Þjóðviljinn - 24.12.1938, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.12.1938, Blaðsíða 10
10 ÞJÓÐVILJINN BJ0RN SIGFÚSSON: BARN ER OSS FÆTT Svo hafa englar um pað rœtt i sem endurlausnarinn vœri. Einar Sigurðsson. \T IÐ lifum á siðskiptaöld og ® höldum jól. Kristnir menn og afkristnir, gamlir í anda sem ungir, viljum við allir halida jól til minningar um barnsfæðing- una og barnamorð Heródesar.; Börn hafa fæðzt á öllum öld- um og alltaf verið til Heródesar barnamorðingjar. En aðeinssið- skiptamönnum er gefinn sá skilningur að börn geta orðið endurlausnarar iog að Heródes- ar eru barnamorðingjar. Við skiljum það. Þessvegna erum við siðskiptamenn og höldum jól. Það er sama, hvort barnið í sakleysi vöggunnar er nefnt guðsbarn að kristnum sið eða manns sonur eins og Jesús og þeir afkristnu hafá leyft sér að nefna það. Allir eru sammála um, að hið mennska erfðaeðli þess sé betra en þjóðfélagið, sem hinir fullorðnu mynda, og hvorki skapgerð né hæfileikar fái þau þróunarskilyrði, sem börnin, endurlausnarar vöxnu kynslóðarinnar, þurfa og eiga heimting á. Ekki aðeins ein- stakir harðstjórar, heldur sjálft þjóðskipulagið, sem við búum við, myrðir stöðugt endurlausn- arann. Hverjir eru þeir foreldran sem vona ekki á jólunum, að barnið sitt endurleysi það bezta úr ættinni? Sjá þeir á jólununt Samfylking alheimsins. (frh. af 9. síðu). fylktur her, sem sækir að sama marki. Hið sundraða mannkyn var ringluð, hávær hjörð, þar sem hver og einn reyhdi að yfir- gnæfa alla aðra með öskri, — hið nýja mannkyn verður hljómsveit, þar sem hin ýmsu hljóðfæri leika saman í vold- ugum samhljóm. Þar sem gamla skipulagið er, drottna margir stjórnendur, og hver einstakur þeirra hugsar aðeins um sjálfan sig og dag- Inn í jdag. Enginn spyr um nátt- úruna í heild ué um örlög1 mannkynsins eftir mokkrar ald- ir. Líf mannsins er stutt. Einn maður getur ekki komið miklu í verk. Undir nýja skipulaginu verð- ur aðeins til einn húsbóndi. jarðstjörnunni okkar verður stjórnað af einni veru — mann- kyninu. Sú vera er ekki til ennþá. Við þurfum að skapa hana, sameina hana. Samfylking alheimsins er mál framtíðarinnar. , Áskell Löve þýddi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.