Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995
9
Stuttar fréttir
Uflönd
Ræna banka til
að eiga fyrir mat
Þrír alnæmissmitaðir karlar á ítal-
íu, sem hafa framið hvert bankarán-
ið á fætur öðru að undanfömu, segj-
ast ætla að halda uppteknum hætti
þar til þeir fái meiri skilning og að-
stoð frá ríkinu. Samkvæmt ítölskum
lögum er ekki hægt að senda alnæm-
issmitaða einstaklinga í fangelsi og
það vita þremenningamir. ítalskir
íjölmiðlar kalla þá alnæmisbófana.
„Við rænum af því að við erum til-
neyddir. Til að borða, til að halda
máh okkar vakandi. Ég hef beðið eft-
ir aðstoð frá árinu 1989 þegar ég upp-
götvaði að ég haföi sýkst. í hvert
skipti sem ég spyr er mér sagt að
bíða aðeins lengur. Ég dey úr hungri
í millitíðinni," sagði Ferdinando Att-
anasio, einn þremenninganna, í við-
tah við blaöið La Stampa í Torino.
Hann benti á að þeir heíðu aldrei
skaðað neinn í bankaránunum.
„Látið mig fá vinnu, stað th að búa
á og komið mér í meðferð og ég skal
hætta að ræna. Annars held ég því
áfram,“ sagði annar ræningi, Sergio
Magnis, í viðtali við blaðið La
Repubbhca.
Þriðji ræninginn, Antonio Lam-
arra, benti á að ríkið væri meira en
fúst að greiða kjaftatífum mafíunnar,
mönnum sem hafa myrt annað fólk,
laun, auk þess sem greitt væri fyrir
lífverði handa þeim.
Mikihar reiði gætir meðal almenn-
ings vegna rána þremenninganna og
hefur dómsmálaráðuneytið lofað að
breyta lögunum sem banna að al-
næmissjúkhngar séu sendir í stein-
inn.
„Alnæmisbófarnir" ræna banka á
Torino-svæðinu um hábjartan dag
og eru ekkert að reyna aö fela andlit
sín. Þeir rændu banka síðast á fostu-
dag, vopnaðir litlum vasahnífi, að
sögn lögreglunnar. Ræningjarnir
voru handsamaðir eftir ránið á fóstu-
dag en var síðan sleppt vegna laga
frá 1993 sem banna fangelsun þeirra
sem eru haldnir banvænum sjúk-
dómi á lokastigi. Alnæmi á lokastigi
thheyrir þeim flokki.
„Þegar ég ræni banka hlæ ég ekki
upphátt eins og skrifað hefur verið.
Ég er skíthræddur við að deyja eins
og ahir aörir, skíthræddur um að
lögga skjóti mig,“ sagði Ferdinando
AttanaSÍO. Reuter
konurvinnaen
fáennlægrilaun
Breskar konur vinna meira og
eignast færri böm en áður en
laun þeirra eru enn lægri en laun
karla. í ofanálag lenda heimilis-
verkin að mestu leyti á konunum.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
bresk stjómvöld hafa sett saman
fyrir kvennaráðsteíhu Samein-
uðu þjóðanna i Peking.
Nálægt 45 prósent vinnuaflsins
í Bretlandi era konur en voru 37
prósent árið 1971. Ekki einasta fá
þær lægra kaup en karlarnir,
heldur gengur þeim mun verr að
komast í æðstu stöður.
Sífellt fleiri konur slá hjóna-
bandi og bameignum á frest th
að geta verið úti á vinnumarkað-
inum. Sautján prósent kvenna
búa einar og sautján prósent eiga
eígið húsnæði, tvisvar fleiri en
áriö 1985.
Samkvæmt skýrslunni er helm-
ingur bresku þjóðarinnar á móti
því að konur vinni á meðan þær
eigi böm og 63 prósent telja aö
konur eigi aðeins að vinna hluta-
starf á meðan börnin eru á skóla-
aldri.
Ekki sprengt í ágúst
Frönsk sijórnvöld vísuðu í
morgun á bug fréttum um að þau
kynnu að hefja kjarnorkutilraun-
ir sínar fyrr en áætlaö var, en
miðað er við að sprengja i sept-
ember.
Drukknuðu í óveðri
Að minnsta kosti sex manns
hafa drakknað i úrhelhsrigningu
og flóðum í miðhluta Spánar,
mest konur í bænum Yebra.
Majordregstaftiffúr
John Major
og íhaldsflokk-
ur hans hafa
enn dregist aft-
ur úr Verka-
mannaílokkn-
um og sam-
kvæmt skoð-
anakönnun
sem birtist í gær er bihð mhh
flokkanna nú sautján prósentu-
stig, Verkamannaflokknum í hag.
ísraeisk þyrluárás
ísraelskar þyrlur gerðu árásir
á bækistöðvar hizbollah-skæra-
liða í suðurhluta Líbanons i nótt.
Frakkarfaraframúr
Frakkar hafa skotið Banda-
ríkjamönnum ref fyrir rass og
selja nú mest ahra af vopnum th
landa þriðja heimsins.
