Þjóðviljinn - 24.12.1936, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.12.1936, Síða 9
* ,IJI MWJWPJggil i — Hitler í Madrid •kjóls f kjallararmm; Á efri hæðunurrn voru aðeins þeir eftir, sem gátu ekki hreyft sig. En áður en varði höfðu fórn- fúsar hjúkrunarkonur sótt börur handa þeim, svo að þeim yrði forðað niður. Flugvélar fasistanna suðuðu enn um hríð yfir höfðum okkar, en siðan flugu. þær burt, til þess að varpa sprengjum aínum yfir önnur sjúkrahús. Engum spítala borgarinnar var þyrmt- Sau Carlo spítalinn varð fyrir eldsprengjum, sem kveiktu í honum og tveim húsum í nánd. Nokkrar húsmæður, sem höfðu reynt að forða sér inn í annað þeirra, brunnu þar lifandi. Eg sá lík þeirra daginn eftir í líkhúsinu. Pau voru kol- svört og sviðin og óþekkjanleg. Á skipulagsbundinn hátt leituðu flug- menn fasista uppi viðkvæmustu staði borgarinnar. Eftir að þeir höfðu rækt sitt bióðuga .hlutverk á öðrum stöðum, vörpuðu þeir sprengjum á hina frægu höll hertogans af Alba, sem geymir undursamlegar minningar um hin ýmsu þróunartímabil Spánar og varðveitir ó- metanieg listræn verðmæti- 1 marga mánuði hafði Kommúnistafiokkurinn í Madrid haft á hendi varðveislu þessarar hallar. Veggteppi frá 16. og 17. öld, brunnu. inni að nokkru leyti. En vegna hugrekkis nokkurra kommúmsta, sem lögðu lífið í sölurnar og hlupu inn í eld- hafið, tókst að bjarga nokkru af þess- um Listrænu verðmætum. Þrátt fyrir þetta munu borgarablöðin auðvitað halda áfram að breiða út níð sitt um epönsku kommúnistana- Petta kvöld varð Madrid fyrir loft- árás, sem ekki hlífði neinum borgar- hluta. Og eins og borgarbúar hefðu ekki orðið að þola nægar hörmungar, var þessi glæpsamLega árás endurtekin aft- ur næstu nótt, en að þessu sinni kl- 3, þegar þeir voru í fastasvefni. Hinir þýsku nasistaflugmenn, sem létu myrkr- ið hlífa sér, frömdu gLæpi sína á jafn- skipulagðan hátt og áður. Þeir miðuðu. aðallega á miðbæinn.i Eins og nóttina áður, þustu íbúarnir niður í kjallarana, sem fyltust á skömmum tíma. Menn fundu á sér hina ógurlegu martröð nú- tímastríðs — þessa stríðs, sem stjórnir nokkurra lýðræðislandia háfa Látið óá- Hltlcr 0£ Mussolinl lcgg-ja blessim sina yílr barnamorðin í Madrid. talið að háð væri gegn lýðveldi, sem krefst réttarins tiL lífsins. Þegar ég fór út úr gistihúsinu þessa nótt, til að kynna mér afleiðingar loft- ái ásarinnar, mætti ég hópi af grátandi konum, sem báru í fanginu lík barna sinna, sem drepin höfðu verið með vél- byssum fLugmamnanna- Eg gleymi aldrei hinum skerandi ópum þessara örvænt- ingarfullu mæðra, semi þustu gegn um myrkrið í áttina til loftvarnarkjalLar- anna með dáin börn sín í fanginu, þar sem þær sátu fram til dagrenningar grátandi yfir Líkunum, sem grafin voru þá. um morguninn, nokkrum stundum síðar. Friðsamur fjölskyldufaðir, sem á þessum morgni fylgdi hilnum hvítu kist- um til grafar, sagði við mig: »Hversu lengi ætLa Evrópulöndin að Láta þessa glæpi viðgangast? Það er engu líkara en að Þýskaland, Itaiía og Portugal séu einu löndjn í Evrópu«., Loftárásirnar daginn áðu/r höfðu kostað 200 mannsiíf, svo að þeir séu ó- taldir, sem Liggja grafnir undir húsa- rústunum. Næturnar næstar á eftir fjöjgaði enn á þessari . dánarskrá Margra hæða há hús voru enn skotin í rústir, og eldsprengjurnar kveiktu í hús- um livarvetna í borg’inni. Eftir þessar loftárásir er hver einasta gluggarúða í miðborginni brotin, og um aljar götur liggja brotin húsgögn úr hinuim sundur- skotnu íbúðum, innan um grindur af bílum, sem kviknað hefir í,- Andstæðingar fasismans í öllum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.