað á í Hlöðuvík. Jón Björnsson leiðsögumaöur fyrir miðri mynd. ferðir á Hornstrandir um verslunar- mannahelgina. Lagt er af stað á fimmtudegi fyrir verslunarmanna- helgi og komið aftur á mánudags- kvöld. Ferðin er ætluð unglingum 13-16 ára. Siglt er í Hornvík og hafst þar við í tvær nætur og m.a. gengið á Horn- bjarg. Þá er gengið til Hlöðuvíkur og lokaáfangi ferðarinnar er ganga til Hesteyrar. Grillveislan á Hesteyri er síðan lokapunktur ferðarinnar. í Á leið í sjóinn i sól og hita. unghngaferðinni læra þátttakendur að umgangast búnað sinn, þeim er kennt á áttavita og að vaða ár. Þessar ferðir em heUbrigð skemmtun fyrir hressa krakka sem eru í góðu líkam- legu formi. Ferðin kostar 23.000 og eru innifaldar ferðir til og frá Ísaíirði með Flugleiðum, bátsferðir á Hom- strandir, leiðsögn og matur. Mynd- imar eru úr fyrstu ferðinni, 7.-11. júlí. A göngu frá Hornvík í Hælavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.