Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ1995 39 Fréttir Svipað og að fóðra skepnur segir Jón Pétursson, garðyrkjubóndi á Kleppjárnsreykjum „Ég er mest með tómata og svo gúrkur en stöðin er of lítil til að ein fjölskylda geti lifað af henni, hún er 1600 fm en þyrfti að vera 2000-2500. Ég hef því stundað skólaakstur með á veturna til að drýgja tekjurnar. Við leggjum afurðirnar inn hjá Ágæti, ef varan selst ekki er það á kostnað bændanna. Offramleiðsla er á vissum tíma, þetta er svo árstíða- bundið. Ég hef einn og hálfan starfs- mann yfir sumartímann og við vinn- um bæði við þetta, konan mín og ég,“ sagði Jón Pétursson, garðyrkju- bóndi í Björk á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Jón, sem er lærður rafvirki, er al- inn upp í sveitinni, í Geirshhð, við hefðbundinn búskap og stundaði síð- an loðdýrarækt þar en flutti að Björk árið 1987 og hóf garðyrkjubúskap. Byggist á jarðhitanum Hann sagði að Kleppjárnsreykir væru ríkiseign og garðyrkjubændur þar væru 7. Byrjað heföi verið að beisla jarðhitann þar 1940 en það er hann sem garðyrkjubúskapurinn byggist á. „Við höfum með okkur garðyrkju- bændafélag. Við ráðum of litlu í sölu- málunum og erum ósáttir við GATT. Samkeppnin er hörð yfir vetrartím- ann, við vildum fá aðeins vernd á þeim tíma. Árið í fyrra var slæmt, verðið á tómötum hefur lækkað og er lágt, þó er það hærra í ár og samt: selst meira núna,“ sagði Jón. - Er þetta skemmtileg vinna? „Þetta er ekki verra en hvað ann- að, ekki ólíkt því að fóðra skepnur, gúrkan er hk hámjólka kú, mjög við- kvæm, það sést fljótt ef hana vantar eitthvað. Hunangsflugur til frjóvgunar Tómatplöntunar hafa batnað, miklar kynbætur fara fram erlendis. Við notum hungangsflugur til frjóvg- unar og það hefur gefist mjög vel. Tilraun var gerð með það í fyrra en nú er það almennt. Hunangsflugna- búin eru flutt inn og hvert bú endist í 8-10 vikur og kostar 17-18 þúsund. Ég er með þrjú hús en þarf ekki nema eitt flugnabú, það er bara fært á milli. Öllum plöntunum er hent út úr húsunum í nóvember, við notum hverja þeirra bara í eitt ár. Fræið er keypt, því er sáð í desember í einu húsinu. í febrúar eru plönturnar færðar yflr í hin húsin og hafðar í botnlausum pottum. Þegar þær fara að vaxa þarf svo að taka sprotana af og binda plönturnar upp og þaö er heilmikil vinna. Þegar tómatarnir fara að þroskast er farið á morgnana og þeir þroskuðu tíndir af. Á meðan fljúga hunangsflugurnar um en þær láta mann alveg í friði,“ sagði Jón Pétursson. Tveir hestar týndir Jón Benediktsson, DV, Hvolsvelli: Lárus Bragason, sem tapaði 64 hrossum á Tindfjallajökul um miðj- an júhmánuð, saknar enn tveggja hesta. Annar hestanna er leirljós, blesóttur og glaseygður en hinn jarp- ur. Lárus hefur tvisvar flogið yfir svæðið þar sem tahð er að hestarnir geti verið, en leitin hefur ekki borið árangur. Möguleiki er talinn á því að hestarnir tveir hafl blandast í hóp trússhesta, en undanfarið hefur ver- ið mikil umferð hestamanna með fjölda hesta um hálendið. Nokkrir af þeim hestum sem Lárus tapaði á Tindfjöll blönduðust hópi annarra hrossa sem struku til byggða af Ragnárvallaafrétti, en þau náðust síðar við Þríhyrning. Lárus er nú með ferðahóp á sömu slóðum, en hefur einskis orðiö var enn sem komið er. Jón Pétursson, garðyrkjubóndi i Björk, ásamt Pétri syni sinum, 10 ára, við hunangsflugnabúið í einu gróðurhús- inu. Þórvör Embla Guðmundsdóttir, kona Jóns, og dóttirin, Sigríður Hrefna, 6 ára, voru ekki heima. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.