Þjóðviljinn - 24.12.1936, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 24.12.1936, Qupperneq 3
MóÐVIlJINN 3 HÁTÍÐ FRIÐARINS Hvenær kemur sú tíð, er mannkynið alt fagnar þeim jólum, sem í raim og sannleika geta kaílast hátíð friðarms? Er sú tíð máske í nánd? Finnum vér nokkurn fyrirboða þess, er vér á þess- um jólum svipumst um í heiminum? Hvað mætir auganu fyrst og bersýni- legast? Er það ekki Abessinía í sárum? Er það ekki Spánn löðrandi í blóði? Er það ekki Kína á leið út í miskunar- lausan hildarleik? Eru það eklti allar höfuðþjóðir heims í tryltu vígbúnaðar- kapphlaupi? Hafa nokkur jól runnið upp yfir þessa jörðu þrungnari ugg og ótta við dýrseðlið í arðránsmanninum? Hefir draumur alþýðumannsins um saklaust barn í fátækt, hinn komandi friðarhöfðingja, nokkru sinni verið sví- virtur jafn geypilega? Og er hann þá kannske svívirtur í Rússlandi, landi guðleysingjanna, sem kastað hafa trúnni á hina liimnesku endurlausn? Eru það ekki einmitt [æssir guðleys- ingjar, sem nú eru sterkustu verjendur friðardraums alþýðunnar í heiminum? Hefir ekki einmitt þar verið bygt upp það ríki, sem felur í sér lífi gædda friðarhugsjón mannlcynsins, ríki hins réttláta samstarfs, ríki raunverulegrar meimingar, sem leitt hefir sín fátæku börn úr nætur myrkrinu í fjárhúsjöt- unni inn í björt híbýli hins frjálsa, ör- ugga þegns? Hvar í heiminum fimium vér boðskap jólanna, boðskap friðarins, ef ekki þar? En, sem betur fer, þó ekki aðeins þar. 1 hverju einasta landi á hnettinum búa þúsundir, milljónir, sem enga dýpri ósk eiga en frið. Og hví skyldu hinar vinnandi stéttir ekki þrá frið? Voru ekki milli 80 og 90 hundraðs- hlutar þeirra miljóna, sem féllu í heims- styrjöldinni, bændur og verkamenn? Og til hvers féllu þeir — til hvers? En af öllum þeim miljónum, sem friðinn þrá, ber nú eina hetju hæst, og það einmitt í því landinu, sem grimmilegast hyggur á rán og styrj- aldir. Það er Þjóðverjinn Carl von Ossietsky, „landráðamaðurinn“ í aug- um ýmsra þeirra, sem mest eru með jólin á vörunum, en hata og fyrirlíta hið eiginlega inntak þeirra: bam frið- arins, framtíðina. Og skyndilega hefir nú brugðið leiftri yfir smáþjóð eina, sem stundum áður hefir reynst stór- þjóð að andlegu atgervi: Norðmenn. Meðal þessarar þjóðar reis nú alt í einu kraftur, sem þorði að bjóða vilja stríðs- brjálaðs stórveldis byrginn, þorði að votta friðarhugsjóninni hollustu sína, ekld aðeins í orði, lieldur og í verki, hvað sem það kann að kosta. Það er ekki liiminn hins heilaga anda, heldur Ráðstjómarríkin, eklti Jesús Kristur heldur Carl von Ossietsky, ekki Betlehem heldur Osló, sem tendrar vor- ar björtustu vonarstjörnur á þessum jólum. Það er ekki fjárhúsjata heldur fangaherbúðir, sem sorg vor tengist Kai'l von Ossictsky. við, ekki vitringamir frá Austurlönd- um heldur friðarverðlaunanefnd Nóbel- sjóðsins, sem að þessu sinni kemur með dýrmæta gjöf inn í myrkrið. Það eru þessir aðilar sem því valda, að vér þó dirfumst að bjóða hver öðriun gleðileg jól, í trausti þess, að þau eitt sinn verði það, sem ósk hinna þjáðu og kúguðu snýst um: hátíð friðarins. Enn bíða- þúmndir fanga eftir frelsi. Gleðilegra jóla óskar Þ3ÓÐV3L3INN öllum lesendum sín- um og allri alpýðu fjœr og nœr. Thalmann, fangi fasismans í U ár. Aðvönin Ossietskys 1931 r Islenskir verklýðsslnnar! Dauf heyrist ekki við orð- um Ossictskys frá 1931 — liann Itefur nú orðið að þjást í 3 ár, fyrir það, að þau urðu ekki að veru- leika í tíma. 1931, tveim árum áðua* en Ilitler komst til valda í Þýskalandi, ritaði Carl von Ossietsky eftirfaran.di orð í tímaritið »Neue Weltbiihne«: »Ennlm cr mögulcgt að samclna öll öfl, scm andstæð cru íaslsmanum, .... Jiér, friðar- vlnir, kommúnistar, sóslalistar, sklpulagðir og örcifðir í stórum flokkum, — J>6r munið ekld inikið lcngur eiga kost á að taka ákv,arðanir yðar scm frjólsir mcnn, heldur fyrir framan Ijyssustinginn! Ilreyfingrin nú sýnir okknr fyr- ir hugskotssjónum vald sameiginlcgs varnar- vllja, scm ckki aðeins skipnr sór til varnar cinum inanni, hcldur Ietrar og múlcfnið stói- um stöfum á fána sinn .... En samt gctum við talið lmð sem staðrcynd, að skilningurinn á eftlrfarandi liugmynd vcx nú á ný, sciu mcsta frcisisskáld I»í skala ds orðaði svo, að vísu full fjálglcga, cn með clduióði, sein cnn logar ó okkar hörðu og köldu tímum: »Vér einn og sama óvin skelfdir fiötum, og eitt og sama frelsi oss bjarga má«.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.