Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 9
 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ1995 9 I i » I I Utlönd I læknismeðferð gegn vilja foreldranna: Æxlíð fyllir kviðartiolið „Tölvusneiðmyndin talar sínu máli. Æxlið hefur stækkað hreint ótrúlega. Það fyllir nær alveg upp í kviðarholið og þrýstir á önnur líf- færi. Það er furðulegt að þau skuh enn geta starfað," sagði austurríski læknirinn Klaus Lechner um 4,2 kílóa æxli í kviðarholi hinnar sex ára gömlu Oliviu Pilhar. Læknar hófu lyfjameðferð gegn æxlinu á sjúkra- húsi í Vínarborg í gærkvöldi, gegn vilja foreldra stúlkunnar. Foreldrar Oliviu litlu vildu ekki að hún gengist undir hefðbundna lækn- ismeðferð við æxlinu og fóru þar að ráðum þýsks „kraftaverkalækninga- manns“ sem heitir Ryke Gerd Ham- er. Kraftaverkamaðurinn mælir með náttúrulækningum. Dómstóll í bænum Wiener Neu- stadt fór að ráöum fjögurra manna sérfræðinganefndar og svipti for- eldra stúlkunnar forræði yfir henni. Hún var síðan flutt á aðalsjúkrahús Vínarborgar. Fjölmiðlar í Austurríki hafa verið yfirfullir af fréttum um Oliviu litlu undanfarnar vikur en foreldrar hennar flúðu m.a. með hana úr landi. Ástand hennar hefur hriðversnað að undanfornu og er æxhð nú 15 sinnum stærra en þegar það greindist fyrst. Lífshkur hennar eru ekki taldar miklar. Handtökuskipun hefur verið gefin út á kraftaverkalækninn og faðir OUviu verður handtekinn ef hann reynir að komast inn á sjúkrahúsið. Reuter Einhver stærsta loftbelgjahátíð Bandarikjanna stendur nu ytir i New Jersey og taka rúmlega eitt hundrað loftbelgir þátt í henni. Þessi mynd var tekin við bæinn Readington þegar belgirnir fóru á loft. Símamynd Reuter Lars Emil Johansen. Almenningurvar leiddur á villigötur Danskir embættismenn leyndu al- menning upplýsingum um nauðung- arflutninga íbúa Thule á Norður- Grænlandi árið 1953. Almenningur var mataöur með sögum um að Grænlendingarnir sjálfir hefðu beðið um að flytja á brott. Þetta kemur fram í leynilegum skjölum sem blað- iö Politiken skýrði frá í gær. Grænlendingarnir voru reknir að heiman vegna þess að bandarísk stjórnvöld vildu koma upp loftvarna- byssum við híbýh þeirra í grennd viö herstöðina í Thule. Dönsk yfirvöld vildu hins vegar gera allt til að kom- ast hjá árásum á Bandaríkjamenn í fjölmiölum. Bæjarfélagið í Thule hefur í mörg ár reynt að fá dönsk stjórnvöld til að borga skaðabætur til þeirra nauð- ungarfluttu en þeim kröfum hefur ætíð verið vísað á bug. Lars Emil Johansen, formaður grænlensku landstjórnarinnar, hefur nú tekið kröfuna beint upp við Poul Nyrup Rasmussen.forsætisráðherra. Ritzau ÞURRKARAR • Þvottamagn 4,5 kg. • Kalt loft síðustu 10 mín. • Snýr í báðar áttir • Rofi fyrir viðkvæman þvott • Með eða án barka • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR 20 RAFVORUR frá 27.997,- ÁRMÚLI 5 • 108 RVK • SÍMI 568 6411 PffPtnegariða PowerPC 601 örgjörvi 500 MB harddiskur \ÍB vinnsluminni (stœkkanlegt A Innbyggt geisladrif (CD JCÚM) 16 bita víðóma hljóð (iyti^og útfakj Innbyggt Ethertfet (AAJUÍ) 15" Apple-skjá^ slenskt hnapjfaborð íslenskt s\yrikerfi Apple-umboðið SKIPHOLTI 21 • SfMI: 511 5111 Heimasíðati: http:IIwww.apple.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.