Carlos rekur lögmann
Hryðjuverkamaðurinn Carlos
sem dúsir nú í frönsku fangelsi
hefur rekið lögfræðinginn sinn,
hinn umdehda Jacques Verges.
Útíbuskann
Argentínsk flugfreyja sogaöist
út úr flugvél yfir Andesfjöhum
þegar afturdyr vélarinnar opnuð-
ust skyndilega.
ÁkæruríOklahoma
Búist er við að fyrstu ákærum-
ar vegna sprengjuthræðisins í
Oklahoma í vor verði gefhar út í
dag.
Tengdasynirábrott
Tveir tengdasynir Saddams
Husseins íraksforseta eru farnir
frá írak með Ijölskyldur sínar
vegna ágreinings í innstu valda-
klíku landsins.
Kosid um sjálfstæði
íbúar Bermúda í Karíbahafi
greiða um það atkvæði í næstu
viku hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði
landsins frá Bretum.
Öryggihert
Öryggisráðstafanir á flugvöll-
um í Bandaríkjunum hafa veriö
hertar að fyrirmælum hins opin-
bera, sem óttast árásir hryðju-
verkamanna. Reuter
Eitthvaðmiðar
Símon Peres,
utanríkisráö-
herra ísraels,
sagði í gær að
miðaö hefði
áleiöis i samn-
ingaviðræðum
hansogYassers
Arafats, leið-
toga PLO, um aukna sjálfstjórn
Palestínumanna á Vesturbakk-
anum.
Verjendurruðn-
ingshetju látaí
minni pokann
Slökkviliðsmaður ber eldri konu út úr brennandi húsi í París í gær. Eldurinn átti upptök sín í pappirsverksmiðju
en breiddist fljótt út i nærliggjandi hús. A.m.k. sex manns slösuðust í eldsvoðanum. Simamynd Reuter
Jerry Garcia f innst látinn
Gítarleikarinn Jerry Garcia, sem
leiddi hljómsveitina The Grateful
Dead í meira en 30 ár, lést á endur-
hæfingarstöð fyrir alkóhóhsta og
fíkniefnaneytendur rétt norðan San
Francisco í gær. Yfirvöld segja að
hann hafi látist af náttúrlegum or-
sökum en starfsmenn stöövarinnar
komu að Garcia látnum á herbergi
sínu. Hann var 53 ára gamall og hafði
lengi átt við sykursýki og almenna
vanhehsu að stríða.
Garcia var einn af stofnendum
Grateful Dead 1965, höfuðhljómsveit-
ar blómatimabhsins vestra. Garcia
var dáður fyrir gítarsnhh sína og
lagasmíöar og jukust vinsældir
hljómsveitarinnar fijótt. Var hún
sérstaklega rómuð fyrir tónleika sína
sem gátu varað í margar klukku-
stundir. Meðan aðrar þekktar hljóm-
sveitir sem urðu til á sjöunda ára-
tugnum urðu tískusveiflum að bráð
eða lognuðust út af héldu Grateful
Jerry Garcia á tónleikum.
Símamynd Reuter
Dead áfram að spila sína eigin tónUst
og hafa alla tíð átt harðan kjama
aðdáenda um allan heim, svonefnda
Deadheads. Vinsældir hljómsveitar-
innar jukust jafnt og þétt síðustu
árin. Var hún í hópi tekjuhæstu
hljómsveita Bandaríkjanna sam-
kvæmt fjármálatímaritinu Forbes.
Léku nær engar hljómsveitir eftir að
fylla hvern leikvanginn á fætur öðr-
um á tónleikaferðum sínum eftir 30
ára sphamennsku.
Með láti Jerry Garcia er settur
endapunktur við viðburðaríkt tíma-
bil í rokksögunni. Grateful Dead
sendu frá sér tugi platna en þær róm-
uðustu meðal þeirra eru frá tónleik-
um hljómsveitarinnar. Þá eru ótald-
ar hundruð „bootleg" platna en
hljómsveitin leyfði tónleikagestum
gjarnan að taka tónleika sína upp og
lét þeim aðstöðu í té til þess.
Reuter
r Nýtt "
kvöldverðartilboð
11/8-17/8
Laxarönd
með piparrótarsósu
*
Grillað lambaspjót
með hrísgijónum,
grænmeti
og kryddsósu
*
Vanilluís
m/ferskum ávöxtum
Kr. 1.995
Hagstæð hádegisverðartilboð
alla virka daga
/0 GuííncffcmimD
Laugavegi 178, ^
Verjendur
ruðningshetj-
unnar O.J.
Simpsons, sem
ákærður er fyr-
ir að inyrða
fyrrum eigin-
konu sína og
elskhuga henn-
ar, urðu fyrir nokkram skakka-
föllum i gær þegar Lance Ito dóm-
ari úrskurðaði að tveir frétta-
menn þyrftu ekki að greina frá
heimildarmanni sínum í lögg-
unni sem lak röngum upplýsing-
um í þá.
Dómarinn synjaði einnig beiðni
lögfræöinganna um að fá aðgang
að skjölum innra eftirlits lögregl-
unnar í Los Angeles um málið.
Ito dómari sagði verjendurna
ekki hafa sannað að lekinn jafn-
gilti því aö sannanir heföu verið
falsaðar. Reuter