Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Síða 21
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995
33
Afmæli
Jón Ingibergur Herjólfsson.
Jón Ingibergur Herjólfsson
Jón Ingibergur Herjólfsson bif-
reiðastjóri, Heiðargerði28, Vogum,
ersjötugurídag.
Fjölskylda
Jón er fæddur í Hafnarflrði en ólst
upp í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Jón kvæntist 12.11.1955 Ingu
Margréti Sæmundsdóttur, f. 3.8.
1923, húsmóður. Foreldrar hennar:
Sæmundur Klemensson og Aðal-
björg Ingimundardóttir frá Minni-
Vogum, Vogum.
Börn Jóns og Ingu Margrétar:
Herjólfur Jónsson, f. 30.1.1955; Þóra
Jónsdóttir, f. 31.3.1961. Stjúpdóttir
Jóns: Ásta Marteinsdóttir, f. 3.3.
1948.
Foreldrar Jóns: Herjólfur Jóns-
son, f. 1.8.1885, d. 6.3.1957, sjómað-
ur, og Katrín Þorláksdóttir, f. 3.3.
1898, d. 5.5.1932, húsmóðir. Þau
bjuggu í Hafnarfirði lengst af.
Jón tekur á móti gestum föstudag-
inn 11. ágúst að Kirkjugerði 15 í
Vogumkl. 19.
________________________________Meiming
Stjömubíó - Einkalif: ★ ★ lA
Alexander og
raunveruleikinn
Fyrir sex árum gerði Þráinn Bertelsson sína bestu
kvikmynd, Magnús, og hefði eðlilega átt að fylgia henni
eftir fljótlega. En íslenskir kvikmyndagerðarmenn búa
við þröngar skorður peningalega og margir eru um
þann litla sjóð sem úr er að moða og er það ástæðan
fyrir því að Einkalíf kemur heilum sex árum á eftir
Magnúsi. Með Magnúsi sýndi Þráinn hvað reynslan
hefur kennt honum og hann býr enn að þessari reynslu
því Einkalíf er ekki mikið síðri kvikmynd en Magnús,
en talsvert öðruvísi.
Það er komið víða við í Einkalífi, en undirstaðan er
þó lífið og tilveran séð á skondinn hátt með augum
þriggja ungmenna sem eiga það sameiginlegt að vera
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
með kvikmyndadellu. Þremenningarnir ákvéða eftir
að hafa séð Arnold Schwarzenegger í ham að gera sína
eigin kvikmynd.
Alexander, sem er sjálfskipaður leikstjóri, verður sér
úti um tökuvél með aðstoð frænda síns og hefur það
nokkur eftirmál. Eftir að búið er að redda tökuvélinni
er ekkert til fyrirstöðu að sýna í alvörukvikmynd
raunveruleikann og að sjálfsögðu verða fjölskyldur
og ættingjar fómarlömb þeirra, sérstaklega fjölskylda
Alexanders, enda má segja að að fáir fjölskyldumeð-
hmir gangi hinn vandrataða meðalveg. Alexander er
samt allt annaö en sáttur við þann raunveruleika sem
hann nær að kvikmynda, finnst hann ekki nógu spenn-
andi, en huggar sig við að Ingmar Bergman hafi gert
kvikmynd um hversu faðir hans var leiðinlegur.
Við fylgjumst síðan með tilraunum þremenninganna
við að búa til kvikmynd og kemst reynsluleysi þeirra
skemmtilega til skfia í atriðinu heima hjá Alexander
þegar íjölskyldan kemur saman til að borða læri í
hádeginu á sunnudegi. Bak við tjöldin eru þó spenn-
andi hlutir að gerast að mati Alexanders, en það versta
er að þá er kvikmyndatökuvélin aldrei nærri. Það er
því ekki um annað að ræða en að búa til raunveruleika.
Einkalíf er kvikmynd á miklum hraða, þar sem
snöggar skiptingar á milh atriða eru einkennandi.
Stundum heppnast vel gömlu innskotsatriðin þar sem
vitnað er í það sem er að gerast, en stundum ekki, og
Leðurklædd á mótorhjóli. Gottskálk Dagur Sigurðar-
son og Dóra Takefusa i hlutverkum sínum.
er um ofnotkun á þeim að ræða. Þetta gerir myndina
stundum shtrótta, en á móti kemur að mörg atriðin
eru sérlega fyndin og skemmtileg og í þeim falla marg-
ir guhmolarnir í vel heppnuðum orðaleikjum, persón-
ur eru litríkar og lifandi.
Vel hefur tekist með val leikara. Það hvílir mikið á
herðum Gottskálk Dags Sigurðarsonar, Dóru Takefusa
og Ólafs Egilssonar og fara þau í gegnum hlutverk sín
með ágætum og er ekki vert að gera upp á milh þeirra.
Reyndari leikarar eru í öðrum hlutverkum og það
verður að segjast eins og er að þau hafa fengið góðan
og skemmtilegan texta til að fara með. Erfitt er að
taka einn fram yfir annan en get þó ekki látið vera
að minnast á Hönnu Maríu Karlsdóttir sem sýnir hárf-
ínan gamanleik.
Einkalíf Þráins Bertelssonar er þegar á heildina er
litið fyndin, ágætlega gerð og vel leikin kvikmynd og
bágt á ég með að trúa að við þurfum að bíða í önnur
sex ár til að fá tækifæri til að sjá nýja kvikmynd eftir
hann.
