Þjóðviljinn - 24.12.1938, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.12.1938, Blaðsíða 9
auðnin ein, þarf að plægja og sá í. Enn er ekki notaður nema helmingur svörtu moldarinnar. í nyrðri hlutum landsins þarf að skapa mögnleika fyrir ak- uryrkju, svia að þeir geti orðið sjálfum sér ;nógir. Verkið er þegar hafið, vinna, sem er ákveðin af einhuga vilja milljóna manna og framkvæmd samkvæmt áætlun. Til að verða var við það, er óþarfi að fara langar leiðir. Hver einstakur okkar getur séð heima hjá sér, í sinni sveit, hvernig verið er að breyta nátt- úrunni. „Ferðist um nágrenni Lenin- grad. Þar sem áður voru svart- ir mýraflákar og ófær fen, þar sem augað var vant að líta auðn, Hggja nú akrar með þéttu og hávöxnu hveiti, alveg 'eins logj í Ukraine eða svörtu mold- inni um miðbik Rússlands“. Þannig skrifar P. Struppe í „Isvestija". Fyrir örfáum árum var erfitt að ímynda sér hveitiak'raf í ní-i grenni Leningrad. í landinu iokkar er hinn mikli jurtaflutningur, hin mikla um- breyting akranna hafin. En það er aðeins lítill hluti þess, sem gert er í landinu núj Við erum að byggja upp nýtt sósíalistískt þjóðfélag, og það þýðir, að við breytum bæði mönnunum og náttúru landsins sjálfs. Nú er ekki lengur hægt að tala um uppbyggingu sósíalist- ísks þjóðfélags án þess að nefna urn leið umbreytingu náttúrunnar: að veita vatni á gresjur, gróðursetja skóga, brjóta ný svæði fyrir akuryrkj- una, sameina höfin, leggja und- ir sig iður jarðar — og að um- breyta eðli mannsins sjálfs. Satnfylking alheímsíns. Þar sem gamla skipulagið ræður ríkjum, er öllu skipt í smáhluta — náttúrunni, vinn- unni, vísindunum og vilja Myndirnar- mannanna. Náttúrunni er skipt íþrótia- í milljónir smáreita, og hver sýningar reitur hefur sinn eigin hús- í Moskva. bónda. Mennirnir vinna án þess að hafa sameiginlegt takmark eða almenna áætlun fyrir aug- um. Það er mikið rætt um heill mannkynsins, en ekkert er gert til að kioma einhverju jákvæðu í framkvæmd. Það er talað hátt á þingum, á fundum ýmissa fé- laga og á alþjóðaráðstefnum. Hver einasti blaðri tstjóri ræðir um velferð veraldarinnar, um heill mannkynsins. Mann- kynið er tekið sem vitni þess, að allt sé gert í nafni mannúð- arinnar. En er nokkurt einhuga ,,mannkyn“ til? Ef mannkynið væri ekki klof- ið í hópa, myndi aldrei koma, stríð. Þá væri stríð sama og sjálfsmorð. Þá væri körni aldrei brennt, af því að það værf að gefa sig hungrinu á vald. Þá væru engin viopn né skotfæri búin til, af því að það væri að framleiða efni til að eyðileggja þau. Þá væri ekki farið illa með auðæfi náttúrunnar, þá værj olía, kol og skógar notfært af hyggindum og viti. Eyðsla og vanhirða á því væri að ræna sjálfan sig nauðsynjum sínum. Ef einhuga mannkyn væri til, myndi það ekki láta verksmiðj- ur og vélar standa ónotaðar, — því að það er að láta manna- hendur byggja vélar og verk- smiðjur til einskis gagns. En það er ekkert einhuga mannkyn til. Það er sundrað, sundurslitið. Nýja skipulagið verður að fylkja heiminum.sam- an. ; Það þarf að sameina náttúr- una, taka hana af hinurn fjöl- mörgu eigendurn og gera hana að eign alls vinnandi fólks. Það þarf að fylkja fólkinu saman í einn stóran vinnuher, eitt stéttlaust þjóðfélag, eina þjóð, sameina allar ólíkar vís- indagreinar í ein vísindi. Hið nýja, samfylkta mann- kyn mun ekki líkjast því, sem nú er. : Milljónir manna í gamla skipulaginu eru ekki ieins' í því, nýja. Þá voru þeir milljónir ein- staklinga, nú verða þeir sam- fylktar milljónir. Þeir voru ólgandi mergð í æðisgengnum áflogum, nú verða þeir sam-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.