Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 Fréttir_________________________dv Tindum lokað þrátt fyrir góðan árangur - óvíst hvað verður um unglinga sem þurfa á hjálp að halda vegna vlmuefnaneyslu Ákveðiö hefur verið að loka Tindum 1. september næstkomandi vegna lítillar nýtingar meðferðarrýmis þar. Frá því meðferðarheimilið var opnað hafa um 250 ungmenni notið þjónustu þar. „Ég vona aðeins að eitthvað gott komi út úr dagdeildinni sem trúlega á að stofna eftir lokun Tinda. Þannig vona ég að þessi dýrmæta reynsla sem komin er glatist ekki. En ég hika þó ekki við að segja að lokun Tinda sé skref aftur á bak í meðferðarstarfi fyrir unglingana okkar og þó dag- deild sé góðra gjalda verð finnst mér að verið sé að stórminnka þjónustu á þessu sviði fyrir unglinga og flöl- skyldur þeirra," segir Sigrún H. Magnúsdóttir, forstöðukona með- ferðarheimilis fyrir unglinga að Tindum á Kjalarnesi. Ákveðiö hefur verið að loka Tind- um 1. september næstkomandi vegna lítillar nýtingar meðferðarrýmis þar. Frá því meðferðarheimilið var opnað hafa um 250 ungmenni notið þjón- ustu þar. Samkvæmt nýrri könnum sem Páll Biering, fyrrum aðstoðar- deildarstjóri Tinda, hafði umsjón með og gerð var á árangri 123 ungl- inga, sem höfðu farið í vímuefnameð- ferö á Tindum, kemur í ljós aö um 40 prósent þeirra sem fóru í fulla meðferð höfðu verið án vímuefna í tvö ár eða lengur, ríflega 50 prósent í á annað ár og 60 prósent í allt að eitt ár. í könnunninni kemur enn fremur fram að 42 prósent unglinganna höfðu ahst upp á heimili þar sem annað eða bæði foreldri áttu við vímuefnavandamál að stríða. Jafn stór hluti hafði sætt kynferðisofbeldi og álíka stór hluti hafði gert tilraun til sjálfsmorðs. Þá höfðu 56 prósent unglinganna stundað afbrot í hálft ár eða lengur. Könnunin náði enn fremur til for- eldra unglinganna og telur lang- stærstur hluti þeirra að þeim líði betur eftir meðferð unghngsins. Aukinheldur töldu 80 prósent for- eldranna sér hða betur og samskipti við aðra fjölskyldumeölimi hefðu batnað. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bamaverndarstofu og fyrrum áð- stoðarmaður Jóhönnu Sigurðardótt- ur, fyrrum félagsmálaráðherra, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvað taki við eftir að Tindum verður lokað. Starfsmenn Barnavemdar- stofu hafi í samráði við starfsfólk Tinda leitað leiða til að hægt sé að halda áfram að hðsinna þeim ung- mennum sem þurfa á hjálp að halda vegna ofneyslu áfengis og annarra vímuefna. „Sjónir okkar hafa beinst að hugs- anlegum rekstri dagdeildar fyrir börn og unghnga. Jafnframt erum við að skoða möguleika á samstarfi við Landspítalann um meðferð af þessu tagi. Ákvörðun um framhaldið verður tekin fyrir lokun Tinda,“ seg- ir Bragi. Hann segir enn fremur aö undan- farin ár hafi verið unnið gríðarlegt starf í að endurskipuleggja alla með- ferð fyrir unglinga. Hluti þeirrar endurskoðunar hefur leitt til þess að fyrirhugað er að setja á laggirnar sérstaka meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Ætlunin er að hefja bygg- ingu á þessari nýju stöð í Grafarvogi nú í haust og vonandi verður hún tilbúin næsta vor. -GF/pp Menntamálaráðherra: Ekki lagaleg skylda að auglýsa ný störf „Strax og ég kom hér til starfa átt- aði ég mig á því að styrkja þyrfti lög- fræðilega starfsemi og ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri best að fela lögfræðingi sem hér hefur verið að taka þetta að sér. Eftir að stjórnsýslulögin voru sett hafa auk- ist mjög kröfur til þess að farið sé að lögum og reglur séu skýrar. Álag- ið varðandi eftirlit ráðuneytísins hef- ur stóraukist og þess vegna held ég að þessi ráðstöfun muni auka mjög á réttaröryggi og skilvirkni í ráðu- neytinu,“ segir Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra. Bjöm Bjarnason hefur stofnað nýtt lögfræði- og stjórnsýslusvið innan menntamálaráðuneytisins og ráðið Þórunni J. Hafstein, deildarstjóra í lista- og safnadeild ráðuneytisins, sem skrifstofustjóra sviðsins frá 1. október án þess að auglýsa starfið fyrst. Ráðherra segir að samkvæmt lögum sé ekki skylt að auglýsa störf innan ráöuneytisins laus til umsókn- ar og hafi sami háttur veriö hafður á nú sem áður innan Stjórnarráðs- ins. - En verður þetta th þess að starfs- mannafjöldi eykst? „Nei, vonandi ekki.