Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1995 Merming Björg Örvar sýnir um þessar mundir í Gerðarsafni. Óljós tákn - Björg Örvar í Gerðarsafni Fjölhyggja og óreiða samtímans eru mörgum myndlistarmönnum yrkis- efni. Gagnvart sumum virkar fjölhyggjan sem vítamínsprauta en fyrir öörum er hún letjandi og ruglandi. í skrá sýningar sinnar í Gerðarsafni lýsir Björg Örvar þeirri skoðun sinni að maðurinn sé „alltaf til hliðar við leit sína og... næstum ævinlega á villigötum. Hugsun hans (sé) af- strakt og fáar lausnir hans (reynist) honum betur en hið endurtekna öngþveiti ráðaleysisins". Hugsun Bjargar virðist líka vera afstrakt, a.m.k. við fyrstu sýn. En fyrr en varir koma í ljós útlínur lífrænna forma sem minna á eitthvað kunnuglegt, en eru þó ekki beinlínis augljósar tákn- myndir. Bakgrunnurinn virkar líka kunnuglegur og hefur greinilega til- vísun til íbúðablokka, samanber það sem Björg segir í skránni um brengl- un tengsla við hið sjálfgefna úr fortíðinni og ruglaðar viðmiðanir: „Er það einsog að koma að húsi sínu samtímis úr tveimur gagnstæöum átt- um?“ Formræn átök á bak og burt Af pisth Bjargar í skránni má greinilega sjá að hún hefur dvalist að undanförnu erlendis, fjarri þeim viðmiðum sem áður voru henni víta- mínsprauta. Verk hennar eru mun einsleitari en áður. Fjögur ár eru lið- Myndlist Ólafur J. Engilbertsson in frá því Björg sýndi síðast. Þá voru verk hennar afar fjölbreytt, en þó öll innan sviös málverksins, ef svo má segja. Áberandi voru samsett verk þar sem smáir fletir og stórir kölluðust á og sömuleiðis ólíkir grunnlitir, en línuteikningar óljósra forma voru þá sem nú megineinkenni hstar Bjargar. Verk hennar hafa einfaldast til muna og formræn átök eru nán- ast á bak og burt. Þrátafl tilfinninga og röksemda Eftir stendur þrátafl lífrænna og tilfinningalegra útlína og kalds og rökræns baksviðs sem þrengir að hinum lifandi línum í forgrunninum. Verkin eru mjög áþekk. Það er helst í verki númer þrjú sem dregur th tíðinda. Þar hefur kaldur rökhyggjubakgrunnnurinn öðlast lífræna eigind og gerir tilkall til þess að stela hluttekningunni frá línuteikningunni. Það er ekki alveg ljóst hvað Björg ætlar sér með þessum verkum. Hún kallar þessa röð tuttuguogeinnar myndar Tákn um siöferðisþrek, en að mínu mati gæti hún allt eins kallast Óljós átök tilfinninga og röksemda. Það er nokkur eftirsjá í þeim fersku átökum sem einkenndu áður hst Bjarg- ar. Þar var aö finna vissan brodd sem e.t.v. á eftir að koma aftur í ljós með endurnýjuðum tengslum við gömul og „ólógísk" viðmið. Sýning Bjargar stendur til 27. ágúst. ý næsta sölustað % Áskriftarsími 563-2700 | I landi drauma og goðsagna - Gunnar Karlsson 1 Gerðarsafni í myndlist samtimans er að líkindum að finna meiri fjölbreytni en nokkru sinni. Ef th vih skýrist það af þeirri megináherslu póstmódernismans að framúr- stefna í hstum geti ekki lengur haft neina merkingu. Allt sé jafnóðum brunnur fortíðar sem öll list hljóti að ausa úr. Gunnar Karlsson, sem nú sýnir verk sín í Gerðarsafni, hefur að minnsta kosti ekki óþarfa áhyggjur af því hvort list sín samræmist viðteknum nútímastíl. Gunnar málar að mannerískum hætti fyrri alda goðum líkar mannverur og gerir ekki minnstu tilraun