Leikstjóri og handritshöfundur: Þráinn Bertelsson.
Kvikmyndataka: Jón Karl Helgason.
Hljóð: Þorbjörn Erlingsson.
Hljóðhönnun: Kjartan Kjartansson.
Búningar og förðun: Guðrún Þorvarðardóttir.
Leikmynd: Guðjón Sigmundsson.
Klipping: Steingrimur Karlsson.
Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir.
Aðalleikarar: Gottskálk Dagur Sigurðarson, Dóra Takefusa
og Ólafur Egilsson.
Fréttir
Bjóða upp á fjölda
veiðisvæða
„Viö bjóðum upp á ótrúlega mikinn fjölda veiðisvæða fyr-
ir veiðimenn á öllum aldri enda erum við miðsvæðis á góðu
veiðisvæði," sagði Ófeigur Gestsson hjá Ferðamálafélagi
Austur-Húnvetninga á Blönduósi. En steinsnar frá upplýs-
ingamiðstöðinni Brautarhvammi rennur Blanda til sjávar
og þar hefur veiðin verið feiknagóð í sumar.
„Við bjóðum veiðileyfi í Laxárvatn, Svínavatn, Langavatn
á Refasveit, Giljá, Blöndulón á Eyvindarheiði, Austara Frið-
mundarvatn, Smalatjörn, Seyðisá á Kjalvegi, Blöndu, efsta
svæðið, og Blöndusvæðið ofan flúða, Laxá á Refasveit,
Vatnsdalsá, silungasvæðið, Gljúfurá og svo vötn á Skaga
og víðar. Á þessu sést að úrvalið er mjög gott enda er þetta
mikið veiðisvæði hérna og ahir ættu að finna eitthvað við
sitt hæfi,“ sagði Ófeigur og fór að afgreiða veiðheyfi í
Blöndu. Veiðimennirnir bíða ekki. -G.Bender
Þeir Atli Þórarinsson og Þórarinn Sigvaldason voru
I Austurá á Arnarvatnsheiði fyrir fáum dögum og
veiddu vel af silungi, sá stærsti var 3 pund. Mjög
góð veiði hefur verið á heiðinni. DV-mynd AAÞ
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stóra sviðið kl. 20.30.
Rokkóperan
Jesús Kristur
SUPERSTAR
eftir Tim Rice og Andrew
Lloyd Webber
í kvöld, fáein sæti laus, á morgun, föstud.
11/8, uppselt, laugard. 12/8, uppselt,
fimmtud. 17/8, föstud. 18/8, laud. 19/8.
Miðasalan er opin alla daga
nema sunnudaga, frá kl. 15-20
og sýningardaga til kl. 20.30.
Tekið er á móti miðapöntunum i síma
568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Ósóttar miðapantanir seldar sýning-
ardagana.
Gjafakort - frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavikur-
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
TJARNARBÍÓ
Söngleikurinn
JÓSEP
og hans undraverða skrautkápa
eftirTim Rice
og Andrew Lloyd Webber.
Fimmtud., föstud., og laugardag, mió-
nætursýningar kl. 23.30.
Sunnud. 13/8 kl. 17.00, fjölskyldusýning
(lækkaö veró) og sýning kl. 21.00.
Mióasala opln alla daga i Tjarnarbíól frá
kl. 13.00-21.00. Mióapantanlr
simar: 561 0280 og 5519181, fax 551 5015.
„Það er iangtsiðan undirritað-
ur hefur skemmt sér eins vel í
leikhúsi. “
Sveinn Haraidsson,
leiklistargagnrýnandi Mbl.
„Það hlýtur að vera í hæsta
máta fúllyntfólksem ekki
skemmtir sérá söngleiknum
um Jósep. “ Ásgeir Tómasson,
gagnrýnandi DV.
Safnaðarstarf
Hallgrímskirkja: Orgeltónlist kl.
12-12.30. Örn Falkner, organisti Kópa-
vogskirkju, leikur.
Háteigskirkja: Kvöldsöngur með Taizé-
tónhst kl. 21.00. Kyrrð, ihugun, endur-
næring. Allir hjartanlega velkomnir.
Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.
OrgeUeikur, altarisgariga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimiUnu
að stundinni lokinni.
Föstudagur 11. ágúst
Laugarneskirkja: Mömmumorgnar kl.
10-12.
CIAIA
y ■pP Iff 1111*11^
904-1700
Verö aðeins 39,90 mín.
Ij Fótbolti
: 2,[ Handbolti
3 Körfubolti
. 4 j Enski boitinn
5 [ ítalski boltinn
61 Þýski boltinn
7 1 Önnur úrslit
[8| NBA-deildin
[i] Vikutilboð
stórmarkaðanna
; 2 j Uppskriftir
11 Dagskrá Sjónvarps
, 2;j Dagskrá Stöðvar 2
s5[| Dagskrá rásar 1
4 j Myndbandalisti
vikunnar - topp 20
■ 51 Myndbandagagnrýni
6 [ ísl. listinn
-topp 40
Í7j Tónlistargagnrýni
81 Nýjustu myndböndin
2 1 Dansstaðir
3j Leikhús
4jLeikhúsgagnrýni
ÍJLÍ Bíó
6 j Kvikmyndagagnrýni
U Lottó
_2j Víkingalottó
3 Getraunir
PÍIIIA
904-1700
Verð aöeins 39,90 mín.