Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995
7
Fréttir
Lágar tekjur eignafólks:
Höldum peningunum
í veltu fyrirtækisins
- segir Karl J. Steingrímsson 1 Pelsinum
Álagningarskrá liggur frammi á
skattstofum nú um þessar mundir.
Samkvæmt henni voru ýmsir menn '
sem eiga miklar eignir með lágar
tekjur á síðasta ári. Eðlilegar skýr-
ingar geta verið á því. Stundum reka
menn t.d. eigið fyrirtæki og borga
sjálfum sér ekki hálaun. Varast ber
að rugla saman hagnaði fyrirtækis
og tekjum eiganda þess. Hins vegar
birtast hér nokkur athyglisverð
dæmi þar sem fólk, sem heíði mátt
búast við að væru með háar tekjur,
er í raun ekki svo tekjuhátt sam-
kvæmt álagningarskrá.
Þekktir lögmenn eins og Jón Odds-
son og Jón Magnússon voru með
frekar lágar tekjur. Jón Oddsson var
með 87 þúsund krónur á mánuði en
Jón Magnússon 131 þúsund.
Gunnar Þorsteinsson, forstöðu-
maður Krossins, sem býr í ágætis
húsi í Hafnarfirði, var einungis með
88 þúsund krónur á mánuði. Óskar
Finnsson, veitingamaöur á Argent-
ínu, var með 126 þúsund krónur á
mánuði á árinu. Einnig rekur hann
Carpe Diem. Þórarinn Ragnarsson,
sem keypti hið vinsæla kaffihús,
Kaffi Reykjavík, fyrir skömmu, var
með 158 þúsund á mánuði í fyrra.
Hann á einnig skyndibitastaði. Tóm-
as A. Tómasson veitingamaður var
með 58 þúsund á mánuði. Sjálfur
hefur hann sagst ekki vilja greiða sér
hærri laun fyrr en honum hefur tek-
ist að koma Hótel Borg út úr ákveðn-
um erfiðleikum sem nú eru.
Hjónin Karl J. Steingrímsson og
Ester Ólafsdóttir í Pelsinum voru
samtals með rúm 200 þúsund á mán-
uði. Margir hefðu búist við að tekjur
þeirra væru meiri en Karl segir: „Við
hjónin erum saman með þrjár millj-
ónir í árstekjur. Við erum ekki með
þunga greiðslubyrði. Við erum að
reyna að halda peningunum í veltu
fyrirtækisins og láta fyrirtækið
dafna. Það kemur að því að sjálf-
sögðu að maður tekur meira út úr
fyrirtækinu. Þetta er bara lífeyris-
sjóðurinn sem er verið að byggja
upp.“
Félk viö hungurmérk •
- mánaðartekjur í þúsimdum króna á árinu 1994
rstm. Krossins
i ö
kvstj. Strimlaffiuggati
< «---> «gr
isson veitmgamaður gr
50
:ir, Pelsinum
100
Thor Thors, framkvæmdastjóri Strimlagluggatjalda, býr á Skildinganesinu.
Tekjur hans eru 61 þúsund krónur á mánuði.
Úttekt á tekjum feröamálafrömuða:
Mjög misjaf nar tekjur
Kjartan Lárusson tekjuhæstur
Tekjur ferðamálafrömuða voru
misjafnar á síðasta ári samkvæmt
álagningarskrá. í úttekt DV var
Kjartan Lárusson, framkvæmda-
stjóri Ferðaskrifstofu íslands, með
hæstar tekjur. Voru þær 694 þúsund
krónur að meðaltali á mánuði á síð-
asta ári.
Næstur á eftir honum á listanum
kemur Hörður Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar. Hann
var með 568 þúsund krónur á mán-
uði. Hinn þriðji er Böðvar Valgeirs-
son, framkvæmdastjóri Atlantik með
499 þúsund í mánaðartekjur en hinn
fjórði er Helgi Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Samvinnuferða-Land-
sýnar, meö 458 þúsund á mánuði.
Lægstur á listanum er Ingólfur
Guðbrandsson sem rekur Heims-
klúbb Ingólfs. Hann var með 107 þús-
und krónur á mánuði. Næstlægst á
listanum er íslaug Aðalsteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu
Reykjavíkur, með 184 þúsund á mán-
uði í fyrra.
Laugarásvegur 35, hús Esterar og Karls i Pelsinum.
Um hinar miklu eignir sem hjónin eignir ekki persónulega. Það er fyrir-
eiga segir Karl: „Við eigum okkar tækið sem á þær.“
íbúðarhúsnæði skuldlaust en aðrar
Jóhann vildi föst laun fyrir for
mennsku í framkvæmdaráði
Magnús Jón Árnason, fyrrverandi
bæjarstjóri í Hafnaríirði, segir að
Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfull-
trúi og fyrrverandi forstjóri Hagvirk-
is-Kletts, hafi lagt til við meirihluta
Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda-
lags að stofnað yrði framkvæmda-
og tækniráð sem yrði á fóstum mán-
aðarlaunum og að formaður ráðsins
fengi 50 prósenta álag áður en meiri-
hlutinn sprakk í vor. Tillaga um
framkvæmda- og tækniráð hefur nú
verið samþykkt í bæjarráði Hafnar-
fjarðar en stofnun ráðs af sama tagi
var fyrirhuguð í fyrri meirihluta og
umsamið að Jóhann yrði formaður.
„Þetta plagg hafði ég séð einu sinni
áður og þá sem bæjarstjóri og ég
hafnaði því þá. Þaö var inni í því að
ráðið ætti að vera á fóstum launum,
það er á launum hvort sem það yrði
fundur eða ekki, og að formaðurinn
yrði með 50 prósenta álag. Mig
minnir að launin hafi átt að vera 80
prósent af launum bæjarráðs. Þetta
var ekki inni í tillögunni um fram-
kvæmda- og tækniráð en ég spurðist
skriflega fyrir og fæ væntanlega svar
á næsta bæjarráðsfundi," segir
Magnús Jón Árnason.
Bæjarráðsfulltrúar i Hafnarfirði fá
röskar 49.000 krónur á mánuði og
formaður bæjarráðs tæpar 75.000
krónur eftir álag. Bæjarfulltrúar fá'
rúmar 37.000 krónur fyrir setu í bæj-
arstjórn og forseti bæjarstjórnar fær
rösklega 68.000 á mánuði. Bæjarfull-
trúar fá 3.560-4.450 krónur fyrir
hvern nefndafund og formenn fá 50
prósenta álag. Af framansögðu er
ljóst að formaður bæjarráðs er bæj-
arfulltrúa launahæstur með yfir
112.000 á mánuði og á þá eftir að fá
greitt fyrir nefndir.
Hvorki náðist í Jóhann G. Berg-
þórsson í gær né fulltrúa Alþýðu-
flokksins til að grennslast fyrir um
þaö hvernig greiðslum veröur háttað
fyrir setu í framkvæmda- og tækni-
ráði. -GHS
\feJcjur
— mánaðartekjur í þúsundum króna á árinu 1994 —
i ' ■ui'.Á_____ i
694
ir Guöbrandsson, Hfimsklúbbur Ingólfs
200 400
DV
IDE BOX dýnurfara
vel með hrygginn þinn.
IDEmmbler
Kauptu IDE BOX
það borgar sig.
I5LANDI
n Danskur smekkur er "dejlig'
Húsgagnahöllinni
S: 587 1199 - Bfldshöfði 20-112 Reykjavík