Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 Diana er stjómsöm kona sem er mikið fyrir að tala i símann samkvæmt The Sun. nn Leyndar- mál Díönu „Díana sækist í aðdáendur sem hún getur haft stjórn á og hún er sólgin í spennu sem fylgir Urnmæli símaleyndarmálum." Breska blaðið The Sun um einkalll Díönu prinsessu, i DV. Leifur norskur „Leifur Eiríksson fór frá Þránd- heimi til Ameríku. Þetta var norskur leiðangur og Leifur var norskur." Willy Mörch, um þjóðerni Leifs Eiriks- sonar, i DV. Nei takk, forseti „Ég vil ekki að hann verði forseti og mér finnst ekki að hann ætti að verða forseti." Marianne Gingrich, eiginkona Newts Gingrichs, um hugsanlegt forseta- framboð hans, i DV. Karl Bretaprins þarf sem betur fer ekki að burðast með 90 skírn- arnöfn. Sekhen konungur Elsta mannsnafn sem vitað er um er að líkindum nafn konungs sem ríkti í Efra-Egyptalandi um 3050 fyrir Krist. Nafn hans er táknað sem sporðdreki í egypsku myndletri og giskað er á að úr því megi lesa Sekhen. Lengsta mannsnafn Lengsta mannsnafn sem lesa má á fæöingarvottorði er Rhoshan- Blessuð veröldin diatellyneshiaunneveshenk Koyaanfsquatsiuty Williams, fædd 12. september 1984, dóttir James L. Williams frá Texas í Bandaríkjunum. Faðirinn, sem hefur greinilega liðið fyrir al- gengt nafn sitt, lét svo bóka við- auka í október 1984 sem stækkaöi fyrra nafn dótturinnar upp í 1019 stafi og síðara nafnið í 36 stafi. Flest skírnarnöfn Það þurfti aldeilis duglegan prest til að skíra Don Alfanso de Bor- bón y Borbón sem er af spænsk- um konungaættum. Honum voru gefin alls 90 nöfn við skímarfont- inn Stormur á miðum í dag verður suölæg átt á landinu, allhvöss eða hvöss og rigning eða Veðrið í dag súld sunnanlands og vestan en ann- ars heldur hægari og þurrt að mestu. Hægari suðlæg átt og úrkomu- minnna í kvöld og nótt. Hiti 10 til 20 stig. Búist er við stormi á miðhálend- inu, suðvesturmiðum, Faxaflóamið- um, Breiðafjarðarmiðum, austur- miðum og Austfjarðamiðum. Sólarlag í Reykjavík: 22.03 Sólarupprás á morgun: 5.04 Síðdegisfióð í Reykjavík: 18.16 Árdegisflóð á morgun: 6.37 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 15 Akumes rigning 12 Bergsscaðir skýjað 15 Bolungarvík rigning 14 Keíla víkurílugvöllur súld 12 Kirkjubæjarklaustur þoka 12 Raufarhöfn hálfskýjað 14 Reykjavík rign/súld 12 Stórhöfði súld 11 Bergen alskýjað 13 Helsinki rigning 13 Kaupmannahöfn skýjað 15 Ósló skýjað 17 Stokkhólmur alskýjað 15 Þórshöfn alskýjaö 15 Amsterdam léttskýjað 16 Barcelona skýjað 22 Chicago alskýjað 23 Feneyjar heiðskirt 19 Glasgow mistur 6 Hamborg skýjað 12 London mistur 15 LosAngeles léttskýjað 17 Lúxemborg heiðskírt 16 Madrid hálfskýjað 19 Mallorca skýjað 26 Montreai heiðskirt 18 New York skýjað 21 Nice léttskýjað 23 Orlando léttskýjað 25 Paris heiðskírt 16 Guðfmnur Finnbogason, DV, Hólmavík: „Það var heldur óþægilegt þegar höggið kom á bílinn. Eg sá i bak- sýnisspeglinum mikinn rykmökk og grjót á hreyfingu. Þá leyndi það sér ekki að steinn haföi farið í gegn- um bílinn því hluti af klæðning- unni vinstra megin hafði gengið út. Ég hélt samt áfram á öruggan stað Maður dagsins og fór síðan að aðstoða föður minn við aö hreinsa stærstu steinana af veginum en hann var á öðrum flutningabíl nokkuð á eftir,“ segir Haraldur Guðmundsson, bóndi á Stakkanesi við Steingrímsfjörð, en hann var i ferð norður í Arnarnes- hrepp fyrir föður sinn, er rekur flutningafyrirtæki, þegar hann lenti í óhappi. Hann hefur oft keyrt Haraldur Guðmundsson. þessa leiö og segir éngan beyg vera í sér og hann muni ekki hika við að keyra þessa leið hér eftir ef þörf krefur. Haraldur hefúr verið bóndi á Stakkanesi frá því hann var innan við