Þjóðviljinn - 15.02.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.02.1953, Blaðsíða 1
1 Dagsbrúnarmenn! x A feunnudagur 15 febrúar 1953 — 18. árgangur — 38. tölublað rúnarmenn - allir á kjörstað Gefið ykkiir strax Iram til starf^i fyrir A-lisÉann - Greiðid s(»rengilistanmn rotliiiggið i dag — Kosið frá kl. 10-23 í gær kusu 692 Dagsbrúnarmenn, en á kjörskrá eru um hálft þriðja þúsund. Kosningin hefst aftur í dag kl. 10 og lýkur kl. 11 í kvöld, en úrslitin verða tilkynnt á Dagsbrúnaríundi í Iðnó annað kvöld klukkan 8.30 í fyrra fékk Dagsbrúnarstjórnin 1258 atkvæði, en andstæðingar Dagsbrúnarstjórnar 727 atkvæði. I dag verða Dagshmnarmenn því að hefja sékn- ina á ný af margíöldum krafti eg tryggja meiri þátt- töku ©g meiri yfírburði A-listans en nokkru sinni fyrr. Gifta Dagsbrúnar og ails Islenzks verkalýðs er enn sem fyrr I höndum þeirra manna sem ganga að kjörhorðinu í dag. og vinnið ötullega að sigri hans. Ungir Dagsbrúnar- menn! A-listinn er ykk- ar listi. Sprengilistinn í Dags- brún er beint áframhald af tilraunum ríkisstjórn- arinnar og AB-manna til að einangra forustufélag verkalýðsins og lama það í verkföllunum miklu í desember. B-listinn — „lífsnauð- syn“ ríkisstjórnarinnar ■— er bein árás á félagið og hagsmuni verka- manna. Það er- yfirlýst stefna þeirra sem að listanum standa að liða félagið í sundur og ræna pað þannig hinum mikla styrk sínum. Það er stefnuskrá þeirra að gera alla í- gripamenn að aðalfélög- um í Dagsbrún, og leika brjóstvörn verkamanna þannig eins og Sjó- mannafélag Reykjavík- ur. Það er ætlun þeirra að gera Dagsbrún að fanga Alþýðusambandsstjórn- ar. Hvert atkvæði B-list- ans er styrkur fyrir at- vinnurekendur og ríkis- stjórn þeirra. Dagsbrúnarmenn! Svarið rógi B-listans um Dagsbrúnarstjórnina með því að kjósa Sigurð Guðnason í tólfta sinn með hæstu atkvæðatölu sem hann hefur nokkurn tíma fengið. Búið félagið undir þá hörðu baráttu sem fram- undan er fyrir atvinnu, mannsæmandi kaupi og frelsi verkalýðshreyfing- arinnar með órofa sam- fylkingu um A-listann. Allir á kjörstað; kjósið A-listann. Stuðningsmenn Sig- urðar Guðnasonar! Gef- ið ykkur fram jtil starfa x A Þúsund manns fórusl í jarð- skjálfta í Norður-lran Mikið manntjón hefur orðið í jarðskjálfta, sem varð á fimmtudaginn í norðurhéruðum Irans. Jarðskjálftinn varð harðast- ur í héraðinu Sherid á strönd Kaspíahafsins. Fátt hefur verið um fréttir þaðan þangað til í gær. 1 Teheran, höfuðborg Irans,' er skýrt frá því að þúsund manns að minnsta kosti hafi beðið bana undir rústum hí- býla sinna í jarðskjálftunum. Óttast er að sú tala eigi enn eftir að hækka því að herlið hefur ekki lokið uppgreftri í hrundum þorpum og bæjum. Ein smáborg á þessum slóð- um er gersamlega jöfnuð við jörðu. 1 gær varð aftur vart jarðhræringa þarna en þær voru ekki svo, miklar að tjón hlytist af. yfirgefa hollenzka eyju Hollenzk yfirvöld skipuðu í gær síðustu 3000 mönnun- um á eynni Schouwen Duive- land að fara til meginlands- ins. Alls hafa búið á eynni 30.000 manns. Þykir ekki ó- hætt að fólk sé þar yfir stórstrauminn nú um helgina vegna þess að flóðgarðar;; kunni að rofna. Annars þótti; líta út fyrir það bæði í Hol- landi og Bretlandi að flóð- garðarnir myndu halda ef ekki hvessti af norðvestri. Æsingar i Alsache Mannfjöldi í borginni Strass- bourg í franska héraðinu Als- ache gerði í gær aðsúg og grjót- kast að skrifstofu 1’ Humanité, blaðs kommúnista, sem hafði talið réttmætan -dauðadóminn yfir liðþjálfa ættuðum frá Als- ache, er tók þátt í morði þýzkr- ar hersveitar á 620 manns í þorpinu Oradour í Suðvestur- Frakklandi sumarið 1944. Fán- ar hafa verið dregnir í hálfa stöng víða í Alsaehe og ikirkju- klukkum hringt til að mótmæla dómnum. 