Þjóðviljinn - 24.12.1936, Page 6
0
ÞJóÐVILJINN
— Já, ég hefi altaf óskað þess, að þú
þú ættir góðan yfirfrakka,
— Já, þú hefir sjálfsagt átt marga
óskina um dagana. I>ú hefir illa vilst í
lífinu, að þú skyldir verða verkamanns-
kona.
Einhverntíma hefði nú Sigríður orðið
beiskyrt á móti. En nú hafðí hún ham-
ingjuna innan borðs og hennar góða
skap var ósigrandi. Hún hafói nú einu
sinni tekið það í sig að fá Jón með sér í
bæinn á Þorláksmessu. Það hafði verið
einn draumur hennar hér á yngri árum.
Hundrað sinnum hafði hún séð sjálfa
sig leiða Jón sinin á milji búðanna, til
þess að velja jólagjafir handa börnun-
um. Jón í fallegum frakka með snoturt
höfuðfat. Nú þegar þau fóru út saman
í fyrsta sinn í þessum erindum voru
börnin farin, sum dáin, hin komin svo
langt burtu að þau náðu ekki til þeirra,
Hérna gekk svo Jón við hljðina á henni
í gömlum snjáðum fötum og í slæmu
skapi. Töluvert hafði hann samt mildast
við það, að hún bað hann ,að geyma pen-
ingana í veskinu sínu, Sjálf hafði hún
eytt öllu sínu gcða skapi í það að koma
honum skaptega á stað, svo öll gleðin og
eftirvæntingin var fokin út í veður og
vin,d.
Manní'jöldinn á götunum og ösin í
búðunum kom henni brátt í betra skap
aftur og svo var gaman að skoða í búð-
argluggana og hafa tilfinninguna af þv:
að hafa. peninga í vasanum, til þess að
kaupa fyrir. Jcn var íúiðanlega þolin-
móður og gerði fáar athngiasemdir. Þao
var eins og ekkert raskaði ró hans, með-
an peiningarnir lágu óhreyfðir í veskinu
hans. Ennþá hafði Sigríður ekki keypt
þessa teppisdrusLu; hún hafði að vísu,
skoðað eitthvað af slíku dóti, en lengra
var ekki komið enn. Svo í'ór hún með
hann inn í karlmannafataverzlun og
drifi hann til, þess að koma þar í nokkra
frakka, Hvernig hann, þoldi það þegj-
andi skildi hann ekki. En það er ekki
auðveft að fara að rífast við sína eigin
konu fyrir íraman nefið á kaupmann-
inum og búðin þar að auki full af fólki.
En, hart var að þegja, við slíku fyrir
karlmann, sem altaf hafði ráðið sér
sjáffur. Hún tal,aði eitthvað lágt við
kaupmanninn en ekkert keypti hún þó.
Þegar þau lögðu af stað heimleiðis lágu
peningarnir enn eins óhujtir í brjóst-
vasa Jóns eins og þeir hefðu legið í járn-
skáp í Landsbankanum. Þessi ráðdeild
kom Jóni í svo gott skap að þegar þau,
komu vestur á Vesturgötuna stakk Jón
vinnukreptu hendinni un,djr handlegg
konu sinnar. Honum fórst það máske
ekki eins fimlega eins og þeim, sem
þeirri iðju eru vanastir. En Sigríði hlýn-
aði inn að hjartarótum og fanst eins og
það' hefði verið í gær, þegar Jón leiddi
hana í fyrsta sinni heirn í Skötuvík,
þegar þau voru bæði ung.
Þau voru bæði háttuð um kvöldið og
búin að slökkva Ijósið fyrir góðri stundu
án þess að minnast á þetta meira. Þá
sagði Sigríður all.t í einu upp úr þögn-
inni.
— Heyrðu Jóni, ég held ég hætti við
að kaupa þetta borðteppi, að minsta
kosti núna.
— Nú þvá þá?
—■ Ég sá eiginlega ekker, sem mér
líkaði nema eitt, sem kostaði nær 40 kr.
— Þú ræður því, sagði Jón friðsam-
lega. 1 hjarta sínu, fagnaöi hann yfir
þessari vitglóru, sem kona hans virtist
hafa öðjast.
Enn lágu þau hjónin þögul í myrkr-
inu góða stund, þangað til Sigríður
sagði.