tvítugt. „Búskapur á vel við mig. Verst er að horfurnar hjá sauðfjárbænd- um eru ekki bjartar. Þeir sem hafa verið aö kaupa framleiðslurétt hafa orðið að sjá á eftir honum jafnvel öllum strax árið eftir. Ef það á að taka meira frá þeim sem eru með allra minnstu búin jafngildír það því að mönnum sé sagt að yfirgefa jarðir sínar. Mér finnst að flestir kúabændur ættu að hætta aö hafa sauöfé og láta okkur hafa sínn rétt“ Haraldur sækir lítið vinnu út fyr- ir búiö en er þó fastur maður við togaralandanir á Hólmavík. Að- spurður um áhugamálin segir hann skíðaiðkun mest heillandi, oftast sé nægur snjór í nágrenninu eða þá á Steingrímsfjarðarheiði. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1286: -EyþoR EYÞoK-*- Tugabrot Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Fjórir leikir ífyrstu deild kvenna Fjórir leikir fara fram í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Skagastúlkur taka á móti Stjörnunni, ÍBA keppir við Hauka, KR etur kappi við ÍBV og að lokum eigast við tvö efstu lið deildarinnar er Breiðablík fær Val i heimsókn. Þá keppa einnig í kvöld Þróttur og ÍR í annarri deild karla. Leik- imir hefjast allir klukkan 19. Skák Frá Péturs Gauts mótinu í Gausdal í Noregi á dögunum. Staðan er úr skák B. Berg (hvítt) og Braga Halldórssonar, sem hefur bersýnilega beitt Caro-Kann vöminni sterku. Hvítur tók nú þann kostinn að fóma fyrir óljós færi meö 15. Bxh6 gxh6 16. Hxe6, þótt svo virðist sem svartur fái bægt hættu frá eftir 16. - fxe6 17. Dg6 + Kh8 og nú 18. Dxh6+ Rh7 19. Rg5 Bxg5 20. hxg5 De7 21. g6 RdfB, eða 18. Rg5 De8 o.s.frv. Bragi fann hins vegar enn betri leið tíl að mæta atlögu hvíts. 8 7 6 5 4 3 2 1 Eftir 15. Bxh6 gxh6 16. Hxe6 lék Bragi einfaldlega 16. - Rc5! og var síðan fljótur að snúa vöm í sókn. Eftir 17. Dd2 fxe6 18. Dxh6 Hn 19. dxc5 Dd3+ 20. Kal a3 21. Dcl axb2+ 22. Dxb2 Rd7 23. Rh5 Rxc5 24. Hbl Ra4 25. Dd4 Rc3! gafst hvít- ur upp. I W Sé Á 4ii A i i« i k A A A m AA ÉL fi A 2 2 ABCDEFGH Bridge Fjölmörg kæmmál komu upp á Evrópu- mótinu í bridge í Portúgal og dómnefnd- armenn höfðu í nógu að snúast. Helgi Jóhannsson, forseti Bridgesambandsins, var einn dómnefndarmanna og tók meðal annars á eftirfarandi máli. Aðrir dóm- nefndarmenn í þessu kærumáli vom Ste- en Maller frá Danmörku, Barry Rigal frá Bretlandi og Tommy Sandsmark frá Nor- egi. Spilaö var á skermum. Sagnir gengu þannig á því borði þar sem kæran kom fram, norður gjafari og allir á hættu: ♦ D10976 ¥ DG74 ♦ 732 + 6 ♦ ÁG ¥ 1098 ♦ 6 + ÁKD10532 ♦ 8542 ¥ K32 ♦ Á108 + G98 Norður Austur Suður Vestur pass 1+ pass 14 pass 3 G pass 6 G p/h Keppnisstjóri var kallaður að borðinu á meðan á sögnum stóð og hann baö um að sagnir héldu áfram. Suður baö um útskýringu á þriggja granda sögn austurs og vestur sagði að það byggðist á löngum lauflit. Norður bað sömuleiðis um út- skýringu á þremur gröndum og austur sagði að það lofaði þéttum sjölit í laufi. Suður spilaði hlutlaust út spaðaflmmu og sagnhafi var í engum vandaræðum að vinna spilið. Suður taldi vömina skað- ast af mismunandi útskýringum og taldi sig hafa spilað út hjarta með réttri út- skýringu. Hann hefði spilað hlutlaust út spaða, því hann teldi að ef austur hefði átt 3-31-6 skiptingu, myndi hjartaslagur ekki hverfa hjá vörninni. Úrskurður dómnefndar var sá að hún lét töluna (1440) standa óbreytta, þó að hún viður- kenndi að úskýringum AV bæri ekki fyllilega saman. Dómnefnd taldi að suður hefði átt að spyija frekar um sagnvenjur AV og af því hann gerði það ekki ætti hann ekki neinar bætur skildar. Kærufé var hins vegar skilað til kærenda. ísak örn Sigurðsson T ÍS.0 ¥ Á65 ♦ KDG954

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.