Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Side 10
10
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995
Spumingin
Á að banna ÍA að vera
með í 1. deildinni
til að gera hana
meira spennandi?
Þorsteinn Arason kennari: Nei, hin
liðin verða bara að standa sig betur.
Hörður Jónsson nemi: Já.
Ásgeir Hilmarsson nemi: Já.
Hjördis Einarsdóttir skrifstofumað-
ur: Af hverju ættu þeir ekki að mega
vera með?
Sigríður Wolfram nemi: Veit ekki
neitt um það.
Heiða Guðmundsdóttir nemi: Hef
ekki minnsta grænan grun.
Lesendur
Skattskrána á
veraldarvefinn
Skattskráin ætti að vera undir réttlátu og árvökulu eftirliti almennings að
mati bréfritara.
Magnús H. Skarphéðinsson skrifar:
Skólabókardæmi um hvernig sum
opinberu báknin vaxa sjálfum sér
yfir höfuð og enda óravegu frá upp-
runa sínum er þessi svokallaða
tölvunefnd sem starfar í skjóh dóms-
málaráðuneytisins. Þessi ömurlega
ekki-tölvunefnd virðist hafa fáar aðr-
ar framtíðarhugsjónir en þær að
standa sem mest og lengst í vegi fyr-
ir gegnsæja upplýsingaþjóðfélaginu.
Flestir hugsandi menn viðurkenna
að slíkt ofurupplýsingaaðgengi al-
mennings hljóti að vera einn af horn-
steinum hins réttláta samfélags
framtíðarinnar. Með öðrum orðum
að sem flestir viti sem mest um sem
flest og flesta eða geti a.m.k. fengið
hvenær sem er að vita það.
Þannig verði allt pukrið og upplýs-
ingaleyndin um náungann og fjár-
málastreymi hans og lítilla eða stórra
fyrirtækja hans úr sögunni. Það er
engin von um frið í samfélaginu (sem
er greinilega ekkert sérstakt keppi-
kefli sumra) fyrr en allar þessar upp-
lýsingar, og reyndar miklu fleiri,
liggja fyrir öllum þegnum landsins
hvenær sem er. Allt annað elur á
tortryggni og úlfúð, bæði misskilinni
og skilinni.
Fyrir allnokkru ákvað þessi ömur-
lega nefnd að útvíkka verndarstefnu
sína frekar en orðið er. Og þótti flest-
um hún meira en næg fyrir. Er nú
svo komið - sem dæmi - að skattskrá
landsmanna er nánast alveg komin
í felur fyrir almenningi og réttlátu
og árvökulu eftirliti hans. Eða hvers
vegna skyldi nú vera aðeins haft eitt
eintak af skattskránni i Reykjavík til
sýnis fyrir næstum einn mann í einu
til að lesa úr í rétt 14 daga á ári?
Auðvitað liggur svarið í augum
uppi: Til að hylma yfir með skatt-
greiðendum í landinu. Til hvers ann-
ars? Auðvitað ekki annars í reynd,
þrátt fyrir fagurgala nefndarinnar
um persónuverndina og það blaður
allt. Hér sem annars staðar er sífellt
verið að þrengja hringinn og minnka
aðgengi fjöldans að upplýsingasam-
félaginu.
Allar skattskrár landins eiga sam-
stundis og þær verða til að fara beint
á veraldarvefinn og vera vel aðgeng-
ar öllum þar um aldur og ævi. Sem
og reyndar allar aðrar skattskrár-
upplýsingar aftur um alla þá áratugi
sem upplýsingar finnast í dag. Það
er margfalt líklegra að shkir 10 þús-
und ólaunaðir árvökulir skattrann-
sóknarmenn út um allt land fmni
skattsvikin í landinu mun betur en
hinir lífsleiðu teknókratar á skatt-
stofunni í dag.