“ -GHS í dag mælir Dagfari Hverjir verða reknir? Eitt alvarlegasta vandamál þjóðfé- lagsins er heilbrigðiskerfið. Islend- ingum er hjúkraö of mikið, lækn- ingar ganga alltof langt og baráttan um að koma sjúklingum til bata er að sliga ríkiskassann. Þetta þjóðar- böl er að fara með okkur. Ríkisút- gjöldin vaxa og vaxa og heilbrigðis- kerfið bólgnar út í hvert skiptí sem einhver Mörlandinn veikist. Menn reka um harmakvein þegar sjúkl- ingur er lagður inn á spítala og þó að sjúklingarnir séu nógu slæmir eru starfsmenn sjúkrahúsanna ennþá verri. Þeir kosta of mikið. Hver heilbrigðisráöherrann á fætur öðrum hefur þurft að kljást við þetta. vandamál. Fráfarandi ráðhema,- Sighvatur Björgvinsson, greip til þeirra ráða að láta sjúkl- ingí*na borga hærra verðfyrir lyfin og innlagnirnar og sagöi.að hinum veikii værí nær að veikjást og þeir ættu ekkert betra skhið en. að fá aö borgá brúsann af sínu eigin hehsuleysi. Nýi hehbrigðisráðherrann fer varlegar í sakirnar. Ráðherrann heitir Ingibjörg og hún er hjúkrun- arkona að mennt og henni er ahs ekki eins hla við sjúklingana og Sighvati. Ingibjörg er að hallast að þeirri skoðun að orsök vandans liggi hjá starfsfólki sjúkrahúsanna og hún hefur boðað niðurskurð í mannahaldi vegna þess að heil- brigðiskerfið þarf ekki á slíkum fjölda að halda og sjúklingarnir geta lifað það af að hafa færri til að hjúkra sér. Það sem mestu máh skiptir þó er hitt að ríkiskassinn stendur ekki undir allri þessari þjónustu og auðvitað gengur ríkis- kassinn fyrir heilsunni ef menn ætía að lifa þessa kreppu af. Gunnlaugur Þórðarson lögfræð- ingur og lífsspekingur gðrir þetta vandamál að umtalsefni í blaða- grein í gær og segir: „Það má vera þrungið andrúms- loft á Landspítalanum nú, þegar starfsfólk byr við þá ógn, að vera sagt upp störfum áf því að fækka. þarf starfsfólkf. Hlýtur það að minna á hugarfarið, '_sem rjkti í sovéskum stofnunum', þar sem' starfsmenn urðu að' njósna hver um annan fyrír yfirboðara sína.“ Hér hittir dr. Gunnlagur naglann á höfuðið. Th aö leysa það þjóðfé- lagsböl, sem stafar af hehbrigöis- kerfmu og alltof mörgu starfsfólki sem sinnir þeim líkriarmálum, þarf hver starfsmaður að standa sína plikt og gefa skýrslu um hvern þann samstarfsmann sem er að svikja þjoðina í starfi smu a._spit- ölunuiri. Svikin eru ekki fólgin í því að vinna hægt og seiht og hla, heldur hinu að ganga rösklega'tíl verks og vinna langan vinnudag. Fólkið sem leggur sig allt fram á sjúkrahúsunum til að aðstoðá og umannast sjúklingana er einmitt sá hópurinn sem kostar ríkiskass- ann mest. Það fólk þarf að reka þegar upp um það kemst-óg það er af hinu'. góða ef yfirvöld geta skipulagt njósnir starfsrpanna hver um ann- an tíl að fletta ofan af þeim landráð- um og því ábyrgðarleysi að sóa þjóöarverðmætum og takmörkuð- um ríkispeningum í yfirvinnu og afköst sem auka vandann enn meir. Sovétríkin urðu að stórveldi í kraftí þeirra njósna og uppljóstr- ana sem prýddu holla þjóðfélags- þegna. Sovéska kerfið var th fyrir- myndar vegna þess að þar hugsaði enginn um sjálfan sig eða gott heil- brigðiskerfi heldur um hitt að eng- inn hefði það betra en annar með því að vinna meira en aðrir. Þetta kerfi á einmitt að taka upp á Landspítalanum, vegna þess að Landspítalinn eins og önnur sjúkrahús er gróörarstía sóunar og eyðslu á almannafé. Þar eru marg- ir maðkar í mysunni og þeir verða ekki upprættir nema til þeirra sé sagt. Dýrt heilbrigðiskerfi verður ekki brotið á bak aftur nema þeir sem þar starfa ög vilja kerfiö feigt komi upp urii þá sökudólga sem standa fyrir hjúkríminni. Það gengur ekki lengur' að láta lækna, hjúkrunar- .fólk, sjukrahða ogaðra í heilbrigð- isstéttunum komast upp meö 'þá kneisú að vinria svo langan vinnu- dag að ríkissjóður riði til falls. Þetta skilur Ingibjörg heilbrigðis- ráðherra. Hún skhur og veit að það éru ekki sjuklingarnir sem skapa vandann heldur déskotans hjúkr- unarfólkið og öll sú vinna sem það leggur á sig. Þá vinnu verður að stöðva með sovéskum aðferðum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.