Þjóðviljinn - 08.08.1945, Qupperneq 1
lír. Askell Löve
komiim keim frá
Dr. Áskell Löve kom hing
aö ílugleiðis frá Svíþjóö s.l.
laugaidag.
Áskell lauk stúdentsprófi
hér í Reykjavík 1937 og fór
næsta haust til Svíþjóðar
til náms viö háskólann í
Lundi. Lagöi hann stund á
erfðafræði, grasafræði og
dýrafræði meö sérstöku til-
liti til jurtakynbóta. Á surnr
in dvaldi hann í Svallöv.
Hann varöi doktorsritgerð
sína i grasafræðilegri erfða-
fræði áriö 1943. Áskell er
kvæntur sænskri konu,
Dolis að nafni, og lauk hún
prófi í sömu vísindagrein og
maöur hennar ári síöar, eða
1944.
Áskell hyggst að setjast
hér að og á von konu
sinni og ungri dó.ttur þeirra
heim til íslands á næst-
unni.
Með sömu flugvél komu
einnig frá Svíþjóð kona
Jóns Gunnarssonar fyrrv.
framkvæmdastjóra, Bergljót
dóttir Eiríks Hjartarsonar
kaupmanns, en hún er gift
sænskum manni, og enn
fremur Dani sem var á leið
til Ameríku.
Tito krefst afnáms
konungdóms í
Júgóslavíu
Ásakar Pétur konung um
samvinnu við Michailo-
vitsj
Tito marskálkur, forsætis
ráöherra Júgoslavíu, hélt-
ræðu í júgoslavneska þing-
inu í gær.
Krafðist hann, að konung
dómur væri afnuminn í
Júgoslavíu. Hann ásakaði
Petur konung fyrir sam-
vinnu viö landráðamann-
inn Mihailovitsj, sem nú er
á lista Júgoslava yfir stríðs
glæpamenn. Tito sagði einn
ig, aö Pétur konungur og
sú klíka aðalmanna og kon
ungssinna, sem að honum
stæði, hefði öll stríðsárin
verið Þrándur í Götu fyrir
sameiningu júgoslavnesku
þjóðarinnar í baráttunm
gegn naústum.
Líkur taldar á, að atómsprengjan knýi Japana
til uppgjafar mnan skamms
Merkasta uppfinning síðari tíma, sem getur haft geysimikla þýðingu á friðartímum
! fyrradag var skýrt frá því í Wasfiington og
London, að brezkir og bandarískir vísinda-
menn heföu í sameiningu fundið upp nýja
sprengjutegund, sem hefði þúsundfaldan tor-
tímingarmátt á við afimestu sprengjur, sem
áður voru kunnar.
Einni slíkri sprengju var varpað á borgina
Horisjimo á Honsjúeyju í fyrradag. í gærkvöld
hafði engin opinber tilkynning verið gefin út
um eyðilegginguna í borginni, en búizt var við
henni á hverri stundu. í fréttastofufregnum
hefur þó verið skýrt frá loftárá’sinni og afieið-
ingum hennar.
Sprengjunni var varpað nið
ur í fallhlíf og sprakk hún
áður en hún kom til jarðar.
Ösku- og reykmökkur lagðist
þegar yfir borgina og sást hún
ekki nokkra stund. Ekki er
talið ólíklegt, að borgin sé al-
gerlega í eycji, og horp og
smá'borgir í grenndinni séu í
rújtum. Hermálaráðuneyti
Bandaríkjanna hefur af ör-
yggisástæðum lagt bann við,
að sjónarvottar skýri frá loft-
árásinni, en búizt er við að
því banni verði aflétt á hverri
stundu.
Uggur í Japönum
Lýsingar japanskra blaða
og útvarps á loftárásinni gefa
til kynna, hvílíkum ugg hef-
ur slegið á Japana við hana.
Er henni lýst sem villimann-
legri og dýrslegri tilraun til
að hópmyrða saklaust fólk.
í Bretlandi og Bandaríkjun-
um er sprengjunni lýst sem
ööru tilboði Bandamanna til
Japana um skilyrðislausa upp-
gjöf, þar sem nú sé ekki um
nema tvo kosti fyrir þá að
velja: að halda baráttunni á-
fram, og láta leggja Japan al-
gerlega í rúst á skömmum
tíma, eða gefast upp skilyrðis-
laust, og eru taldar fullar lík-
ur á því, að þeir muni velja
seinni kostinn.
Knattspyrnumót
íslands
K. R.~Fram 6:0
Knattspyrnumót íslands
(meistaraflokks) hófst á í-
þróttavellinum í gærkvöld,
með ieik milli KR og Fram.
Sigraði KR með 6 mörkum
gegn engu.
