Þjóðviljinn - 30.08.1950, Síða 5
Miðvikudagur 30. ágúst 1950.
ÞJÓÐVILJINN
5
Merkilegt heimildarrit um
sögu okkar aldar
Michael Sayers og Albert
Kahn:
Samsærið mikla gegn Sovjet-
rikjunum.
Bókaútgáfau Neistar. Bvk 1950.
í>að verður ekki fullþakkað,
að bókaútgáfan NEISTAR hef
ur ráðizt í að gefa út hið mikla
rit tveggja ameriskra rithöf-
unda, Samsærið mikla gegn
Sovétríkjunum. Á þeim eymd-
arárum, sem nú ríða yfir ís-
lenzka bókaútgáfu, er óþvegnir
dónar afla sér lífsuppeldis með
því að gefa út flötustu reyfara
og reyfaratímarit, sem að brot
inu til virðast vera miðuð við
vasastærð manna, en að efni og
innihaldi við amerískan borga-
skríl, ,þá horfir það til gamans,
að til skuli vera svo bjartsýnir
menn, sem hika ekki við að
ibjóða Islendingum bók, sem er
hátt á sjötta hundrað blaðsíð-
ur, og láta sér ekki segjast
þótt tímarnir séu erfiðir. Þótt
ekki væri fyrir annað þá er
þessi 'bók sérlega athyglisverð.
En þessi bók hefur svo margt
sér til ágætis, að ég get ekki
stillt mig um að fara um hana
nokkrum orðum, þótt hennar
hafi áður verið minnzt í þessu
blaði. Samsærið gegn Sovétríkj-
unum er saga þess þáttar ald-
ar okkár, séin mest hefur bor-
ið á í fréttum og blöðum síð-
asta mannsaldur. Það verður
skemmtilegt viðfangsefni sagn-
fræðingum framtíðarinnar að
rannsaka og prófa samtíðar-
heimildir um sögu Sovétríkj-
anna. Hvílíkur hafsjór af lyg-
um! Samsærið gegn Sovétríkj-
unum er sagan um viðskipti
auðvaldsríkjanna og Ráðstjórn
ar-Rússlands frá því að bylting
in brast á 1917 og fram til
loka hinnar síðari heimsstyrj-
aldar. Saga þessara viðskipta
er lygisögu líkast. Enginn reyf
ari er meira æsandi en sagan
um viðleitni auðvaldsrikjanna
til að koma Ráðstjórnarríkjun
um fyrir kattarnef allt frá því
er rússneska byltingin var í
vöggu og fram til þessa dags.
1 baráttu auðvaldsríkjanna
gegn Sovétríkjunum voru öll
vopn heilög, einkis var svifizt
tilgangurinn helgaði hvert
meðal. Fyrstu viðbrögð auð-
valdsríkjanna við rússnesku
byltingunni voru þó raunar
mörkuð undrun, algeru skiln-
ingsleysi á því sem var að ger
ast. Og í rauninni hafa þau
ekki náð sér eftir þessa undrun
enn þann dag í dag, mannsaldri
eftir að fyrirburðurinn varð.
Daginn eftir að Lenín myndaði
stjórn sína í nóvember 1917,
skrifar sendiherra Bandaríkj
anna, FRANCIS, þessi orð:
„Sagt ær að fulltrúaráð verka
manna í Pétursborg hafi mynd
að stjóm með Lenín sem for-
sætisráðherra, Trotskí utanrík-
isráðherra og frú eða ungfrú
i. Koliontaj sem menntamálaráð-
herra. Andstyggilegt! En ég
vona að því hlægilegra sem á-
standið verður, þeim mun fyrr
berist hjálpin.“ Já, víst var
það andstyggilegt. Fulltrúar
auðvaldsins skildu það af með-
fæddri stéttvísi, að nú var í
heiminn borinn sósíalisminn, er
mundi standa yfir höfuðsvörð-
um auðvaldsins, morgunstjarna
hins vinnandi mannkyns brauzt
fram úr skýjum festingarinnar
og síðan hafa hundar auðvalds
ins gólað án afláts að þessu
bjarta himintungli, en ekki
fengið hrakið það af braut
sinni. Samsærið gegn Sovéit-
ríkjunum rekur þessa sögu,
túlkar þessa baráttu í hennar
sundurleitu myndum: vopnuð-
um innrásmn, skemmdarverk-
um og launráðum. Engin
smuga var svo mjó, að hið er-
lenda auðvald reyndi ekki að
smjúga þar í gegn til þess að
bana þjóðfélagi hins vinnandi
manns, þjóðfélagi sósíalismans.
Auðvaldið hagnýtti sér allar
veilur í flokki sósíalismans,
bolsévíkaflokknum, gerði
marga af áhrifamönnum flokks
ins að leigðum leppum sínum.
