Þjóðviljinn - 03.09.1946, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.09.1946, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. sept. 1946. ÞJÖÐITLJINN 7 Viðtal við Tito marskálk Framh. af 5. síðu. gargandi gæsa'nóp á undan sér. Hann lifir bæði í göml- um og nýjum heimi. Þessa tvennskonar tilveru sjáum við í söngvunum um Tító og kolodönsunum. Frægasta kvæði hinnar nýju Júgóslaviu sem ég heyrði margsinnis haft yfir, er Títókvæði Zogovitjs: Göbbels spyr: hvar er Tító? og kúlan úr byssu minni svarar: Allir erum við Tító. Eins og öllam erlendum blaðamönnum lék mér hugur á að fá einkaviðtal við Tító marskálk, þessa bjóðhetju, en orðstír hans umiykur mann í Júgóslavíu eins og andrúms- loftið. En það var ekki auðhlaupið að því, að koma slíku í kring.! Eftir mikið vafstur fékk ég' þó loks morgun nokkurn boð frá upplýsingamálaráðuneyt- j inu um að Tító marskálkur, byggist við mér heim til sín — í hvíta húsið utan við Bel- grad — kl. 5 þennan sama dag. Þegar bíllinn þaut með mig um þröngar götar framhjá ót- al rústahaugum, sem báru vott um óheyrilegar þjáning- ar júgóslavneska höfuðborg- arinnar á striðsárunum, gat ég ekki að því gert, að ég komst í hátíðlegt skap. Brátt átti ég að standa andspænis einni hinni mestu þjóð- og frelsishetju vorra tíma. Eg fór í gegnum hlið og vopnað- ir verðir rannsökuðu skjöl mín vandlega. Loks stanzaði bíllinn fyrir framan breiðar hallartröppur. Mér og hrað- ritara mínum var vísað inn til Títós, en verðir til beggja j handa heilsuðu með byssun- um. Aðstoðarmaður vísaði mér upp nokkur þrep og inn-! um dyr. Eg kom inn í stórt I herbergi og stóð skrifborð í j fjærsta horninu. Maður stóð á fætur og kom á móti mér með útrétta hönd. Það var Tító- Það sem mér þótti mest til koma í fari marskálksins er' yfirlætisleysi hans. Hér var engin tilgerð eða uppskafn- ingsháttur, engir taktar og handasláttur eins og hjá Mússolini eða Hitler. Við mar skálkurinn settumst sinn í hvorn hægindastólinn, hann bauð sígarettur og síðan hófst samtalið. 'Stóri hundurinn hans, Tiger, lá ailtaf við fæt- ur hans. — Hvað álítið þér m'kil- vægasta ávinninginn við þá stjórnarfarsbreytingu, sem orðið hefur í Júgóslavíu? spurði ég. — Það er sú eining, sem nú ríkir meðal hinna ýmsu þjóð- erna í Júgóslavíu, svaraði Tító marskálkur. Hin gamla óvinátta milli Slóvena, Kró- ata, Serba, Bosníubúa, Svart- fjallabúa og Makedoníu- manna hefur horfið við þá stefnu um bandalag þjóðern- anna á algerum jafnréttis- grundvelli, sem við höfum framkvæmt. — Sumir segja, að þér byggið völd yðar á ofbeldi og andstaða gegn stjórn nni sé ekki leyfð í Júgóslavíu. Hvað er álit yðar á slíkri gagn- rýni? — Eg álít hana í hæsta máta illgirnisiega og upp- logna. Kosningainar í nóvem- ber 1945, sem fulltrúar heims blaðanna fylgdust með, sýndu að þjóðin fylgir ein- huga stefnu Föðurlandsfylk- ingarinnar, stefnu, sem bygg- ist ít hinni sérstöku aðstöðu okkar á stríðsárunum, og þeim skorti á lýðræði, sem ríkti í landinu Jg