Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1995 45 Már Magnússon tenór verður i Deiglunni í kvöld. Már í kvöld klukkan 21 syngur Már Magnússon tenór í Deiglunni á vegum Listasumars á Akureyri. Á efnisskránni eru vinsæl íslensk lög sem teljast til perlanna í ís- lenskri tónlist. Má þar nefna lög eins og Gígjuna eftir Sigfús Ein- arsson og Sáuö þið hana systur mína eftir Pál ísólfsson. Einnig Tónleikar mun Már syngja lög eftir núlif- andi höfunda eins og Jón Þórar- insson og Jón Ásgeirsson. Þá veröa flutt vinsæl þjóðlög í út- setningum Sveinbjörns Svein- björnssonar. í heild má segja að dagskráin veröi létt og sumarleg þó að hún sé metnaðarfull. Lög eins og Sprettur eftir Sveinbjörn og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns ættu að lyfta stemn- ingunni á milli þess að slegið er á mjúka strengi með lögum eins og I fjarlægð eftir Karl 0. Run- ólfsson. Már Magnússon er búsettur á Akureyri og veitir söngdeild Tón- listarskólans þar forstöðu. Hann lærði í Vínarborg og á Ítalíu og starfaöi um skeið með Wiener Kammeroper. Hér á landi hefur hánn oft komið fram með Sinfón- íuhljómsveit íslands og haidið sjálfstæða tónleika. Gerrit Schuil, píanóleikari og stjómandi, situr viö píanóið á tónleikunum í kvöld. Hann er heimskunnur listamaður og hef- ur starfað beggja vegna Atlants- hafsins. Gerrit er hollenskur að uppruna en hefur verið búsettur hérlendis síðastliðin þrjú ár. Hann hefur spilað undir og stjórnað mörgum frægum söngv- urum, svo sem Joan Sutherland og Anton Dermota. Böm nátt- úrunnar í kvöld verð- ur myndin' BÖm náttúr- unnar eftir [j Friðrik Þór Friðriksson sýnd á nor- rænu kvik- myndakvöldi í Norræna húsinu. Sýning mynd- arinnar hefst klukkan 19. Fyrirlestur Torben Rasmussen, forstjóri Norræna hússins, kynnir starf- semi þess í dag klukkan 17.30. Samkomur Þjóögarðurinn í Jökuisár- gijútrum I kvöld klukkan 20 veröur farið i rölt frá tjaldstæðunum í Ásbyrgi. Röltið tekur um 1-2 klukkustund- ir. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfr- um er einn skemmtilegasti og fall- egasti staður landsins og eflaust hafa flestir íslendingar einhvem tíma tjaldað í Ásbyrgi eða Vesturd- al. Útivist í sumar fara landverðir með gesti i skipulagðar gönguferðir og fræðslustundir um þjóðgarðinn. Gönguferöirnar, sem farið er i á hverjum degi, eru mismunandi langar svo að allir ættu að fmna eitthvað við sitt hæfí. Farið er í rölt, sem tekur 1 til 2 klst., og lengri göngur sem taka 3 til 4 klst: Einnig Frá tjaldstæðunum i Asbyrgi. er í boði sérstök dagskrá fyrir börn á aldrinum 4 til 12 ára sem tekur um 1 til 2 klst. Hópar geta með fyrirvara óskað oftir sérstakri leiðsögn utn svæðið, nánari upplýsingar um einstakar gönguferðir er hægt að fá í síma 465 2195. Hraunsfjörður Inn af Hraunsfirði liggur stuttur dalur, Ámabotn, og um hann lá veg- urinn áður en fjörðurinn var brúað- ur. Einnig var gömul leið frá botni Kolgrafarfjarðar yfir Tröllaháls í Árnabotn, rúmlega 200 metra yfir Umhverfi sjó, og þótti allerfið vestan til. Gamli vegurinn kringum Hraunsfjörð er varla jeppafær lengur og verður því að ganga frá veginum við Berserkja- hraun. Þetta er 4-5 