Öll er þessi saga sögð á grund
velli óhrekjanlegra heimilda,
sérhver fullyrðing er hlaðin ó-
véfengjanlegum staðreyndum,
og þegar lestri bókarinnar er
lokið hefur lesandinn horft á
sjónarspil um sögu og örlög
aldar okkar, svo ægifagurt og
átakanlegt, vegna þess, að
hver maður finnur, að 1 átök-
um þessa leiks var barizt um
örlög og framtíð alls mann-
kynsins. Ef samsærið gegn
Sovétríkjunum hefði heppnast,
þá hefði öll saga jarðarinnar
skipt um svip. Svo mikinn sess
skipa Ráðstjórnarríkin í sögu
aldar vorrar.
Samsærið gegn Sovétrikjun-
um er ein þeirra bóka, sem all-
ir, er á annað borð vilja botna
eitthvað í tilveru samtíðarinn-
ar, verða að lesa. I hinum
miklu sviptingum vorra tíma er
það hverjum hugsandi manni
nauðsyn að skilja eðli þeirrar
baráttu, sem háð er gegn
Sovétríkjunum. Þessi barátta
er ekki ný bóla, hún er jafn-
gömul rússnesku byltingunni,
og hún verður háð með æ meira
ofstæki á meðan auðvaldið get-
ur valdið vopni og hefur ráð á
að leigja sér pólitíska atvinnu-
lygara. Samsærið gegn Sovét-
ríkjunum er í tölu þeirra fáu
bóka hér á landi, sem hægt er
að segja um, að hver maður
sé að fátækari, sem hefur ekki
lesið hana.
Sverrir Kristjánsson
Höfundur „Egils svarfa“ og
staðreyndirnar
I Þjóðviljanum 19. ágúst s.l.
birtist ritsmíð um sjómanna-
blaðið Víking og sögukorn, er
þar hefur verið að birtast.
Fylgdu greininni hnútur nokkr-
ar og skætingur, og var ástæð-
an sú, hve umgetin saga hafði
komið dræmt í blaðinu. Álykt-
unarorð greinarhöfundar voru
á þá leið, að sjómenn hafi nú
beðið í þrjá mánuði eftir niður-
lagi sögunnar, og ef það birtist
ekki í næsta blaði, sé „vissulega
tími til kominn að nýtt sjó-
mannablað hefji göngu sína“.
Þegar ég leit yfir greinarkorn
þetta hér á dögunum, fannst
mér satt að segja varla ástæða
til að gera því svo hátt undir
höfði, að virða það svars —
svo barnalegt var það og fjar-
stæðukennt. En þar sem ég hef
orðið lítils háttar var við, að
greinin hefur valdið nokkrum
misskilningi hjá þeim, sem ekki
vita annað en þar kemur fram
um þetta ómerkilega mál vil ég
segja lesendum Þjóðviljans
þetta:
Hinn ákaflyndi greinarhöf-
undur, J. H. Jónsson, og höf-
undur sögukornsins í Víkingn-
úm, eru einn og sami maður.
Þetta bar greinin ekki með sér,
en sú vitneskja er nauðsynleg
(og næg) skýring á greinar-
stúfnum, Skilst þá allt sam-
hengi málsins. Hverjum þykir
sinn fugl fagur, og ætla ég ekki
að fara að ræða við hinn unga
mann um gildi sögu hans eða
nauðsyn þess, að íslenzk sjó-
mannastétt fái niðurlag hennar
sem allra fyrst á prent, í síð-
asta lagi í september! Því einu
vil ég bæta við, að höf. hefur
látið skáldskapargáfuna hlaupa
heldúr en ekki með sig í gönur,
þegar hann samdi greinina, því
þar verða staðreyndimar að
víkja fyrir skáldskapnum. Hef-
ur hann tekið saman stuttan
reyfara um tvo presta í Reykja-
vík, nokkra tugi kvenna á
Akureyri og Ásgeir Sigurðsson
skipstjóra, sem komið hafi í veg
fyrir birtingu niðurlags sögunn.
ar. Deila mikil á að hafa risið
milli mín og „ritnefndarmanns-
ins“ Ásgeirs Sigurðssonar út af
þessu stórmáli. Þetta heitir víst
að kunna að yrkja! Sannleikur-
inn er sá, að Ásgeir Sigurðsson
er ekki í ritnefnd Víkingsins.
Hann hefur engin afskipti haft
af birtingu þessarar sögu,
hvorki á einn eða annan veg,
varla minnzt á hana við mig
einu orði. Þetta eru nú öll átök-
in, sem orðið hafa mlili okkar
Ásgeirs um söguna!
Svipuðu máli gegnir um flest
önnur atriði í reyfaragrein þess-
ari. Þau eru heilaspuni .