þegar fyrir fyrir styrjöldina hafði knúið lýðræðissinna af ýmsum flokkum inn á sömu braut, enda þótt styrjöldin gerði fastara formþeirrarsamvinnu nauðsynlegt. Þér hafið sjálfir getað sannfærzt um, að hér eru engin höft lögð á stjórn- arandstöðuna, eins og hún t- kemur fram hjá Grol og í blaði hans, DenLokrati. Þegar allt kemur til alls er ekki hægt að kenna okkur um, að Grol nýtur ekki trausts þjóð- arinnar. Stjórnarandstaða hans snýst ekki um málefni. En í Skuptschina — þingi okkar — er annars konar stjórnarandstaða, sem ég vænti mér meira af, heiðar- leg stjórnarandstaða, er læt- ur sig varða endurreisnar- starfið og raunveruleg vanda- mál þjóðarinnar. — Hver er utanríkisstefna hinnar nýju Júgóslavíu? — Hún miðar að friðsam- legri samvinnu við allar þjóð- ir, smáar og stórar. Þér vitið, að ungverski þjóðernisminni- hlutinn í Vojvodníu snerist á móti okkur í kosningunum. Þess vegna hafa heyrzt radd- ir í Ungverjalandi, sem krefj- ast endurskoðunar á landa- rnærunum. Slíkum kröfum hljótum við auðvitað að vísa á bug, og ég er sannfærður um, að hér er ekki um neitt alvarlegt deilumál að ræða. Sambúðin við Austurríki og Italíu er erfiðari. Við mund- um álíta það eðldegt, að hinn slóvenski hluti Kárnten sam- einaðist landi okkar, en við erum alltaf reiðubúnir að ræða sjónarmið okkar í anda friðar og skilnmgs við þá al- þjóðaaðila, sem um málið kunna að fjalla. Sama á við um Trieste, sem er ítölsk eyja í júgóslavnesku þjóðahafi- It- alir eru nú sigruð þjóð, við erum sigurvegarar. Okkur finnst það ekki nema sann- gjarnt, að við fáum Trieste. Þá málamiðlunartillögu, sem nú er rædd, sem sé að Júgó- slavía fái borgina en sjálf höfnin verði sett undir al- þjóðastjórn, vil ég ekki ræða að svo stöddu, en auðvitað fullnæg'r hún ekki óskum Júgóslavíu í þessu máli. En er það ekki alkunna, að ekki einung'is Júgóslavar. heldur líka meirihluti italskra verka manna í Trieste óska eftir að sameinast Júgósiavíu? — Hverju er þ.að að þakka? — Það e.r að þakka þeirri framsæknu iýðræðisstefnu, sem við fylgjum i landi okk- ar. — Hvað gleður yður mest nú sem stendur? — Sú þjóðareining. sem ég gat um áðan, og hrifningin, sem gagntekið hefur þjóðina. Einkum fagna ég þó föður- iandsást og fórnarvilja æsk- unnar. Það er dásamlegt, þeg- ar ungir stúdentar gerast sjálfboðaliðar og fara út í sveitir til að útrýma fáfræð- iuni; við höfum fengið í arf írá fyrri stjórn fjölda fólks, sem hvorki kann að lesa né skrifa Það er áhrifamikið að sjá æskulýðinn ieggja af stað á vörubílum til að hjálpa bændunum, þeim hluta þjóð- arinnar, sem minnstan hlut hefur fengið í framförunum. í Vojvodníu hafa 10.000 ung- ir menn og koour frá Novi Sad og öðrum bæjum gerzt siálfboðaliðar við landbúnað- arstörf í sumarieyfi sínu- Annars staðar byggir æsku- fólkið brýr og ieggur járn- brautir. Þjóð, sem á slíka æsku. getur'rólcg horft fram a veginn. í tveggja stunda viðtali skýrði Tító marskálkur fyrir mér aðstöðu Júgóslavíu í ut- an- og