Fáránleikinn í ferðabransanum
Sigurlaug hringdi:
Það eru mikil firn ef ekki má leng-
ur baka íslenskar pönnukökur og
bjóða erlendum ferðamönnum - og
líklega heldur ekki innlendum - af
því aö þær eru bakaðar í torfbæ. En
þetta hefur verið birt okkur lesend-
um sem staðfest frétt. Og ekki var
öll sagan sögð með þessu því það má
heldur ekki gefa fólki - og þá líklega
allra síst selja r volga nýmjólk, beint
úr kúnni. Það gæti nú reynst stór-
hættulegt!
En hvað skyldu erlendir ferða-
menn halda um þetta með mjólkina?
Auðvitað að íslenskar kýr séu haldn-
ar einhverri sýkingu og því verði að
láta gerilsneyða alla mjólk áður en
hún er drukkin. Ekki skal geril-
sneyðingu mótmælt sem almennri
varúðarráðstöfun fyrir stóran mark-
að. Hitt er fáránlegt að ekki skuh
mega bjóða ferðafólki að smakka
mjólk svo að segja beint úr spenan-
um. Það mun hvergi þekkjast í víðri
veröld.
Ég held að við íslendingar séum
aö gera okkur að athlægi í augum
fulltrúa allra þeirra mörgu þjóða sem
hingað sækja að sumri til, vegna fár-
ánleikans sem gildir víða í ferða-
bransanum. Þetta ættu nú yfirvöld í
þessari grein að gaumgæfa og láta
af óþarfa stífni og þvermóðsku.
Engin álversstækkun á döfinni
Ásgeir Ásgeirsson skrifar:
Samkvæmt fréttum hafa stjórn-
endur ísals og starfsmenn þess ekki
fundaö til að ræða breytingar á
kjarasamningum þeim sem skrifað
var undir fyrir stuttu. Af þessu virð-
ast nú starfsmenn álversins hafa
nokkrar áhyggjur þar sem þeir segja
aðeins um mánuð vera þangað til
ákvörðun verði að taka um stækkun
álversins.
En hér vakna margar spurningar.
Sú mikilvægasta er þó þessi: Dettur
einhveijum í hug að ákvörðun um
stækkun álversins hér á landi verði
öðruvísi en neikvæð, eftir allt það
sem á undan er gengið? Og með alla
UMESMþ/ómfa
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
5632700
milli kl. 14 og 16
þá óvissu sem hér ríkir sífellt í verka-
lýðsmálum má ekki reikna meö
miklum áhuga á að stefna að frekari
útþenslu á þessum rekstri. Svo mikil-
vægur sem hann er fyrir þjóðarbúið.
Hversu mikið sem talsmenn starfs-
manna í álverinu reyna að veija
ótímabær verkfóh og þrátt fyrir aug-
ljósan taugatitring þeirra vegna þess
að þeir búast við aö þeim veröi um
kennt ef illa fer og stækkun álversins
verður ekki að veruleika þá geta þeir
ekki hreinsað sig af ábyrgðinni á því
tapi sem álverið hefur orðið fyrir
vegna verkfallanna og óvissunnar
um framhald rekstursins.
Þaö ætlar seint að lærast verka-
lýðsfélögum hér á landi að þau hafa
lengi verið dragbítur á aðdráttarafl
íslands fyrir erlenda tjárfestingu og
útfærslu hennar. Þó er verst að
hugsanagangurinn innan margra
þessara verkalýðsfélaga hefur verið
sá að erlend fjárfesting hér sé af hinu
illa og því muni þau beinlínis berjast
gegn umsvifum erlendra aðila hér á
landi. Þetta er oröið að þjóöhættu-
legu meini og nú eru sýnileg merki
um að fáar erlendar þjóðir, ef nokkr-
ar, muni velja samskipti við okkur
og erlend íjárfesting hér á landi því
tæpast á döfinni yfirleitt.
Hefur óvissan um stækkun álversins gripið huga starfsmanna?