5000 hús brenna 1 gær brunnu 50Q0 hús í borginni Saigon í Indó Kína og 50.000 manns urðu húsvilltir. Inni brunnu fimm menn og 40 hlutu brunasár. Franska her- stjórnin í Saigon kennir sjálf- stæðishreyfingu landsbúa um brunann. Keðja kjarnorkuárásarstöðva frá Græn> landi og íslandi til Miðausturlanda Breytt hernaSaráœtlun Bandarik’iastjórnar fcoðuð ef Vestur-Evrópuherinn lognast endanlega útaf Bandaríska fréttastofan United Press skýrði frá því 1 gær, að í Washington sé tekið að ræða nýja hernaðaráætl- un Bandaríkjastjórnar í Evrópu, sem framkvæmd verði ef endanlega þyki útséð um að af stofnun Vestur-Evrópu- hers verði. Bandaríska herstjórnin álítur að ef stofnun Vestur-Evrópu- hers renni út í sandinn, eins og fullt útlit er nú fyrir, verði að gerbreyta öllum fyrirætlun- um um hernað á svæði því, sem A-bandalagið tiær yfir, Æðstu menn bandarískra hermáfa vilja þá koma 'upp keðju öflugra kjarnorkuflug- stöðva meðfram vestur- og suðvesturlandamærum Sovét ríkjanna og fylgiríkja þeirra. Nyrstu flugstöðvarnar eigá' að vera á Grænlandi og Is- landi en þær syðstu í Mið- austurlöndum. Stærstu flug- stöðvarnar í þessu kerfi eru fyrirhugaðar á Bretlandi og Spáni. Hugmyndin um að byggja 32 skip sátn föst í isaLgmafirði Danski ísbrjóturinn Stóri- björn ruddi í gær 32 skipum leið út úr Limafirði. Voru þau frosin þar inni. Litlibjöm opn- að siglingaleiðina til Randers. Frost er enn í Danmörku en fer minnkandi. Nýskipan Dullcs. Sjónarmið Tafts og skoðana- bræðra hans laut í lægra haldi 1949 og ákveðið var að koma upp öflugum landher í Vest- ur-Evrópu. Eisenhower var skipaður yfirforingi hans og hann hvatti mjög til stofnun- ar Vestur-.Evrópuhers með þátttöku Þjóðverja. Nú þykir 'S9S9 vonlítið að sú fyrirætlun kom- izt í framkvæmd. Segir United Press að Dulles utanríkisráð- herra hafi átt við þessa kjarn- orkuflugstöðvaáætlun þegar hann ræddi um það að taka- yrði afstöðu Bandaríkjastjórn- ar til nýrrar yfirvegunar ef Vestur-Evrópuherinn væri ekkl komkin á öruggan reikspöl í aprílbyrjun. Eiseuhower hernaðaráætlun USA í Evrópu á öflugum ikjarnorkuárásar- stöðvum á eyjunum í Atlanz- hafi, Pyreneaskaga, í Norður- Afríku og Miðausturlöndum er ekki ný. Þegar A-bandalagið var á döfinni lagði Robert Taft þá og nú foringi republikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, til að ekki yrði horfið að því ráði að hafa að staðaldri banda- rískan landher í Vestur-Ev- rópu, ódýrara væri þegar til lengdar lætur að gera IBanda- ríkin að óvinnandi viriki með því að umkringja þau kjarnorku- flugstöðvum á eyjum og skög- um í Evrópu og Así-u. Flýðu til Á-Þýzkalands er senda átti þá til Kóreu Brezkii og íranskir hermenn strjúka og gerast pólitískir ílóttamenn Austurþýzka fréttastofan skýröi frá því í gær aö síðustu uaga hefðu þrír brezkir hermenn og einn franskur leitað hælis í Austur-Þýzkalandi. Birt er bréf frá Bretunum þremur. Skýra þeir frá því að þeir hafi komizt á snoðir um að senda átti hersveit þeirra til að berjast í Kóreu. Vildu ekki berjast fyrir illan málstað Bretarnir segjast vera sann- færðir um að stríðið í Kóreu sé bandarísk árásarstyrjöld og þeir hafi ekki getað hugsað sér það áð berjast fyrir illan málstað. Tóku þeir því þáð ráð að laumast til A-Þýzkalands, þar sem þeir hafa farið þess á leit að þeim verði veitt viðtaka sem pólitískum flóttamönnum. Franski hermaðurinn hefur sótt um hæli seiþ pólit. flótta- maður en ekki er þess getið hvaða ástæður hann færir fyr- ir flótta sínum úr franska her- námsliðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.