innanríkismálum. Merkilegt þótti mér, að hann kvaðst hafa farið snöggva ferð til Kaupmannahafnar og Stokkhólms í ágúst 1938 Hon um þótti mikið til þess koma, sem hann þá sá af norrænni menningu. ' — Eg vona, að land okkar og Norðurlönd geti, áður en langt um líður, hafið árang- ursríkt menni.igarlegt og efnahagslegt samstarf, sagði marskálkurinn að lokum.Sem stendur eru á því erfiðleikar, cn þeim má ryðja úr vegi. Þótt við höfum 14 milljónir íbúa erum við smáríki, og eðlilega leikur okkur mikill bugur á að hafa samstarf við smáríki, sem slanda jafn framarlega og Norðurlönd gera. Að svo búnu kvaddi ég Tító marskálk. Þegar ég gekk niður tröppurnar stóð hin merkilega ævi hans mér fyr- ir hugskotssjónum- Tító, sem var sonur fátæks smiðs í þorpi nærri Zagreb, hóf ævi- starf sitt sem byggingarvinnu maður. í heimsstyrjöldinni fyrri tóku Rússar hann til fanga, en hann var leystur úr fangabúðum eftir byltinguna. Hugleiðingar Örvarodds Framhald af 5. síðu. ins hefur birzt á jafn eftirminni legan hált. Þótt Valtýr Stefáns- son telji hina heiSarlegu heilcl- sala, hina duglegu skattsvikara, hina atorkusömu húsabraskara „bctri og færari menn“ en al- þýöu landsins, skal hann fá aö finna jiaö, aö islenzka þjóöin hef ur meiri mætur á öörum eigin- leikúm en þeim sem eru rikaslir í fari þessara háu herra. Stjórn Nehrus á Indlandi Frh. af 1. síðu. Óeirðir í Bombay Múhameðstrúarbandalagið hvatti fylgismenn sína til að sýna andúð á valdatöku Nehrus með því að draga svarta fána að hún. Múha- meðtrúarmenn fóru í mót- mælagöngur í ýmsum borg, um, en hvergi kom til átaka nema í Bombay. Þar féllu 75 menn en 400 særðust í gær og fyrradag. Brezkt herlið með skriðdreka er komið til borgarinnar og umferðar- bann hefur verið sett. Jón Grímsson bankafulltrúi varð fimmtugur í gær. Guðrún Jónasdóttir, kennari við Húsmæðraskóla Reykiavíkur, var meðal farþega á Esjunni. — Hún hefur dvalið eitt ár í Sví- þjóð við framhaldsnám í vefn- aði. Síðan barðist hann árum sam an í Rauða hernum. Er hann hvarf heim til föðurlands síns- sat hann sex ár í fangelsi fyr- ir ólöglega starfsemi. í upp- hafi styrjaldarinnar, sem nú er nýafstaðin, veitti hann Kommúnistaflokki Júgósla- víu forystu. Úr fámennum skæruliðasveitum skapaði hann milljónaher, og er nú einn af frægustu herfor.ngj- um styrjaldarinnar. Það eru sannarlega merkileg örlög. Per Meurling. Valur víðförli Myndasaga eftir Dick Floyd WEVE ALLTW' GUESTS' SIGTlATUftES ONTW' PETITION TO KEEP/ O.HAINTACT? Bianca hefur veri drepinn af lögreglustjóranum, og nú færist aftur ró yfir sumarhótelið. — Valur: Við höfum fengið undirskrift allra gestanna undir áskorunina um að matvælaeftirlitið haldi áfram. Þar sem við höfum nú ráðið niðurlögum Bianca skulum við snúa okkur að því að stöðva leynisölu matvæla. — Jói frændi: Sæll Valur, má ég kynna þig fyrir nýjum gesti, Ona Morgun. — Wendy (með ís- kulda): Þú varst eitthvað að tala um leynisölu á kjöti Valur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.