DV
Ríkissjóðshallinn
Jón Björnsson skrifar:
Verðum við íslendingar ekki að
fara að gera eitthvaö mjög rót-
tækt í því að koma fjárlögum
okkar í takt við það sem gerist
hjá siðuðum menningarþjóðum?
Ekki þar fyrir að alls staðar séu
hahalaus flárlög heldur hitt að
aidrei skuh vera hægt að fara eft-
ir þeim fjárlögum sem samþykkt
hafa verið á Alþingi. Það sýnir
sig ár eftir ár að engar hömlur
virðast vera á þvi hversu mikið
er farið fram úr fjárlögum hvers
árs. Það sem af er þessu ári er
hallinn t.d. orðinn einum millj-
arði meiri en róð var fyrir gert.
Og það sem allra verst er að þetta
er tekið sem gott og gilt af ráða-
mönnum þjóðarinnar upp til
hópa.
Fjármögnuntil
vegaframkvæmda
Níels skrifar:
Fullyrt er í fréttum af vega-
framkvæmdum að íjármögnun
vegna íramkvæmda á höfuöborg-
arsvæðinu og á Vestfjörðum sé
lokið. Dreg ég þá fullyrðingu
verulega í efa. Hitt verður að telja
yfirgengileg mistök að hafa
ákveðiö að eyða jafnmiklum fjár-
munum til Vestfjarðaganga og
raun ber vitni. Sú framkvæmd
mun aldrei skila neinu til þjóðar-
búsins. En auðveldar að sjálf-
sögðu íbúum brottflutning þaðan
til muna.
Jóhanneskaup-
maðurogDavíð
ráðhevra
Björn Gunnarsson skrifar:
Því hefur verið haldið fram að
Jóhannes í Bónusi hafi gert meira
til að bæta kjör fólksins í landinu
en öll íslenska verkalýðsforystan
og báðar ríkisstjórnir Ðavíðs
Oddssonar til þessa. Ekki skal
fullyrt um sannleiksgildí þessa
en alla vega veit láglaunafólk
þessa lands hvert það á aö fara
til matarkaupa. Því koma á óvart
ummæli forsætisráðherra í við-
tali á Stöð 2 að með því að flytja
inn kjúklinga séu Bónus-verslan-
irnar fyrst og fremst að kaupa sér
ódýra auglýsingu! Þessi ummæh
benda til þess að ráðherra sé ekki
i tengslum við veruleika ís-
lenskra heimila. Þar þarf Bónus
enga auglýsingu. Víll forsætis-
ráðherra að ofsóknir stjórnvalda
á hendur þeim fáu athafnamönn-
um sem vilja láta reyna á frjálsa
samkeppni í landinu verði helsti
minnisvarðinn um stjórnartíð
hans? Hvað hefur orðið af heil-
indum og hugsjónum Sjálfstæðis-
flokksins?
Króatartilbjargar
Rafn hringdi:
Ríkisútvarpið gat þess alla sl.
helgi í fréttum að nú væri hver
borgin eftir aðra að falla vegna
stríðsaðgerða Króata en gleymdi
að geta þess aö Serbar voru áður
búnir að sölsa undir sig land ann-
arra þjóðarbrota í þessu stríös-
lirjáða landi. Það voru því Króat-
ar sem komu, sáu og sigrðuðu og
björguðu mönnum og heilu
landssvæðunum undan oki Serb-
anna. Þetta skildi t.d. Kohl, kansl-
ari Þýskalands, vel og raunar
flestir - nema Ríkisútvarpið ís-
lenska.
Kvíekkigler-
augu líkaf
Sigrún hringdi:
Þeir sem hafa ýjað að því að
tryggingarnar ætfu að greiöa
kostnað við hárkollur ættu að
sætta sig við sinn hlut í bili. Eða
ættum við sem notum gleraugu
þá ekki að fá svipaðan styrk
vegna gleraugnakaupa? Það er
þó meiri sanngirni, ekki satt?
I
I
(
1
í
<
4
4
4
4
í
í