Þjóðviljinn - 24.12.1938, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1938, Blaðsíða 13
Þ JÓÐVILJINN 13 T ó n I i s t Barnaleihrít í einum þættí. Persórournar: Hans, Halli, pabbi Halla og Hinrik. Hans (kemur gangandi niður garðinn, og er í slæmu skapi).' Halli (kemur þar að): Hvað ier á seiði? Þú ert svo voða nið- dreginn. Hans: O, það er bara hann pabbi, hann hefur ekkert vit á tónlist. Halli: En hefur þú það kann- sk’e? Hans (lítur í kringum sig): Já — nú skaltu bara heyra (dregur munnhörpu upp úr vasa sínum log sýnir Halla): Hvað segirðu um hana þessa? Halli: F*ú getur líklega ekki spilað á hana: Hans: Hvað, get ég ekki? Hlustaðu nú á (reynir sigstund- arklorn). Var það kannske ekki gott? Halli: Jæja, — það var nú svona — dálítið óvenjulegt. . . . Hvað varstu að spila? Hans: Gaztu virkilega ekki heyrt það? Hallí: Nei — — — var það „krummi krunkar úti?“ Hans (dálítið móðgaður): Pað var Tannháluser-forleikúrinn! Halli: Hm ... Já, það var einmitt það sem þú blést inn í munnhörpuna, en hvernigveizt þ!ú hvað kiom út aftur? Hans: (brýtur upp ermarnar): Ef þú ætlar að fara að gera grín að mér . . . Halli (er viss um að Pa r sterkari): Nei, nei, fyrirgefðu, þú misskilur mig alveg . . . . Mér finnst þú spila alveg ljóm- andi. Finnst ekki pabba þínum það líka? Hans: Nei, hann segir aðþað sé eins og verið sé að kVelja heilan kattahóp. Hann segist verða vitlaus af að hlusta á það. Hann sagði að ég ætíi Munnhörpu- leikarar. að fara út og fleygja munn- hörpunni. Halli (fullur af áhuga): Sagði hann að þú ættir að fara út og fleygja munnhörpunni? Hans: Já, það sagði hann. Halli: Veiztu hvað — Það væri hreint jog beint synd! Hans: Já, að fleygja svona ágætu hljóðfæri! Halli: Sjáðu nú til — úr því svona stendur á, finnst mér, að þú ættir heldur að gefa mér munnhörpuna. Hans: Það þætti þér víst ekki ónýtt! Halli: Já, en það er þó betra, að ég fái hana, en að þú sleng- ir henni til dæmis út á miðja götu. Rödd (kallar innan úr hús- inu á Hans). Hans (hrekkur við): Það er pabbi — ég verð að fara inn — — og ég þori ekki að hafa munnhörpuna með mér . . . . Halli: Láttu mig þá heldur fá hana! Hans (fær hionum hana hik- andi): Jæja þá . . . Halli (tekur munnhörpuna og reynir að spila nokkur lög á hana, en hver sk’rækurinn er öðrum ógurlegri)'. Pabbi Halla (gengur fram- hjá. Hann er annars hugar og tekur ekki eftir Halla fyrr en hann er rétt hjá honum. Um leið tekur munnharpan til með alveg sérstakfega erfiðar tóna- samsetningar): En — — — en Halli þó! Hvað ertu að gera drengur? Halli (hreykinn): Ég er að spila, pabbi. Pabbi Hallja: En það er alveg ógurlegt — — hvar hefurðú fengið þenna grip? Líklega tínt hann upp af götunni. Hefi ég ekki margbannað þér að tína saman allskonar skran — það getur verið fullt af sóttkveikj- um! Halli: Já, en pabbi . . . ég fann hana ekki. . . . Pabbi Hallia: Það er alveg sama — þú veizt að ég þoli ekki hávaða . . . . og kattavæl .... Ef þú tekur þetta áhald heim, þá verð ég öskuvondur. Halli: Já, pabbi. Pabbi Halla: Þú átt lík’a að kbma strax heim iog borða. Halli: Já, pabbi .... undir eins . . . ég kem rétt bráðurn. (Faðirinn fer, en rétt á eftir kemur Hinrik). Hinrik: Heyrðu, Halli . . . . geturðu ekki hjálpað mér svo- lítið? Halli: Hvernig ætti ég aðvita það? * &

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.