í kvöld keppa Valur og
Víkingur og hefst leikurinn
á sama tíma og sá í gær-
kvöld eöa kl. 8,30.
Merkasta uppfinning
síðari tíma
Nákvæmar Íýsingar hafa
enn ekki verið gefnar á þess-
ari nýju sprengjutegund, en
vitað er, að hin mikla orka,
sem í henni er fólgin, stafar
frá atómklofningu. , Undap-
farna áratugi hafa ýmsir vís-
indamenn, aðallega brezkir,
fengizt við tilraunir til að
kljúfa atóm og leysa þannig
úr læðingi hina geysimiklu
ofku, sem bundin. er í þeim.
Enda þótt tilraunir þessar
hafi borið mikinn árangur, og
tekizt hafi að kljúfa atóm á
rannsóknarstofum, er það
ekki fyrr en nú, að tekizt hef-
ur að hagnýta orkuna. Litlar
sem engar tilraunir voru gerð-
ar 1 sambandi við framleiðslu
sprengjunnar til að gera þessa
uppfinningu hagnýta á friðar-
Frh. á 8. síðu.
Þýzk skip enn á
Eystrasalti
segir blað rauða hersins
Blað rauöa hersins,
„Rauða stjarnan“, skýrir
frá því, aö enn séu þýzk
skip og kafbátar á Eystra-
salti, sem ckki liafa gefizt
upp.
Skýrir blaðiö’ frá atviki.
sem átti sér stað fyrir
skömmu. Rússneskur varö-
bátur varö var við kafbát
á Eystrasalti og gaf honum
merki um að staönæmast.
svo hægt væri aö rannsaka
hann. í stað svars hóf kaf-
báturinn skothríð að varð-
bátinum. en komst siðan
undan. Segir blaðið. að
dæmi séu til. aö fleiri slík
atvik hafi komið fyrir. Ætl-
un þesara kafbátsmanna sé
að komast hjá uppgjöf í
lengstu. lög og lifa þann
tíma á sjóránum.
Myndin sýnir japanska ,,s:iálfsmorðsflugvéI“ vera skotna niður af
bandarísku flugvélaskipi skammt undan Okinava, meðan bardag-
arnir um eyna stóðu sem hæst. Eldlöavminn hægramegin við s-efni
skipsins; stafar frá flugvélinni, sem fallið hefur logandi í sjóinn.
Rissflugvirki ráðast á Tokío,
Jokohama og Singapore
Astralíumenn sækja á hjá Balikpapan
Kínverjar taka hafnarborgina Jonkong,
400 risaflugvirki gerðu á sunnudag loftárásir á Tokio og
Jokohama og nágrenni þeirra. Einnig var gerð loftárás á
Singapore á sunnudag. í gær gerðu 125 risaflugvirki frá
Marianaseyjum harða loftárás á Nagoja með góðum árangri.
Bandamenn sækja einnig alls staðar á á landvígstöðvunum,
enda þótt fréttirnar af loftsókninni gegn Japan yfirgnæfi
fréttirnar frá þeim vígstöðvum.
Kínverjum verður vel á-4
gengt 1 sókn sinni meðfram
ströndinni. Hafa þeir tekið
hafnaiborgina Jonkong,
sem er númlega 200 km suð
ur af Hongkong. Stóöu bar-
dagarnir um borgina í tvær
vikur, áöur en japanska
setuliöið gafst upp.
Mótspyrna Japana hjá
Balikpapan á Borneo er enn
mjög hörð, en Ástralíu-
mönnum hefur þó tekizt aö
sækja nokkuð á. Eiga þeir
nú skammt eftir til einna
auðugasta olíusvæöisins á
Borneo, en Japanar verjast
af öllu megni.
I Burma hefur Bretum
nú tekizt að koma fylilega í
veg fyrir, að íið Japana í
Pitsjúfjöllum heppnist und-
ankoman austur yfir Sitt-
angfljct. Hafa um 10 þús.
Japanir verið drepnir eða
teknir höndum í undan
komutilraunum þeirra.
Sung kominn til
Moskvu
Mun ræða við Stalín
T. V. Sung. forsætisráð-
herra kínversku stjórnar-
innar er nú kominn til
Moskvu. Mun hann eiga við
ræður við Stalín.
Sung átti, eins og kunn-
ugt er, viöræöur við Stalín
og aðra leiötoga Sovétríkj-
anna fyrir nokkrum vikum,
er hann var á heimleið frá
San Franciscoráðstefnunni.
en hlé varö á viöræðunum
vegna Potsdamráðstefnunn
ar. Viðræðurnar munu að
öllum líkindum snúast um
væntanlega aðsfoð Sovét-
ríkjanna við Kim oy af-
stöðu Sjungkingst órna^ n r
ar til kommúnisiastjórnar-
inn í Norður-Kína.