— Þú veist um hana Helgu hérna í
kjallaranum. Sú held ég hafi ekki úr
miklu að spila núna til þess að gleðja
börnin, sín með á jólunumi, einmana og
atvinnulaus eins og hún er.
— 0, það er trúlegt.
— Ojá, maður þekkir það held ég,
Jón þagði.,
— Hvað segirðu um það að ég færði
henni Helgu, nokkrar krónur í fyrramál-
ið, eins og því svarar, sem teppið hefði
kostað,
— Eg segi ekkert um það. Þú ert,
sjálfráð.
— Já, ég hætti við teppið í biji, ég er
Iengur búin að vera án þess.
— Þú þarft þess nú líklega ekki fyrir-
því. Sigríði heyrðist beiskja í rómnum.
Var hann sár yfir að hún hafði peninga
undir höndum? Hún brosti í myrkrinu.
— Eg hefi dálítið hugsað um þettas
Jóm
— Já,, hann hafði nú svo sem heyrt
hama tala um það líka, hugsaði hann,
en hann sagði ekkert.
„ — Eiginlega er ölj ánægja í því fólg-
;n að vita að maður geti veitt sér hlut-
ina, Hafa ráð á að gera ejns og maður
óskar. Vera frjáls manneskja. Það er
vissan um það, að maður geti valið; hitt
er minna virði hvað maður velur. Jön
þagði og þá bætti Sigríður við: Vera.
ekki neydd til að horfa á aJJa dýrðina
í gegnum lítinm glugga með þéttum
járngrindum fyrir. Skilurðu það Jón?
Jón þagði enn góða stund, svo sagöi
hann seint og fast.
— Það getur verið að ég skilji það. Þér
hefir þótt ég niískur á aura, nú það er
satt. En það er baslið Sigríður og óttinn
við að komast á vonarvöj. Eg hefi viljað
vinna fyrir mínu1 heimili sjálfur.
Isinn var byrjaður að þiðna frá hjarta
hjónanna og úr því hann var byrjaður
hélt hann áfi'am. Þessa nótt, sögðu þau
hvort öðru fleira um sinn insta hug, en
þau höfðu gert í allri sambúðinni., Og
þau komuist að raun um það, að þetta,
sem hafði skilið þau að, var umhyggja
þeirra hvors um sig fyrir þessu sameig-
injega: börnunum og heimilinu. Van-
máttur þeirra til að uppfylla þær óskir
hafði myndað klakann utan um tilfinn-
ingar þeirra og hamlað þeim að geta
talað hvort við annað um það, sem að
amaði.
Sigríður grét upp við öxj bónda síns.
— Bara að við hefðum talað svona
saman fyr, þá hefði líf bamanna getað
verið betra, að mánsta kosti hlýlegra.
Þeir, sem eru fátækir hafa ekki ráð á
að vera sundurlyndir,
Þau sömdu um æfilanga samheldni,
þó seint væri.
— En daginn eftir, á aðfangada,gs-
kvöld, lá við að alt ætlaði aftur að fara
út um þúfur, þegar frakkinn kom heim
og Sigríður borgaði hann, Jóni fanst
gengið nærri heiðri sínum og manndómi,
að konan borgaði fötin hans. En Sigríð-
ur minti hann á sáttmáJann: »Hvað er
mitt eða þitt? sagði hún, svo.
— Jæja, þú segir satt kona, og þau
brostu hvort framan í annað, þegar þau
voru að koma frakkanum fyrir í fata-
skápnum.
»Prestar«.
Tveir menn hittust á förnum vegi á Norð-
urlandi. Þeir heilsast, nema staðar og spyrja
almennra frétta. Áður en þeir kveðjast spyr
annar til vegar heim að bæ einum í sveitinni.
Hinn svarar:
»I>ii gengur þennan veg, þangað til þú
kemur að vegamötum, þá beygirðu til vinstri
og gengur alllangan vegarkafla uns þú kemur
aö stðrum steini, sem kallaður er »Prestur-y,
og ferð götuna hægra megin við hann«.
»Kallaður »Prestur«, svarar hinn, »af
hverju er hann kaUaður það?«
»Jú, sérðu, það er vegna þess að hann vís-
ar veginn, en fer hann ekki sjálfur«.