Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1995 17 DV Fréttir Fyrsta mótel- ið á íslandi opnaðí haust sunnan við Bor garQ ar ðarbrúna Rétt áöur en komið er aö Borgar- fjaröarbrúnni á norðurleið er óhjá- kvæmilegt aö taka eftir veglegu húsi í byggingu á vinstri hönd. Það eru Margrét Jónsdóttir og Guðmundur HaU Ólafsson í Ný-Höfn, sem er tölu- vert sunnar, sem eru að byggja. „Það verður gisting uppi og niðri verður mótel, 8 herbergi með sér- snyrtingu sem gengið verður inn í að utan. Þetta verður fyrsta mótelið á íslandi. Einnig verður þarna veit- ingasalur fyrir 70 manns og sjoppa. Meiningin er að vera líka með tjaldstæði, hjólaleigu og hestaleigu. Þarna verða heitir pottar og leikvöll- ur fyrir börn. Gestum gefst kostur á sjóbirtingsveiði i sjónum, bæði á bleikju og urriða,“ segja Margrét og Guðmundur. Margrét Jónsdóttir og Guðmundur Hall Ólafsson eru að byggja mótel við Borgarfjarðarbrúna. Suöurnes: Risanet við skipa- smíðastöð og 3 laxar Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum: Lögreglan í Keflavík fann og gerði stórt og voldugt veiðinet upptækt á laugardag. Því hafði verið komið fyr- ir í sjónum út frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og í því voru þrír laxar. Lögreglan hefur ákveðna menn grunaða að vera eigendur netsins. Stóran lögreglubíl þurfti til að ná í netið, svo mikið að vöxtum var það. Laxinn gengur inn í hafnirnar á leið sinni í hafbeitarstööina í Vogum og hefur fjöldi fólks stundað laxveiðar á stangir víða á Suðurnesjum en aðr- ir hafa notast við net til að ná í lax. Keflavík: Hafnargarðurinn að hrynja Ægir Mar Karason, DV, Suðumesjum: Aðalhafnargarðurinn í Keflavík liggur undir stórskemmdum og er að hruni kominn að hluta til. Sér- fræðingar í hafnamálum spá því að garðurinn muni hrynja og opna sig í gegn næsta vetur og þá sé stór- hætta á ferð. Garðurinn, sem oftast er nefndur stóra bryggjan í Keflavík, er 150 metra langur og 12 metra hár frá botni. Hann var byggður 1950 og hef- ur htið verið haldið við. Gert er ráð fyrir að viðgerð og breytingar á kant- inum kosti um 50 millj. króna. Setja þarf grjót utan um hann og breikka í 20 metra. Nú er hann 10 m breiður og í enda bryggjunnar 15 metrar. Að sögn Péturs Jóhannssonar, hafnar- stjóra í Keflavík, Njarðvík og Höfn- um, vonar hann og taldi nauðsynlegt að framkvæmdir hefjist sem fyrst. IV wJÉv 1 m aii j J i ” . - J, - f /'j tffi i Nýja húsið sem reiknað er með að verði fullbúið í haust. DV-myndir JAK Margrét er uppalin í Ný-Höfn en Guðmundur er Reykvíkingur. Þau hafa búið í Ný-Höfn í 18 ár. Þau voru með hefðbundinn búskap en núna reka þau ferðaþjónustu og Guð- mundur hefur auk þess unnið á Grundartanga. Meiningin er að þau flytji frá Ný-Höfn í nýja húsið þegar það verður tilbúið, en það er áætlað í haust. Ekki er búið að gefa staðnum nafn enn þá. Verkfræðistofan Alfa vann verk- fræðiþáttinn við nýja húsið og Guð- rún Jónsdóttir landslagsarkitekt teiknaði. Uppistaðan í útveggjunum er 14 einingahús af Grundartanga sem hætt var að nota. Kenwood ar sem gœðin heyrast ^gavegi 118 og ^ua,rstrgeti ^ gújwnrft ?kki-að bíða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.