Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1995 31 Fréttir Þrjátíu og f imm umsóknir um skólavist í Reykholti - enn er hægt að skrá sig Skólayfirvöld Fjölbrautaskóla Vest- urlands lögðu fram tillögur um fyrir- komulag skólastarfs í Reykholti í lok júní sl, Kynningarbæklingur var út- búinn og frestur til að sækja um skólavist rann út 20. júlí. Alls báðu 80 manns um upplýsingar um nám við skólann. 35 umsóknir nemenda hafa verið staðfestar og enn er tekiö við umsóknum. Einnig var auglýst eftir starfsfólki við skólann. Þrjár umsóknir bárust um stöðu skólastjómanda og 20 um- sóknir um störf í Reykholti. Búið er að ráða 6 manns, þar af Þórunni Reykdal skólastjórnanda, til að stjórna daglegu starfi í Reykholti. Margvísleg aðstoð við nemendur „Við getum tekið við hátt í 100 nem- endum í Reykholti en æskilegur fjöldi er 80-90. Nemendur munu fá margvíslega aðstoð. Þetta fyrir- komulag, sem verður í Reykholti, hefur verið haft á Norðurlöndum," sagði Þórir Ólafsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands. Að sögn Þóris er skólinn í Reyk- holti hugsaður fyrir 16-18 ára nem- endur sem eru að byrja framhalds- nám eða em skammt komnir á veg í því. Tekið verður á þeim vandamál- um sem nemendur kunna að eiga við að glíma. Reynt verður að vinna með hópinn og tveir fyrstu dagar hvers skólaárs fara 1 hópefli til að kynna nemendur innbyrðis og kynna þeim staðhætti, starfshð og fyrirkomulag skólastarfsins. Áhersla á listir „Unglingar eru í of litlum tengslum við atvinnulífið þar sem þeir fá oft einhæfa sumarvinnu. Skipulögð verður náms- og starfsráðgjöf og sér- stök áhersla lögð á hstir. Auk al- menns byrjunarnáms er góð aðstaða til náms í fjölmiðlun, smíðum, verk- legu námi og hestamennsku," sagði hús, hesthús, tölvuver, ljósmyndaað- Þórir. staða, myndbandavinnsla og út- í Reykholti er sundlaug, íþrótta- varpsstöö. Þórir Ólafsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands. Skólinn i Reykholti í Borgarfirði. DV-myndir JAK EIN MEÐ OLLU FYRIR FYRIRTÆKIÐ OG HEIMILIÐ fyrir: bílinn vrn _ fyrirtækið húsið & garðinn Mjög auðveld og þægileg i notkun. KEH/ X-tra 3600 er mjög öflug og ein- stakiega þægilega útbúin háþrýstidæla með öllum búnaði og fylgihlutum til þrifa utanhúss. Ekkert rispar lakkið meira á bílnum en drullugir og tjargaðir þvottakústar. rjiyiMiuui. i uinanuu spuiror, sjairvina srarusiopp, vainssianga i Kasettu, nreinsinal, froðustútur, 1 brúsi af bílhreinsiefni, 1 brúsi af hobbyhreinsiefni, 1 blöndunarbrúsi, 25 cm þvottabursti, hraðtengi fyrir vatnsinngang og vagn. Hámarks þrýstingur 140 bör, vatnsmagn á mín. 8,2/7, 51, þyngd 15,5 kg. Reks Rekstrarvörur • Réttarhálsi 2.110 Reykjavík • Sími: 587 5554 • Fax: 587 7116 R y Hagyrðinga- mótí Reykjavík „Hagyröingamótið verður í Súlnasal Hótel Sögu. Það verður fyrst sameiginleg máltíð og dag- skráin byrjar á meðan á máltíð- inni stendur," segir Sigurður Sig- urðarson um sjöunda hagyrð- ingamótið sem haldið er fyrir landið. Á mótinu verða fyrst haldin tvö stutt erindi en svo hefst glíma milli hagyrðinga. Seg- ir Sigurður að keppt verði í að kveöast á, eða skanderast, og einnig í að yrkjast á. Veitt verða verðlaun fyrir besta botninn. Sigurður segir: „Þetta er ekki bara fyrir hagyrðinga. Þetta er fyrir alla sem hafa unun af þvi að hlusta á vísur. Nýjar, áður óbirtar vísur verða látnar í Skáldu, skip sem sighr milli borð- anna. Vísunum verður haldið til haga og þær gefnar út.“ A hagyrðingamótinu munu margir af bestu hagyrðingum iandsins takast á. Hægt verður að fá vísnakver frá fyrri mótum á staðnum og gerast áskrifandi að nýrri þáttaröð alþýðuvísna. Að lokum verður dansað við harmoníkuieik þangað til birta tekur á ný. Hagyrðingamótið verður haldið laugardaginn 26. ágúst kl. 20.30. -GJ JKtatafc alíar myndirnar á einni mynd þannig að þú getur auðveldlega valið mynd til eftirtöku. HANS PETERSEN HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.