til formrænnar einfoldunar og htbeiting er á þann veg að þaö mætti halda að myndavélin hafi ekki verið fundin upp, líkt og ameríski listrýnirinn Ant- hony Haden-Guest segir í vandaðri sýningarskrá. Það Myndlist Ólafur J. Engilbertsson eru heil sjö ár liðin frá síðustu sýningu Gunnars, sem undanfarið hefur dvalið í New York, svo það er for- vitnhegt að líta nánar á afraksturinn á þetta löngum tíma. Draumkennd heiðríkja Myndirnar á sýningu Gunnars eru aðeins sjö, svo ætla mætti að hann hafi ekki verið framkvæmdasam- ur undanfarin ár. Hér er þó einungis um verk frá síð- ustu fjórum árum að ræöa og greinhega er lögð í þau mikil vinna, svo ekki er við því að búast að afrakstur- inn sé yfirþyrmandi. Verkin eru hins vegar að ýmsu leyti yfirþyrmandi. Þar eru áberandi naktir mannslík- amar, goðum líkir, umvafðir vínberjaklösum og öðrum suðrænum ávöxtum. Myndir nr. 2-6 eru sérstaklega áberandi goðsagnalegs eðlis. Þar koma við sögu goð- verur á borð við einhyming (Meyjar, nr. 3) og vængjað- an fák (Dögun, nr. 6). Yfirleitt fellur khðmjúkur stíll listamannsins í ljúfa samfehda heild, en í síðarnefnda verkinu, sem er jafnframt það nýjasta á sýningunni - frá þessu ári, er eins og takist á adfar finleg vinnubrögð og gróf svo heildin verður ekki svo sterk sem skyldi. Verk númer 4 og 5 eru öllu symbólískari útgáfur hinn- ar martraðarkenndu endheysu sem einkenndi verk symbólista í lok síðustu aidar. Sameiginlegt er þessum verkum að þau eru býsna fjarlæg íslenskum veru- leika. í þeim ríkir draumkennd heiðríkja og guhin Dögun eftir Gunnar Karlsson. slikja á björtum ennum goðum líkra vera. Að mörgu leyti minna þær á Jesúmyndir sem voru til á flestum heimhum hér í denn. Jarðsamband í verkum númer 1, Litrófi, og númer 7, Kyrralífi, er að finna meira jarðsamband og tengingu við íslenska náttúru. Fyrrnefnda verkið er tvímælalaust mest gríp- andi af verkum sýningarinnar og e.t.v. því miður fyr- ir listamanninn, því það er elsta verkið, frá 1991. Þar liggur maður á hrjóstrugri heiði með engil á brjóstinu og regnbogi gengur upp af höndum hans. Sterkir htir regnbogans skapa eftirminnhega andstæðu við dimma jarðarhti myndarinnar. Slíkir htir eru gegnumgang- andi í síðarnefndu myndinni og þar nýtur sín vel sú leið listamannsins að blanda gullnum lit við liti htrófs- ins. Ekki er með öllu ljóst af þessari htlu sýningu hvernig list Gunnars Karlssonar mun þróast í næstu framtíð. Hann sækir talsvert th myndskreytingahefðar fyrri áratuga aldarinnar og ekki síður en til meistara fyrri alda. Hann mætti að ósekju nýta tækni sína bet- ur th fjölbreyttari efnistaka. Sýning Gunnars Karlssonar í Gerðarsafni stendur til 27. ágúst. Sviðsljós Stjömumar í fríi í Frakklandi Frakkland hefur verið vinsælt hjá kvikmyndastjörnunum í sum- ar. Nýlega voru Tom Hanks og Rita eiginkona hans í París ásamt fjög- urra ára syni sínum. Þar voru einn- ig Steven Spielberg og eiginkona hans Kate Capshaw ásamt þremur börnum sínum. Ýmsir voru að velta því fyrir sér hvort kapparnir væru ekki að ræða einhver framtiðaráform en þeir fullyrtu aö þeir væru bara að skemmta sér í heimsborginni. Tom Hanks og Steven Spielberg með nokkur barna sinna i Paris.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.