Þjóðviljinn - 24.12.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.12.1938, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN SIGFÚS SIGURHJARTARSON: Helgidómur eða ræningjabæli TÍMATAL okkar segir, að jólin, sem anú fara í hönd,‘ séu haldin til minningar um 1938 ára afmæli Jesú frá Nazaret. Eftir því sem hið ævaforna og hugþekka jólaguðspjall hermir, fæddist Jesús fjarri heimili foreldra sinna, móðir hans „vafði hann reifum og lagði hann í jötu af því að það var eigi rúm fyrir þau í gisti- húsinu“. Árin liðu, Jesús ferðaðist um föðurland sitt þvert og endi- langt. Hann flutti þjóð sinni nýjan boðskáp, boðskap bræðra lags og mannkærleika. Viðtökunum, sem hann fékk lýsti hann eitt sinn þannig: Ref- ar hafa greni og fuglar him- insins hreiður en mannssonur- inn á hvergi höfði sínu að að halla. Þegar hann fæddist var ekki rúm fyrir hann í gistihúsun-i um, þegar hann hafði boðað þjóðinni fagnaðarerindi sittvai' hann svo hælisvana, að hon- um þótti sem refar merkurinn- ar og fuglar himinsins ættu sér fremur athvarf en hann. Ogj þjóð hans lét hann enda líf sitt á knos'si. Þetta er hin ytri umgerð um ævi Jesú frá Nazaret. Þetta er ramminn, sem þjóð hans smíð- aði um mannsævi, sem var til þesis varið, að boða frelsi og frið á jörðu. Ár og aldir liðu. Jesú frá Nazaret eignaðist fleiri og fleiri lærisveina. Þeir byggðu honum musteri víða um lönd; kirkjur hans blasa hvarvetna við. Hin fegursta list í tónum, ljóðum, litum og formum, er honutn, helguð, og sízt ber að gleyma jólunum, hátíð ljóss og friðar, hátíð Jesú frá Nazaret, must- eri hans, helgidómi hans. Já, jólin eru helgidómur Jesú, um það munu kristnir menn vera sammála. Þegar Jesús ferðaðist um og kenndi þjóð sinni sluður á Gyð- ingalandi, stóð veglegt must- eri í höfíuðborg landsins, Jer- úsalem. Þetta musteri var helg- að hin'um „eina sanna guði, Jahve.“. Klerkar og kennilýð- ur þjóðarinnar vöktu yfir því með strangleika hinna sanntrú- uðu, að helgidómur guðs væri ekki vanhelgaður, og þeir hafa vafalaust tekið starfið mjög al- varlega, ekki síður en sanntrú- aðir menn vorra tíma. Þegar Jesús hafði ferðazt víða um föðurland sitt, kom; hann loks til Jerúsalems. Hann gekk inn í musterið. Matteus: segir frá þeim atburði meðþess um ofur einföldu orðum: „Og Jesús gekk inn í 'helgi-| dóm guðs og rak út alla, er, seldu og keyptu í helgidómin-1 um, og hratt um borðum víxl- aranna og stólum dúfnasalánnja; og segir við þá: Ritað er: Hús mitt á að nefnast bænahús, en þér hafið gert það að ræningja- bæli“. Ef til vill segir einhver, sem Ies þessa frásögn Matteusar: „Heyr firn mikil! Svo herfileg var spilling Gyðinga á dögumi Jesú, að þeir ráku verzlun í sjálfum helgidóminum, í sjálfri kirkju guðs. Ekki var furða þó, að Jesús væri þungorður við þessa menn. Víst var það mak-| lega mælt, er hann sagði: Veí yður, fræðimenn og Farísear, þér hræsnarar, þér lokið himnaríki fyrir mönnum, þvíað þér gangið þar eigi inn og leyf- ið eigi heldur þeim inn að kom- ast, er ætla inn að ganga“. „Vei yður, fræðimenn og Farísear, þér hræsnarar. Þér gjaldið tíund ,af myntu, anís og kúmeni, og skeytið eigi uin það sem mikilvægara er í lögmál- inu, réttvísina og miskunnsem- ina og trúmennskuna. En þetta; ber að gjöra, en hitt eigi ógert að láta. Þið blindir leiðtogar, sem síið mýfluguna, en svelgið úlfaldann“. Það fer vel á því, ekki sízt núna um jólin, að unna öllum sannmælis. Við skulum þess- vegna ekki gleyma því, aðstarf- ið, sem víxlararnir og dúfna- salarnir voru að vinna, vareinn þáttur í helgihaldinu í helgi- dómi guðs. Það var einn þátt- |ur í undirbúningnum að sjálfri guðsþjónustunni. Að skoðun þeirra tíma manna var eins sjálfsagt að kaupa og seljadúf- ur til þess að fórna í helgidórn- inum eins og það þykir sjálf-i sagt nú að skreyta búðargluggai og birta ginnandi auglýsingaý til þess að fá rnenn til að kaupa sem mest af jólagjöfum ogjóla- glingri, auðvitað til þess aði „fagna komu frelsara;ns“ á rétt- an og viðeigandi hátt. Það skyldi þó aldrei vera, að Jesús frá Nazaret mundi segja við okkur núna á jólun- um, ef hann kæmi inn í helgi- dóminn, sem við höfum reist honium: „Þér hafið gert hús mitt að ræningjabæli“? Hafi helgidónrur Gyðinganna í Jerúsalem verið „ræningja- bæli“ fyrir 19 hundruð árum síðan, þá er helgidómur Krists, jólahátíð nútímans, ennþá arg- vítugra ræningjabæli. Jólahátíð- in er ekki lengur haldin sem liátíð Jesú frá Nazaret, heldur sem hátíð kaupmennskunnar, okursins, fjárplógsstarfseminn- ar og hræsninnar. Jesús sagði: „Vei yður, fræðimenn ogf farísear, þér hræsnarar, þéiJ byggið upp legstaði spámann- anna og skreytið leiði hinna réttlátu og segið: „Ef vérhefð- um lifað á dögum feðra vorra,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.