km leið en gott er að ganga eftir gamla veginum. Dalurinn er innilokaður af ijöllum á þijá vegu og fyrir botni hans er hamrahlíð mikil og falla þar niður tveir fallegir fossar. Vestar er Axar- hamar og hellisop í veggnum sem þjóðsagan tengir hellinum í Elliða- hamri. Gangan öll, með því að fara SÖmu leið til baka, er innan við 10 Heimild: Gönguleiðir á íslandi km Og tekur 3-4 tíma. eKir Einar Þ. Guðjohnsen. Þessi fallega stúlka fæddist á fæðingardeild Landspítalans þann 24. júli síðastliðinn klukkan 4.23. Hún var 3840 grömm að þyngd þeg- ar hún fæddist og 53,8 sm að lengd. Foreldrar hennar eru þau Heiður Krisijana Sigm’geírsdóttir og Reyn- ir Þórðarson. Þetta er fyrsta bam þeirra. Batman. Batman og Robin Batman er kominn aftur í bíó. Leðurblökumaðurinn, þetta þjáða góðmenni sem er í þetta skiptið leikið af Val Kilmer, gerir eins og ávallt sitt besta til að vernda saklausa íbúa Gotham- borgar. í myndinni Batman að eilífu, sem nú er verið að sýna í Sambíó- unum, á hann í höggi við tvo hættulega óvini, The Riddler, sem er snilldarlega leikinn af Jim <. Kvikmyndir Carrey, og Two Face sem Tommy Lee Jones túlkar frábærlega. Fleiri frægir leikarar eru í myndinni. Nicole Kidman er í hlutverki dr. Chase Meridan, sál- fræðings sem verður skotin í Leð- urblökumanninum, og Drew Barrymore leikur Sugar, hjálpar- hellu Two Face. Chris O’Donnell, sem lék aðal- hlutverkið í Scent of a Woman, leikur Robin, aðstoðarmann Bat- mans. Leikstjóri myndarinnar er Joel Schumacher sem leikstýrði myndinni The Client. Nýjar myndir Háskólabió: Jack and Sarah Laugarásbió: Friday Saga-bió: Á meöan þú svafst Bíóhöllin: Batman aö eilifu Bióborgin: Batman aó eilifu Regnboginn: The Madness of King George Stjörnubió: Fremstur riddara Gengiö Almenn gengisskráning LÍ nr. 182. 28. júlí 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 62,720 63,040 63,090 Pund 100,130 100,640 99,630 Kan. dollar 45,960 46,250 45,830 Dönsk kr. 11,6380 11,7000 11,6330 Norsk kr. 10,2060 10,2620 10,1920 Sænsk kr. 8,9040 8,9530 8,6910 Fi. mark 14,9490 15,0370 14.8250 Fra. franki 13.0830 13,1580 12,9330 Belg. franki 2,2007 2,2139 2,2109 Sviss. franki 54,5300 54.8300 54,8900 Holl. gyllini 40,4000 40.6400 40,5800 Þýskt mark 45,2800 45,5100 45,4400 It. líra 0,03949 0,03973 0,03865 Aust. sch. 6,4340 6,4740 6,4640 Port. escudo 0.4332 0,4358 0,4299 Spá. peseti 0,5280 0,5312 0,5202 Jap. yen 0,70930 0,71360 0,74640 irskt pund 103,150 103,790 102,740 SDR 97,51000 98,10000 98,89000 ECU 84,1500 84.6600 83,6800 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárétt: 1 klessa, 8 refsing, 9 vitskerti, 10 ökumaður, 11 flökt, 12 bjálkann, 15 féll, 16 beitu, 18 sleppa, 20 kvæði, 21 foss. Lóðrétt: 1 bók, 2 eftirmynd, 3 borði, 4 sveinana, 5 ruggi, 6 starfsamur, 7 tré, 13 andlit, 14 nuddi, 15 töf, 17 flas, 19 einnig, 20 ofn. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 atlæti, 8 feit, 9 æða, 10 riðil, 11 ar, 12 ætt, 14 nart, 16 krauma, 19 já, 20 glaum, 22 afl, 23 ærni. Lóörétt: 1 afrækja, 2 teit, 3 lið, 4 ætinu, 5 tæla, 6 iða, 7 virtum, 13 tagl, 15 raun, 17 ráf, 18 mar, 21 læ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.