Ungur höfundur, sem býr yf-
ir annari eins skáldskapar-
Sjóntannafélagsstjómm á það
eitt áhugamál að sundra starf-
andi sjóntönnum
Sigurjcn á uadanhaldi
Sigurjón Ólafsson land-
hersstjóri birtir gær nýjan
langhund i Alþýðublaðinu og
er þar á eftirminnilegu und-
anhaldi. Aðalefni greinarinn-
ar er það — auk venjulegs
skætings um starfandi sjó-
menn — að sjómannafélags-
stjórnin hafi i rauninni gjam
an viljað semja um karfa-
veiðar, en útgerðarmenn hafi
engan áhuga haft: „má öll-
um vera Ijóst, að! sunnlenzk-
ir útgerðarmenn hafa haft
lítinn eða engan áhuga á hin-
um svokölluðu „karfaveið-
um“, og engar líkur til að
skipin hefðu stundað þær
veiðar, þótt skilyrði hefðu
verið til samninga“. Skýtur
þetta mjög skökku við mál-
flutning Sæmundar Ólafsson-
ar kexverksmiðjuforstjóra
og sýnir glöggt að Sjómanna-
félagsstjórninni dylst ekki
lengur afstaða sjómanna til
glópskuverka hennar. En
jafnvel þótt undanhald Sig-
urjóns væri á rökum reist
fær hann ekki skotizt undan
þeirri ábyrgð að hann og fé-
lagar hans hafa valið til
vinnudeilunnar óheppilegasta
tíma sem hugsazt gat og
fært útgerðarauðvaldinu upp
í hendurnar allar „röksemd-
ir“ þess.
Undanfarnar vikur hef-
ur sjómannafélagsstjórnin
birt eina greinina annari
lengri í Alþýðublaðinu.
Um þær ritsmíðar er það
athyglisverðast að þær
hafa allar verið rógur og
Iygar um sjómenn á Ak-
ureyri og Norðfirði. Til-
gangur þeirra hefur ver-
ið sá einn að sundra sjó-
mönnum og efna til póli-
tiskra flokkadráttá meðal
þeirra. Hins vegar hafa
þeir herrar enga grein
birt um hinar sjálfsögðu
réttlætiskröfur sjómanna
og algerlega látið hjá líða
að afhjúpa hina giæpsam-
legu afstöðu útgerðarauð-
valdsins, sem nú þegar
hefur haft af þjóðinni 45
milljónir króna í erlendum
gjaldeyri, að sögn Valtýs
Stefánssonar. Þeir virðast
ekkert hafa hugsað um þá
hfið málsins í ákafa sín-
um að svívirða sjómenn
og hafa ekki einu sinni
haft framtak í sér til að
taka undir þær sannanir
sem raktar hafa verið hér
í Þjóðviljanum dag eftir
dag. Sama eðlis eru þau
vinnubrögð sjómannafé-
lagsstjórnarinnar að hafa
aðeins haldið einn fund í
sjómannafélaginu þá tvo
mánuði sem deilan hefur
staðið.
Þessi vinnubrögð sjó-
mannafélagsstjórnarinar eru
í þágu útgerðarmanna einna.
Þau hafa það markmið að
sundra sjómönnum þegar ein-
ing er mesta nauðsyn þeirra.
Og þau eru beint áframhald
þeirra vinnubragða að velja
til kjaradeilu þann tíma sem
útgerðarauðvaldinu kemur
bezt. Sjómannafélagsstjórnin
hefur auðsjáanlega ekkert
lært og engu gleymt, enda
mun hún uppskera vantraust
sjómanna í enn ríkara mæli
en hingað til.
Freðfísksalan tíl Bandaríkjanna,
skýrsla Cooley og dagbi. Tíminn
6reina;ger§ frá Sölumiðstöð hraðfrysiihúsanna
Ingangur.
Dagblöðin í Reykjavík hafa
mikið skrifað í sumar um hrað
hneigð og fram kemur í Þjóð-
viljagrein J. H. Jónssonar, á
vonandi éftir að semja góðar
sögur, þegar honum hefur tek-
izt að beizla hugmyndaflugið
svo, að hann fái við það rá$ið.
Og með aldri og þroska lærir
hann vonandi að umgangast
staðreyndir með meiri kurteisi
en hann virðist hafa tamið sér
til þessa. Óska ég honum svo
tírs og tíma.
. Gila Guðmundsson.
frysta fiskinn, framleiðslu hans
og sölu. Skrif þessi byrjuðu
þegar sérfræðingar frá Banda-
ríkjunum — Cooley og félagar
— komu hingað, náðu hámarki
sinu eftir að skýrsla þalrra
bai’st, og hafa svo síðan birzt
í einstöku blöðum greinar imi
þessi mál.
Sum af þessum skrifum
hafa verið byggð á skilnings-
leysi og röngum upplýsingum.
Hefur þetta gengið svo langt,
að dagblaðið Tíminn hefur nú
þessa dagana verið að skrifa
um sölu á hraðfrystum fiski til
^ ■ Framhald á 47 ^iðu.