Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1995 41 Fréttir Hjónaband Allt í veiðiferðina Seljum veiðileyfi í: Brynjudalsá, Þórisvatn, Kvíslaveitur, Seyðisá og Laugavegi 178, símar 551 6770 og 581 4455 Brynjudalsá: Hasso veiddi maríulaxinn Leikhús Þann 3. júni voru gefm saman í hjóna- band í Langholtskirkju af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni Kristín Hermanns- dóttir og Sæmundur Helgason. Heim- ili þeirra er að Orrahólum 3. Ljósmyndarinn - Lára Long. Þann 8. júlí voru gefm saman í hjóna- band í Áskirkju af séra Árna Bergi Sigurbjörnssyni Halla Kristín Guð- laugsdóttir og Gísli Örn Arnarson. Þau eru til heimilis að Móabarði 34, Hafnarfirði. Ljósm. Mynd, Hafnarfirði. Þann 18. febrúar voru gefm saman í hjónaband í Neskirkju af séra Guðmundi Óskari Ólafssyni Garðar Ólafsson og Ragnheiður Sigurðardóttir. Þau eru til heimilis í Garðabæ. Veiðivon Gunnar Bender „Þetta er stórkostlegt að veiða fisk- inn svona á flugu, sem vinur minn hnýtti í þýsku fánalitunum í gær- kveldi, hann Giovanni. Maríulaxinn var 4 pund og skömmu seinna veiddi ég 7 punda á þessa sömu Caramellu- flugu," sagði þýski auðkýfmgurinn Hasso Schiitzendorf sem var að veiða í Brynjudalsá í Hvalfirði á laugar- daginn. Hasso, sem er sjötugur, var að renna í fyrsta skipti fyrir lax á ævinni. Eiginkona Hasso, Astrid, sem er kólumbísk, veiddi fjóra fyrstu laxana sína á ævinni líka í Brynjudalsá á laugardaginn en hún setti í alls 6 laxa. Hópurinn fékk samtals 9 laxa. Sigurður Bjarnason veiddi tvo laxa og kona hans einn. „Hasso vini mínum þótti þetta meiri háttar að vera þarna við veiðar og fá tvo laxa til að taka fluguna hjá sér. Hann er óður að koma aftur og renna fyrir lax,“ sagði Friðrik Brekk- an, einn af leigutökum Brynjudalsár, á laugardaginn. Hasso fór að landi brot í morgun en frést hefur að hann hafi áhuga að koma aftur til íslands núna í ágúst og þá sérstaklega til aö renna fyrir lax í Brynjudalsá sem heillaöi Hasso verulega. í Brynjudalsá eru komnir 200 laxar á land á efra og neðra svæðinu. Hasso veiddi 200. laxinn í Bárðarfossinum, en það var 7 punda laxinn. Hasso og Giovanni Bianchi, ítalskur listmálari, við Bárðarfoss í Brynjudalsá og á steini við hylinn eru fyrstu laxarnir sem Hasso veiðir um ævina, 4 og 7 punda fiskar, á flugu. DV-myndir G.Bender Elliðárnar: Veiði- maðurinn dattofan í ána -áinsvörtígær „Það er erfitt að veiða við þessi skilyrði, áin er kolsvört og það gekk yfir garðinn á stífl- unni við Elliðavatn. Það var stórsjór þarna efra,“ sagðí Guð- mundur Bang í veiðihúsinu við Elliðaámar í gær en áin var svört á að lita og alls ekki veiði- leg í þessum ham. „Menn eru að reyna en það gengur rólega í þessu ástandi. Þaö var annað upp á teningnum við Gljúfurá í Borgarfirði fyrir fáum dögum. Þá lenti maður í mokfiski,“ sagði Guðmundur enn fremur. Þaö var ekki stætt við Elliða- ámar í gær og veiðimaður sem var að renna hugði ekki að sér. Allt í einu kom vindhviða og veiðimaðurinn tókst á loft og lenti í ánni. Honum varð víst ekki meint af flugferðinni. Elliðaámar höfðu geflð 442 laxa á hádegi í gær og flugan sækir verulega á.þessa dagana. -G. Bender ‘iðiugginn kominn af og veiðifélagarnir Giovanni, Friðrik Brekkan og Sig- ður Bjarnason hafa gaman af. SeláíVopnaflrði: 200 laxar komnir á land „Þetta er allt að koma í Selá í Vopnafirði og síðustu dagar hafa gef- ið um 40 fiska. Stærsti laxinn er 21 pund og veiddist á rauða franses," sagði Hörður„KR“ Óskarsson í gær- kvöldi. „Laxarnir eru komnir upp um alla á og síðustu daga hefur mikið af fiski komið í ána. Franskur veiðimaður missti boltafisk eftir eins og hálfs tíma baráttu í Rauöhyl á flugu. Þess- ir erlendu veiðimenn sem þessi út- lendingur var með veiddu 112 laxa á einni viku,“ sagði Hörður enn frem- ur. „Hofsá í Vopnafirði er komin með næstum 200 laxa og hann er 18 pund stærsti í Baröhyl. Fnjóská hefur gefið 22 laxa og 70 bleikjur," sagði Eiríkur Sveinsson á Akureyri í gærkvöldi. „Bleikjan er að mæta í meiri mæli í ána og eru stærstu bleikjurnar 4 pund. Stærsti laxinn í Fnjóská er enn þá 18,5 punda flskur,“ sagði Eiríkur í lokin. -G.Bender LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Stóra sviöiö kl. 20.30. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Fimmtud. 3/8, fimmtud. 10/8, föstud. 11/8, laugard. 12/8. Miðasaian er opln alla daga néma sunnudaga, frá kl. 15-20 og sýningardaga til kl. 20.30. Tekið er á móti miðapöntunum i síma 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Ósóttar mlðapantanir seldar sýning- ardagana. Gjafakort - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. C*lilfli ~ ~ *j*j ^ 9 0 4 - DV 17 0 0 Verö aöeins 39,90 mín. 1 Fótbolti 2 Handbolti 3 1 Körfubolti 4 j Enski boltinn 51 ítalski boltinn 61 Þýski boltinn 71 Önnur úrslit 8 j NBA-deildin 1} Vikutilboö stórmarkaöanna 2 ] Uppskriftir 11 Læknavaktin 2J Apótek 3 j Gengi lj Dagskrá Sjónvarps 2 Dagskrá Stöövar 2 3 [ Dagskrá rásar 1 41 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 51 Myndbandagagnrýni 6 j ísl. listinn -topp 40 7 j Tónlistargagnrýni 8 { Nýjustu myndböndin JLj Krár 21 Dansstaðir 3 j Leikhús 4j Leikhúsgagnrýni _5J Bíó 6 Kvikmyndagagnrýni 1} Lottó 2j Víkingalottó 3 Getraunir mmm aÍiflM DV 9 0 4 - 1 7 0 0 Verö aöeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.